Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. — MÁNUDACl'W >i XGI'ST I97(i 3 \ Tami“ \ lœkningar óíslandh/^ Þórunn Sigurbergsdóttir hringdi: Vart þarf að fjölyrða að tann- lækningar eru ákaflega mikil- vægur þáttur í heilsugæzlu og því mikilvægt að almenningi sé gert kleift að leita til tann- lækna án þess að pyngjan léttist um of! Nú er svo að al- varlegur misbrestur hefur orðið þarna á — venjulegum ekki hefur verið fyllt að þeim norðanmegin. Við það verður hitatap f.vrir nú utan að úti- legukettir hafa þarna heimili sitt. Lítil börn gætu líka hæg- lega skriðið undir hús og fest sig með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Þegar lóðum var úthlutað i Fossvogi fylgdu þeim alls konar kvaðir. Þar á meðal að malbika fernustíga að einbýlishúsunum sem kostar fleiri milljónir. Eigendur hafa staðið vel við að gera það sent þeim ber. Þess vegna spyr ég. Er ekki hægt að láta þessa unglinga, sem enn ganga urn atvinnulausir, drífa i þvi að gera þennan gangstíg fyrir veturinn? Raddir lesenda Hringið í síma 83322 milli kl. 13 og 15 eða skrifið ' Satt mun það vera að þessum vitra manni hafi verið litill gauntur gefinn hér. Það er svo ntikið sem þarf að upplýsa þjóðina um, troða í hana meira og meira um minna og minna. Við erum lokuð inni milli tveggja veggja, peninga og stjórnmála. Vítt hugsanasvið verður að víkja fyrir mark- lausri þvælu. Bókaflóð er hér mikið, en alltof fáar verulega gagnlegar bækur. Það kemur nú skyndilega í huga minn þegar Grímur Thomsen sagði forðum með hárri raust (á Alþingi): „Eg mótmæli því að Jóhann Sigur- jónsson fái styrk, hann hefur ekki skrifað nógu mikið." Strindberg sagði reyndar að skáld væru ræningjar, skrifuðu upp annarra hugsanir, líf og tilfinningar, settu síðan nafnið sitt undir og yrðu svo stórir menn af öllu saman. Ekki er ég dómbær á hvort Strindberg hafi fremur verið „observator" eða verulegur hugsuður. En sérstæður var hann, það er áreiðanlegt. Ekki vantar okkur fræði- mennina hér, t.d. Ævar Kvaran. Hann fullyrti (í hljóð- varpinu) að kindur lifðu þrjú ár eftir dauðann. Maður sem veit svona mikið ætti að geta upplýst Geirfinnsmálið (svo dæmi sé tekið). Nú er hér biskupaþing. Von- andi kemur einn frá írlandi. Það verður erfitt fyrir hann að nota orðið umburðarlyndi, sem prestar nota svo mikið — oft með réttu, en þó ekki nema að vissu marki. Að lokum vil ég þakka morgunbæn séra Páls Þórðar- sonar. Engin helgislepja í mál- rómi hans. Kristinn Reyr les einnig vel söguna „Litli dýrlingurinn". Mér finnst einnig ástæða til þess að þakka margt fleira sem mér finnst hafa verið gott á að hlusta i hljóðvarpinu. EIN MÍNÚTA - ÞRJÚ ÞÚSUND KRÓNUR TAKK? launamanni er ofraun að leita til tannlækna vegna óhóflegs kostnaðar. Hið opinbera hefur viður- kennt þetta að nokkru leyti og sett hafa verið lög þar að lút- andi — en ekki nándar nærri nóg. Nú er svo að ég fór með dóttur mína til réttingatann- læknis og hafði að sjálfsögðu pantað tíma áður. Maðurinn leit upp í stúlkuna — alls ekki lengur en eina mínútu — og tók ekki fram eitt einasta verkfæri, ekki svo mikið sem spaða. Þá kom niðurstaðan — ekki væri hægt að rétta tennur barnsins f.vrr en eftir fjóra mánuði og 'fékk ég tíma hjá honum fyrir stúlkuna. Allt var þetta gott og vel — ég mun fara eftir fjóra mánuði. En fyrir þessa litlu mínútu þurfti ég að greiða þrjú þúsund krónur! Eg segi þetta alveg satt — krónur þrjú þúsund! Eg varð orðlaus af undrun, svo orðlaus að ég borgaði þegj- andi og hljóðalaust. Bað siðan um kvittun og fékk hana gð sjálfsögðu. Þar stóð: Greitt fyrir tannréttingar, krónur þrjú þúsund! Eg fór út — ég mun koma aftur eftir fjóra mánuði. En mér er spurn. Má ég búast við annarri mínútu þá, sama úr- skurði, sama gjaldi? Ég hugsa til þess með skelfingu en von- andi kemur ekki til þess, þá verð ég ekki orðlaus af undr- un... Veniulegum launamanni er ofraun að leita til tannlæknis, segir Þórunn. J JEANS Ð >0 LAUGAVEGUR ^ ‘Sf-21599 BANKASTRÆTI . ©-14275

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.