Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 11
DAUBLAÐIi). — MANUDAGUR 9. AGUST 1976 11 Hehtu uwttarstólpqr verkalýðs- hreyfinganimar orðnir að fúasprekum Nú loks hafa skattskrár veriö lagóar fram og fólki tilkynnt hvers er krafizt af hverjum ein- staklingi, sem framlag til ríkis, bæja og sveitarfélaga. Þar kennir vissulega margra grasa, og þar kemur ljóslega fram það misrétti, sem skattalögin heimila. Þau sanna ótvírætt, að þar standa ekki allir jafnir. Kerfið — samtryggingarkerfi stjórnmálaflokkanna með full- tingi stjórnar ASÍ — veit hverja á helzt að tryggja, hverjir bezt þjóna ,,kerfinu“ fjárhagslega og veita forystumönnum þess mest- an styrk innan þjóðfélagsins. En í þ.vkjustunni látast þeir vera ósammála núgildandi skattalög- gjöf, það er nauðsyn, það eflir og styrkir ,,kerfið". Það skiptir mestu máli og tryggir að hver flokkur fái sitt í réttum hlutföll- um innan kerfisins og innan verkalýösh'eyfingarinnar. Alþingismaðurinn. kaup- maðurinn, byggingameistarinn, múrarameistarinn, fasteigna- salinn. forstjórinn og lögfræðing- urinn, sem á milljóna „villu“ og milljóna bifreið og berst mjög á í daglegum lifnaði (en borgar vel í kosningasjóði flokkanna), er fátækari samkvæmt skattskrá en verkamaðurinn á.eyrinni og skúr- ingakonan. sem e.t.v. vinnur á skrifstofu viðkomandi manns. Nú er jafnframt séð hverjar verða rauntckjur launafólks, verkafólks og sjómanna á þessu ári. Það er augljóst öllum (utan kerfisflokkanna) sem opin augu hafa, að erfiðlega muni reynast þessum aðilum að framfleyta sér og sínum — endar tekna og gjalda nái ekki saman. „Kommiserar** kerfisflokkanna verða að fara að manna sig upp og gera raunhæfar breytingar á skattalöggjöfinni og geragæðinga „kerfisins** jafna að lögum á við hinn almenna mann og afmá sér- fríðindi, sem þeir hafa lögbundið (í sumurh tilvikum vegna fram- laga til flokka), þótt það gæti kostað röskun á valdastöðu kerfis- flokkanna. Hér verður að stöðva á að ósi, og hér er vissulega breyt- inga þörf. Verka- og launafólk í landinu verður að fara að hugsa ráð sitt og tr.vggja að nýju hag sinn. í haust gefst tækifæri til pess, þegar þing ASI kemur saman. Launastéttirnar verða'að sameinast og taka þar völdin í sínar hendur og slíta tengslin milli kerfisflokkanna og stjórnar ASl, eða uppmælingaraðalsins, sem þar ræður. Nú verður að fá til forystu í ASÍ verkamenn og konur, fólk sem þekkir af eigin reynslu erfið- leika og kjör hins almenna manns og skilur að efnahagsvandi þjóðarinnar verður ekki leystur einvörðungu með því að þraut- pína launafólkið og halda launum þess langt undir því, sem eðlilegt getur talizt. Núverandi stjórn ASl hefur bertsýnilega misst sjónar af þessum vandamálum launastétt- anna. Það er fyrir löngu orðið undrunarefni fólks, að allir stjórnmálaflókkarnir í landinu skuli sitja jafnir við stjórnarborð ASl, og að sama skiptaregla skuli gilda þar og vera allsráðandi inn- an verkalýðshreyfinarinnar og í stjórnmálaflokkum „kerfisins". En fyrir þá sök eru helztu máttar- stólpar verkalýðshreyfingarinnar orðnir að fúasprekum, og forystu- menn ASl að stærstum hluta löngu komnir úr öllum tengslum við sjónarmið og þarfir verka- og launafólks sem sett er út á gadd- inn tekjulega séð i þjóðfélaginu. Aðbúnaður þessara stétta hlýtur að verða höfuðmál næsta þings ASl og ef ekki, verður fólkið — verkafólk í öllum starfs- greinum þjóðfélagsins — að taka höndum saman og mynda ný heildarsamtök utan við „kerfið'* og stjórnmálaflokkana. í dag hefur „kerfisflokkunum'* með tilstyrk stjórnar ASÍ tekizt að gera verkafólk og annað launa- fólk á Islandi að verst launuðu vinnustéttum á vesturhveli jarðar og Island að láglaunalandi. Það er svo að sjá sem forystu- menn ASl hafi kastað fyrir róða öllum hugsjónum, lagt til hliðar öll baráttumál launastéttanna og samið fyrir þetta fólk um laun sem eru langt undir þvi, sem talizt getur mannsæmandi. og svo sætta þeir sig við rangláta skattalöggj. ár eftir ár sem gerir þessar stéttir að máttarstólpum efnahags þjóðarbúsins. Forystu- menn þjóðarinnar og for.vstu- GarðarViborg menn ASl ættu sjálfir að reyna að lifa af 64—70 þúsund króna launum á mánuði og greiða þriðj- ung þessara launa í skatta. Nei, þeir treysta sér ekki til þess, þeir ætla sjálfum sér tvö- og þreföld þessi laun á mánuði og auk þess fríðindi af ýmsu tagi. Þeir velja sér og sínum allskyns „stjóra-titla" til að réttlæta kaup sitt, en umsamið kaup fyrr- greindra stétta sjá þeir sér ekki fært að þiggja sér og sínum til handa. Ég skrifaði grein í Dagblaðið að loknum síðustu kjarasamningum eða þann 30.3. sl. Ég hélt því fram þar að síðustu kjarasamningar hefðu verið verðbólgusamningar af grófustu gerð og að við þyrft- um vart 14 mánuði íil að sann- færast um það. Nú er flesturn ljóst að spá þessi var rétt, þótt forystumenn ASl hafi haldið öðru fram í blaðavið- tölum eftir undirskrift samning- anna. En til glöggvunar er rétt að endurtaka umsagnir þeirra. Björn Jónsson forseti ASl sagði ma.: „Einn af ljósu punktunum í samkomulaginu er, að það á að tryggja að kjörin haldi ekki áfram að versna. Og hitt er pað að mikill ávinningur er í að fá rauðu strikin eða kaupmáttarleiðrétt- ingu, sem þýðir að vísitalan, sem við vorum sviptir með lögum á árinu 1974, er nú komin aftur að þýðingarmiklu leyti inn í mynd- ina.“ Þetta voru umsagnir Björns Jónssonar forseta ASl í Morgun- blaðinu 2.3. 1976! Hafa þessar umsagnir staðizt? Hafa kjörin ekki haldið áfram að versna? Hér dæmir hver fyrir sig. Hafa rauðu strikin í gildandi samningum reynzt þeir „öryggis- ventlar" sem til var ætlazt og veitt viðnám svo haldið væri sama kaupmætti og var við síðustu samningagerð? Hér dæmir hver fyrir sig. Ég tel það umsagnir Björns Jónssonar hafi ekki staðizt; kjör launafólks hafi versnað til muna á siðustu mánuðum, og rauðu strikin hafi ekki veitt það viðnám sem for- ystumenn ASl töldu sér og öðrum trú um. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar sagði í sama blaði 2.3. 1976: „Þetta eru viðnámssamn- ingar þegar á heildina er litið. Hins vegar eiga þessir samningar, að svo miklu leyti sem nokkrir samningar geta það, að tryggja kaupmátt sem samsvarar meðal- kaupmætti á sl. ári.“ Umsagnir Eðvarðs Sigurðs- sonar, sem hér er vitnað til, hafa heldur ekki staðizt. Hér hefur yfirsýn og þekking brugðjzt báðum þessum forystumönnum. Síðar gefst trúlega tækifæri til að ræða þessar hliðar málsins og aðra skylda þætti síðustu kjara- samninga. Nú þegar skattar hafa verið álagðir og birtir almenningi er ljóst, að síðustu kjarasamningar hafa ekki aukið kaupmátt hins almenna manns, heldur hið gagn- stæða. Þeir hafa heldur ekki veitt viðnám verðþenslu, þess í stað hefur dýrtíð margfaldazt, kaup láglaunafólks lækkað, (ekki aðeins vegna afnáms eftirvinnu). Kaupmáttur almennings hefur minnkað til stórra muna og hann nær vart sama kaupmætti og var áður en síðustu kjarasamningar voru gerðir. Ef forystumenn stjórnmálaflokkanna, þjóðarinn- ar og forystumenn ASI gera ser þetta ekki ljóst, ættu þeir að kynna sér viðhorf láglaunafólks í landinu eða innan ASl og kynna sér hvernig þessu fólki gengur að láta kaup sitt endast til nauð- þurfta, húsaleigu, afborgunar eig- in íbúða, greiðslu útsvars og skatta. Ef þeir gera það gæti svo farið, að þeir kæmust að sömu niður- stöðu og ég hef verið að reyna að vekja þá til umhugsunar um. Það má, að ég held, færa rök að því, að við gerð kjarasamninga á liðnum árum hafi hlutur (kjör) verka-og láglaunafólks farið versnandi tekjulega séð í okkar þjóðfélagi. Ég er þess fullviss að forystu. menn ASÍ og forystumenn stjórn- málaflokkanna „kerfisins" telja sjónarmið mín röng og hér sé aðeins uipbeinaárásá fyrrgreinda aðda að ræða., _ Ef aðeins sú væri ástæða skrifa minna, væri létt að umbera það álit þeirra. En nú eru ástæðurnar miklu djúpstæðari. Það er þeim jafn ljóst og mér. Kaup verka- og láglaunafólks er allt of lágt — slíku er ekki hægt að neita — og skattaþungi þess of mikill. Ráða- menn þjóðarinnar á Alþingi, í embættum (hvað sem þau heita) ætla sér of stóran hlut úr þjóðar- búinu á kostnað verka- og launa- fólks. Það er mergur málsins. Forystumenn þjóðarinnar á Alþingi gefa alltof mörgum þegn- um þjóðarinnar frjálsar hendur með framtal tekna og afborganir af eignum og veita sjálfum sér alltof mikil fríðindi. El' áfram heldur sem nú horfir íel éghættu » að kerfisflokk- arnir (núverandi stjórnmála- flokkar) breyti lögboðnu lýðræði í eitt allsherjar samtryggingar- kerfi. Hver verður þá hlutur hins al- menna manns, þegar hlutur hans nú í viðurkenndu lýðræðisþjóð- félagi er ekki stærri en raun ber vitni? Það er full ástæða til að hug- leiða það, og ýmsa þá þætti, sem fullvalda lýðræðisríki er nauðsyn að varðveita. Garðar Viborg. fulltrúi. Hugleiðing um skattsvik og önnur svik tilefnum: „Hvernig má þaó vera. að slíkl sé hægt. að máttarstólpar þjóðfélagsins borgi ekkert til sameiginlegra þarfa?" <>u svarið er, að vísl er þetta hægt ýmist löglega eða ólöglega eða kannski hvoru- tveggja. Löglega virðast þeir geta komizt upp með þetta, sem notfæra sér götin í skatta- lögunum s.s. ákvæoin um fyrningarafskriftir, um ótak- markaðan vaxtafrádrátt og um skattfrjálsan hagnað af sölu fasteigna, og með því að blanda saman atvinnurekstri og einka- tekjum. Vitað er til dæmis um útgerðarmenn, sem hafa verið skaltfrjálsir jafnvel árum saman með löglegu móti með því að skipta með hæfilegu millibili um skip og geta af- skrifað á hverju ári, þannig að afskrift (sem ekki eru útlögð gjöld) komi til frádráttar tekjum. áður en skattar eru á lagðir. Vægast sagt er vafa- samt, að áfskriftir eigi að vera frádráttarbærar við þær þjóðfélagsaðstæður, sem við húum við. i þjoðfélagi mikillar verðbólgu, þar sem verð- trygging lána er ýmist engin eða mjög takmörkuð. Málið horfði öðruvísi við, ef lán væru almennt verðtryggð og skuldir ykjust að sama skapi og eignir. A almannavitorði er, að mikið er um skattsvik, að ýmsir telja ekki fram nema hluta af tekjum sínum. A þetta kannski fyrst og fremsl við um ýtnsa þá. sem stunda sjálfstæðan at- vinnurekstur, ekki sízt þá, sem eru með minniháttar rekstur. Af þessum ástæðum hefur stundum verið talað um beinu skattana, tekjuskatt og útsvar, sem launamannaskatt, og má það að nokkru til sanns vegar færa. En lika er vitað, að ekki koma allar launalekjur til framtals. Vitað er um dæmi þess, að súmir launþegar setja launagreiðendum þau skilyrði, að laun verði ekki uppgefin. Menn spyrja, hvað sé til útbóta í þessum efnum. Fyrir nokkrum árum var komið á fót skattrannsóknardeild við embætti ríkisskattstjóra („skattlögreglu") sem cflaust hefur verið til böta, en meira þarf, ef duga skal. Stjórnvöld hafa a.m.k. í orði lýst yfir vilja sínum til að bæta úr núverandi ófremdarástandi í þessum málum, og sífellt er verið að gera breytingar á skattalög- um til „einföldunar", en þvi miður vill einföldunin stundum mistakast. Nærtækasta dæmið um það eru skattalaga- breytingarnar í fyrra, þar sem ákvæðin urðu svo flókin, að jafnvel þaulreyndir skattstarfs- menn áttu fullt í fangi með að s'kilja ákvæðin hvað þá sauðsvartur almúginn. Þegar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga var lagt fram á Alþingi í janúar 1972 var gerð tilraun til að setja undir þann leka í áðurgildandi skattalögum, að sjálfstæðir at- vinnurekendur gætu gert sig skattlitla eða skattlausa. I þessu frumvarpt var ákvæði um lágmarksálagnmgarstofn útsvara sjálfstæðra atvinnu- rekenda, þannig að þeim skyldi að jafnaði ekki reiknaðar lægri tekjur. en þeír hefðu haft í þjónustu annarra fyrir svipuð störf. Um þetta ákvæði urðu deilur á Alþingi. og svo fór að þessu ákvæði var breytt í heimildarákvæði, sem aðeins yrði hægt að beita, „ef sér- stakar ástæður væru fyrir hendi." Ríkisskattanefnd hefur nú túlkað þetta ákvæði þannig, að sveitarstjórnir geti ekki beitt þessu ákvæði, nema skatt- framtal eða einstakir liðir þessu séu vefengdir. Þar með er búið að gera upphaflegt frumvarpsákvæði að engu. Þetta er dæmi um viðleitni löggjafans til að „bæta“ skatta- kerfið. Kjallarinn Magnús E. Guðjónsson Það verkur furðu margra, að skattyfirvöld virðast láta það gott heita, að menn (sem aðstöðu hafa til þess) telji fram litlar tekjur og lítinn lífeyri. Hér áður fyrr var það algengt, að skattstjórar áætluðu mönnum viðbótartekjur vegna of lágs lífeyris. en mér er spurn: Er hætt að beita þeim aðferðum? Hins hefur orðið vart, að ýmis skattyfirvöld eyða miklum tíma i hreina smámuni s.s. hvort kostnaður við að setja rúðtt i glugga eða eiulurnyia hreinlætistæki se hreint viðhald frádrátta>'bært eða að einhver.ju levli endurhól og eignaaukuing. Svo virðist som megnið af starfsorku sumra, skattyfirvalda fari í slíkan titlingaskít, en kikirinn sé sam- timis settur á blinda augað og lítt eða ekki sé hugað að eigin- legum skattsvikum. Vegna óánægju með galla'ða skattalöggjöf og skattfram- kvæmd hefur sú hugmynd skotið upp kollinum að afnema beri með öllu tekjuskatt. Þá hugmynd tel ég fráleita, en hér gefst ekki rúm til að rökstyðja þá skoðun. Það geta naumast verið rök gegn tekjuskatti, að skattalögin séu ranglát og skatt- framkvæmdin reynist ill- möguleg. Slík röksemdafærsla væri hliðstæð því, að afnema bæri öll refsilög, af þvt að ekki tækist að upplýsa öll afbrot og sum refsilagáakvæði væru ranglát. Það sem gera þarf er að taka rösklega til höndum, setja skýra, einfalda og „réttláta" skattalöggjöf á grundvelli fenginnar margra ára reynslu. I þeim lögum þyrftu að vera ströng viðurlög fyrir brot líkt og þekkist í mörgum löndum bæði vegna beinna skattsvika og aðstoðar við þau (s.s að gefa ekki upp laun). Jafnframt þarf almenningsálitið að breytast. þannig að hætt verði að iíta á skattsvikara sem hetjur og klóka karla, en á þá verði litið , sem aðra afbrotamenn, sem þeir réttilega eru, því þeir velta byrðunum af sér yfir á annarra herðar. Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.