Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 6
(> DAtiBI.Atm). — MANl.'DACI.'K 9. ACl.'ST 197H Soweto: KnKiini h\ilum miinnum hefur verirt lcyfl art fara inn í hverfi hlökkumanna viö Jóhannesar- bor;;. en þessi mynd er tekin úr þvrlu er óeirðirnar stóðu sem hæst. Lögregla við öllu búin — þrátt fyrir rólega helgi Lögrefjlan í Jóhannesarborg í S-Afríku var í inorgun við öllu búin i blökkumannahverfinu Soweto i útjaðri borgarinnar. Búi/.t er við að blökkumenn muni í dafí eða á morgun láta til skarar skríða á ný gegn yfirráðum hvitra manna. Helf>in var tiltölulega róleg en nú er talið víst, að herskáir stúdentar muni taka upp þráðinn þar sem frá var horfið ofi hvet.ji blakka verkamenn til að mæta ekki til vinnu. Til þessa hefur árangur stúdentanna verið takmarkaður þrátt fyrir snarpar árásir þeirra á umferðaræðar og umferðar- tæki. Vinnuveitendur í Jóhannesarborg geta þó ekki annað en viðurkennt. að barátta stúdentanna hafí töluverð áhrif á starfsmenn. t viðtölum, sem birtust um helgina, sögðu ráðherrar að stjórnin væri reiðubúin að hlýða á iill klögumál biökku- manna. Þeir itrekuðu. að í athugun væri að veita blökku- mönnum meiri hlutdeild í rekstri eigin borga og borgar- hverfa. Sem stendur eru borgarahverfi blakkra rekin af hvítum mönnum í einu og öllu. Þáði Ford fé frá Hughes og CIA ? Tímaritið Klayboy segir i dag. að (ierald Ford núverandi Bandarík.jaforseti. hafi verið meðal .'il þingmanns, sem árið 1968 voru settir á lista yfir þá. er áttu að njóta fjárhagslegs stuðnings le.vniþjónustunnar CIA. Peningarnir komu frá stórbilljöneranum Howard Hughes. Frá þessu segir i grein, sem blaðamennirnir Larry Dubois og Lurence (ionzales rita í september-hefti Playboy. Þeir seg.ja að sönnunargögnin um þennan þingmannasjóð CIA hafi komið frá John nokkrum Meier, fyrrum samstarfsmanni Hughes. Meier býr nú í Kanada og er eftirlýstur í Banda- rikjunum fyrir skattsvik, að sögn Playboy. Meier útvegaði tímaritinu l.jósrit al' minnisblaði frá CIA, dagsettu 2. september 1968 og stíluðu á Howard Hughes. Blaðamennirnir hafa eftir Meier að útsendari CIA hafi fært honum minnisblaðið og hann tekið afrit af þvi áður en hann sendi það áfram til Hughes. Þingmennirnir 31 eru úr öllum landshlutum. Blaða- mennirnir seg.ja í greininni, að Tímaritið Playboy staðhæfir, að Ford forseti hafi þegið fé af leyniþ.jónustunni CIA. þeir hafi ekki getað sannreynt hvort þingmennirnir hafi vitað um hvaðan peningarnir áttu að koma — né heldur hvort nokkurn tíma hafi orðið af þessum peningasendingum. í Washington s.agði tals- maður Hvíta hússins í morgun: ,,Við munum útvega okkur eintak af ritinu, lesa greinina og síðan hefjumst við handa. Þetta gæti tekið einhvern tíma, við erum ekki reiðubúnir til að gefa út yfirlýsingu um eitthvað, sem við höfum ekki séð eða heyrt nefnt áður." Bella er á leiðinni Hvirfilvindurinn Bella, sem veðurfræðingar segja mjög hiettulegan. hefur nú eflzt og berst óðfluga að austurströnd Bandarík.janna. þar sem milljónir manna búa. Allir íbúar austur- strandarinnar. frá Norður - Karölínufylki til Massaehusetts. hafa verið vataðir við og fengið þær upp- lýsingar. að flóðbylgjan verði tveimur og hálfum metra hærri en ven.julega. Samkvæmt upplýsingum gervitungla og veðurflugvéla flughersins hefur Bella aukið hraða sinn úr 160 km á klst í 185, og i gærkvöldi var hvirfiivindurinn sagður í 650 knt fjarlægð frá Flórídaströnd. Drepsóttin í Pennsylvaníu: ENN ENGIN NIÐURSTAÐA Tveir menn hafa látizt til við- bótar af völdum hinnar undar- legu pestar, sem bandarísk- um læknum hefur enn ekki tekizt að nafngreina og hafa heilbrigðisyfirvöld nú útbúið sérstakan spurningalista, sem sendur verður öllum þeim er þátt töku í þingi fyrrum her- manna í Harrisburg, Pennsyl- vaníu. 27 manns hafa nú látizt af völdunt hinnar torkennilegu veiki og alls hafa tekið hana 152 menn. Talsmaður heilbrigðisyfir- valda. Leonard Bachman, sagði fréttamönnum í gærkvöld að bréfum og spurningalistum yrði dreift til allra fulltrúa, sem sóttu þingið, í tilraun til þess að fá heildarmynd af þvi sem gerðist á þinginu. „Við ætlum að reyna að fá hugmynd um ástand þeirra, sem urðu veikir og þeirra, sem sluppu við sýkingu," sagði Bachman. Sagði hann málið vera á þvi stigi þar sem búast mætti við langri rannsókn. Hafa vísinda- menn útilokað þann möguleika, að um þekktan sýkil sé að ræða og vinna nú að því að reyna að gera sér grein fyrir því, hvort hér sé um áður óþekktan sjúk- dóm að ræða, eða hreinlega eiturefni, sem gert sé af manna höndum. SKÓVERZLUN S. WAAGE Domus Medica Egilsgötu 3 - Sími 18519 Kissinger talar Ali Bhutto til Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Henry Kissinger mun eiga fund með forsætisráðherra Pakistan, Zulfikar Ali Bhutto í dag til bess að reyna að telja hann ofan af þvi að kaupa franska plutöníum verksmiðju, sem gæti ot'ðið til þess. að Bandarikjamenn hættu efnahagsaöstoð sinni við þjóðina. Að sögn heimildarmanna, er talið óliklegt. að Bhutto láti segja sér þannig f.vrir verkum, enda þótt Pakistanar hafi leynt og ljóst sótzt eftir hernaðar- og efnahags- legri aðstoð frá Bandaríkjunum. Er hald manna. að hann telji of •angt um liðið, síðan hann samdi um kaup á verksmiðjunni við Frakka. en með tilkomu hennar. eiga Pakistanar að geta framleitt kjarnorkuvopn. Sagt er. að Bhutto vil.ji alls ekki lata verksmiðjuna af hendi. þvi að Pakistanar lel.ji sig standa heldur iila að vigi gegn Indverjum. sem sprengdu sina fyrstu k.iarnorku- sprengju árið 197-1. Þó hefur '"V v • . Ali Bhutto. forsætisráðherra Pakistan hefur lofað, að pluton- iumverksmiðjan verði ekki notuð í hernaðarskyni. hann opinberlega lofað öllunt við- komandi. að ekki verði framleidd kjarnorkuvopn i hinni nýju verk- smiðju.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.