Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 9
DA(;i;i.AÐIt). — KIMMTl'DACiUK 5. ACliST 1976. 9 Þegar ölvaður maður veldur tjóni íakstri: TRYGGINGIN BORGAR, - EN ENDURKREFUR ÖKUMANNINN Þt'ssi lögreKlubill skemmdist verulega og er líkiega ónýtur eftir að ölvaður unglingur ók á hann fyrir nokkru. Svo kann að fara að ungi maðurinn komist að raun um að ölvunar- aksturinn hafi orðið nokkuð dýr. (DB-mynd) „Þegar ölvaðir menn valda tjóni hafa þeir engar máls- bætur. Einna helzt yrði litið til efnahags þeirra vegna endur- greiðslukröfu tryggingarfélags- ins,“ sagði Runólfur Ó. Þor- geirsson skrifstofustjóri Sjóvá- tryggingarfélags íslands, en hann skýrði frá því hvernig menn yrðu að greiða trygg- ingarfélagi sínu til baka ef þeir yllu tjóni undir áhrifum áfengis. Ekki allir gera sér grein fyrir því að þeir eru að eyðileggja bílatryggingu sína þegar þeir valda tjóni ölvaðir undir stýri, og getur þetta komið mjög illa út fyrir efnalítið fólk, sem til dæmis lendir í þessu óhappi ungt að árum. Auðvitað má segja sem svo að menn eigi alls ekki að vera ölvaðir undir stýri, en það er auðvitað dálítið hart fyrir 17 ára ungling að þurfa að greiða nokkrar milljónir. Sér- staklega þegar um fólk er að ræða sem lítið gerir af því að neyta áfengis, en lendir einu sinni i árekstri við slíkar að- stæður. Tekið tillit til fjárhags Runólfur sagði að mjög mikið tillit væri tekið til þess að reyna að gera fólk ekki að bón- bjargarmönnum með því að stilla endurkröfu eftir borgunargetu, og starfar sér- stök endurkröfunefnd að því að meta þessi mál. í henni eiga sæti fulltrúar allra tryggingar- félaganna. fulltrúi frá F.Í.B. og dómsmálaráðuneytisins. Nefnd þessari var upphaflega komið á laggirnar til að veita trygg- ingarfélögunum aðhald. Gáleysi — ásetningur Mikið tillit er tekið til þess, hvort tjóninu var valdið af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Er heimild til að lækka bótakröfuna með hliðsjón af sök tjónvalds, efnahag hans og fjárhæð tjóns eða af öðrum ástæðum. Munu tjónvaldar sjaldan eða aldrei þurfa að greiða allt það sem tryggingarfélagið borgar tjónþolanum. Almenn bifreiða- trygging bætir tjón upp að 20 milljónum. Er bæði bætt örorka sem hlýzt af slysinu sem og skemmdir á bifreiðum. Gefur auga leið að fáir menn myndu borgunarmenn 20 milljóna ef heildartjón næmi þeirri upp- hæð. Tryggingarfélög munu yfirleitt semja um hlutagreiðsl- ur við tjónvald. Ungir ökumenn Runólfur sagði að ekki væri tekið tillit til aldurs sem slíks. Hins vegar kynni oft að verða að lækka endurkröfuna ef einsýnt vær-i að fólkið gæti ekki greitt alla kröfuna. Þá kæmi oft fyrir að ungt fólk væri á bifreiðum foreldr- anna, en ef tjón yrði þyrftu foreldrarnir að greiða. Skráður eigandi bæri ætíð skilyrðis- lausa ábyrgð á tjóni sem bif- reiðin ylli og skipti ekki máli hver æki henni. Það væri aðeins I þeim tilvikum sem bifreið væri tekin i algeru óleyfi sem ábyrgð félli á öku- manninn. —BÁ Námskeið fyrir asma og of nœmissjúk börn: FORELDRARNIR HVATTIR TIL AÐ MÆTA „Við viljum endilega hvetja þær fjölskvldur sem geta til að sækja námskeiðið," sagði Hjördís Þórsteinsdöttir, varaformaður Samtaka asma- og ofnæmisSjúkl- inga I samtali við DB, en þau samtök gangast fyrir 2ja daga námskeiði fyrir börn, sem þjást af þess konar sjúkdómum og for- eldra þeirra, í Reykholti nú um helgina. „V'ið munum njóta þarna að- stoðar Ólafs Stephensens, barna- læknis og konu hans Guðrúnar Theódóru Sigurðardóttur, barna- sálfræðings, en þaú hjónin munu bæði halda erindi og vera með umræðuhópa f.vrir foreldrana. Auk þess verður þar Unnur Gutt- ormsdóttir sjúkraþjálfari og mun hún leiðbeina um meðferð þessara barna, en Unnur fór til Svfþjóðár sl. vor til að kvnna sér þessi mál. Þá verða þarna einnig tveir íþróttakennarar sem munu vera með börnunum, fara með þeim í sund og fleira,“ sagði Hjör- dís enníremur. „Það er afskaplega erfitt að meðhöndla börn sem þjást af þessu'm s.iúkdómum og reynir þar kannski mest á mæðurnar, sem þurfa að annast þau allan daginn, gera með þeim sérstakar æfingar og meðhöndla þau á ýmsan annan veg til að bæta líðan þeirra. Það er því mjög mikilvægt fyrir for- eldra þessara barna að læra réttar aðferðir við meðhöndlun þeirra og tækifæri til þess gefst einmitt nú um helgina I Reykholti, auk þess hefðu feðurnir reglulega gott af að kynna sér þetta. Þarna er aðstaðan öll mjög góð og gefum v?ð foreldrum og börnumþeirra kost á að dveljast í þessu um- hverfi eina helgi. en ég vil leggja áherzlu á að það á ekki að ein- angra þessi börn og því er upplagt að leyfa systkinum þeirra að koma með,“ sagði Hjördís að lokum. Það eru ennþá nokkur laus pláss og þeir sem vilja notfæra sér þetta tækifæri, ættu að hafa samband við skrifstofu SÍBS strax og tryggja sér pláss. JB Eitthvað fyrir þig NAUTAFILLET .......1630 kr. kg. NAUTAMÖRBRÁÐ.......1630 kr. kg. NAUTASNITCHEL .....1250 kr. kg. NAUTAGULLASCH......1130 kr. kg. NAUTA-T-BONE....... 980 kr. kg. NAUTABÓGSTEIK ..... 655 kr. kg. NAUTAGRILLSTEIK ... 655 kr. kg. NAUTA HAMBORGARI ... 50 kr. stk. NAUTAHAKK.......... 670 kr. kg. NAUTAHAKK 10 kg. í kassa .. 600 kr. kg. URVALS KJÚKLINGAR... 840 kr. kg. HÆNUR, 10 stk...... 500 kr. kg. KÁLFALÆRI ......... 370 kr. kg. KÁLFAHRYGGIR....... 300 kr. kg. KÁLFAKÓTELETTUR ... 370 kr. kg. KÁLFAHAKK.......... 490 kr. kg. Á SÉRVERDI HEINZ BARBECUE SAUCE MEÐ KJÓT- MEYRI. GLASIÐ AÐEINS 231 KR. w Laugalœk 2. REYKJAVIK, simi 3 5o2o

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.