Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 24
Stjórnarmaður í Landeigendafélagi Laxór og Mývatns um lögbann á laxastiganum: Vildu áður sökkva dalnum, - en nú vernda lífríki hans — er f ormaður Laxárvirkjunar að hóta nýjum deilum? „Svo undarlega vill nú til að þeir aðilar sem á sínum tíma vildu sökkva Laxárdalnum með stíflugerð við Laxárvirkjun vilja nú ekki fyrir nokkurn mun taka áhættuna á að lífríki árinnar raskist með því að hleypa laxi upp hana,“ sagði Eysteinn Sigurðsson á Arnar- vatni í viðtali við DB í gær, en hann er einn stjórnarmanna Landeigendaféiags Laxár og Mývatns. Hann sagði að bændurnir sjálfir óttuðust ekki röskun af völdum laxins, heldur mikið fremur áhrif ,af verksmiðju- rekstri við vatnasvæðið. Blaðið hafði tal af honum vegna fréttar í blaðinu i gær þess efnis að vissir aðilar hygðust beita sér fyrir að lögbann verði sett á framkvæmdir við fyrir- hugaðan laxastiga framhjá Laxárvirkjun. Eysteinn sagði að fullt sam- komulag væri um málið innan landeigendafélagsins og hefði stjórnin í fyrradag undirritað samkomulag við landbúnaðar- ráðuneytið um þessa framkvæmd. Framkvæmdir hæfust væntanlega í sumar og lyki næsta sumar, ef allt gengi að vonurn. Að sögn hans eru það einkum utanaðkomandi menn sem nú tala um röskun lífríkis og náttúru, þeir vísindamenn, sem rætt hafi verið við um málið, telji ekki hættu á ferð auk þess sem það sé stefna undan- farinna ára um allt land að auka laxveiðisvæði eftir mætti. Er Eysteinn var spurður álits á ummælum Vals Arnþórs- sonar formanns Laxár- virkjunar í útvarpsþætti í fyrrakvöld, þar sem hann sagðist þess fullviss að Laxá yrði virkjuð frekar j framtíðinni, sagði Eysteinn að sér hafi þótt þessi ummæli furðuleg. Samið hafi verið um endalok málsins fyrir nokkrum árum og hugsanlega mætti lita á þessi ummæli sem hótanir um nýjar deilur. — Bls. 17 —G.S. KASTAÐISER GEGNUM GLUGGA Útlendingur, sem kvæntur er íslenzkri konu og býr hér á landi, skarst illa á höfði í gær er hann varpaði sér út um glugga. Slysið varð rétt fyrir kl. 13.30. Ekki er vitað um aðdraganda slyssins, en maðurinn var tals- vert mikið skorinn enda mun hann hreinlega hafa varpað sér gegnum rúðu í glugga. Maður- inn liggur nú í sjúkrahúsi. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. GAMALT JOGURTIGLÆSTUM UMBUÐUM Margir bera óneitanlega kvíð- boga fyrir því að missa mjólkur- búðina sína. Oft er hér um hreina tilfinningasemi að ræða. Hins vegar eru þeir nokkuð fleiri sem hafa orðið slæma reynslu af því hvernig nýlenduvöruverzlanir sniðgangadagsetningar á vörum. Þannig er þetta sérstaklega áberandi með mjólkurafurðir. Stundum er liðin vika frá dag- setningu sem heimílar síðasta söludag Búðin heldur áfram að hafa vöruna fremst í hillunni. Með þessu er verið að tryggja að gamla varan gangi út, en ekki það að neytandinn fái sem beztar og . ferskastar vörur. — BÁ frjálst, óháð dagblaí FIMMTUDAGUR 5. ÁGUST 1976. Malbíkið húlt í bleytunni: Hunzaði tvœr viðvaranir og valt Ökumönnum ætlar seint að skiljast að malbik, og þá sér- staklega ef það er nýlagt, getur orðið flughált í rigningu. Þannig velti maður bíl sínum í fyrrinótt á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðí'- vegar, eftir að honum hafði mistekizt að draga úr hraða bílsins fyrir beygjuna, þar sem hann rann stjórnlaust eftir að hemlum var beitt. Manninn sakaði ekki og ekki er blaðinu kunnugt um hversu mikið bíllinn skemmdist, en eftir slysið viðurkenndi maðurinn að hafa nýlega ekið framhjá tveim aðvörunarskilt- um á veginum, þar sem varað var við að vegurinn yrði háll í bleytu. — G.S. Smyglmúl tollvarðanna: Málskjöl til umsagnar ráðuneytis — óráðið hvort þeir hefja aftur störf við tollinn Tollverðirnir tveir, sem upp- vísir urðu að smygli fyrr í sum- ar, hafa ekki verið við störf síðan, en nú eru gögn dóms- rannsóknar á málum þeirra til umsagnar í fjármálaráðuneyt- inu. Höskuldur Jónsson ráðu- neytisstjóri sagði í viðtali við blaðið í gær að ráðuneytið myndi meta hvort gjörðir þeirra hafi áhrif á framtíðar- veru þeirra í starfi. Taldi hann síðan saksóknara ríkisins taka lokaákvörðun í þessu máli. —G.S. 21 HROSSI „STOUÐ" ÚR LÆSTRIGIRÐINGU Þessi jógúrtdós var mynduð 4. ágúst, voru þá sex dagar liðnir frá því siðasti leyfilegi söludagur var. Nýjustu jógúrtdósirnar sem unnt var að fá í verzluninni þennan dag voru frá 30. júlí. — BÁ Slagur lögreglunnar í Reykjavík við hross í nágrenni borgarinnar er margvíslegur, og tekur á' sig æ sögulegri myndir. Á laugardaginn var upprekstrarlandið austan borg- arinnar smalað, en þar er bannað að beita hrossum því beitin er ætluð sauðfé og er ekki það mikil að hún nægi til frekari beitar. 21 hross fannst í upprekstr- arlandinu og voru þau sett í girðingu við Lögberg. í ljós kom að mark sama manns var á þeim flestum ef ekki öllum. Eigandinn var Þorgeir bóndi í Gufunesi. Snemma í gærmorgun varð þess vart að hrossin voru horfin úr girðingunni, sem þó var með læstu hliði. Hafði girðingin verið tekin niður á kafla til að ná hrossunum. Síðar spurðist um rekstur þeirra í átt til bæjarins fyrir dögun. Þúsund króna sekt er þeim gert að greiða sem hross eiga er finnast á friðuðu svæði. Er því hér um 21 þúsund kr. sekt að ræða. En vegna ólöglegrar töku hrossanna verður úr þessu stærra og meira mál. — ASt. Olíuleit leyfð? „Málið verður rœtt í dag/' segir orkuráðherra „Málið hefur verið til með- ferðar hjá rikisstjórninni og verið rætt þar,“ sagði Gunnar Thoroddsen orkuráðherra í við- tali við Dagblaðið um það, hvað liði þvi að afstaða verði tekin til þeirra beiðna, sem stjórn- viildum hafa borizt um leyfi til olíuleitar hér við land. „Eg geri fastlega ráð f.vrir því, að málið verði ra*tt á rikisstjórnarfundi í dag, en veit ekki hvort fulln- aðarðkvörðun verður tekin unt málið.“ Sagði ráðherra, að ríkis- stjórnin ntyndi fjalla um um- sókninar, sem eru frá allmörg- um fyrirtækjum. „Það hefur ekki verið ýtt á eftir okkur með þetta frá fyrirtækjunum, en okkar vegna er rétt að fara aó taka atstöðu til málsins," sagði Gunnar ennfremur. „Hvort ég persónulega sé trúaður á, að olía finnst hér við land? Um það get ég ekkert sagt." —III*. „HAFDIHEYRT AÐ ÞARNA HEFÐIORÐIÐ SLYS",,.*,, „Eg hef aldrei fengið skýrslu um þetta mál," sagði Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri varnar- máladeildar utanríkisráðuneytis- ins, i viðtali við Dagblaðið um afdrif sjóliða þess er drukknaði við neðansjávarvinnu undan Staf- nesi árið 1965. Upplýsingar þess- ar komu fram í grein Halldórs Halldórssonar í Dagblaðinu sl. þriðjudag óg hafa þær vakið mikla athygli. „Satt að segja fæ ég ekki skýrsl- ur um sl.vs, sem verða á mönnum eða eignum varnarliðsins, nema að það heyri beint undir varnar- máladeildina, eins og t.d. er Dakota-vélin hrapaði hér uin árið. Þá var leitað til mín urn það, hvaó gera ætti vb' flakið," sagði Páll. „Sjálfur hafði ég ékki tekið við starfi minu hér. er þessir at- burður varð, en ég hafði heyrt um að kafarinn hefði slasazt eða jafnvel drukknað þarna," sagði Páll „Það var samt ekkert opin- bert, það voru einungis sögusagn- ir. Sennilega eru til um þetta einhverjar skýrslur hjá bæjar- fógetanum í Hafnarfirði, — þó tel ég það ólíklegt, þetta hefur bara verið skráð sem slys.“ —HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.