Dagblaðið - 13.08.1976, Síða 6

Dagblaðið - 13.08.1976, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1976. Tel al-Zaatar: Svipmynd úr Tel Al-Zaatar: brosað gegnum tárin. Enn barízt Vinstrisinnar í Líbanon segja, að hópur vopnaðra manna Palestínu-Araba hafi enn í nótt haldið velli í rjúkandi rústum flóttamannabúðanna í Tel Al- Zaatar. Búðirnar féllu annars i gær í hendur hægri manna eftir tvær heiftarlegar árásir. Talsmaöur Frelsissamtaka Palestínumanna sagði, að um fimmtíu menn berðust enn fyrir Palestínumenn í búðunum. Búðirnar eru næstum algerlega í rústum eftir margra vikna sprengjuregn. Fimmtíu og eins dags umsátur hægri manna endaði í gær með töku mestallra búðanna. Þarna bjuggu þrjátíu þúsundir manna. Mörg hundruð létust úr sjúkdómum, vatnsskorti eða af sárum, er fólk hlaut í sprengju- regninu. Hægri menn tóku búðirnar nokkrum klukkustundum eftir að samkomulag hafði tekizt um að leyfa fólki að fara brott með friði. Fulltrúi Arababandalagsins sagði í gærkvöldi, að árás hægri manna hefði komið sér á óvart og valdið sér vonbrigðum. Tólf þúsund manns hefðu farið úr búðunum í gær, en með árásinni hefði verið hæðst að tilraunum hans og Rauða krossins til að skipuleggja brottför fólksins úr búðunum. Menn telja þó, að iaka búðanna kunni að auka líkur á friðsam- legri lausn í Líbanon. Hægri menn skoruðu í gær á Palestínu- menn að hitta sig við samninga- borðið. M álaliðaforínginn Rolf Steiner stefnir ríkisstjórn Súdan Suður-Afríka: Áframhaldandi óeirðir Vestur-þýzki málaliðinn Rolf Steiner hefur í hyggju að stefna ríkisstjórn Súdan fyrir ólöglega Roif Steiner: 925 milljóna krafa. I handtöku og fangelsun. Krefst Steiner sem svarar 925 milljónum | króna í skaóabætur. Steiner er fyrrum hermaður í frönsku útlendingaherdeildinni og málaliðaforingi í Biafra, 46 ára gamall. Hann þjálfaði og veitti forystu Anya-Nya skæruiiðum í suðurhluta Súdan gegn stjórninni í Khartoum þar til hann var hand- tekinn árið 1970 á leið yfir landa- mærin til Uganda. Hann var síðar dæmdur í tuttugu ára fangelsi f.vrir þátt sinn í sautján ára langri baráttu súdanskra aðskilnaðar- sinna gegn stjórnarhernum. Fjórurn árum síðar var honum sleppt og hann fluttur úr landi. Nú gerir hann sér von um að fá mál sitt tekið upp fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag. Vestur-þýzk yfirvöld hafa þegar hafnað beiðni Steiners um hjálp, því þau hafa ..alltaf verið andsnúin aðgerðum herra Steiners í Afríku." — yfirvöld segjast hafa allt íhendi sér Aframhaldandi óeirðir og íkveikjur voru í íbúðarhverfum blökkumanna umhverfis Höfðaborg í gærkvöld. James Kruger, dómsmálaráðherra S- Afríku. fullvissaði landsmenn um það í sjónvarpsávarpi, að lögreglan væri fær um að halda ofbeldisverkunum í skefjum. Að minnsta kosti fjórir blökkumenn biðu bana í gær í óeirðum, sem' taldar eru vera í beinu framhaldi af óeirðunum í fyrradag, þegar 23 blökkumenn létu lífið í átökum við lögreglu. Kruger dómsmálaráðherra sagði í sjónvarpsávarpinu að yfir- völd myndu geta stöðvað frekari óeirðir, hvort sem það væri í Jóhannesarborg, þar sem óeirðirnar hófust, eða annars staðar í landinu. ,,Við höfum þetta allt í hendi okkar og við munum geta haft fulla stjórn á því,“ sagði hann og bætti því við, að búast mætti við frekari ráðstöfunum af hálfu yfir- valda. Stjórnarhermenn í Jóhannesarborg bera á brott blökkumann, sem féil fyrir kúlum þeirra. Peking vill rœða og verzla við Formósu segir bandaríski þingmannaleiðtoginn Hugh Scott Kínverjar eru reiðubúnir til að hefja viðræður og viðskipti við Formósumenn, að sögn bandaríska þingmanna- leiðtogans Hugh Scott, sem ferðaðist um alþýðulýðveldið í síðasta mánuði. í skýrslu til öldungadeildar Bandaríkjaþings segir Scott að embættismenn í Peking hafi sagt sér að „Kínverjar væru reiðubúnir, hvenær sem væri. að eiga viðræður við fulltrúa Taipei og skipta við Taiwan (Formósu)“. Scott þingmaður sagði það ólíklegt, að stjórnin í Peking myndi reyna að ná Formósu undir sig með hernaðarofbeldi ef það hefði í för með sér að draga þyrfti úr liðsstyrk á norðurlandamærunum, sem liggja að Sovétríkjunum. Kínverjar segja eyjuna Formósu vera hluta af kinversku landi. Alþýðu- stjórnin hefur ekkert samband við stjórn þjóðernissinnanna þar. Samkvæmt Shanghai- samkomulaginu svokailaða frá 1972 skuldbundu Bandaríkja- menn sig til að vinna aö því að slíta sambandinu við Formósumenn og koma sam- búðinni við stjórnina í Peking í eðlilegt horf. Sprenging í olíuhreinsunarstöð Að minnsta kosti tíu manns fórust í mikilli sprengingu, sem varð í olíuhreinsunarstöð nærri New Orleans í Lousiana í Bandaríkjunum snemma i morgun. Nokkurra annarra starfs- manna stöðvarinnar er saknað. Stöðin er í eigu Tennaco Oil Company. Björgunarsveitir frá New Orleans hafa unnið að björg- unarstarfinu. í sjúkrahúsum i nágrenninu var í morgun verið að gera að slæmum sárum að minnsta kosti þrjátíu manna. Þegar sprengingin varð voru verkamenn að gera við þrjátíu hæða byggingu á stöðvar- lóðinni, en þar varð minni- háttar sprenging í síðustu viku. Olíuhreinsunarstöðin er i út- hverfi iðnaðarborgarinnar Chalmette, sem stendur við Mississippi-fljótið neðan við New Orleans. okkar vinsœla sumarútsala er hafin. Klapparstíg 27, kápudeild, sími 25275 v/Laugalœk kjóladeild, sími 33755

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.