Dagblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDACUR 30. JÚLÍ 1976 DA(íBLAÐIÐ. — FÖSTUDAdUH 30. JULÍ 1970 " - ... ' Montreal-76 Dagskráin á 01. í dag Dagskrá Olympíuleikanna í dag — 13. keppnisdag leikanna. Frjálsar-iþróttir: Tugþautin hefst í dag. Undanrásir í hástökki karla, undanrásir kúluvarps kvenna. Þrístökk, úrslit. 1500 metra hlaup kvenna, úrslit og úrslit í 5000 metra hlaupinu. Þá veröa einnig undanrásir í 4x400 m hlaupi kvenna og eins 4x100 metra hlaupi, þar undanúrslit. Einnig 4x400 metra hlaup karla, undanrásir. Blak — úrslit, kajakróður, hokkey, júdó, glíma, hesta- mennska, skotkeppni með boga. „Stóri" Tate seig á rassinn og horfði glaseygur ó dómarann Kúbanski hnefaleikakappinn Teofilo Stevenson, olympíu- meistarinn frá Munchen í þunga- vigt hefur aldrei þurft að berjast heilan leik í hringnum á Olympíu- leikum. Hann hefur alltaf slegið andstæðinga sína niður, áður en bjallan glumdi í síðasta sinn. Það varð engin breyting á í gærkvöld þegar hann mætti Bandaríkjamanninum „Stóra“ John Tate. Fyrirfram var búizt við, að Tate veitti Stevenson keppni — jafnvel búizt við að bandaríski risinn sigraði Kúbu- manninn. En svo átti ekki að verða — járnhnefar Stevenson sáu um það. Þeir byrjuðu rólega kapp- arnir, þreifuðu fyrir sér. Síðan eftir 89 sekúndur kom höggið — hægri handar högg á kjálka „Stóra Táte, Bandaríkjamaðurinn hafnaði í horninu — seig þar niður á rassinn og horfði glas- eygur á dómarann telja sig út! Hann var út úr heiminum! Hann var sigraður! Hart hefur verið lagt að Steven- son að leggja hnefaleika fyrir sig sem atvinnu.. . en eins og hann hefur sagt: „Til hvers keppa fyrir peninga þegar 8 milljónir Kúbu- manna elska mig?“ Stevenson mætir Mircea Simon, Rúmena í úrslitum. En það eru ekki bara Stevenson sem rotar! Landi hans Sixto Soria í léttþungavigtinni skilur einnig eftir sig „menn út úr heiminum.“ Hann keppti við Rúmenann Costica Dafinoiu, en í tveimur fyrstu leikjum sinum hafði Soria rotað andstæðinga sína. Eftir aðeins 58 sekúndur sást veifað hvitu flaggi úr horni Rúmenans en þá hafði hann tvívegis verið sleginn niður! Þeir voru búnir að fá nóg. . . Rúmenarnir, að horfa ujip á sinn mann verða fyrir járn- hnefum Soria. Þegar hafa sex kúbanskir hnefaleikamenn tryggl sér úr- slilasæli og jafnmargir Banda- rikja'menn. Það er því mikið upp- gjör milli þessara hnefaleika- þjóða framundan og melingur um hvorl hlýlur fleiri litla. Pólsk húsmóðir mesta afreks- konan í sögu Olympíuleikanna — Irena Szewinska setti heimsmet, þegar hún sigraði í 400 m hlaupi í Montreal í gœr Þritug, dökkhærð, há og grönn — pólska húsmóöirin Irena Szewinska, sem er hagfræðingur að mennt, gift og á tvö börn, sann- aöi heiminum í gær svo ekki verður um villzt, að hún er mesta afrekskona í frjálsum íþróttum sem um getur. í gær sigraði hún með gífurlegum yfirburðum í 400 m hlaupi á Olympiuieikunum. Setti heimsmet og vann til sinna sjöundu verðlauna á fernum Olympíuleikum. Þrjú þeirra gull- verðlaun — og auk þess hefur hún unnið til sjö verðlauna á Evrópumeistaramótum. Það virtist aðeins ein kona á hlaupabrautinni í Montreal í gær í úrslitum 400 m hlaupsins — Irena. Aðrar konur úrslitahlaups- ins virkuðu nánast sem statistar. Meira að segja þær austur-þýzku. Hvílíkir yfirburðir. Irena kom langfyrst í mark á 49.29 sek. — en eldra heimsmet hennar var 49.75 sek. Sú næsta, Christina Brehm- er, hljóp á 50.51 sek. Irena var þremur metrum á undan, þegar komið var á beinu brautina eftir síðustu beygju og jók það í yfir fimm metra í lokin. Og slíkt átti sér stað f olympískri keppni — á stuttri vegalengd. Brosti mjög, þegar hún sneri sér við og leit á ljóstöfluna. Hún hafði bætt mánaðargamalt heimsmet sitt heldur betur. Irena Szewinska vakti fyrst heimsathygli, þegar hún hlaut silfurverðlaun í 200 m hlaupi á leikunum í Tókíó 1964. Þá 18 ára — Irena Kirszenstein, og hljóp á 23.1 sek. Sigurvegarinn Edith McGuire, USA, hljóp á 23.0 sek. — og gullverðlaun hlaut Irena i 4x100 m boðhlaupi. Síðan gull í 200 m í Mexikó 1968 — en í Montreal gat hún ekki keppt í 200 m hlaupinu, þar sem undanrásir voru þar á sama tíma og í 400 m hlaupinu.En hún er jafngóð í 200 m og þjer, sem þar urðu fyrstar. I Munchen keppti Irena ekki vegna þess, að hún var þá nýbúin að ala barn. Úrslit í 400 m hlaupinu í gær urðu þessi — og það er athyglis- vert að tvær finnskar stúlkur komust í úrslitahlaupið: 1. I. Szewinska, Póll. 49.29 2. C. Brehmer, A-Þýzk. 50.51 3. E. Streidt, A-Þýzkal. 50.55 4. P. Haggman, Finnl. 5. R. Bryant, USA 6. S. Ingram, USA 7. R. Salin, Finnl. 8. D. Sapenter, USA Garnla olympíumetið í 400 m hlaupinu átti Monika Zehrt, A- Þýzkalandi, 51.08 sek. sett í Munchen. 50.56 50.65 50.90 50.98 51.66 ■****■"• Heimsmethafinn fjórði ' - * — Austur-þýzkastúlkanEvelinSchlaaksigraðiíkringlukasti, Melnikfjórða Evina Schlaak frá Austur- Þýzkalandi varð olympiumeistari í kringlukasti kvenna þegar hún mjög óvænt sigraði heimsmethaf- ann og olympíumeistarann frá Munchen, sovézku stúlkuna Eaina Melnik. Ekki var nóg með að Faina Melnik missti gullið heldur missti hún silfrið I bókstaflegri merk ingu. I fimmta og síðasta kasti sínu kastaði Melnik 68.60 — sem gaf henni silfurverðlaun og voru henni veitt þau. En þá kom kæra — Melnik hafði kastað æfinga- kasti, lagði greinilega ekkert á sig — síðan kom aðalkastið. Það var dæmt ógilt — æfinga- kastið látið gilda og þetta var ákveðið fimm klukkustundum eftir að keppnin hafði farið fram. Melnik var svift verðlaunum sínum — verðlaunum sem allir voru sammála um að hefðu með réttu verið Rrnr. .. En eigi þýðir að deila vió Jómarana — hvort sem þeir hafa á réttu eða röngu að standa. Búlgarska stúlkan Maria Vergova hlaut því silfrið, hafði áður verið afhent bronsverðlaun- in og Gabriellu Hinzmann frá A- Þýzkalandi voru afhent bronz- verðlaunin. Urslit í kringlukasti kvenna: 1. E. Schlaak, A-Þýzkal. 69.00 2. Maria Vergova Búlg. 67.30 3. G. Hinzmann, A-Þýzkal. 66.84 4. F. Melnik Sovét 66.40 5. S. Engel, A-Þýzkalandi 6. A. Menis, Rúmeníu 7. M. Betancourt, Kúbu 8. N. Gorbacheva, Sovét 65.88 65.38 63.86 63.46 Lasse Viren hleypur frá Portúgalanum Lopes í 10 km hlaupinu. Tekst Viren að hlaupa frá hinum stórgóðu hlaupurum í 500 m hlaupinu i dag — og vinna sér ódauðlegan sess í sögu Olympíuleikanna? Kúbu maðurinn skrifaði nýjan kafla í hina olympísku sögu — Albé rto Juantorena varð fyrstur til að sigra í 400 og 800 m hlaupum ú sömu leikum Þeir eru snjallir — hlaupararn- ir fra eyjunum i Karabíska hafinu. 1 gær skrifaði Alberto Juantorena nýjan kafla i hina olympísku sögu, þegar hann varð fyrsti maður til að sigra í 400 og 800 m hlaupum á sömu leikum, Aður hefur munað litlu, að það afrek væri unnið. Arthur Wint, risi eins og Kúbumaðurinn, frá annarri eyju, Jamaíka, sigraði i 400 m hlaupinu á leikunum i Lundúnum 1948 og varð annar í 800 m. Juantorena var enn ör- þreyttur 10 mín, eftir að hann sigraði í Montreal í gær í úrslitum 400 m hlaupsins, og sagði. — Ég hélt að mér ætlaði ekki að takast að sigra fyrr en um 15 m voru eftir. Þá átti ég enn örlítið inni. Það var erfitt að sigra Newhouse. Irena Szewinska sigrar í 400 m hlaupinu í gær. Pirjo Haggman, Finnlandi, er á fyrstu braut — Christina Brehmer, Austur-Þýzkalandi, sem varð önnur og tók finnsku stúlkuna á lokasprettinum, er nr. 137 og bandaríska stúlkan Sheila Ingram, USA, nr. 369. Langslökkíð brást ekki Bandaríkin unuu sín önnur gullverðlaun í frjálsum íþróttum í gærkvöld þegar Arne Robinson, frá San Diego sigraði í langstökki og skaut félaga sínum og olympíumeistaranum frá Munchen — Randy Williams aflur f.vrir sig. Arnie Robinson stiikk sigur- stiikkið þegar í fyrslu umferð — 8.35 og kom þetta ága-ta stökk iitrnri ítW'Mmí'iéíII jsgBi aanBBn - ■ . „...I ' .. - .', r öðrum keppendum úr jafnvægi, ekki í fyrsta skiptið á leikunum. Williams var sá eini sem var líklegur til að ógna Robinson og verða þannig fyrsti maðurinn i 70 ár til að vinna gull tvívegis á Olympíuleikum í langstökki. Hon- um tókst það þó ekki — hinn 22 ára gamli Bandaríkjamaður varð að láta sér nægja silfrið — stökk 8.11. Þrið.ji varð A-Þjóðverjinn Wartenburg, stökk 8.11.02. ja, Bandaríkin hlutu sitt annað gull í frjálsum. Hugsið ykkur, 25 greinum lokið! Og „öruggu" greinarnar eins og spretthlaupin, grindahlaupið, 400 metra hlaupið 800 metra hlaupið, stangarstökk- ið, kúluvarpið. . . allar þessar greinar hafa fallið í hlut annarra en Bandaríkjanna. það er af sent áður var! En úrslitin í langstökkinu urðu: 1. Arnie Robinson USA 8.35 2. Randy Williams USA 8.11 3. F. Wartenburg. A-Þýzkal. 8.02 4. J. Rousseau Frakkland 8.00 5. J. Olivera Braziliu 8.00 6. N. Stekic Júgóslaviu 7.89 7. N. Podlujn.vi Sovét 7.88 8. H. Baymgartner V-Þýzkal. 7.84 9. R. Bernhard Sviss 7.74 10. A. Pereverzev Sovét 7.66 Juanlorena — allt fyrir Caslro! Bandaríkjamaðurinn, sem varð annar sagði. — Ég gerði mitt bezta — en þessi gæi er of góður. En eitt afall Bandaríkjanna á leikunum. í fyrsta skipti í 24 ár, sem Bandaríkjamaður sigrar ekki í 400 m hlaupi á Olympíuleikjum. —Þeir verða að vera að minnsta kosti 10 metrum á undan Kúbumanninum eftir 200 ipetra ef þeir ætla að sigra hann, sagði þulur BBC, sem lýsti hlaupunum. Það ræður enginn við risaskref Juantoreno lokakaflann nema hafa mikið forskot. Og hlaupararnir, sem hafa meiri hraða en Kúbumaðurinn, sprettu úr spori framan af. David Jenkins, Bretlandi, virtist fyrstur eftir 200 m, en Banda- ríkjamennirnir voru þó skammt á eftir honum. Hinn litli Fred Newhouse hafði forustu, þegar á beinu brautina kom, Jenkins, og Frazier rétt á eftir. Þá fór Juantorena að sækja á með sínum löngu skrefum — smá minnkaði muninn og komst upp að hlið Newhouse, þegar um 30 metrar voru eftir. Þá voru úrslit ráðin — þó svo sá bandaríski reyndi hvað hann gat. Jenkins var alveg búinn lokakafla hlaupsins — Skotinn varð aðeins sjöundi. Langt frá sínum bezta tíma. Juan- toreno náði bezta tíma ársins á vegalengdinni 44.26 sek. en var nokkuð frá heims- og olympíu- metinu, sem Lee Evans setti í þunna loftinu i Mexíkó 1968 — 43.86 sek. Urslit í hlaupinu urðu þessi: 1. Juantorena, Kúbu 44.26 2. F. Newhouse, USA 44.40 3. H. Frazier, USA 44.95 4. A. Brijdenbach, Belg. 45.04 5. M. Parks, USA 45.24 6. R. Mitschell, Ástr. 45.40 7. D. Jenkins, Bretl. 45.57 8. J. Werner, Póll. 45.63 Auslur-þýzkt — hvað annað Johanua Schaller — 23 ára kennari frá A-Þýzkalandi hélt gullinu fyrir A-Þýzkaland. í 100 metra grindahlaupi þegar hún sigraði — en naumt var það, hún var aðeins 1/100 úr sekúndu á undan sovézku stúlkunni Tatiiinu Anismóvu. Þessi sigur var A-Þjóðverjum kærkominn og ef til vill óvæntur, en hver getur talað um óvænt þegar A-Þýzkaland er annars vegar. En sem sagt, aðeins 90 mínútum áður höfðu a-þýzku slúlkurnar séð gullhafann frá Munchen missa af úrslitasæti. Kom þar til að 100 metra grindin — undanúrslit voru kærð eins og við siigðum frá í gær og hlaupa varð aftur. í gær tryggði Erherdt sér örugglega úrslitasæti, en missti mjög óvænt af urslita- sætinu í endurtekna hlaupinu síðar um kvöldið, fór illa af stað og hafnaði í fimmta sæti. En maður kemur í manns stað. . . það sannaðist áþreifan- lega þegar Schaller tryggði A- Þýzkalandi gullið. Urslit í 100 metra grind: 1. J. Schaller A-Þýzkalandi 12.77 2. T. Anisimova Sovét 12.78 3. N. Levedeva Sovét 12.80 4. G. Berend A-Þýzkalandi 12.82 5. G. Rabsztyn Póllandi 12.96 6. Esther Rot Israel 13.04 7. V. Stefanesvu Rúmeníu 13.35 8. I. Ognar Italíu 13.51 Esther Rot — eini israelski keppandinn sem slapp lifandi úr fjöldamorðunum í Munchen hafn- aði í sjötta sæti. Það er athyglis- vert að eftir 25 greinar — hafa a-þýzkir keppendur unnið 8 gull í frjálsum! Sovétrikin og Banda- ríkin-2 hvor þjóð! Wlí Moníreal-76 Skipting verðlauna í Montreal Eftir 12. keppnisdag Olympíu- leikanna höfðu Sovétmenn nauma forystu á A-Þýzkaland% hvað varðar fjölda gullverðlauna. Hins vegar hafa Sovétmenn unnið til mun fleiri verðlaunapeninga en A-Þýzkaland þegar á heildina er litið. Bandaríkjunum hefur ekki vegnað vel í frjálsum — „öruggar“ greinar hafa brugðizt þeim, svo sem spretthlaupin, stangarstökkið og kúluvarpið. En litum á skiptingu verðlauna á Olympíuleikunum — kepp- endur 36 þjóða hafa unnið til verðlauna. Gull=g, silfur=s, Brons=b: g s b 34 32 28 32 30 21 23 28 21 9 8 12 Sovétríkin A-Þýzkaland Bandaríkin V-Þýzkaland Búlgaría Japan Pólland Ungverjaland Sviþjóð Rúmenía Bretland Finnland italia Tékkóslóvakía Kúba Frakkland Júgóslavía Jamaica Noregur Danmörk Mexíkó Trinidad Kanada Holland Belgía Portúgal Spánn Astralía Sviss Austurríki Brazilía íran Nýja-Sjáland S-Kóvea Bermúda Púerto-Ricó Elías með 3623 stig — Ágúst setti íslandsmet Elías Svemsson stökk 1.94 metra'í hástökki í tugþrautinni á Olympíuleikunum í gær — og hljóp svo 400 m hlaup á 51.77 sek. Hann var því með 3623 stig eftir finim fyrstu greinarnar og meðal þeirra lökustu af 30 kepp- endum, sagði Sveinn Björnsson, þegar blaðið ræddi við hann í inorgun. Eftir þrjár f.vrstu grein- arnar var Elías með 2192 stig. Hljóp 100 m á 11.51 sek. Stökk 6.37 m í langstökki og varpaði kúlu 13.94 m. Nánari frásögn af tugþrautinni er á bls 14. Þá setti Agúst Asgeirsson nýtt íslandsmet í 1500 m. hlaupi í undanrás í gær. — hljóp á 3:45.47 mín., en eldra met hans, sem hann setti í sumar, var 3:45.8 mín. Þetta er því í annað sinn, sem Agúst hleypur innan við mettíma. Svavars Markússonar. 3:47.1 mín. frá leikunum i Róm 1960. Allir Islendingar hér eru fríksir og biðja fyrir kveðjur heim — en hópurinn kemur heim 3. ágúst um morguninn, sagði Sveinn að lokum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.