Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 12
er of seint. MÍRA!. geyma. leyndarmálið em þróttir íþróttir Lauda enn milli heims og helju „Nicki Lauda, heimsmeistarinn í kappakstri er enn milli heims og helju á sjúkrahúsi í Mannheim i V.-Þýzkalandi. Eins og þegar hefur verið sagt frá hér á síðunni missti Lauda stjórn á Ferrari bíi sínum á 160 kílómetra hraða á kappakstursbrautinni í Neru- burgring þegar annað afturhjólið losnaði undan bil hans. Bíilinn lenti á varnargirðingu, kastaðist inná brautina aftur í björtu báli og þar lentu tveir bílar á honum. Loks eftir heilar séx mínútur tókst að ná Lauda úr bílnum. Þá var hann illa brunninn, marg rif- brotinn, kjálkabrotinn og með innvortis meiðsli. Lungu hans störfuðu ekki eðlilega, vegna þess að Lauda arjdaði að sér logandi eldtungum mettuðum bensíni. Hann er nú kominn til meðvit- undar og læknar^segja að það ráðist um helgina hvort hann nær sér eða keyrir ekki framar á kapp- akstursbrautum víðs vegar um heim. Sérstakri rannsóknarnefnd var komið á laggirnar til að rannsaka slysið og ætlaði hún að skoða bíl Lauda. Þá var hins vegar þegar búið að flytja bílinn til Ítalíu til rannsóknar. Komast átti til botns í hvort slysið væri mistök öku- mannsins eða þvort hjólið hefði verið illa fest á. Víkingur— KR í kvöld Víkingur og KR leika í kvöld kl. 8 fyrsta leikinn í 13. umferð Islandsmótsins í knattspyrnu. Bæði lið hafa átt misjöfnu gengi að fagna í sumar. Víkingar byrjuðu mjög vel, urðu Reykja- víkurmeistarar og lengi framan af íslandsmótinu fylgdu þeir Val eins og skugginn. En nú hafa Vik- ingar misst af möguleikum sínum á titlinum — hafa tapað þremur síðustu leikjum sínum í 1. deild. KR hins vegar hefur átt mis- jafna leiki í sumar. Annað veifið hafa þeir átt skínandi leiki — þess á milli dottið niður fyrir allt veisæmi í knattspyrnu. DAGBLAÐIÐ: — FIMMTÚDAGUR 5. ÁGUST 197«. — Sigruðu Vestur-Þjóð Danir unnu verðskuldaðan sigur yfir Vestur-Þjóðverjum í Keflavík í gærkvöld, á unglingamótinu í knatt- spyrnu. Veðrið var fremur leiðinlegt rok og rigning af og til. Þjóðverjarnir léku undan vindi, í fyrri hálfleik og sóttu öllu meira framan af, en danska vörnin, með Jan Tomasen sem bezta mann, stóðst öll áhlaup Þjóðverja auk þess sem markvörðurinn Paul Fischer varði þau skot, sem á markið komu. Þrátt fyrir sókn Þjóðverjana áttu samt Danir bezta færið á að skora. Þýzka vörnin var mjög opin f skyndisóknum Dananna og úr einu upphlaupinu, neyddist varnarmaður til að verja með hömlunum eftir að markvörðuunn Hcrbert Heider hafði misst af knettir.um. En fram- herjinn knái Henri!; Jensen náði ekki að spyrna föstu .koti i eðjunni, svo Heider tókst að verja vitaspyrn- una. Fljótlega í seinni hálfleik, náðu hinir ákveðnu, en skemmtilega spil- andi Danir frum'.væðinu, þegar Per Bertilsen skorað. með fallegu skoti, eftir vel útfærða sóknarlotu. Per lét ekki þar við sitja, heldur bætti öðru við skömmu síðar eftir þýzk varnar- Íslandsm með holi — RagnarÓlufsi forustu eftirfyrsf Það stefnir í hörkukeppni á Is- landsmótinu i golfi, sem háð er á vellinum i Grafarholti, og strax á fyrsta degi gerðu tveir kappanna sér lítið fyrir og slógu holu í höggi. Það Mistök C Cardiff: Martin Chivers, þeim gamalkunna kappa er nýlega var seldur frá Tottenham til svissneska liðsint- Servettevarð heldur en ekki á í mess- unni þegar lið hans lék við Cardiff City frá Wales í Evrópukeppni bikar- Aeðins tveimur mfnútum fyrir leikslok ætlaði Chivers að hreinsa frá en þess í stað sendi hann knöttinn beint til leikmanns Cardiff —Martin Morgan, sem brunaði upp og gaf góða sendingu á markhæsta leikmann Cardiff frá sfðasta keppnistfmabili, Tony Evans, og hann var ekki í vand- ræðum með að afgreiða knöttinn í netið. Þar með hafði Cardiff skorað eina mark leiksins — hvort það nægir í Sviss er aftur annað mál. Já, 2. deildarlið Cardiff sigraði þar með 1-0, en leikmenn velska liðsins voru frfskir og óheppnir að skora ísland og Finnland gerðu jafn- tefli á Norðurlandamóti ungiinga 16—18 ára í knattspyrnu í gær- kvöld. Lokatölur 1*—1, jafntefli sem islenzka liðið má vel við una því Finnar eru núverandi Norður- landameistarar og hafa á að skipa mjög skemmtilegu liði. Já, Finnar sýndu ágæta knatt- spyrnu f fyrri hálfleik þegar þeir léku á móti suðvestan kalda og sóttu mun meira en Islendingar. Sóknartilburðir Islendinga voru fálmkenndir, en Finnanna hins vegar hnitmiðaðir. Það var einungis frábær markvarzla Sig- urðar Gunnarssonar úr Vfking, sem hélt íslenzka liðinu á floti, og eins var vörnin traust. Tvívegis varði Sigurður frá- bærlega — sérstaklega í lok fyrri hálfleiks er hann varði mjög gott skot úr vítateig. íslendingar mættu ákeðnari til síðari hálfieiks og höfðu þá í fullu tré við Finnana, sóttu skipulegar. Sérstaklega hafði maður á til- finningunni að samvinna þeirra Helga Helgasonar úr Völsung og Arnórs Guðjohnsens úr Vfkingi í framlfnu íslenzka liðsins gæti borið ávöxt. Helgi er sterkur leik- maður, sem hélt knettinum vel, Arnór leikinn og hefur gott auga fyrir spili. Vörn Finnanna var hins vegar sterk fyrir og eins háði samæfingarleysi íslenzka liðinu tilfinnanlega. Nú, en Finnar skoruðu mark sitt á 26. mínútu síðari hálfleiks og var vel að því unnið. Hannu Kaatranen, leikinn miðherji finnska iiðsins brauzt upp hægri kantinn — gaf góða sendingu fyrir og þar var fyrir Heikki Hou- vaila, sem skallaði knöttinn í netið, óverjandi fyrir Sigurð. Nú virtist sem fokið væri í flest skjól fyrir íslenzka liðið en pilt- arnir voru alls ekki á þvf að gefa eftir. Þeim tókst að svara fyrir sig á 38. mínútu. Ömar Jóhannesson, Vestmannaeyingur tók horn- spyrnu, knötturinn barst til Arnórs, þar sem hann stóð utan vítateigs. Hann gaf knöttinn vel til Ómars, sem sendi góða send- ingu fyrir mark Finnanna og Helgi Helgason var þar til staðar — nikkaði knettinum laglega framhjá finnska markverðinu 1—1. Skömmu sfðar flautaði sænskur domari, L,undberg leikinn af. Islenzka liðið má vel við úrslit- in una — Finnar hafa á að skipa sterku og vel samæfðu liði og greinilegt að stórir hlutir eru að gerast í finnskri knattspyrnu. Einstaklingar leiknir og sterkir og hvergi er veikan hlekk að finna. Islenzka liðið er hins vegar alls ekki eins jafnt. Tengiliðirnir sáust ekki langtímum saman. Vörnin Var sterkasti hluti liðsins með Sigurð, góðan í markinu og sterka miðverði. Samvinna Helga og Arnórs í framlínunni lofar góðu — greinilegt að við eigum á að skipa vaxandi liði. íslenzka liðið var skipað: Sigurður Guðmundsson, Víking, Benedikt Guðmundsson UBK, Ómar Jóhannsson ÍBV, Tómas Ttynasson UBK, Páll Ólafsson Þrótti, Ingólfur Ingólfsson Stjörnunni, Hákon Gunnarsson Reyni, Kristján Olgeirsson Völsungi, Arnór Guðjohnsen Vfk- ing, Helgi Helgason Völsungi, Hermann Jónasson, IBK. Þeir Ágúst Hauksson Þrótti og Benedikt Guðbjörnsson UBK komu inná í síðari hálfleik. h.halls. Þýóir ckki. Hann gt-IY Fljótur í símann og ur ckki bjargað mér, ^ hringdu á sjúkrabíl. V Hún cr stórslösuð ,IW 10-2+ » .Syndicale. Inc- IV74. WoUd ligh.tt toerved. — ísland gerði jaf ntefli við Norðurlandameistara Finna 1-1 í Norðurlandamóti unglinga 14-16 dra ■Þeir Hélgi Helgason og Arnör Guðjohnsen, beztu menn islenzka Olli Iluttunen, sem grípur knöttinn örugglega. DB-mynd. Bjarnleifur Á elleftustundu jafnaði ísland! 16 af 16 hjó FyUki! Árbæjarliðið Fylkir lék siðasta leik sinn í A-riðli 3ju deildar i gærkvöld. Mætti þá Grindvík- ingum á leikvelli sínum. Að venju sigraði Fylkir ■— og sigraði því í öllum leikjum sínum í riðlinum. Hlaut 16 stig af 16 mögulegum. Úrslit f gær urðu 4-1. Hörður Antonsson, Ragnar Axelsson, Gunnar Gunnarsson og Ómar Egiisson skoruðu mörk Reýkja- vikurliðsins, en Sigurgeir Guð- jónsson fyrir Grindavík. Auk Fylkis og Grindavikur voru Hekla, Hellu, Þór, Þorlákshöfn og Hveragerði i riðlinum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.