Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. ÁGUST 1976. hefur hann fða óvini eignazt. Hann hefurekkibundizt föstum böndum neins staðar, ekki einu sinni í sínum eigin flokki. Gagnrýnendur hans hafa fremur verið sorgbitnir en reiðir og aldrei hafa menn efazt um heiðarleika hans. Sú ákvörðun hans, sem án efa hefur valdið mestum um- ræðum um heiðarleika hans og gæti haft hvað mest áhrif á það hvort honum tekst að sigra, er þegar hann ákvað að náða Nixon fyrrum forseta. Ford viðurkennir fúslega að það hafi valdið miklum deilum meðal þjóðarinnar. í viðtölum við blaðamenn að undanförnu segir hann, að hann sé ekki aðsópsmikill keppnismaður né persónuleiki og að hann kveiki ekki hinn nauðsynlega neista í hjörtum Bandaríkjamanna. En eftir því sem tíminn hefur liðið telja vinir hans og stuðningsmenn að hann hafi þroskazt í kænsku, dómgreind og að öðrum þeim mannkostum sem gætu orðið þess valdandi að hann gæti gegnt embætti í fjögur ár í viðbót. Aðalefni baráttu Fords gegn Ronald Reagan og forseta- frambjóðanda demókrata, Jimmy Carter, hefur verið það að hann hafi komið á friði í landinu og endurvakið efna- hagslífið, auk þess sem hann hafði vakið traust fólks á stjórnvöldum i Hvita húsinu. Ford forseti hefur þólt undarlega iðinn við að hegða sér klaufalega í umgengni við fnlk eins og bessar mvndir bera meðsér. Gagnrýnendur hans hafa einnig verið iðnir við að finna á honum snögga blefti og bendir ýmisiegt til þess að hann sé ekki eins heill í roðinu og hann hefur talið sig vera. Þrátt fyrir að Ford hafi staðfasth'gri neitað þvi. halda fréttamenn og stjórnmála- skribentar afram að spyrja, hvort Ford hafi samið um það að Nixon segði af sér. gegn því að hann myndi síðan náða hann. Er hann var spurður að ýmsu varðandi það, að hann mundi taka við af Spiro Agnew vara- forseta, sem varð að segja af sér, sagði Ford að bandaríska þjóðin myndi aldrei þola að for- seti náðaði þann sem setið hefði á valdastóli á undan honum. Hann var síðar spurður að því, hvers vegna hann hefði náðað Nixon eftir að hafa staðhæft þetta. Þá sagði Ford: „Slíkri spurningu er aldrei hægt að svara.“. Gerðum sínum til stuðnings segir Ford, að eftir að hann kom i Hvíta húsið hafi hann viljað forða því að fólk velti sér upp úr mögulegum afbrotum Nixons og að heldur yrði tekið til óspilltra málanna við að rétt við efnahag þjóðarinnar og auka öryggi borgaranna í landinu. Afrek Fords eru nú af flestum frekar skoðuð í ljósi þess hversu oft hann hefur orðið þversaga á undanförnum árum. I kosningabaráttunni hefur hann lagt áherzlu á að hann hafi komið á friði í Suðaustur Asíu, valdið miklum endur- bótum i efnahagslífinu eftir kreppuna og spillingu hafi lokið í Hvíta húsinu eftir W atergate-hneykslið. Og gagnrýnendurnir benda einnig á það sem þeir kalla hreina ósannsögli. Ford kann að geta sagt að Bandaríkjainenn eigi ekki lengur í styrjöld erlendis. En samt, rétt áður en Saigon féll, vildi Ford halda áfram af- skiptum Bandarikjamanna af styrjöldinni þar með því að mæla með því að Saigon-stjórn fengi eina milljón dollara í efnahagsaðstoð. Hann sauð saman baráttuað- ferð gegn verðbólgu, sem hafði mikinn sparnað í för með sér, en hvarf fljótlega frá því vegna þess að hann taldi að slikur sparnaður drægi úr fram- kvæmdum. Og hann er ekki einasta gagnrýndur fyrir að hafa náðað Nixon heldur er hann enn- fremur gegnrýndur fyrir að hafa enn ekki komið frá em- bættum ýmsum þeim sem eiga frama sinn eingöngu Nixon for- seta að þakka. VONBRIGDI Komin eru yfir 20 ár frá því er ég fyrst fór í alvöru að leita að ofrykkjuvörnum á Islandi. Þá þurfti ég þess með sjálfs mín vegna. Og ég fann það sem ég leitaði að — en svo týndi ég því aftur. Ég fann Bláa-bandið og naut þjónustu þess, en svo hvarf Bláa-bandið inn í myrk- viði sjúkratækninnar og hefir ekki sézt siðan. Að afvötnun lokinni afgreiddi Bláa-bandið mig inn í AA-samtökin — og þar er ég enn. Þar er ég örugg- ur. En aðrir bíða ennþá — og þeim fjölgar ört. Eðli alkóhólisma er það, að maðurinn leitar ekki hjálpar fyrr en, að því er virðist, óbrúanlegt örvæntingardjúpið gín undir, og þá þarf að vera hægt að veita þá aðstoð, sem ráðið getþr baggamuninn — veita afvötnunarskjól og ýta sjúklingnum svo út í atvinnu- lífið og láta meðfædda atorku- þörf og örlögin og AA um fram- haldið. Eitthvað er farið að grisja í myrkviðið og misskilninginn sem íslenzkar ofdrykkjuvarnir hafa verð sveipaðar í undanfar- in 10—15 árin. Nú grillir vissu- lega í heilbrigðar ofrykkju- varnir. Hinn nýskipaði yfir- læknir ofdrykkjumála hefir sýnt af sér þann manndóm að kasta arfteknum kenjum ríg- bundins menntarembings stéttar sinnar fyrir róða, en til- einkar sér þess í stað þær of- drykkjuvarnir sem verið hafa að þróast erlendis allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar — ofdrykkjuvarnir, sem við ís- lendingar nýlega höfum komizt í mjög nána snertingu við með samstarfi við Freeportspítal- ann í New York, en um það samstarf riðu leikmenn á vaðið. Vífilsstaðaspítalinn er rétt spor í rétta átt. En sú stofnun er „klinikk". Viðurkennt 3. stig ofdrykkjuvarna. 2. og 4. stigið er AA-samtökin og 5. stigið t.d. Víðines og Gunnarsholt. En fyrsta stigið er afvötnunarstöð. Án afvötnunarstöðvar eru allar ofdrykkjuvarnir hjóm eitt og vitleysa. Þessa staðreynd er margbúið að sanna. Mér var sagt að búið væri að breyta 10. deildinni á Kleppi í afvötnunarstöð. Ég trúði þessu — og alsæll hef ég undanfarið gamnað mér við það í þröngum hugarheimi, að loksins hefði ís- lenzki drykkjumaðurinn náð mannréttindum. Loksins hafði verið tekið tillit til tímabund- inna geðtruflana hans með því að hjálpa honum aftur til sjálfs sin og leyfa bezta lækninum — atvinnunni, ábyrgðinni og sjálfsbjargarviðleitninni — að leika um enduruppbyggingu hins nýta borgara. En svo kom reiðarslagið. Það reiðarslag sem ég er að reyna að skrifa mig frá með þessum línum. í fyrradag (föstudaginn 6. ágúst) var ég beðinn að koma drykkjumanni til afvötnunar þótt ekki væri nema í tvo sólar- hringa. Örþreyttur á sál og lík- ama bað hann mig að hjálpa sér. Allra geðslegasti vakt- læknir á Tiunni kvaðst ekki mega taka manninn inn því rétt væri rúm fyrir krampasjúkl- inga, einn eða tvo. Ég þekki vel til brennivínskrampa og vildi því ekki reyna að þvinga mann- inn inn í pláss sem ætlað var slíkum. Drykkjumaðurinn minn og aðstandendur hans skildu ekki þetta sjónarmið. Og auðvitað drekkur hann enn. annað hvort vitandi um það eða óvitandi, að heimilið hans er á síðasta snúningi og atvinnan í rúst. í gær (laugardaginn 7. ágúst) kom svo annar í spilið. En hann var heppnari. Hann þarf ekki lengur að bíða eftir plássi á Tiunni. Hann var fluttur nár upp í líkhús um það leyti sem skíma dagsins í dag var að verða að veruleika. Hann Kjallarinn Steinar Guðmundsson þarf ekki lengur á íslenzkum ofdrykkjuvörnum að halda, blessaður. Og sá þriðji kom á fjörurnar um 10-leytið í morgun (sunnudaginn 8. ágúst). Það var Guðmundur. Þótt ég teldi það tilgangslaust þá hringdi ég samt inn á Klepp því ég sá að Guðmundur var mjög illa kominn og krampi gat verið á næsta leyti. Mér hafði skilizt að krampi væri lykillinn að afvötnun hins opinbera. En mér skjátlaðist. Allra þægileg- asta starfsfólk, m.a. læknirinn á vaktinni, fullvissaði mig um að sjálfsagt væri að taka við mann- inum, bara ef bæjarlæknirinn i Hafnarfirði (en Guðm. er Garð- bæingur) vottaði lífshættulegt ástand hans. Og nú bilaði ég. Ég fann að ég var kominn í sömu sporin og ég var í fyrir 15 árum þegar ég var rekinn með dauðvona mann út af slysavarðstofunni við Barónsstíg og mér neitað (og kandídötunum á Barónsstíg líka neitað) um nokkra líkn fyrir hann á neyðarvaktinni á Kleppi nema hægt væri að sanna að hann væri að deyja. Þá varð ég enn einu sinni að leita líknarinnar hjá næsta sprúttsala. Brennivínið var það eina sem ég kunni á til að halda manninum frá krampa eða tremmaflogi. Þá hét ég því að fylgja hinni sjálfsögðu kröfu um afvötnunarþjónustu eftir unz hún yrði að veruleika — jafnvel þótt það tæki mig alla ævina. Og við þetta hef ég dundað síðan. Og svo komu timamótin 1975- 6. íslenzkar ofdrykkjuvarnir tóku stór stökk. Meira að segja virtist almenningsálitið vera farið að-^efa sig til muna. Mér var sagt að Tían á Kleppi, sem er ágætis húsnæði, hefði verið gerð að afvötnunarstöð. Tíð- indin voru svo góð, að ég gat varla gleypt þau i einum bita. Ég margspurðist því fyrir og fékk ætíð sama svarið: „Tían er afvötnunarstöð, opin öllum.“ Nú veit ég, að annaðhvort var logið að mér eða þá að ráða- menn á Tíunni vita ekki hvað afvötnunarstöð er. Neyðin neyddi mig til að sannreyna, að ennþá steytir á sama skerinu, því að móttaka sjúklinga er ríg- skorðuð vio staðnað ofskipu- lagið. Skilningur á eðli sjúk- dómsins kemst hvergi að. Læknar annarra deilda þrengja að, útskrifa og pota niður sjúkl- ingum á göngum og i býtibúrum ef faraldur eða slys krefjast. En sé ofdrykkja meinið, sé um virkan alkóhólisma að ræða, þá sezt sjúkraliðið í býtibúrið og fær sér aukasopa, en stífbón- aðir gangarnir glotta mann- lausir á meðan sjúklingarnir þjást eða deyja í umkomuleysi úti í bæ. „Komdu með vottorð upp á að maðurinn sé að deyja — þá tökum við við honum,“ er ennþá greypt í steininn í ís- lenzkum ofdrykkjuvörnum. Vakthafandi læknum er bannað að sjúkdómsgreina neyðartilfellin. Þótt hægt sé að bjóða þjóðinni upp á þetta hvernig er þá hægt að bjóða bæði landlækni og heilbrigðis- ráðherra upp á þessa forakt? I von um að Dagblaðið birti þessa upphrópun mína ætla ég að hnýta hér við fáeinum hvatningarorðum: Tökum stað- reyndir sem staðreyndir og hættum að ljúga okkur frá því óþægilega. Reynum heldur að leysa það. Ofdrykkja er stað- reynd. Enginn veit hvenær röðin kemur að honum eða af- kvæmi hans. Ég skora á ráðandi hópa, t.d. samtök sveitarstjórna eða samtök atvinnurekenda eða samtök verkalýsðfélaga eða þá Lions eða Oddfellowa.eða þau önnur samtök er kunna að taka sjálf sig alvarlega, að fjár- magna stofnun og rekstur frjálsrar afvötnunarstöðvar þar sem þörfin á þjónustu ræður stefnunni, þar sem sá er þjón- ustunnar nýtur verður að borga fyrir hana og þar sem reynt verður að láta í té alla þá aðstoð sem afvötnunarstöð ber að láta í té — og ekkert þar fram yfir. Svo geta menn drukkið sitt brennivín — eða drukkið það ekki, það kemur þessu máli ekkert við. Steinar Guðmundsson verzlunarmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.