Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 15
DAÍ'iBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUK 29. JÚLl 1976. ð Iþróttir Iþróttir D Iþróttir Iþróttir Sovétmenn hlutu gullið — sigruðu Rúmena 19-15 Nú gefst kostur að sjú „dýrlingo" Englands! — og sovézku stúlkurnar súu um að það yrði tvöfalt í handknattleiknum, sigruðu þœr a-þýzku 14-11 Sovétríkin tryggðu sér í nótt gullið í handknattleiknum á Olympíuleikunum. Ötrúlega auð- veidur sigur gegn heimsmeistur- unum Rúmeníu 19—15! Já, hvernig er ekki handknattleikur- inn! Á síðastliðnum vetri máttu Sovétmenn þakka jafntefli við litla ísland hér heima í landsleik þjóðanna 13—13 — íslendingar voru þá aðeins hársbreidd frá sigri. _ Nú, nokkrum mánuðum síðar hafa Sovétmenn tryggt sér gullið i Montreal — fyrsti stórsigur sovézka landsliðsins i handknatt- Ieik, aldrei áður hefur sovézka landsliðið sigrað í heimsmeistara- keppni né Olympíukeppni. Leikurinn í nótt var svo ótrú- lega auðveldur fyrir Sovétmenn. Fyrirfram var búizt við Sovét- mönnum sterkari en Rúmenum — en að sigurinn yrði jafn áuð- veldur og raun bar vitni kom mjög á óvart. Leikurinn i nótt fór rólega af stað — rétt eins og liðin væru að þreifa fyrir sér . Þegar líða tók á leikinn náðu Sovétmenn undir- tökunum og höfðu mark yfir í hálfleik. I síðari hálfleik komu yfir- burðir Sovétmanna berlega í ljós og náðu heimsmeistararnir aldrei að ógna hinu sterka sovézka liði þar sem Maximov lék aðalhlut- verkið. Öruggur sovézkur sigur 19—15 — og greinilegt, eins og raunar hafði verið spáð, að Sovét- menn eru með sterkasta landslið í heiminum í dag. Enn getum við íslendingar ógnað þeim beztu í heiminum eins og sannaðist í vetur! Markhæstur Sovétmanna var Valeri Gassiy með 5 mörk. Licu og Grabovschi skoruðu 4 mörk þvor fyrir Rúmena. Rúmenar hlutu því silfrið. Pól- land og V-Þýzkaland léku um bronsið og var þar um hörkuleik að ræða, ákafkega jafnan. Pól- verjar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og höfðu yfir 11—9 í hálf- leik. En barátta Þjóðverja i síðari hálfleik kom þeim á óvart — smám saman söxuðu V-Þjóðverjar á forskot Pólverja og að loknum venjulegum leiktíma var jafnt 17—17. Því var framlengt — þá tóku Pólverjar öll völd — sigruðu örugglega 21—18. Sovézku stúlkurnar sáu um tvö- falt í handknattleiknum — því þær sigruðu hinar a-þýzku stall- systur sínar í 14—11. Ungverja- land hlaut bronsið — sigraði Rúmeníu 21—15. Lokastaðan i handknattleikn- um varð: Sovétríkin 5 5 0 0 92-40 10 A-Þýzkaland 5 3 1 1 89-47 7 Ungverjaland 5 3 1 1 85-55 7 Rúmenía 5 2 0 3 73-83 4 Japan 5 1 0 4 72-115 2 Kanada 5 0 0 5 35-106 0 Loksins hafa því Sovétmenn risið úr öskustónni og eru nú orðnir bezta handknattleikþjóð heims — eftir mörg mögur ár í handknattleiknum í skugga ná- granna sinna, Júgóslava, Rúmena og A-Þjóðverja. Sama gildir um Pólverja — þeir hafa á síðustu árum verið í stöðugri sókn í handknattleiknum og staðfestu á Olympíuleikunum að þeir eru meðal fjögurra beztu handknattleiksþjóða heims. Bikarmeistarar frá síðastliðnu vori hampa bikarnum — Jimmy Steele, Peter Osgood og fyrírliðlnn Peter Rodrigues. Bikarmeistararnir frú síðastliðnu vori -Southampton leika íkvöld ú Laugardalsleikvanginum Heldur en ekki hefur hlaupið á snærið hjá islenzkum knatt- spyrnuunnendum. Bikarmeist- arar Englands — Southampton, eða Dýrlingarnir eins og þeir eru nefndir í daglegu tali á Englandi koma í heimsökn. Þetta fræga lið, sem svo övænt sigraði Manchest- er United í úrslitaleik hikar- keppninnar síðástliðið vor, leikur i kvöld kl. 8 á Laugardalsleik- vanginum við úrvalslið KSÍ. Margir frægir knattsp.vrnu- menn leika nú með Dýrlingunúm, frægastur mun þó Mikc Ghannon Ilann er margreyndur enskur landsliðsmaður. I’eter Osgood kaiinast margir við. Ilann lék lengi með Lundún.aliðinii G.helsea og lék þá nokkra landsleiki en var seldur til Dýrlinganna fyrir stór- pening. í liði Southainpton eru einnig skozkir og velskir landsliðmenn. Jim McGalliog, áður Sheff. Wed. Úlfunum og Manchester United, á marga landsleiki að baki fyrir Skotland. Fyrirliði liðsins er Peter Rodrigues en liann á fjöldá landsleikja að baki f.vrir Wales. Já. þvi má búast við fjiilda áhorfcnda i Laugardal. Það er ekki á hverjum degi. að við fáum sjálfa bikarmcistara Englands i heimsókn I vor þegar Sout- luimplon lék við Manchesler Uniled biuggusl l lestir vn' orugg- liin sign t.Initéd: seii) emilig bafði lengi forystu í 1. deildinni ensku á siðasta keppnistímabili. En Southampton, sem leikur í 2. dcild og naumlega missti af sæti í 1. deild, kom öllunt á óvart og sigraði „strákana hans Docherty." Urvalslið KSl. er leikur í kvöld, ér auðvitað skipað okkar sterk- ustu Icikmönnum. sem leika hér heima. Atvinnumcnnirnir okkar verða ekki með. nema hvað Elrtlar Geirsson hefur verið valinn. Tony Knapp landsliðþjálfari lék lengi með Soulhartvpton. Ilann hefur ásamt þeim Jens Sumar- liðasyni og Arna Þorgrimssyni valið 18 ménn. sem leika í kviild en þeir eru: Sigurður Dagsson Val Árni Stefánsson Fram, Viðar Halldórsson FH, Marteinn Geirsson Fram, Ottó Guðnvundsson KR, Jón Pétursson Fram, Öskar Tómasson Víkingi, Ingi Björn Albertsson Val. Olafur Júliusson IBK, Atli Eðvaldsson Val. Elniar Geirsson Trier, Hermann Gunnarsson Val. Guðmundur Þorbjörnsson Val. Sigurður Indriðason.KR, Gísli Sigurðsson Breiðáblik. Vilhjálmur Kjartansson Val. Magnús Bergs Val. Kristinn Bjiirnsson Val. Enn rotar Stevenson Kúbanski hnefaleikamaður- inn og olympíumeistarinn frá Munchen — Teofilo Stevenson átti ekki í vandræðum með að ganga frá Finnanum Pakka Ruokola, 22 ára lögreglu- manni. Aðeins 1 mínúta, 55 sekúndur — þá var allt búið. Hinir miklu hnefar Stevenson voru allt of mikið fyrir Finn- ann — þrjú hægri handar högg og allt var búið, dómar- inn stöðvaði leikinn þar sem Finninn gat enga vörn sér veitt. Þar með er Stevenson kominn í undanúrslit — þar mætir hann höfuðandstæðingi sinum, Stóra John Tate frá Tennessee. Tate var einnig í sviðsljósinu í gær — þegar hann vann V-Þjóðverjann Hussing á stigum en naumt var það — þrír dómarar gáfu Tate sigur — tveir Hussing. En sigur Tate í nótt kann að verða örlagaríkur því þegar í fyrstu lotu opnaðist sár á vinstri augnabrún og blóðið streymdi niður. Hussins sem er armlengri reyndi hvað hann gat til að opna sárið frekar og eftir tvær lotur hélt hann sínu þrátt fyrir að Stóri Tate hafi komið honum niður í annarri lotu. Bandaríkjamanninum tókst hins vegar að snúa keppninni sér í vil í síðustu lotu — hvað eftir annað náði hann þungum höggum í skrokk og höfuð Þjóðverjans og það nægði — en naumt var það. Kúbumenn eiga nú átta menn í undanúrslitum í hnefa- leikum og hafa þar með skotizt fram fyrir Bandaríkjamenn sem eiga sjö. Bandaríkjamenn urðu fyrir talsverðu áfalli þegar ein skærasta von þeirra — Clinton Jackson í weltervigt — tapaði á stigum fyrir Venezúelabúan- um Pedro Gamarro. Önnur skær von, Kúbu- maðurinn Sixto Soria í létt- þungavigtinni átti ekki í erfið- leikum með V-Þjóðverjann Wolfgang Gruber — aðeins 86 sekúndur þar til Þjóðverjinn iá í gólfinu, óvígur. Eyjaálfubúar í úrslitum! Ástraiía og Nýja-Sjáland hafa tryggt sér sæti í úrslitum hokkeykeppninnar á Olympíu- leikunum. I gær sigruðu Ný- Sjálendingar Hollendingar 2-1 eftir framlengdan leik og Astralíumenn sigruðu Pakistani einnig 2-1. Þcssi úrslit komu mjög á óvart — sérslaklega sigur Astralíumanna en Pakistanir voru álitnir vera með lang- bezta liðið á leikunum. Það verða því þjóðirnar frá Eyja- álfunni, Astralía og Nýja- Sjáland, sem mætast í úrslita- leik í hokkey á Olympíuleik- unum. Sigur sovézkra Sovézku stúlkurnar sigruðu í flokkakeppni í skylmingum á Olympíuleikunum. Þær sigr- uðu hinar frönsku stallsystur sinar í úrslitum með yfirburð- um — unnu níu leiki, þær frönsku aðeins 2. Ungverjaland tók bronsið — vann auðveldan sigur á v- þýzku stúlkunum. Það kom talsvert á óvart þegar frönsku stúlkurnar sigruðu hinar uhg- versku i undanúrslituin, þvi sovézku stúlkurnar og hinar ungversku hafa verið i sér- flokki í skylmingum þö Sovét- menu hafi alltaf borið sigur- orð af lingverjum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.