Dagblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 30. JÚLl 1976 ( í fyrsta skipti opinberlego: LONLIBLU BOJS SKEMMTA EComa átta sinnum fram á dansleikjum norðan lands og sunnan Hljómsveitin góðkunna, Ðe lónli blú bojs, hefur nú ákveðið að koma saman á ný. Að þessu sinni á þó ekki að loka sig inni í upptökusal með heyrnartól á eyrunum og taka upp plötu, heldur bregða sér út á meðal fólksins og skemmta á dans- leikjum. Þar sem Lonlí blú bojs er engin venjuleg hljómsveit þarf að skipuleggja gerðir hennar langt fram í tímann. Því hefur Baldvin Jónsson — sá sem sá um hljómleikaferð Wilmu Reading á dögunum — verið ráðinn til að sjá um dansleikja- haldið. Dagblaðið náði tali af honum fyrir skömmu. ,,Það var endanlega ákveðið núna á síðasta þriðjudag að Lonlí blú bojs færu þessa ferð fyrstu tvær vikurnar í septem- ber,“ sagði Baldvin. „Fyrri vikuna verða haldnir dansleikir fyrir norðan á fimmtudegi, föstudegi, laugardegi og sunnu- degi og seinni vikuna verður leikið sunnanlands á jafnmörg- um dansleikjum. Það er svo sem engin ný hug- mynd hjá Lónlí blú bojs að koma út á meðal fólksins og skemmta á almennum dans- leikjum," hélt Baldvin áfram. „Það var rætt um þetta síðast- liðinn vetur, en þá kom upp ágreiningur milli tveggja með- lima hljómsveitarinnar, svo að ekkert varð úr neinu. Nú hafa sættir tekizt, svo að ekkert er því til fyrirstöðu að skreppa í tveggja vikna ferð.“ í Lonlí blú bojs verða fjórir gamalkunnir kappar, — þeir Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Björgvin Halldórs- son og Engilbert Jensen. Reyndar hafa allir þessir menn sézt saman á sviði áður, en þá undir gamla Hljómanafninu. Þeir hafa og verið aðalmenn- irnir á Lónlí blú bojs plötunum tveimur, sem komu út fyrir jólin í.fyrrá og hittifyrra. Eins og gefur að skilja kemst ekki helmingur landsmanna á dansleiki hjá hljómsveitinni ef hún skemmtir aðeins átta kvöld. Baldvin Jónsson var spurður að því hvers vegna hún kæmi ekki oftar fram. „Lónlí blú bojs var fyrst og fremst stofnuð til að leika inn á plötur en ekki á dansleikjum,“ svaraði hann. „Þetta er reyndar í fyrsta skiptí sem hljómsveitin kemur opinberlega fram, en ég held að ég geti fullyrt að hún komi alls ekki oftar fram á þessu ári. Þegar hún kemur svo fram, þá verður að gera þetta atvik eftirminnilegt fyrir áhorfend- ur. A þessum dansleikjum, sem um miðjan ágúst verður endan- lega búið að ákveða hvar verða, leikur hljómsveitin fyrir dansi, en einhverjir skemmtikraftar munu sjá um að skemmta gest- um á milli þess sem Lónlí blú bojs leika. Fyrst við erum að þessu á annað borð,“ sagði Baldvin að lokum, „þá reynum við að gera þetta eins vel og frekast qrt unnt, svo að fólk hafi þó eitt- hvað til að tala um á eftir.“ AT Að vera í dauf legu partfí, þar sem mað- ur þekkir ekki neinn Núna með vorinu sendi Hörður Torfason frá sér hljóm- plötu með ljóðum og lögum eftir sjálfan sig. Hörður hlaut verðskuldað lof fyrir fyrri plötu sína þar sem hann samdi nokkur lög við ljóð ýmissa höfunda og hann á alltaf fulla aðdáun mína fyrir lag sitt við Ég leitað blárra blóma, eftir Tómas. Það var afskaplega vel flutt, einfalt og auðskilið og hefur auðvitað verið vinsælt frá því að það fór að heyrast hér fyrir nokkrum árum. Hljómplata hans, Dægradvöl, er mér hins vegar nokkurt undrunarefni. Ég er búinn að marghlusta á hana og marglesa öll ljóðin, en ég er litlu nær. Eiginlega varð ég hálfsvekktur. Hvað er maðurinn að fara? Ljóðin eru alls konar líkingar og stórar spurningar, eins og í ljóðinu Draumadísin („Getur hún fundið mig?... Veit hún hver ég er?... Ilvað dreymir þig?“) eða persónulegar endur- minningar, (13dakvöld ’76). Það er kannski það, sem fer mest í taugarnar á mér, að sitja og hlusta á Hörð segja frá ein- hverri persónulegri upplifun og vera ekkert inni í málinu sjálfur, — líkt og að vera í fjörugu partíi þar sem maður þekkir ekki neinn. Hins vegar er þetta partí ekki sérlega fjörugt. Lög Harðar á plötunni eru öll fremur róleg og mörg hver ákaflega svipuð. Sérstaklega hefði hann mátt beita röddun- um meira, Linda Gísladóttir og Benedikt Torfa syngja ágætar bakraddir þegar þau fá að njóta sín. Undirleikurinn er einfaldur og tilbrigðalaus, — sleppur fyrir horn. Platan er daufleg, en þó for- vitnileg fyrir marga hluti. Samt hefði Hörður mátt vanda meira til efnisvalsins með tilliti til þeirra földamörgu, sem bjugg- ust við meiru af honum eftir ágæta byrjun. — HP. Gunnar Þórðarson, Engilbert Jensen og Björgvin Halldórsson. DB-mynd: Helgi Pétursson. ÞOKKABÓT VINNUR AÐ PLÖTU — Mál og menning gef ur út Hljómsveitin Þokkabót vinnur þessa dagana að upp- töku þriðju LP plötunnar sinnar. Upptakan fer fram í Hljóðrita í Hafnarfirði, útgef- andi er Mál og menning. „Mér skilst að Mál og menn- ing hyggist fara meira út í plötuútgáfu,” sagði einn Þokka- bótarmanna, Ingólfur Steins- son, í rabbi við Dagblaðið í fyrradag. „Forráðamenn þar ætla að bjóða listamönnum að gefa út verk þeirra, — þetta verður svona eins konar aukn- ing á útgáfuumsvifunum." Að venju er efnið á Þokka- bótarplötunni eftir meðlimina sjálfa. Aðal lagasmiðirnir eru þeir Halldór Gunnarsson, Ing- ólfur Steinsson og Leifur Hauksson. Sigurjón Sighvats- son á þar eitt lag og Eggert Þorleifsson kveikjuna að tveimur. — Þeim félögunum hefur bætzt liðsauki við plötu- upptökuna. Sá er Karl Sig- hvatsson, sem segist vera full- gildur meðlimur Þokkabótar meðan á upptöku stendur. Karl er annars í sumarfrii núna frá námi sínu í Austurríki. Á þessari nýju plötu, sem er væntanleg á markað 1 septem- ber, er víða leitað fanga I yrkis- efni. Þó er önnur plötusíðan að mestu helguð hernum, sem kann í margra augum að gefa henni pólitískan svip, — að minnsta kosti er efnið hápóli- tískt. Áætlaður upptökutími er 90 timar, en þeir Þokkabótar- menn töldu að þeir þyrftu að fara svo sem tíu tíma yfir það mark. — ÁT — tOKKABÖT: Frá vinstri eru Leifur Hauksson, Ingólfur Steinsson, Haildór Gunnarsson, Karl Sighvats- son, Sigurjón Sighvatsson og Eggert Þorleifsson. DB-m.vnd: Árni Páll. r r r ....ooooooooooOOOOÓOÓ- Guðf innaaaaaa!... Ymir,- 1976002 Ég verð að viðurkenna það að ég var ekki viss um hvernig þeir félagar Ilalli, Laddi og Gísli Rúnar myndu skila sér á hljómplötu er ég frétti af því að slikt stæði til. Ég vissi fyrir að þeir væru skemmtilegir brandarakarlar en mér varð um og ó þegar ég sá fyrir mér hljómplötu með (‘intómum bröndurum. Slíkt hefur gefi/.t misjafnlega og alla vega myndi,það varla borga sig hér á landi þar sem markaður- inn er svo lítill. Því kom platán syo þægilega á óvart, llún er bókstal'lega ein af fáum plötum sem ég hef gelað skellihlegið að og svo frá- bærlega er hún unnin að óvenjulegt er. Það sem sennilega kemur mest á óvart er hversu ágætir söngmenn þeir félagar eru og hversu frágangur þeirra á lög- unum og útsetningar eru góðar. Það vill nefnilega oft verða er menn fl.vtja gamanefni að allt - slik' er látið sitja á hakanum, —mest um bað hugsað að koma brandaranum til skila. Húmorinn er asjúkur". Það er að vonuin a<Veinhverjir hafi lett fingur úl i nýtt ljóð við Nú andar suðrið. sem enginn vill að hróflað verði við. Hins vegar er það mín skoðun að slíkt geri ekkert til, við megum nú ekki taka allt svo hátíðlega. Svo er þarna lag með texta sem heitir Tygg-igg-úmmí. Það væri auð- vitað hægt að rífast út af texta sem fjallar um Iitla stúlku og frænda hennar sem gefur henni svo mikið af tyggigúnnnii að hún berst til himna. blaðran springur og barnið fellur til jarðar. Siðan heimsiekir friend- in barnið á sjúkrahús til þess að bjóða nteira tyggigúmmí. Ef þetta er ekki „sjúkt". þá veit ég. ekki hvað er „sjúkt". Ef menn ætla hins vegar að fara að rifa í sundur svona brandara, þá yrði nú harla erfitt að draga fram lífið hér í þessum drunga. Lög eins og Leifur óheppni (með tveim þ-um) og Guðfinna standa vel f.vrir sínu. Þá er, eins og ég sagði áður. undirspil allt til fyrirmyndar, — og eins og á næstum öllum plölum sem gefnar hafa verið út hér hin slðari ár er það hljömsveit Gunnars Þórðar- sonar sem leikur. Hann er einn i hljómsveitinni. Aðeins eitt: Hlustið ekki á alla plötuna i einu. Þá getið þið fengiö það sem heitir „over- dose" á útlenzku. __up

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.