Dagblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 30. JULl 1976
Lennon fœr
landvistar-
leyfi í USA
Juhn Lennon, fyrrum Bitill,
fékk endanlega landvistarleyfi
í Bandarikjunum í fyrradag
eftir fimm ára langa baráttu
fyrir því. Útlendingaeftirlitiö
vestra lagðist gegn því iengi að
Lennon fengi landvistarleyfi
vegna dóms, sem hann hiaut
fyrir fíkniefnabrot í Bretlandi
1968. Myndin var tekin af
Lennon og Yoko Ono konu hans
í New York á miðvikudaginn.
Hernaðarástandi
afíétt í Bolivíu
Ríkisstjórn Bólivíu hefur aflétt
hernaðarástandinu, sem gekk í
gildi 9. júní sl. þegar tinnámu-
menn fóru í verkfall.
Samkvæmt hernaðarástands-
lögunum voru stjórnarskrárrétt-
indi almennings numin úr gildi
og útgöngubann sett á.
,,Það hefur fengizt staðfest, að
um allt land er ástandið orðið
eðlilegt,“ sagði Juan Péreda, inn-
anríkisráðherra, við fréttamenn 1
La Paz í gærkvöld. „Það er því
ekki lengur þörf fyrir þessar að-
gerðir stjórnvalda."
Hann bætti því þó við, að hjer-
menn yrðu eftir sem áður hafðir á
verði ú helztu tinnámusvæðum
landsins. Verkfallinu lauk frið-
samlega f síðustu viku.
„Þjóðhöfðinginn" Idi Amin:
Nú er Kenyatta
„virðulegur"
Beiðir Kenyamenn láta í ljós andúð sína á Amin. A spjaldinu stendur:'
„Amin er mannæta".
Idi Amin, forseti Uganda, hét
því í gær að hersveitir hans
myndu aldrei ráðast inn í Kenya.
Jafnframt sagðist hann gjarnan
vilja sjá nýtt skeið í sambúð
Uganda og Kenya renna upp.
Uganda-útvarpið hafði eftir
Amin, að hann væri reiðubúinn
að hilta Jomo Kenyatta, forseta
Kenya — „sérstæðan og virðuleg-
an eldri þjóðh(>fðingja“ — að máli
hvenær sem væri.
Kkki er lengra síðan en i fyrra-
dag að Amin kallaði Kenyatta öll-
um illum nöfnum.
Amin sagði einnig í gærkvöld,
að hann liti á slit stjórnmálasam-
bandsins við Breta sem „tíma-
bundið vandamál og ekki alvar-
legt“. Forsetinn hefur nú farið
þess á leit við William Tolbert,
foreta Llbýu, að hann reyni að
t>eita sér fyrir bættri sambúð
Uganda og Kenya, sem hefur
farið hríðversnandi sióan Israels-
menn réðust á Kntebbe-flugvöll 4.
júlí sl.
Víkingur 1. á Mars:
Verður gátunni miklu
svarað síðar í dag?
Fyrstu upplýsingarnar, sem
Marsfarið Víkingur I. sendi til
jarðar I gær um efnasamsetn-
ingu yfirborðs plánetunnar
verða gerðar opinberar í kvöld.
Ekki er talið ólfklegt að í ljós
komi, að þar hafi einhverntíma
fyrirfundizt lif í einhverri
mynd.
Enn er unnið að líffræðileg-
um rannsóknum í sjálfvirku
rannsóknarstofunni um borð í
ferjunni, en niðurstöður 'Vtr
þeim verða ekki kunnar fyrr en
um helgina.
Talsmaður bandarísku geim-
vísindastofnunarinnar sagði I
Pasadena í morgun, að líffræði-
rannsóknirnar hefðu gengið vel
eftir að ferjuarminum tókst að
róta upp nægilegu magni yfir-
borðssýna f gær.
Líffræðitilraunirnar fara
þannig fram, að saman vlð yfir-
borðssýnin er blandað líf-
rænum efnum og gastegundum, brögð sýna merki lífs á rauðu
til að kanna hvort einhver við- plánetunni.
Myndina tók Vfkingur I. eftfr lendinguna á Mars. Hviti hringurinn
til vinstri er um stein, sem sérkennilegt birtukast hefur búið til
bókstafinn „B“ á. Marsbúarnir eru ekki sagðir skrifandi á letur
jarðarbúa.
Spánn:
600 pálitískir fangar
fá frelsi sitt í dag
Búizt var við því í morgun, að
Juan Carlos Spánarkonungur
myndi í dag tilkynna um sakar-
uppgjöf flestra pólitiskra fanga
þar í landi — og koma þannig til
móts við kröfur stjórnarandstöð-
unnar gegn loforðum um sam-
starfi við stjórnvöld.
Spænska stjórnin kom saman í
morgun í hafnarborginni La
Coruna í norðvesturhluta lands-
ins. Reiknað var með í Madrid, að
konungur myndi að þeim fundi
loknum tilkynna um sakarupp-
gjöf allra pólitískra fanga, nema
þeirra 40—50, sem sakaðir hafa
verið og dæmdir fyrir pólitíska
ofbeldisglæpi. Háttsettur
embættismaður hefur einnig stað-
fest þessi tíðindi, en óopinberlega
þó.
Um sex hundruð og þrjátíu
Spánverjar sitja í fangelsum fyrir
stjórnmálaskoðanir sínar. Flestir
hafa verið sekir fundnir um að
hafa dreift sósíalískum áróðri eða
verið félagar í stjórnmálasamtök-
um, sem bönnuð voru í einræðis-
stjórn Francos gamla.
Juan Carlos konungur veitti
takmarkaða sakaruppgjöf til
handa pólitískum föngum þegar
hann tók við krúnunni I nóvem-
ber í fyrra, en takmörkun þeirrar
sakaruppgjafar gerði ekki annað
en að auka á reiði stjórnarand-
stæðinga. Sfðan hafa fjöldagöng-
ur og mótmælafundir, þar sem
krafizt hefur verið skilyrðis-
lausrar sakaruppgjafar allra póli-
tískra fanga, verið tíðir á Spáni og
nokkrum sinnum komið til blóðs-
úthellinga.
Juan Carlos Spánarkonungur:
Hve margir fá ekki frelsi?
Kanada:
Þrír austur-
evrópskir
iþróttamenn
flýja að
heiman
Þrír austur-evrópskir íþrótta-
menn á Ölympíuleikunum í
Montreal í Kanada hafa beðizt
hælij þar sem pólitískir flótta-
menn. Einum þeirra, rúmenska
ræðaranum Walter Lambertus,
hefur verið heitið landvist, að
minnsta kosti um tfma. Hinir
eru sovézki dýfingamaðurinn
Sergei Nemtsanov, sem aðeins
er 17 ára gamall, og rúmenski
ræðarinn Ivan Haralambie, 21
árs. Nafn hans hefur ekki
fengizt staðfest af yfirvöldum í
Kanada, en úkraínskur hópur i
Montreal kvað engan vafa leika
á því, að urn tvan Haralambie
væri að ræða.
Sýríendingar
og PLO semja
í Líbanon
ssyrienaingar og Palestínu-
skæruliðar (PLO) hafa komizt
að samkomulagi í Líbanon. I
Damaskus hafa menn fagnað
nýjum sáttmála, sem ætlað er
að koma á friði í Líbanon.
Leiðtogar hinna stríðandi
afla i Beirút eru þó efins um, að
samkomulagið, sem að
verulegu leyti er byggt á fyrri
samkomulögum, verði til þess
að binda endi á borgarastyrj-
öldina í Líbanon.
Sáttmálinn var undirritaður
af Abdul llalim Khaddam utan-
ríkisráðherra Sýrlands, og
Farouk Kaddoumi utanríkis-
ráðherra Frelsishreyfingar
Palestinu (PLO) í Beirút í gær-
kvöld.
Samkomulaginu er ætlað að
stöðva bardagana, sem fylgdu í
kjölfar íhlutunar Sýrlendinga í
borgarastyrjöldina i Líbanon
f.vrir þremur mánuðum. Sam-
kvæmt því eiga allir aðilar að
draga hersveitir sínar til baka
og stofnuð verður þjóðstjórn í
landinu.