Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 7
i) — i- im.mti i>,u;i:k ■> acust hiti; Erlendar fréttir Bretland: 7 b: Spánn: Kommúnistaforingjar frjálsir Tvcir helzlu leiðlofjar komm- únista á Spáni voru látnir laus- ir úr fanítelsi i Madrid í gær, eftir að sérstök löft um náðanir pólitískra fansia geníiu í pildi. Mennirnir tveir, Simon Sanehez Montero félafii í mið- nefnd kommúnistafiokksins ojí Saniiapo \ivarez, aðalritari konumiuis'al lokksins i Galiciu á norðvestur Spáni höfðu verið htmdtekmr fyrr a þcssu ári og btöu rettarhalda í málum sínum. Hópur ættingja og stuðnings- manna þeirra hafði beðið í eftirvæntingu klukkustundum saman við hlið fangelsisins og fögnuðu þeir ákaft, er leiðtog- arnir komu út. Þeir voru látnir lausir eftir að konungleg tilskipun um náð- un manr.a, sem dreift höfðu liæklingum kommúnistaflokks- ins og þeirra, sem eru félagar í vinstrisinnuðum stjórnmála- samtökum hafði verið gefin út. Sanchez Montero, sem er 68 ára að aldri og hefur dvalizt að minnsta kosti 15 ár í fangelsum á Spáni fyrir stjórnmálaskoð- anir sinar, sagði, er hann hafði endurheimt frelsi sitt: ,,Það er ykkur að þakka, að við erum frjálsir.“ Fólkið heilsaði þeim með krepptum hnefum í kveðju kommúnista og raulaði fyrir munni sér „Dolores til Madrid," en þar er átt við Dolores Ibarurri, einn helzta baráttumann kommúnista í borgarstyrjöldinni árið 1936—39, sem verið hefur í útlegö i Moskvu. Vinstrisinnar hafa margsinnis krafizt þess, að pólitískir fangar yrðu látnir iausir. Dómur í máli Stonehouse fyrír helgi? John Stonehouse á leið í réttinn. Réttarhöldin yfir John Stone- house, fyrrum rísandi stjörnu i stjórn brezka Verkamannaflokks- ins, eru nú á lokastigi eftir fimm- tán mánaða yfirheyrslur um meint svik þingmannsins. Rúmlega eitt hundrað vitni hafa komið fyrir dómara og kviðdóm og skýrt frá kynnum sínum af manninum, sem eitt sinn ætlaði sér að verða forsætisráðherra Bretlands. Alls hafa 23 ákærur verið bornar á Stonehouse, sem ver sig sjálfur án aðstoðar annarra lög- fræðinga. Fjórar ákærur hafa verið dregnar til baka en nítján standa. Stonehouse segist sýkn af þeim öllum. Kærurnar eru um falsanir, svindl, samsæri og þjófn- að. Talið er að dómur geti fallið nú fyrir helgina eða þá snemma í næstu viku. Flutningum hœtt Alþjóða Rauði krossinn hefur frestað brottflutningi flóttamanna úr Tel Ai-Zaatar flóttamannabúðunum i Beirút vegna þess hversu ástandið er- ótryggt. Sagði talsmaður Rauða kross- ins, að ákvörðunin um frestun- ina hefði verið tekin seint i gærkvöldi, eftir að skotið hafði verið á bifreið eins læknanna í búðunum og sprengikúla sprakk á knattspyrnuvelli, þar sem sjúkum hefur verið safnað saman til þess að bíða bifreiða Rauða krossins. I gær tókst að flytja 243 særða menn á brott úr búðun- um en talsmaöur Rauða krossins sagði, að nauðsynlegt væri að ræða nánar við leiðtoga hægri manna i Beirút, áður en flutningum þessum yrði haldið áfram. Þar til að því kemur hafa báðir aðilar fallizt á vopnahlé, sem byrjaði klukkan fimm í morgun, — 54. vopnahléð í borgarastyrjöldinni, sem staðið hefur í 16 mánuði. Fjármálaráðherrar olíufram- leiðsluríkjanna koma saman til fundar í Vínarborg í dag, — í skjóli gífurlegra varúðarráðstaf- ana austurrísku lögreglunnar, sem ekki vill eiga neitt í líkingu við þá atburði er urðu þar á síðásta fundi ráðherranna á hættu. Þá gerðu skæruliðar árás á fundarstaðinn og höfðu flesta ráð- herrana á brott með sér í hertek- inni flugvél. Nú sveima þyrlur yfir borginni og hundruð lögreglumanna gæta LÍBANON: hormungunum þar virðast engin takmörk sett. Nú er 54. vopnahléð í gildi — álika ótryggt og öll hin. Vonleysi konunnar verður ekki lýst betur en svipur hennar ó myndinni gerir. þeirra gatna og hótela, þar sem ráðherrarnir fara um. Aðalefni viðræðna þeirra verður hvernig skipta eigi því fé (800 milljónir dollara) sem olíu- framleiðsluríkin verja árlega til þróunaraðstoðar við önnur lönd. Fram til þessa hefur um helmingi þeirrar fjárhæðar verið varið til aðstoðar við þróunaráætlanir Sameinuðu þjóðanna, en eftir er að skipta hinum helmingnum, sem hefur venjulega farið í að aðstoða fátæk lönd við að greiða viðskiptahalla sína. Olíuráðherrar rœða skiptingu kökunnar 27 m HÁTT ELDFJALL Á MARS Á meflan Marsferjan Víkingur I. heldur áfram rannsoknarstörfum sinum á yfirborfli plánetunnar hringsólar eldflaugin áfram i kringum Mars og sendir þaðan stórkostlegar myndir til jarflar. Þessi mynd er sett saman úr fjorum myndum og sýnir (vinstra megin) gig fjallsins Arsia Mons. Gigurinn er tæpir 100 km i þvermál en sjálft fjallið hvorki meira né minna en 27.2 km hátt. Ný sending af fótlagaskóm Nr. 33-43 Verð frá kr. 3455,- C. Nr. 36-42 Verð frá kr. 3690,- Nr. 28-46 Verð frá kr. 3545,- Margar fleiri gerðir komu samtímis, meðal annars f ótlagahjúkrunar- kvennaskór og margt fleira Póstsendum samdœgurs

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.