Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 6
IMCBLAÐIÐ. — KÍMMTUDAdUK 5. AdUST 1976. (iljúfurflóAiA í Colorado á sunnudaginn olli gifurleKu tjóni á mannvirkjum auk þess hörmulega manntjóns sem \arö. Myndin sýnir hluta af jaróraskinu, þjóðveg sem tættist í sundur. Þrír strandaglópar sjást handan viðgljúfrið. Drepsóttin í Pennsylvaníu: FÆST SVARIÐ í DAG? Heilbrigóisyfirvöld í Pennsylvaníu, sem enn reyna að fá úr þvi skorið hvers kyns drepsótt er á ferðinni þar, vonast til þess að niðurstöður þriggja daga rannsókna á til- raunastofu, veiti þeim rétta svarið í dag. Vísindamenn við heilbrigðis- eftirlit ríkisins í Atlanta Georgiu, hafa útilokað þann möguleika, að um eitrun sé að ræða í mat, vatni, eða í lofti. Segja þeir það hald sitt, að drepsóttin, sem lagt hefur 23 menn að velli og sýkt 120 aðra, sé að öllum líkindum vegna einhves konar vírusar, eða eiturefnis. ,,Það er meira að segja mögu- leiki á að við komumst aldrei að hinu rétta í sambandi við drep- sótt þessa,“ sagði David Seneer, forstöðumaður heilbrigðiseftir- litsins við fréttamenn í gær- kvöld. Flokksþing repúblikana hefst 16. ágúst: Reagan gerír úrslitatilraun til að hljóta útnefninguna Ronald Reagan, fyrrum fylkis- stjóri Kaliforníu átti í gær þriggja og hálfrar klukkustunda langan fund með repúblikönum í Missis- sippi, sem enn hafa ekki tekið afstöðu til þess hvern þeir ætla að st.vðja í forsetakosningunum í haust. Reagan og varaforsetaefni hans, Richard Schweiker, keppa við Ford forseta um atkvæði þeirra 30 kjörmanna, sem koma frá Mississippi til að sitja flokksþing repúblikana í Kansas City 16. ágúst. Ford hvatti kjörmennina til að st.vðja sig, þegar hann hitti þá að máli í síðustu viku. íhaldsmaðurinn Reagan sagði á fundinum í gær, að hann hefði valið fr.jálslyndan mann á borð við Schweiker sem varaforetaefni sitt, svo hann gæti sameinað Repúblikanafl. og báðir armar hans ættu fulltrúa sinn í forseta- kjörinu. Hann bætti því við, að Schweiker, sem er öldunga- deildarþingmaður frá Pennsyl- vaníu, væri sammála sér um stór- mál eins og landvarnir og detente. Talið er fremur ólíklegt, að Mississippi-kjörmennirnir styðji Reagan þrátt fyrir frjálslyndi Schweikers. KVENSKOR Leðurskor, skinnfóðraðir og með leðursólum Teg. 181 og teg. 190 Litur: hvítt. Stœrðir nr. 36—41 Verð kr. 5.575. Póstsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustrœti 8 v/AusturvöllSími 14181 Gljúfurflóðið í Colorado: 75 lík hafa fundizt — en aðeins 26 eru þekkjanleg Leitarmenn með sporhunda hófu í morgun fjórða erfiða leitar- daginn að fórnarlömbum flóðsins, sem um sl. helgi varð að minnsta kosti 75 manns að bana I árgljúfri nærri Denver í Colorado í Bandaríkjunum. Yfirvöld telja að allt að hundrað manns hafi farizt í flóð- inu, sem bar mjög skyndilega að. Aðeins 75 lík hafa þó fundizt til þessa og þar af hefur aðeins verið hægt að þekkja 26. Leitarflokkarnir hafa nú fengið sér til aðstoðar sporhunda, sem hafa verið sérstaklega þjálfaðir til að leita að fórnarlömbum skriðufalla. Aðstaða til leitar er mjög erfið og þarf að fara í gegn- um mörg tonn af grjóti, timbri og vagnarústum. Jóhannesarborg: Enginn veit hvað geríst — nœstu daga íSoweto Tiltölulega rólegt yfirbragð var á öllu i útborg Jóhannesar- borgar, Soweto, þar sem miklar óeirðir urðu í fyrradag og gær- morgun. Tókst lögreglunni að koma í veg fyrir að tuttugu þúsund blökkumenn færu í mótmælagöngu inn til mið- borgarinnar til þess að vekja athygli á kröfum sínum. Átján manns særðust i átökum við lögregluna í gær er lögreglumennirnir beittu skot- vopnum. Seint í gærkvöld héldu tals- menn lögreglunnar áfram að neita sögusögnum þess efnis, að þrir blökkumenn hefðu látið lífið, en samkvæmt heimildum blökkumanna, eiga menn að hafa séð a.m.k. þrjú lík á spít- ala. Undirforingi í lögreglunni hefur þó látið hafa eftir sér, að einn blökkumaður hefði fund- izt látinn, hálsbrotinn, eftir átökin í gærmorgun. En eins og einn lögreglu- manna orðaði það í gærkvöld: „Þetta er eins og skógareldur — maður veit aldrei hvað gerist næst.“ Seveso: Ekki eiga börn, ekki aka hraðar en 30 km/klst ,-iuiiiiiviusanui etni er sprautað á götur Seveso til að vega á móti áhrifunum af eiturskýinu, sem hangir yfir bænum og hefur orðið mörgum að bana. Um fjögur þúsund manns, sem líklega hafa orðið fyrir gas- eitrun í bænum Seveso á Norður-Ítalíu hafa verið hvattir til þess að eignast ekki fleiri börn, aka ekki hraðar en á 30 km hraða og þvo sér eins oft um hendurnar, sem kostur er. Þessar varúðarráðstafanir, sem eiga að koma í veg fyrir að eiturefnið dioxin nái að smita fleiri en orðið er, voru kynntar eftir fund sérstakrar ranri- sóknarnefndar heilbrigðisyfir- valda, sem hefur kynnt sér ástandið. Meira eh 750 manns hafa verið flutt á brott frá ibúðar- hverfum í nágrenni verksmiðj- unnar, þar sem gassprengingin varð vegna þess að eiturefnið hefur þakið þar alla hluti. Svisslendingar hafa nú bannað allan innflutning á grænmeti og öðrum land- búnaðarvörum frá þessu héraði og segir eigandi stórrar hús- gagnaverksmiðju, þar sem meirihluti fólksins á þessu svæði hafði atvinnu, að töluvert sé farið að bera á þvi, að við- skiptavinir afpanti þær vörur. sem þeir ætluðu sér að kaupa. áður en sprengingin varð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.