Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 7
l)A(iHLAt)lt). — MANUDACUH S). AfiUST 1S)7(> 7 Erlendar fréttir REUTER Gríski herínn í varð- stöðu Ecevit forsætisráðherra Tyrkja: „Tilhæfuiausar fullyrðingar Grikkja." Gríski flotinn og flugherinn voru við öllu búnir í morgun þegar spenna í sambúð Grikkja og Tyrkja fór vaxandi vegna olíuleit- ar Tyrkja í Eyjahafi. Gríska stjórnin frestaði í gær öllum helgarleyfum foringja og óbreyttra hermanna þegar ljóst varð, að tyrkneska olíuleitar- skipið Sismik I. myndi halda til- raunum sínum áfram. Stjórnin í Aþenu kvartaði yfir því að skipið væri í óleyfi í grískri landhelgi, þar sem það vann við tilraunirnar skammt frá eynni Lesbos. Fyrr í gær vísaði tyrkneska stjórnin mótmælumGrikkja á bug sem ,,tilhæfulausum“ og sagði að olíuleitinni yrði haldið áfram. Gríska stjórnin kom saman til fundar í gær og sagði í tilkynn- ingu að honum loknum, að áform stjórnarinnar yrðu kunngerð í dag. Eitríð flutt frá Seveso Fjörutíu verkamenn hófu í morgun að flytja á brott hættu- leg efni úr verksmiðjunni í Seveso á ítaliu sem fyrir fjórum vikum sleppti frá sér eiturskýi í sprengingu, er varð i verksmiðjunni. Myndin er frá Seveso, sem girt hefur verið af og allir ibúarnir fluttir á brott. Þeir vita ekki enn hvort þeir lifa eða deyja. Er þar allt með felldu? „Morðingjar" Castros hafa báðir verið myrtir — annar fannst um helgina í Dr. Fidel Castro forsætisráðherra Kúbu. olíutunnu á hafi úti Lögreglan í Miami á Florida í Bandaríkjunum staðfesti í morgun, að lík, sem fannst hlekkjað í olíutunnu fljótandi út af strönd Miami, væri af John Roselli. Hann var undir- heimamaður, sem i fyrra sagðist hafa verið ráðinn af leyniþjónustunni CIA til að aðstoða við að ráða dr. Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, af dögum. Læknirinn, sém skoðaði lik Rosellis, sagði morð hans hafa verið mjög i stíl við önnur glæpaflokkamorð, einkum vegna þess að ítarlegar tilraun- ir höfðu verið gerðar til að koma í veg fyrir að líkið fynd- ist. Læknirinn sagði að Roselli, sem var 71 árs, hefði látizt í kringum 28. júlí, en þá hvarf hann sporlaust eftir að hafa farið heiman frá sér til að leika golf. Bíll hans fannst síðar á flugvelli í Miami. Að sögn lögreglunnar voru það fiskimenn, sem fundu líkið í tunnunni á laugardaginn. Tunnan var götug og umvafin keðjum. I fyrra kom Roselli fyrir þingnefnd og skýrði svo frá, að hann og annar maður, Sam Giancana, hefðu verið ráðnir af CIA til að aðstoða við fyrirhug- að morð á kúbanska forsætis- ráðherranum. Giancana var myrtur í fyrra, en það morð hefur enn ekki verið upplýst. Stjórn allra þióðarbrota komið á í SV-Afríku? Búizt er við því, að drög að myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem sæti eiga fulltrúar allra kynþátta, verði lögð fram í dag á þingi, sem haldið er i SV- Afríku (Namibíu) til þess að freista þess að ná einhverju sam- komulagi í deilunni um stjórnina þar. í tillögunum er gert ráð fyrir því að forsætisráðherrann verði hvítur maður, þjóðarleiðtoginn blökkumaður og meira en 40 ráð- herrar eigi að vera fulltrúar þeirra 11 þjóðarbrota er byggja landið. Hugmyndir þessar eru sprottnar úr jarðvegi dræmra uudirtekta hvíta minnihlutans um að semja nýja stjórnarskrá og vegna hótana Sameinuðu þjóðanna um að skerast í leikinn, ef ekki verður sýndur neinn vilji á að koma betra lagi á stjórnar- farið fyrir 31. ágúst. Á þinginu ríkir mikill einhugur um tillögurnar, en formaður nefndarinnar. sem fjallar um málið, Dirik Mudge, er sagður líklegur til þess að hljóta út- nefningu sem nýr forsætisráð- herra. Þá er John Vorster forsætisráð- herra S -Afríku sagður hlynntur þeim hugmyndum, sem þarna hafa komið fram, þrátt fyrir óánægjuraddir margra hvítra ráðamanna, sem halda því fram, að þær séu of byltingarkenndar. Líbanon: EIN TILRAUNIN ENN Fulltrúi Samtaka Arabaríkja, Hassan Sabri Al-Koli, mun verða í forsæti á fundi leiðtoga beggja deiluaðila i borgarastyrjöldinni í Líbanon sem hefjast á i dag. Fundarefnið mun að sjálfsögðu verða tilraun til þess að ná sam- komulagi um varanlegt vopnahlé, en það 54. sem nú er í gildi hefur verið haldið rétt mátulega. Al-Kholi sagði fréttamönnum i gærkvöld að fleiri Arabaþjóðir hefðu nú boðizt til að senda friðargæzlusveitir til landsins, þar á meðal Lýbíumenn, en þaðan á að koma sérstök hjúkrunar- deild. Fyrrum forseti landsins, Sulei- ntan Franjieh, hefur þegar krafizt þess að þeir Lýbíumenn, sem fyrir - eru í friðargæzlusveitum landsins, hverfi þaðan vegna þess að þeir hafi barizt með vinstri mönnum. Al-Kholi hefur staðfast- lega neitað þessum ásökunum hægri manna. Nýr jarð- skjálfti í Kína í gœr- kvöldi Kortið sýnir jarðskjálftasvaBÖið í Kína. Allsnarpur jarðskjálfta- kippur fannst í norðurhluta Kína i gærkvöldi. Japanska veðurstofan mældi kippinn um kl. 23.45 í gærkvöld og taldi styrkleika hans hafa verið um 5 á Richter-kvarða. Upptök skjálftans eru talin hafa verið í nágrenni Tangshan, sem jafnaðist við jörðu í jarðskjálftanum 28. júlí. Af opinberri hálfu í Kina hefur ekkert verið sagt um jarðskjálftann í gærkvöld . Útlendingar í Peking urðu varir viö skjálftann en þar olli hann ekki tjóni. svo vitað sé.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.