Dagblaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUK
......
Matsveinninn heitir Sverrir
Bergmann. Hann hóf störf í
Fiókaiundi í vor og kann
einstakiega vel við sig. Hann er
hrifinn af fiskinum, sem þeir
fá glænýjan og sérstaklega val-
inn frá Patreksfirði. Velja má
af matseðli milli þriggja
til fjögurra rétta bæði um
hádegi og kvöld.
Systurnar Rakel og Eygló
Gísladætur frá Akranesi ganga
um beina í Flókalundi og
hlaupa lika í að afgreiða í sölu-
búðinni á staðnum.
Hvert er
hœgt að
fara f ró
Flókalundi?
Margir sem koma til Flóka-
lundar sigla með flóabátnum
Baldri til eða frá Stykkishólmi.
Það styttir langan akstur og
gefur kost á skemmtilegri ferð
um Breiðafjörð með viðkomu í
Flatey m.a. Báturinn tekur 13
bíla í ferð. Hann kemur 4 sinn-
um í viku í júlí og ágúst til
Brjánslækjar en 2 sinnum í
viku í júní.
Þeir sem vilja skoða sig um,
eiga margra kosta völ. Akstur
út á Látrabjarg frá Flókalundi
tekur 2 tíma, og aka má á öllum
bílum alveg út á bjarg. Til
Rauðasands er VA tíma akstur.
Geysifalleg leið er frá Lamba-
vatni út í Keflavík.
Það tekur ekki nema 20
mínútur að aka að Dynjanda.
Um litla hringinn(Patreksfjörð,
Tálknafjörð og Bíldudal, er
róleg dagsferð.
Stóra hringinn um Austur-
Barðastrandarsýslu, yfir
Þorskafjarðarheiði, gegnum
Djúpið og um Vestfirði til baka
fara margir.
Þeir sem vilja rólegheit eiga
kost á unaðslegum stöðum við
Vatnsdalsvatn og friðlýstum
þjóðgarðinum þar um kring.
Vilji menn veiða eru veiði-
leyfi ávallt fáanleg. Kosta þau
4000 kr. á dag í Vatnsdalsá, þar
sem lax gengur um stiga upp
eitt mesta vatnsfall Vestfjarða;
og aðeins 500 kr. i vatninu inni
í dalnum.
Gönguleiðir jafnt sem iiku-
leiðir eru eiginlega óþrjótandi
þarna um slóðir.
s.
30. JULÍ 1976
13
86 óra f jallgöngugarpur og sjóhétja:
FÆDDIST ÁN AUÐS,
- EN GIFTIST ALDREI
Ahiifnin á dekki Baroque: Uonnor, Burrows, Gaitens, Tear og
Tilman. I>B-mvndir Arni Páll.
„Ef maður ætlar að fara eitt-
hvað, er ekki um annað að ræða
en að leggja af stað,“ sagði hinn
86 ára gamli sægarpur og fjall-
göngumaður H.W. Tilman
sem kom við í Reykjavíkur-
höfn til að gera við 74 ára
gamla skútu sína , Baroque .
Tilman er á leiðinni til Ang-
magssalik á Grænlandi.
Ofangreint svar fékk frétta-
maður Dagblaðsins er hann
spurði Tilman um það hvernig
veðurspáin væri. Hann bætti
við: „Veðurspárnar sem við
fáum í Bretlandi eru venjulega
vitlausar, og ég býst ekki við að
þær séu neitt öðruvísi hér.“
H.W. Tilman er heimskunn-
ur sægarpur og hefur siglt um
Norðurhöf á hverju ári frá því
1954. Árið 1968 sökk skútan
Mischief undan Tilman og
áhöfn skammt undan strönd
Jan Mayen. Ekki lét hann hug-
fallast við þetta, heldúr fékk
hann sér aðra skútu, sem hann
er nú staddur á hér í Reykja-
víkurhöfn.
H.W. Tilman var leiðangurs-
stjóri í fyrstu brezku fjall-
gönguleiðöngrunum sem farn-
ir voru til að klífa tinda Hima-
laya-fjalla. Þetta var árin 1933
og 1935.
Baroque var byggð sem
lóðsbátur í Cardiff árið 1902, en
Tilman er sjálfur frá Wales.
Þriggja manna áhöfn fór venju-
lega með þessum lóðsbátum,
sem voru svipaðir víða um Bret-
landseyjar. Voru skip sótt
nokkuð til hafs, og fóru tveir
hafnsögumenn urn borð í þau,
en einn rnaður sigidi siðan lóðs-
bátnum til lands. Nú er 5
manna áhöfn á Baroque . Auk
Tilntanseruþar um borð: David
Burrows frá Sommerset,
skammt frá Bristol, Richard
Connor frá Manchester,
Hamish Tear frá Glasgow og
Tim Gaitens frá Fort William,
sem er á vesturströnd Skot-
lands. Allt eru þetta líka fjall-
göngumenn.
„Margir telja eflaust, að þér
hafið lifað eftirsóknarverðu
lífi. Fæddust þér auðugur?"
spurði fréttamaður DB.
„Nei, en ég hefi aldrei gifzt,“
svaraði Tilman og brosti út í
pípuvikið. „Svona lífi getur
enginn giftur maður lifað,“
bætti Tilman við. „Ég græddi
dálítið á búskap í Kenya fyrir
stríð. Það var yndislegt land á
þeim dögum. Mér heppnaðist
kaffirækt vel.
Ég er hættur að klífa fjöll,
orðinn of gamall og held mér
við jörðina,“ sagði Tilman.
„Þetta er hæfileg sumarsigling
þarna norður til Grænlands.
Hún tekur um fjóra mánuði.
Við leggjum frá Grænlandi
seint í ágúst og náum þá heim
til Bretlands í september."
Lymington er heimahöfn
Baroque, en þar er nú lægi
fyrir um 700 seglskútur.
Lymington var eitt sinn eins
konar Hveragerði fyrir brezka
rithöfunda, en nú hafa þeir
flestir flúið undan ágangi sigl-
ingamanna. Nokkru lengra
varð spjallið við Tilman og
áhöfn hans, en þar kom að
hann þurfti að fara upp á sim-
stöð til þess að reyna að hafa tal
af vini sínum, Ejnar Mikaeisen,
skipstjóra i Angmagssalik. Við
óskuni Bafoque og áhöfn
hennar góðrar férðar norður i
höf.
BS