Dagblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 30. JÚLl 1976
U
A HÆTTU AÐ VERÐA MYRTIR
liöahópur var talinn standa á
bak við morðin.
Venjulega sleppa fjölskyldur
fórnarlamba ofbeldismann-
anna við aðgerðirnar. Þó eru
undantekningar til. t maí
síðastliðnum var dóttur
belgíska sendiherrans í Mexíkó
rænt. Kommúnistahreyfing,
sem kallar sig „23. september,“
krafðist rúmlega 71 milljónar
íslenzkra króna i lausnargjald.
Kommúnistarnir fengu sitt og
dótturinni var sleppt eftir tæp-
lega þriggja sólarhringa varð-
hald.
Sumum er „aðeins“
haldið í gíslingu
Þá hefur oft og iðulega
komið fyrir að sendiherrum
hafi verið haldið í gíslingu og
krafizt lausnargjalds fyrir þá. í
marz í fyrra var franski sendi-
herrann i Sómalíu, Jean
Gueury, numinn á brott af
skæruliðum sem kröfðust þess
að tveimur félögum þeirra, sem
voru fangar í Suður-Jemen,
yrði sleppt. Til viðbótar vildu
þeir fá gullstengur að verðmæti
um 15 milljónir íslenzkra
króna. Þeir fengu báðar óskir
sínar uppfylltar og sendiherr-
ann slapp lifandi.
Tveir starfsbræður franska
sendiherrans sluppu ekki eins
vel þegar skæruliðahópar voru
á ferli tvisvar sinnum á þrem-
Eins og sjá má var bíll brezka
sendiherrans á Irlandi illa
útleikinn eftir sprengju-
tiiræðið. í þessari árás létust
tveir.
ur dögum i október í fyrra.
Fyrst var Danis Turnaligil
sendiherra drepinn í tyrkneska
'sendiráðinu í Vín. Þremur
dögum síðar skutu skæruliðar
tyrkneska sendiherrann í París
þá féll einnig bílstjóri hans.
Aldrei komst upp um
tilræðismennina, en ýmis
hryðjuverkasamtök tóku verk-
in á sig.
Hetndarmorð
Nokkrum sinnum hefur það
komið fyrir að sendiherrar hafi
verið myrtir vegna þess að
skæruliðar telja sig eiga eitt-
hvað sökótt við þá. Nærtækasta
dæmið er þegar Joaquim
Zenteno Anaya sendiherra
Bólivíu var drepinn i maí
síðastliðnum. Hópur sem kallar
sig „Herfylki Che Guevara"
lýsti morðinu á hendur sér.
Astæðan var sögð sú að Anaya
var yfirmaður herdeildarinnar
sem handtók og myrti kúb-
önsku frelsishetjuna Che Gue-
vara í skógum Bolivíu árið
1967.
Framantalin tilræði og morð
á sendiráðsstarfsfólki hafa flest
verið framin á síðasta ári. Þetta
eru þó ekki einu morðin á
mönnum úr þessari stétt. Þau
skipta að minnsta kosti tug og
ekkert bendir til að þeim fari
fækkandi.
íslenzkir sendiherrar
ekki í hœttu — og þó
Yfirleitt eru það sendiherrar
landa sem standa framarlega í
heimsmálunum eða eiga í
erjum við herskáa hagsmuna-
hópa sem verða fyrir barðinu á
morðingjum. Lönd eins og
ísland, Danmörk og fleiri, sem
skipta sér lítið af heimsmálum
eiga sjaldnast á hættu að
missa sendiráðsstarfsmenn sína
Holienzki kaupsýslumaðurinn
Tiede Herrema sat í gísiingu
hjá írska lýðveldishernum í 18
daga áður en honum var slcppt.
Hann hafði aldroi skipt sér af
skæruliðum, en var tekinn
vegna stöðu sinnar til að pöli-
tískum föngum yrði sleppt.
Aðgerðir IRA mistókust í það
skiptið.
Tyrkneski sendiherrann í
París, Ismaeil Erez, var myrtur
í fyrra. Þá lézt bílstjóri hans
einnig.
á þennan hátt. Þá spilar það
einnig inn í, að í þessum lönd-
um sitja fangar sjaldnast inni
af stjórnmálalegum ástæðum.
Þó er alls ekki hægt að úti-
loka þann möguleika að sendi-
herrar friðsamra ríkja verði
skæruliðum að bráð. Til dæmis
var hollenzkum kaupsýslu-
manni, Tiede Herrema, rænt af
írska lýðveldishernum fyrir
um einu og hálfu ári. Honum
var haldið í gislingu í 18 daga.
ÍRA krafðist þess að félagar úr
her þeirra yrðu látnir lausir, en
þvingunin mistókst.
Árið 1971 var svissneska
sendiherranum í Argentínu
haldið í gíslingu af skæruliðum
sem kröfðust þess að félagar
þeirra yrðu látnir lausir úr
fangelsum. í hvorugu þessu til-
felli höfðu þessir sendiráðs-
menn nein afskipti haft af
skæruliðum og öfgamönnum.
Þeir voru aðeins stöðu sinnar
vegna flæktir í innanríkismál-
efni viðkomandi landa. Því er
aldrei hægt að vita hver verður
næstur. — Það má því með
sanni segja að störf sendiherra
séu með hættulegri
störfum nú á tímum.
/
Frjálst og óháð, sjálfstœtt,
vandað og hressilegt?
að bankavaldið sé ískyggilega
mikið, verðbólgið og oft misnotað
og spillt, þá er langur vegur frá
berum stelpum til bankastjóra.
En enn önnur kenning hefur
verið fundin upp, og hún kannske
sýnu skrýtnust. Allt sem selur
blöð skal vera sorp, segja þessir
menn gjarnan. Að ætla að búa til
slíka formúlu er auðvitað slíkt
rugl, slíkt hugarins moð, að með
oindæmum er.
Fyrir ekki löngu síðan tók veru-
lega að örla á þeirri gagnrýni, að
það væri óendanlega óheppilegt
ástand að stjórnmálaflokkar einir
hefðu hönd i bagga með dagblaða-
útgáfu, þar sem þeir að auki hafa
hönd í bagga með ríkisfjölmiðl-
um. Þetta hefði i áranna rás leitt
til víðfeðmar samtryggingar og
þagnarsamspils. Þessi gagnrýni
átti auðvitað fullkominn rétt á
sér, og alltaf er að koma betur og
betur í ljós, hvað hefur verið að
gerast, múrar eru víða að brotna
þó hægt gangi. Meðal annars gat
nýtt dagblað komið undir sig fót-
iinttin vegna þessara nýju við-
horfa. og var það vel.
Kn engu að síður er ekki þar
með sagt að með þvi séu öll
heimsins vandamál leyst. Það er
lakmark i sjálfu sér að brjóta
niðui flokksklafann sem augljós-
lega liefur eitrað þetta samfélag
verulega á siðustu árunt. En auð-
viiað getur, á ekki löngum tíma,
revnzt jafn Inetlulegt ef' einasta
risa\a\tiir peningamenn hafi
hönd í bagga með blaðaútgáfu.
Það getur fætt af sér nýtt vanda-
mál og ekki minna. Þá getur sam-
tryggingin orðið enn ægilegri,
blaðveldið enn spilltara, ástandið
enn illþolanlegra. Gagnrýnendur
flokksklafans mega auðvitað ekki
missa sjónar á þessu.
í forustugrein Morgunblaðsins
á miðvikudag er fjallað um blaða-
ástandið i landinu. Eins og oft
áður er leiðarinn almennt hjal um
ekki neitt. En samt er undarlegt,
að þegar Morgunblaðið tíundar
vandamál blaðaútgáfu, þá
minnast þeir ekki á það, sem ein-
hverjum öðrum þykir kannske
veigamikið, ef ekki veigamest: Að
auðvitað hafa eigendur
fjármagns úrslitaþýðingu hvað
varðar útgáfu dagblaða. Blað, sem
enginn auglýsir í, fær ekki staðizt
til lengdar. Morgunblaðið er um
margt ágætt blað og virðingar-
vert, í öðru tilliti er það blað sem
þegir og veitir iðulega ekkert
þjóðfélagslegt aðhald. En hitt
gera sér auðvitað allir ljóst, að
Morgunblaðið er blað sem í gegn
um tíðina hefur notið ómældrar
velvildar fjármagnseigenda. Samt
reyni ég ekki að gera lítið úr
þessu vandamáli, það er engin
einföld formúla til um það hvern-
ig hægt væri sanngjarnlega að
jafna aðstiiðu í þessum efnum án
þess að skerða útgáfu- eða rit-
frolsi. En völd i skjóli fjármagns
geta iðulega reynzl vond völd.
Ilvað uin það, í grundvelli
sínum verður þessi orðræða
kannske fljótlega heimspekilegar
vangaveltur um þverstæður
frelsishugtaksins. Sá sem hefur
bolmagn til þess að gefa út blað,
einn eða í félagi við aðra, í stjórn-
málaflokki eða öðru félagi, er
náttúrlega fjármagnseigandi. Og
ekki er hægt að banna honum að
vera það. Nútímaleg lausn þessa
vanda, sem að nokkru á rætur að
rekja til umræðu i Bandaríkjum
Norður-Ameríku, er á þá leið, að
fullkomlega beri að aðskilja rit-
stjórnir blaða og fjármálastjórnir
þeirra. Það eitt tryggi heilbrigða
skoðanamyndun. Og fyrst og
síðast þess vegna hefur ameríska
stórblaðið Washington Post verið
dregið inn í þessa umræðu, en
ekki vegna þess að þeir voru upp-
hafsmenn Watergate-málsins svo-
kallaða. Ritstjórar þess studdu
þessa kenningu opinberlega, og
lögðu hana til grundvallar
nútímalegri blaðamennsku.
Hér á landi hefur verulega
örlað á þessari þróun, ekki sízt
vegna nokkurrar nýskipunar i út-
gáfumálum á síðasta ári. Ekki
veit ég hvert verður framhald
þeirrar þróunar, er stundum
bjartsýnn, stundum svartsýnn
eins og gengur.
En þjóðfélagið er að verulegu
le.vti að vakna upp við vondan
draunt — verkefni næstu ára
virðast ótæmandi. Er skemmst að
minnast nýútkominnar skatlskrár
og alls þess liiglega og óliiglcga
óréttlætis sem á síðum þeirrar
bókar má lesa sér til um. Og enn
má láta, hugann reika upp og
niður eftir samfélagsstiganum. 1
vetur sem leið var almenningi
opnuð sýn inn í einn banka í
landinu, Alþýðubankann. Það var
ljót sjón. En hvað gerist? Ekkert
ennþá. Um svipað leyti fjölluðu
einhver blöð lauslega um málefni
sparisjóðs í Reykjavík. Mér er
kunnugt um að þar var um að
ræða kerfisbundna og víðfeðma
okurstarfsemi. Það mál er ein-
hvers staðar i rannsókn, ekkert
virðist gerast. Málefni fyrirtækis-
ins Ræsis hafa orðið lítils háttar
blaðamál. Þar var mjög sennilega
um okurlán að ræða. Einhvers
staðar eru þau mál, öll viðskipti
halda áfram, liklega týnast þau.
Að vísu hafa þau mál komið upp á
yfirborðið með séríslenzkum
hætti, þegar Tíminn hafi í hótun-
um við Morgunblaðið að velta sér
svolítið upp úr þessu máli, ef
Morgunblaðið héldi sér ekki
saman. Þetta gerði blaðið vegna
þess að forsætisráðherra er einn
af meðeigendum fyrirtækisins —
séríslenzk hótun. Mál sanddælu-
skipsins Grjótjötuns hafa lítillega
komið til umræðu. I Sakadómí
hafa kaupendui skipsins játað á
sig gjaldeyrissvik, og i framhaldi
af því er verið að rannsaka
kaup á iniklu fleiri skipum.
Ennfremur er ljóst að Lands-
bankinn hefur að fullkomlega
oathuguðu rnáli ábyrgzt lán
fyrir þetta tyrirta'ki. sem
síðar varð því sem næst gjald-
þrota á skömmum tíma. Banka-
ráðsmaður á augljóslega
hagsmuna að gæta, hvað sem
stendur á pappírum þar um. Þessi
mál eru hér nefnd vegna þess
eins að um þau hefur litillega
verið fjallað í blöðum. Þar fyrir
utan er ljóst að margháttuð ólög-
leg fjármálastarfsemi er og hefur
verið í rannsókn, en hefur ekki
komizt inn á síður blaðanna. (Það
var fyrst á fimmtudag að Morgun-
blaðið sá ástæðu til að minnast á
Grjótjötun). Og yfir þessum
gruggugu vötnum svífa svo
skuggar Geirfinns- og skyldra
mála.
Samfélagið hefur vertð að
vakna þótt eðlilega taki nokkurn
tíma að nugga stírurnar úr
augunum. En á sama tíma rísa
nátttröll á afturfæturna og
hrópa: Sorp, sorp! Þau gera
engan greinarmun a Um-
fjöllun um pessi mál. þessi
válegu þjóðarmein, annars
vegar, og hins vegar for-
síðufréttum um nauðganir og
ölæðisleiöindi, eða glannalegum
frásögnum af hörmulegum at-
burðum sent iðulega gerast sam-
hengislaust í skuggakimum
mannlífsins. En það er vissulega
rneiri háttar og afdrifarikur
hugtakaruglingur, og til þess eins
fallinn að sljóvga enn santfélag,
sent þó er að vakna til skárra
mannlífs.
Vilmundiir Gylfason,
nienntaskólakeiinaii.