Dagblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 30. JULÍ 1976
Ameríkani spilar á íslenzkt kerfi:
NÝTUR100% ÖRORKUBÓTA
— ER ÞÓ TALINN FULLFRÍSKUR
Lcsandi, sem ckki viil iáta
nafns gctið að svo stöddu, segir
m.a. þetta um tryggingakerfið
okkar:
Mér virðist að ýmsir ómerki-
legir menn fljóti með almanna-
tryggingakerfinu okkar. Ég
veit til dæmis um
Ameríkumann einn sem búið
hefur í Reykjavík árum saman.
Hann varð fyrir því óláni
fyrir 16-17 árum síðan að hann
lamaðist og varð af þeim sökum
lengi óvinnufær og ferðaðist
um á hjólastól stuttan tíma.
örorka hans var metin 100%,
þannig að hann hlaut þá þegar
fullar örorkubætur. Enda þótt
hann væri bandarískur þegn
naut hann allra þeirra þæginda
sem tryggingakerfið okkar
veitir borgurunum, enda bara
eðlilegt þar eð maðurinn er
kvæntur íslenzkri konu.
Nú kom að því að maðurinn
náði sér á strik og gat farið að
starfa eðlilega. I dag ber ekki á
minnstu örorku hjá manninum.
Hann er fullfrískur fyrir löngu
síðan, nema kannski þegar
hann gerist þreyttur. Þá virðist
annað augnlokið síga ofurlítið
meira en hitt. örorka? Varla.
Spurnmg min til Trygginga-
stofunar ríkisins er því þessi:
Er það eðlilegt að maður sem
þjáist aðeins af litilsháttar
augnalokssigi fái 100%
örorkubætur enn þann dag i
dag, því þeirra nýtur
Ameríkaninn þrátt fyrir það að
hann hafi náð heilsu að nýju.
Mér finnst sjálfri að það sé í
fyllsta máta óeðlilegt að
nokkrum líðist að spila á kerfið
á þennan hátt. Það eru víst nóg
dæmin um að þeir sem í raun
og vera búa við örorku, og hana
oft varanlega, eigi I erfiðleikum
með að fá sínar bætur, en það
er önnur saga, og efa ég ekki að
lesendur Dagblaðsins geta veitt
blaðinu upplýsingar um mörg
slík dæmi.
Frá Tryggingastofnun
ríkisins:
í lögum um almanna-
tryggingar, 12. gr., sem fjallari
um almenna örorku, segir svo:
„Rétt til örorkulífeyris eiga
þeir menn, sem lögheimili eiga
á ísiandi, eru á aldrinum 16-67
ára og:
a) hafa átt lögheimili á
íslandi a.m.k. þrjú síðustu árin,
áður en umsókn er lögð fram,
eða haft óskerta starfsorku, er
þeir tóku hér lögheimili;
b) eru öryrkjar til langframa
á svo háu stigi, að þeir eru ekki
færir um að vinna sér inn !4
þess, er andlega heilir menn
eru vanir að vinna sér inn í þvf
sama héraði við störf, sem hæfa
líkamskröftum þeirra og verk-
kunnáttu og sanngjarnt er að
ætlast til af þeim, með hliðsjón
af uppeldi og undanfarandi
starfa.“
Af þessu sést að þjóðerni
manns hefur engin áhrif á rétt
hans til bóta, ef hann fyllir að
öðru leyti tilskilin skilyrði.
Þá skal tekið fram, að um
örorku vegna vinnuslysa gilda
aðrar reglur, og ekki er ljóst af
umræddu bréfi, hvernig
maðurinn hefur misst heilsu.
Tryggingayfirlæknir og að-
stoðarlæknir hans meta örorku
manna með hliðsjón af
vottorðum lækna mannsins, og
við örorkumat er skattframtal
mannsins lesið.
Varðandi þetta umrædda mál
er vitaskuld ekkert hægt að
skýra, þar eð ekki er ljóst, hver
maðurinn er, hvernig sjúkdómi
hans og högum er háttað, og því
marklaust að ræða það í dag-
blöðum. Fullyrðin um að hann
„spili á kerfið“ er alveg út í
hött, þar eð bréfritari getur á
engan hátt vitað um heilsufar
hans. Það er læknisfræðilegt og
félagslegt atriði, sem sér-
fræðingar fjalla um, og mál
hvers bótaþega er jafnan rann-
sakað eftir ákveðið tímabil.
Virðingarfyllst,
Félagsmála- og
upplýsingadeild,
Guðrún Helgadóttir
deildarstjóri
Leyfum þeim að vera á skyrtunni
— þeir þekkjast úr
fyrir því
Lögreglumaður skrifar:
Á sumrin þegar heitt er í
veðri er stundum svo heittinni i
svörtum lögreglubílunum að
við sem þar þurfum að vera
vegna starfa okkar erum hrein-
lega að sálast úr hita.
Okkur er bannað að fara úr
einkennisjakkanum og vera við
okkar störf á skyrtunni, sem
ætti þó ekki að koma að sök, þar
sem við erum allir í bláum ein-
kennisskyrtum með svart háls-
bindi. Auk þess sem allir eru
með einkennishúfu og ættum
við því að þekkjast auðveldlega
úr fjöldanum.
n
Þessi fríði hópur myndarlegra
og vaskra lögregluiþjóna ætti
að fá leyfi til þess að vera á
skyrtunni við störf sín þegar
sólin skín og lofthitinn fer yfir
meðallag.
EIGA ÞEIR EKKITANGIR
í HAFNARFIRÐI?
Soffía hringdi:
Eg er búsett í Hafnarfirði og
skrepp stundum i sjoppur ,hér
til að kaupa eitt og annað
smávegis á kvöldin. Það er
dálítið í fari afgreiðsiufólks,
sem ég kann ekki við, en það er
sá ósiður að nota ekki sérstakar
tangir til þess að taka á
sælgætinu með.
Þar sem ég hef komið í
sjoppur í Reykjavík hefur
afgreiðslufólk skilyrðislaust
notað slíkar tangir. Þegar ég
hef farið fram á það í sjoppum i
Hafnarfirði, að siíkar tangir
væru notaöar, þá eru þær oft
ekki til á staðnum.
Mér finnst ekki geðslegt
þegar afgreiðsiufólk káfar á
sælgæti og fer síðan beint í
peningakassann. Mér finnst að
eigendur þessara verzlana ættu
að vera skyldaöir til þess að
hafa tangir i sjoppunum. Er
ekkert eftirlit með þessum
verzlunum í Hafnarfiröi? A
ekki heilbrigðisfulltrúi að líta
eftir þessu?
Heilbrigðisfiilltrúinn i Ilalnarfirði sagði að sjoppueigendur í
Firðinum aúlu að eiga tangir i fórum sinum, og þeim væri
fuilkunnugt um að þa“r á að nola þcgar óinnpakkað sælgæti
er „handfjatlað". I)K-mynd Ragnai.
Svar:
Dagblaðið hafði samband við
Svein Þ. Guðbjartsson heil-
brigðisfulltrúa í Hafnarfirði.
Hann fullvissaði okkur um að
öllum verzlunareigendum og
afgreiðslufólki væri uppálagt
að nota tengur og einnig að
vera snyrtilegt og þrifalegt.
Það er oft búið að árétta
þetta, bæði munnlega og skrif-
lega, og þótt búið s.é að kenna
'afgreiðslufólkinu að nota teng-
urnar er stundum um afleys-
ingafólk að ræða.
En að sjálfsögðu ber eigend-
um verzlana að brýna þetta
fvrir því fólki sem er við af-
greiðslu hverju sinni.
Raddir
lesenda
Somrœmi
œtti
að
vera
§
i
nafn-
birtingu
afbrota-
manna
A.M. skrifar:
Mig langar til þess að vita
hvers vegna einn og einn
maður er svo hart leikinn
vegna sins fyrsta afbrots, að
það þurfi að birta nafn hans
og heimilisfang strax. Gera
þessir góðu herrar, sem
leyfi gefa fyrir svona birt-
ingu.sér ekki grein fyrir að
þetta er ungur maður sem á
konu og smábörn. Og að þessi
ungu börn — annað er
byrjað í skóla og hitt að
byrja í haust — geti orðið
fyrir aðkasti leikfélaga
sinna í þessum harða
heimi. Þið góðu herrar mynduð
ekki kæra ykkur um, ef þið
yrðuð fyrir svonalöguðu, að það
væri verið að aka í kringum hús
ykkar, þar sem konur ykkar
yæru heima með börnin, og
benda á húsin eins og þarna
byggi síafbrotamaður. í Visi
þann 27. júlí var mjög góð
?rein eftir Rafn Jónsson þar
sem sagt er að nöfnum ýmissa
afbrotamannai sem duglegri
hafa verið við iðju sína en þessi
rannsóknarlögreglumaður, hafi
verið haldið leyndum. Þessi
blaðamaður hefur ábyggilega
meira vit á svona málum en ég.
Ur því svona er komið að þið
eruð farnir að gefa upp nöfn,
þá ættuð þig einnig að gera það
við hina fjölmörgu, sem stela,
falsa ávisanir, drepa menn og
svo mætti lengi telja, en ekki
þagga það allt niður.
Mér hefði fundizt að tilkynna
hefði mátt öldruðum og heilsu-
lausum föður rannsóknarlög-
reglumannsins þetta í stað þess
að láta hann heyra það allt í
kvöldútvarpinu, því ekki stóð á
birtingunni.
Mér er þetta mál mjög skylt
og er mjög slegin yfir því. Það
er ekki þar með sagt að það eigi
ekki að taka svonalagað
hörðum höndum, en það ætti þá
að gera öllum jafnt undir höfði.
hvort sent þeir eru rikir eða
fátækir. Nú ætla ég ekki að
hafa þessi orð fleiri. en biðja
ykkur urn að íhuga þetta mál
gaumgæfilega.
t