Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 4
DA(;BLAÐIF>. FIMMTUDAÍiUR 29. JÚLl 1976. C Nú þarf veðrið að vera gott um allt land: J „Við erum búnir aö gera samn- ing við skaparann um aö veðrið verði gott hjð okkur um helgina,“ sagði Þorkell Sigurðsson hjá Bandalagi ísl. skáta. „Við búumst við miklurn fjölda fólks og þótt við höfum auglýst að Rauðhetta ’76 sé fyrir kátt fólk á aldrinum 12—25 ára eru aðrir aldursflokkar einnig velkomnir. Dagskráin hjá okkur er bara ekki sniðin fyrir börn eða fullorðið fólk. Viö viljum helzt ekki fá yngri en 12 ára nema í fylgd með foreldrum. Okkar prógramm er eingöngu miðað við táningana. Það verður dansað öll kvöldin á tveimur pöll- um. Hljómsveitirnar sem leika eru Experiment, Cabaret, Paradís og Galdrakarlar. Helmingur Galdrakarla mun sjá um varðeld á laugardagskvöld- ið og eru þeir þá með sérstakt prógramm. A sunnudagskvöldið verður varðeldurinn i umsjá Þokkabótar. Þar verður mikill söngur sem allir eiga að taka þátt í. Á daginn verður ýmislegt til skemmtunar, s.s. maraþon- kossakeppni, danskeppni, fótbolti og alls kyns Tívolíþrautir þannig að allir krakkar ættu að finna sér eitthvað til skemmtunar. 80 manna löggæzlulið verður úr röðum skáta,' ekki bara frá Reykjavík, heldur af öllu Suð- vesturlandi. Að auki verða 10—15 löggæzlumenn frá Selfossi sem m.a. munu annast alla áfengisleit, því að sjálfsögðu er öll meðferð áfengis stranglega bönnuð. Hjálparsveit skáta mun verða á staðnum með 60 manns, auk þess verða tveir læknar og tvær hjúkr- unarkonur. Hjálparsveitin mun einnig gæta þess að enginn fari sér að voða á vatninu," sagði mótsstjórinn, Þorkell Sigurðsson. — A.Bj. Ungir bindindismenn gangast fyrir móti í Galtalækjarskógi, þar FJÓRAR STÓRAR ÚT1SAMK0MUR UM HELGINA sem öll meðterð áfengis er strang- lega bönnuð. Þar verður heil- mikið fjör eins og á öðrum móts- svæðum, dansað á tveimur pöll- um. Hljómsveitirnar Mexico og Næturgalar leika fyrir dansi. Margir kunnir skemmtikraftar koma fram i Galtalækjarskógi, m.a. Baldur Brjánsson, Gísli Rúnar, Edda Þórarinsdóttir, Jör- undur Guðmundsson, Kristinn Hallsson og Magnús Jónsson. Kl. 15.00 á sunnudag verður sérstakur „barnatími” og þá s.vngja Inga og Silja frá Akranesi. Sr. Björn Jónsson á Akranesi predika'r kl. 13.30 á sunnudag. Löggæzlumenn frá sýslumanns- embættinu á Hvolsvelli sjá um löggæzlu ásamt ungtemplurunum sjálfum. Hjálparsveit skáta úr Hafnarf irði mun sjá um heilsu- og slysagæzlu. Oll aðstaða til mótshalds er mjög góð í Galtalækjarskógi og næg tjaldstæði, einnig fyrir þá sem vilja véra afsíðis og ganga snempia til náða. — A.Bj. ' ..................* Húsa- fell „Við höfum leitazt við að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta, þannig að hún sé við hæfi allra aldursflokka," sagði Öfeigur Gestsson, sem er formaður undirbúningsnefndarinnar fyrir Húsafellshátíðina. „Tveir danspallar eru á móts- svæðinu. Hátíðalundur og Lambhúslind. Þar verður dansað öll kvöldin og sjá hljómsveitirnar B.G. og Ingibjörg, Cabaret og Celcius um fjörið., Heiðursgestur mótsins verður formaður Ung- mennafélags Islands, Hafsteinn Þorvaldsson, og flytur hann hátíðaræðu; sr. Ölafur Jens Sig- urðsson á Hvanneyri sér um helgistund kl. 2 á laugardaginn. Þá verða þjóðdansar, Spilverk þjóðanna skemmtir, Engilbert Jensen, Halli og Laddi og Lista- skáldin vondu koma fram. Einnig Hljómsveitin Paradís leikur á Rauðhettuhátíðinni. Hljómsveitin Celcius er ein af allra nýjustu hljómsveitunum. verður fallhlífarstökk og Reynir Aðalsteinsson verður með hesta- leigu. Skíðalyftan í Langiökli verður opin en þangað er ekki nema steinsnar frá Húsafelli. Sundlaug staðarins verður opin og er hin góða aðstaða hjá Krist- leifi á Húsafelli opin mótsgestum, þar er heitt vatn auk heldur annað. Ströng gæzla verður á móts- svæðinu og meðferð áfengis stranglega bönnuð. — A.Bj. Héraðssamband Þingeyinga gengst fyrir fjölbreyttri útihátið að Laugum. Hátíðin hefst með dansleik að Breiðumýri á föstu- dagskvöld og þar leikur hljóm- sveitin Celcius fyrir dansi. Á laugardaginn verður íþrótta- keppni, m.a. keppt í fimmtar- þraut, kvikmyndasýning og úti- dansleikur um kvöldið. Celcius leikur. Á sunnudaginn verður hátíða- dagskrá, sem hefst með ræðu sr. Bolla Gústafssonar í Laufási. Kristín Ólafsdóttir og Böðvar Guðmundsson syngja og leika, Helgi R. Einarsson leikur einnig og syngur, þá syngur Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Enskur skemmtikraftur, Duncan að nafni, skemmtir einnig öll kvöld- in. „Dagskráin er mest stíluð upp á unga fólkið,” sagði Arnór Benónýsson, sem er formaður undirbúningsnefndarinnar. „Að sjálfsögðu verður strangt áfengis- bann á hátíðinni og það verður fjör hjá okkur og allar blómarósir Norðurlandsins koma til okkar.” — A.Bj. Ferðafélag íslands um verzlunarmannahelgina: Átta ferðir á vegum félagsins Útivistarferðir um helgina: Fjórar ferðir á fagra staði Á vegum Utivistar verður farið í fjórar langar ferðir um helgina og lagt af stað klukkan átta á föstudagskvöld. Farið verður í Þórsmörk og tjaldað inni í Störaenda, þar sem mikill gróður er og skjólgott. Farið verður í Gæsavöin, í Trölla- dyngju og á Vonarskarð og umhverfið þar í kring skoðað. Þá er ráðgerð ferð á Einhyrnings- flatir, gengið að Markarfljótsgljúfrunum og á Tindafjallajökul. Loks verður ferð í Hitardal upp af Mýrum, en þar er geysilega fallegt, bæði dalir, sérkennileg fjöll og hraun. Á laugardag var ráðgerð ferð í Re.vkja- borg og að Hafravatni en sú ferð fellur niður. Á sunnudag verður farið í gönguferð suður fyrir Hafnarfjörð að Hvaleyrar- vatni. Verður það stutt ganga og létt. A mánudag verður einnig farið í gönguferð og verður þá gengið um Smyrlabúð og nágrenni í grennd við Kaldársel. Lagt verður af stað klukkan eitt í báðar þessar gönguferðir og komið aftur fyrir kvöldmat. í öllum ferðum Utivistar eru reyndir fararstjörar. Þátttakendur verða sjálfir að hafa með sér nesti og allan viðlegu- útbúnað. — Á.Bj. Nú fer í hönd einhver mesta ferða- helgi sumarsins og er úr mörgu að velja fyrir þá sem hugsa sér til hreyfings. Á vegum Ferðafélags Islands verða farnar einar átta ferðir, sem allar eiga það sameiginlegt að þátttakendur verða að hafa með sér það sem þeir þurfa á að halda svo sem nesti, svefnpoka og tjöld, þar sem ekki er gist í skálum félagsins. Á föstudagskvöldið kl. 8 verður lagt af stað i Þórsmörk, Landmannalaugar, Skaftafell, Veiðivötn og Jökulheima og ferð inn á Syðri-Fjallabaksveg. Kl. 8 á laugardagsmorgun verður lagt af stað til Stykkishólms, á sunnu- deginum verður farið með flóabátnum Baldri í siglingu urn Breiðafjörð. Komið verður við í Klakkseyjum og Flatey og síðan siglt alla leið að Brjáns- læk. Á mánudeginum verður farin hringferð um Snæfellsnes og út fyrir Jökul. Einnig er ferð 1 Kerlingarfjöll og Hveravelli kl. 8 á laugardagsmorguninn. Kl. 2. á laugardag verður aftur farið í Þórsmörk. Tvær stuttar gönguferðir verða um helgina. Á laugardag verður farið á Skálafell og Esju og á sunnudag á skála- fell og Hellisheiði. Lagt verður af stað kl. 1 í báðar þessar gönguferðir. ferðir. I öllum ferðunum verða kunnugir fararstjórar með, og farið verður í gönguferðir og það markverðasta á hverjum stað skoðað. A.Bj. Það gerist alltaff eitthvað Enginn vill vera púkó. Heimsókn til Lólóar og Sœvars í Karnabœ. — Sagt fró starfsemi orða. — Grein um hundaœði — Smósaga eftir Einar Loga Einarsson. — Poppfrœðirit. Fjöldi myndasagna. í þessari Viku:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.