Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 2
2 r DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1976. Erum víð ekki „alltof opin"? Of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann Fyrir þremur árum síðan var ég leiðsögumaður flokks manna frá Sviss, sem komu hingað til þess að skoða land og þjóð og til þess að kynnast virkjunum okkar, gufuaflsvirkjuninni í Bjarnarflagi og einnig virkjun- inni við Búrfell. Það vakti strax athygli mína þegar við komum að virkjun- inni við Búrfell, að við gátum óáreittir ekið alla leið að stöðvarhúsinu og um háspennu- virki orkuversins án þess að þar væri nokkur vaktmaður til þess að spyrja um erindi okkar. Það var ekki fyrr en við vorum komin niður í sjálfan vélasal- inn þar sem hinir 6x35 mega- watta rafalar standa, að við hittum einhvern starfsmann virkjunarinnar. Það er rétt að geta þess hér, að ,,pöntuð“ hafði verið fyrir okkur leiðsögn um virkjunina, en maður sá sem hafði átt að sýna okkur virkjunina hafði brugðið sér í bæinn og fórst þetta því fyrir. Annar maður var látinn sinna okkur og heldur fannst mér hann vera komu okkar óviðbúinn, en nóg um það. Við dyr stöðvarhússins var reyndar stutt á bjöllu, og voru dyrnar opnaðar andartaki síðar og okkur sagt að „gjöra svo vel“. Þegar inn var komið í mannlaust anddyri var byrjað að leika af segulbandi, á mjög svo vélrænan hátt, upplýsingar um virkjunina um leið og ljós kviknuðu á mjög haganlegri töflu sem sýndi hin ýmsu stig orkuversins. Ég varð alveg undrandi, enginn varðmaður nokkurs staðar til þess að fylgjast með þvi hvaða lið væri hérna á ferð, engar varúðarráðstafanir við- hafðar til þess að ganga úr skugga um hvort menn væru t.d. með í fórum sínum sprengj- ur eða annað er ætlað væri til skemmdarverka. Nei, ekkert slikt var hér viðhaft en þetta mikla og dýra mannvirki látið Fyrsti forseti Islands, Sveinn Björnsson sálugi, vildi hafa for- setabústaðinn „óvaktaðan", og þar með sýna umheimi hve mikið traust hann bæri til landa sinna. Þetta er því miður liðin tið. og á ekki heima í landi okkar í dag. Forsetasetrið þarf auðvitað að vakta, sbr. atvik það er vitlaus maður ataði forseta íslands skyri, sællar minningar. Ég held að tími sé kominn til, að við áttum okkur á þeirri staðreynd, að við erum orðin lítil stórþjóð sem hefur á fáum árum tileinkað sér ýmislegt miður hollt frá hinum stærri þjóðum, og við skulum ekki bíða eftir því sofandi að einhver vitleysingur, innlendur eða erlendur, fremji hér skemmdarverk. Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann. Mér datt þetta svona í hug. Siggi flug 7877-8083 Raddir lesenda Er ekki betra að hafa vörzlu við forsetasetrið og aðra merka staði áður en alvarlegir atburðir gerast, — þá er of seint að snúa til baka. standa „opið í báða enda“ eins og nú er sagt, opið hverjum þeim sem þarna vildi komast inn^jafnvel til þess að inna af hendi skemmdarverk. Allt þetta rifjaðist upp fyrir mér er ég nýlega ók um Kísil- gúrverksmiðjusvæðið, og einnig um virkjunina við Búr- fell. Við erum að basla við að koma upp ýmsum orkuverum og orkufrekum iðnaði, en látum svo þessi mannvirki standa „galopin í báða enda“. Fyrir nokkrum árum skeði það, að allt rafmagn „hvarf af“ öllu veitukerfi New York borgar. Aldrei var upplýst af hverju þetta stafaði, eða var það kannski aldrei 'látið uppi- skátt? Kannski var hér um til- raun öfgamanna að ræða, sem vildu „prófa“ hvaða áhrif slíkt hefði t.d. i byrjun styrjaldar ef alvöru skemmdarverk ætti að drýgja til þess að skapa sem mestan glundroða á svæði þar sem tugir milljóna manna búa? Ég tel alveg víst að yfirvöld þau sem með þessi mál fara í N.Y. hafi lært af þessu atviki, og stóreflt gæzlu um allt veitu- kerfi borgarinnar. Því miður hafa ýmsir atburðir síðustu ára hér á landi fært okkur heim sanninn um, að við erum í engu eftirbátar annarra þjóða, og nú virðist svo sem einhver „glæpaalda" að er- lendri fyrirmynd hafi haldið innreið sína í landið. Bústað forseta íslands þyrfti einnig að ,,vakta“ eins og siður er í öðrum löndum, en þar er allt opið öllum. ERNAV. INGÓLFSDÖTTIR /. Þar œtlu fánar allra þjóða að blakta Um ferðamálaráð og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli Grandvar skrifar: Nýlega hefur verið skipað nýtt ferðamálaráð eða réttara sagt „Framsóknarráð", því meiri hluti þess er skipaður framsóknarmönnum og konum, enda dagblaðið Timinn óspar á fréttir og myndbirtingar af nýja ,,formanninum“. „Nú eru fyrstu merki um við- tækar breytingar stgrfsviðs ferðamálaráðs farin að sjást“, sagði Tíminn sl. miðvikudag og birti flennistóra fyrirsögn um, að ferðamálaráð vildi láta fjar- lægja frá ílugstöðinni í Kefla- vik skilti og fána varðandi varnarliðið. Og nú hefur ferðamálaráð skipað þriggja manna „vinnu- nefnd“, sem á að sjá um iagfær- ingar á þessu sviði. Nefndin hefur þegar hafið störf varðandi lagfæringu á um- hverfi flugstöðvarinnar, — og„m.a. hafa Ijósmyndir verið teknar“, sagði Tíminn og þótti mikið til um afrekið! En meðal annarra orða, hverjir eiga sæti í þessari „vinnunefnd", saman- stendur hún af aðilum ferða- málaráðs, eða er hún „aðkeypt" og á launum sérstaklega? „Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að ýmiss konar skilti og merkingar, á erlendu máli, varðandi varnarliðið og aðrir fánar en íslenzkir eigi ekki heima við aðalflugstöð Islendinga,“ segir formaður ferðamálaráðs! Hvað meinar maðurinn? Á flestum flugstöðvum er fána- stöngum erlendra þjóða meira að segja raðað upp við inngang bygginganna, t.d. í Kaup- mannahöfn. Og hvað er ein- kennilegt við það, að fáni Atlantshafsbandalagsins sé á Keflavíkurflugvelli? Þessi flugvöllur, sem formaðurinn kallar aðalflug- stöð Islendinga er ekki einu sinni ísienzkur, hann var byggður af erlendu varnarliði og hefur æ síðan verið viðhaldið af því. íslendingar hafa aldrei byggt neinn flug- völl og við megum þakka varnarliðinu fyrir með kurt og pí og leyfa NATO-fánanum að blakta við flugstöðina sem minnismerki um það hverjir það voru, sem byggðu þennan eina nothæfa flugvöll í landinu. Meira aö segja ætti að hafa þarna fána allra þeirra þjóða Bráðum blaktir einungis fani íslands í flugstöðinni í Kefla- vik samkvæmt skoðun for- manns ferðamálaráðs. sem við höfum flugsamgöngur við. En Framsóknarflokkurinn er samur við sig. Hann sá til þess að réttur maður, framsóknar- maður, yrði skipaður formaður ferðamálaráðs og síðan hver framsóknarkollurinn af öðrum, því það er markmið þessa flokks að fá því til leiðar komið að varnarliðið hverfi héðan, og þarna var eitt tækifærið komið, með yfirtöku ferðamálaráðs! Tíminn segir enda, að ferða- málaráð muni hafa fullt samráð við utanríkisráðuneytið um alla framkvæmd niðurrifs skilta er- lendra aðila á Keflavíkurflug- velli. Það var og! Það var líka utanríkisráðuneytið með utan- rikisráðherra í broddi fylk- ingar, sællar minningar (eða hitt þó heldur) sem hlutaðist til um lokun Keflavíkursjón- varpsins. Hvaða stórverkefni skyldi ferðamálaráð ráðast I næst? Já, það var mikil gæfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá að vinna með Framsóknar- flokknum að einangrun lands- ins og eiga aðild að nýrri skilta- gerð á Keflavíkurflugvelli að undirlagi vinstrimanna í þeim flokki. Eða er forystumönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir- munað að sjá hvað hér er að gerast? Neylandmn á rétt — til þess aðfáað sjá verð E.A. hringdi! Það er einkennilegur siður hjá Islendingum, að hafa ekki verð skráð á því sem þeir auglýsa. Nýjasfa dæmið um slíkt, ef ég tek bara eitt, er að það hefur verið auglýst með stórri og áberandi auglýsingu að heimsþekktir sovézkir fim- leikamenn úr ólympíuliði Sovétríkjanna muni sýna í íþróttahöllinni í Laugardal 3.4. og 6. ágúst. Ef mann svo langar til þess a-' bjóða geslum þá verður maður að byrja á þvi að hringja og það er undir hælinn lagt að maður nái sambandi og fái upplýsingar. Hvers vegna ekki að gera það íyrir neytandann og spara honum þar með ómælda fyrir- höfn að setja verðið með? Það getur varla verið svo mikil fyrirhöfn. Það auðveldar fólki ef verð aögöngumiöa er tilgreint í aug- lýsingum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.