Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 09.08.1976, Blaðsíða 17
DAGBLAÐH). — MANUDACUR 9. AGUST 1976 17 Algeng sjón á Skaganum á laugardag — Valsmenn verjast það gerðu þelr líka vel — DýriGuðmundsson skallar knöttinn frá en taíið frá vÍnstri eru: Átli Eðvaldsson. Jón Alfreðs- son, Jón Gunnlaugsson.Grimiir Sæmundssen, Dýri, Pétur Pétursson, Vilhjálmur Kjariansson, Magnús Bergs, Arni Sveinsson, Albert Guðmundsson og Teitur Þórðarson _ DB mynd Bjarnleifur. Valsmenn sonnuou oð vissu- lega getc þeir höggvið enn! V'alur yfirsteig þýðingarmik- inn þröskuid á leið sinni að ís- landsmeistaratitlinum er liðið ferðaðist upp á Skipaskaga og sigraði íslandsmeistara ÍA, 3-1. Um leið og sigur Vals glæðir vonir um meistaratitil þá að sama skapi gerði ósigur ÍA vonir þeirra um að halda meistaratitlinum að engu. Möguleikar ÍSlandsmeistar- anna eru að vísu enn fræðilegir en óraunhæfir. En snúum okkur að leiknum á Skipaskaga — Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti í von um skjótfengið mark. Hins vegar var völlurinn slæmur, forareðja fyrir framan mörkin og suðaustan kaldi. Aðstæðurnar settu að vonum mark sitt á leikinn — hann varð allur þyngri fyrir bragðið. Hermann Gunnarsson átti fyrsta hættulega skotið að marki þegar hann skaut góðu skoti af 20 metra færi — en Hörður Helgason náði að koma við knöttinn og í stöng fór hann. Hins vegar náðu íslandsmeist- ararnir betri tökum á leiknum þegar á leið og sókn þeirra varð sífellt þyngri. Þannig gaf Pétur Pétursson góða sendingu fyrir mark Vals á 20. mínútu, en Árni Sveinsson hitti ekki knöttinn á markteig — þar fór sannarlega gott marktækifæri forgörðum. Aðeins fimm mínútum síðar komst Pétur ir.n fyrir vörn Vals — skaut en Sigurður Dagsson varði vel, knötturinn féll fyrir fætur Péturs, sem skaut aftur og virtist þá fyrsta mark ÍA í upp- siglingu — en aldeilis ekki, Vil- hjálmur Kjartansson náði að bjarga mjög vel á línu. Valsmenn náðu einnig sínum sóknarlotum. sem gátu gefið mark. Þannig fékk Guðmund- ur Þorbjörnsson knöttinn á mark- teig en náði ekki að hemja hann og tækifærið t'ór forgörðum. Þá átti Ingi Björn Albertsson gott tækifæri er hann skallaði að marki ÍA en framhjá. Þrátt fyrir ágæt tækifæri á báða bóga var staðan eftir fyrri hálfleik 0-0. Aðeins v.oru liðnar fimm mínútur af síðari hálfleik þegar Valur skoraði og þá úr sinu fyrsta upphlaupi. Kristinn Björnsson lék laglega upp vinstri kantinn, framhjá Þresti Stefánssyni, gaf- síðan góða sendingu inn í vítateig. Knötturinn datt dauður i drull- unni fyrir fætur Inga Björns sem hirti hann upp úr drullunni og sendi síðan knöttinn í autt netið — þár var vörn ÍA illa fjarri góðu gamni. Þarna var vel unnið að marki — sérstaklega þáttur Kristins Björnssonar. Sókn ÍA þyngdist stöðugt en þrátt fyrir það skoruðu Valsmenn sitt annað mark — þá markakóng- urinn Hermann Gunnarsson. Atli Eðvaldsson tók stutt innkast frá vinstri, sendi til Inga Björns, er lék upp að endamörkum í vítateig ÍA og gaf síðan góða sendingu fyrir markið — þar kom Hermann á fullu og sendi knöttinn rétta boðleið í markið — 0-2 og aðeins 14 mínútur af síðari hálfleik. Skagamenn höfðu ekki sagt sitt síðasta orð — hinn skeinuhætti Pétur Pétursson skaut góðu skoti i vítateig Vals en Sigurður Dags- son varði meistaralega — en knötturinn féll fyrir fætur Karls bórðarsonar, sem skoraði 1-2, þá aðeins þrjár mínútur liðnar frá marki Vals. Þrátt fyrir að sókn ÍA þyngdist stöðugt, áttu Valsmenn af og til hættuleg tækifæri. Til að mynda átti Atli gott skot i þverslá — en ieikurinn var Skagamanna. Lát- laus sókn — og síðan, já, síðan á 32. mínútu gerðu Valsmenn út um leikinn. Hermann Gunnarsson komst einn inn fyrir vörn ÍA — Hörður Helgason kom vel út á móti Hermanni og varði skot hans — en knötturinn. féll fyri fætur Inga Björns og þar sem hann stóð á vítapunkti átti hann ekki í erfið- leikum með að senda knöttinn rétta boðleið í markið — 1-3 og vonir ÍA um stig að enguórðnar. Valur hélt því með tvö stig Skipaskaga — tvö dýrmæt stig. Valsmenn sönnuðu ótvi- rætt að þeir eru ekki á þeim bux- unum að gefa titilinn' upp á bát- inn þrátt fyrir tap í Keflavík i sínum síðasta leik. Allir leikmenn liðsins börðust vel, þó verð ég sérstaklega að geta Hermanns. Hann sýndi mikla baráttu og góðan leik, sivinnandi. Vörnin var örugg með Sigurð Dagsson að baki sér. Ingi Björn er hættulegur leikmaður en hverfur þess á milli. Já, Valur stefnir nú að titlinum — aðeins þrír leikir eftir. Með ósigri sínum hafa íslands- meistarar ÍA endanlega gefið vonina um að halda titlinum upp á bátinn. En Skagamenn voru nokkuð óheppnir að tapa leikn- um, pressuðu lengst af og Pétur Pétursson, sá ungi og efnilegi leikmaður, var ákaflega óheppinn að skora ekki — gott efni þar. Eins kom Karl Þórðarson vel frá leiknum en vörnin var óörugg og þrátt fyrir að endurkoma Jóns Alfreðssonar hafi styrkt liðið þá er hann enn ekki kominn í þá æfingu sem til þarf. Leikinn dæmdi Eysteinn Guð- mundsson og fórst honum það ágætlega úr hendi. Ahorfendur á laugardag 1 suðvestan kaldanum voru 1150 — eða fleiri en nokkru sinni fyrr á Skipaskaga í sumar. h halls. Fram fylgir Val eins og skugginn Fram fylgir Vai eins og skugginn í 1. deiid íslandsmóts- ins í knattspyrnu. A iaugardag lék Fram við FH i Kaplakrika og fór þaðan með tvö dýrmæt stig — sigraði 2-1 en ekki var mikill glans yfir sigri Fram. Þess þarf ef til vill ekki þegar FH á í hlut — lið Ilafnfirðinga er ákafiega siakt og hættan á falli í 2. deild eykst' sífelit. Að minnsta kosti á meðan FH fær ekki stig — en Þróttur krafsar af og til í stig. Já, leikur Fram og FH var slakur í suðvestan kaldanum og áhorfendur fáir. Litla skemmtan veittu liðin áhorfendum, lítið sem ekkert sást til skemmtilegra til- þrifa en þá jielzt hjá Fram. Fram fékk sannkallaða óska- byrjun. Strax í byrjun leiks, á þriðju mínútu, skoráði Pétur Ormslev með góðu skoti frá víta- teig eftir að vörn FH hafði gert sig seka um slæm mistök. Bjuggust því flestir við að eftirleikurinn yrði Frani auðveldur — en sann- leikurinn er sá, að vörn Fram var óörugg. Kom á óvart hversu Jón Pétursson var ólíkur sjálfum sér en þetta var fyrsti leikur Fram án hins sterka miðvarðar síns, Marteins Geirssonar. En leikurinn jafnaðist þó ekki færi á milli mála hvor aðilinn væri sterkari — Fram. Þannig slapp mark Hafnfirðinga vel þegar Rúnar Gíslason átti skot í stöng og eins átti Kristinn Jörundsson góðan skalla að marki FH — en Ómar Karlsson varði vel. Framlína FH var máttvana en þrátt fyrir það skoruðu leikmenn FH á 40. mínútu. Ólafur Danivals- son tók hornspyrnu — gaf stutta sendingu á Viðar Halldórsson, er sendi knöttinn vel fyrir mark Fram og þar kom Gunnar Bjarna- son á fullri ferð og skallaði knött- inn í netið, 1-1. Þarna var vörn Fram illa á verói. Staðan eftir fyrri hálfleik var því 1-1 og lengi framan af síðari hálfleik virtist-sem bæði lið sættu sig við jafntefli — síðari hálf- ieikur var nánast ótrúlega slakur. En hið ótrúlega gerðist — Fram skoraði. Eins og svo oft áður í leikjum liðsins í sumar varð and- stæðingum á slæm mistök — það kunna leikmenn Fram vel að nýta. Engin hætta virtist á ferðum þegar löng sending var gefin fram — landsliðsbakvörður- inn, Viðar Halldórsson, hugðist heldur en ekki spyrna frá — en nústókst hrapallega og hitti ekki knöttinn. Pétur Ormslev komst upp vinstra megin fyrir vikið og gaf góða sendingu á Kristin Jörundsson, frá honum fór knött- urinn í sveig yfir Ómar Karlsson og innfyrir — reyndar bætti Gunnar Guðmundsson um betur, en þá hafði knötturinn farið yfir iínu, svo markið skrifast á reikn- ing Kristins, mark sitt skoraði Fram á 31. mínútu og það sem eftir var leiks biðu leikmenn beggja liða þess að dómarinn flautaði — leikurinn væri búinn — Löngu áður en Valur Bene- diktsson flautaði, þá voru áhorf- endur farnir að streyma burtu — ef til vill ekki nema von. Bæði var leikurinn slakur og eins var suð- austan kaldi og rigningin barði andlit áhorfenda. Já, leikurinn í Krikanum var slakur, sérstaklega af hálfu heimaliðsins. Vart sást heil brú i leik FH — eini spilandi leik- maður liðsins, Olafur Danivals- son, má sín lítils einn. Fram heldur áfram að taka inn stig og nú, þegar aðeins þrír leikir eru eftir i deildinni, er Fram aðeins stigi á eftir forystuliðinu, Val. Valur Benediktsson dæmdi leikinn. h halls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.