Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1976.
SKATTSVIK ELDRI EN 6 ARA
ER EKKI UNNT AÐ KÆRA
„Segja má að allur okkar tími
fari í að yfirfara söluskatts-
skýrslur og bókhald," sagði
G-unnar Jóhannsson settur
skattrannsóknastjóri.
Bætti hann því við að það
væri sáralítið um það að
launþegar væru teknir fyrir
enda væru starfsmenn skatt-
rannsókna aðeins 14 en þyrftu
sennilega að vera um 50.
Gunnar sagði að vinna væri
jöfn og þétt hjá þeim árið um
kring og yrðu þeir ekki varir
við neitt sérstakt álag í kring-
um framlagningu skattskráar.
Söiuskattsskýrslum er skilað
mánaðarlega og sér það skatt-
rannsóknaembættinu fyrir
töluverðu verkefni. Þá hefur
mikið verið farið í bókhald
fyrirtækja og verða allir að
sýna embættinu bókhald sitt
umyrðalaust. Gunnar benti á að
þarna væri um fvrirbyggjandi
aðgerðir að ræða þar sem síðan
væri unnt að athuga framtal
fyrirtækja og bera það saman
við skýrslurnar.
Ekki farið að athuga
skatta þessa árs
Skattrannsóknin er ekki
farin að athuga framtöl síðasta
árs enda kærufrestur til skatt-
stjóra óvíða útrunninn. Benti
Gunnar á að það væru í raun-
inni skattstjórarnir sem væru í
eftirlitshlutverkinu en ekki
skattrannsóknarstjóri. Þeirra
hlutverk væri fyrst og fremst
að skoða þau gögn sem þeim
væru fengin i hendur. Yfirleitt
væru það skattstjórarnir sem
færu fram á að fjárreiður
manna eða fyrirtækja væru
kannaðar.
Unnt að kæra til
dómstólanna
Þrátt fyrir það, að ríkisskatt-
stjóri eigi fullnaðarúrskurð um
heildarupphæð skatta er
mönnum heimilt að kæra til
dómstóla á hvaða stigi sem er.
Þykir mörgum sem þarna se
verið að fara í kringum vald
ríkisskattstjóra en Gunnar
benti á að ríkisskattstjóri
teldist til framkvæmdavalds og
gerðir framkvæmdavalds má
bera undir dómsvald.
Algengast mun vera að menn
fari í dómsmál um það hvort
löglega hafi vérið lagt á.
Heimild til að fara 6
ár aftur í tímann
Skattrannsókn má gera á
framtölum 6 ár aftur í tímann
en ekki lengra. Sagði Gunnar að
þetta væri gert til að ónáða
menn ekki fvrir meint brot sem
talið væri framin hefðu verið
fyrir næstum áratug eða meira.
Hann sagði að þessi regla
væri hins vegar ekki nógu góð
Benti hann sem dæmi á að
maður væri til dæmis að leysa
út spariskírteini sem keypt
hefðu verið fyrir 10 árum á 500
þúsund. Þessi maður hefði alls
ekki átt að geta keypt þau
miðað við skattaframtal sitt
fyrir 10 árum. í dag gengur
þessi maður út með 7 milljónir.
Þarna hefði hvorki verið
gerlegt að kæra manninn né
rannsaka þetta fyrr.
Verðbólgan skatt-
svikurum í hag
Gunnar sagði að verðbólga
síðustu ára væri einn aðal-
höfuðverkurinn varðandi skatt-
svik. Tökum dæmi: Maður
hefur stolið 300 þúsundum
undanskatti fyrir 3 árum. í dag
hefur komizt upp um hann og
er viðkomandi gert að greiða
300 þúsund auk vaxta frá þeim
degi sem hin nýja álagning er á
hann lögð.
Þá kemur annað atriði inn í
þetta, sem eru drá'ttarvextir.
Þeir eru 2% á mánuði og
meðan óðaverðbólgan geisað:
þýddi þetta að hagkvæmara var
að greiða dráttarvextina en
ljúka við að greiða skattana.
Verður að greiða
þótt þú kærir
Enda þótt skattálagning hafi
verið kærð verða menn að
greiðá skatta sína. Fari svo að
þeir verði lækkaðir fá menn
endurgreitt. Það þýðir því
ekkert að ætla sér að fá
gjaldfrest með því að kæra til
skattstjóra síns. BA
Er heita vatnið í
Garðabœofdýrt?
Hitaveitustokkar steyptir i
Garðabæ. DB-mynd Arni Páll.
ÆFÐISIG
í SKOTFIMI
Árbæjarlögreglunni var til-
kynnt um að bíll væri á skot-
svæði Skotfélags Reykjavíkur
í fyrrakvöld. Er komið var á
staðinn voru maður og kona
inni á svæðinu að æfa
sig í skotfimi. Við nánari
athugun kom í ljós að maður-
inn var félagsmaður í Skot-
féiaginu og var þarna með
fullu leyfi, hafði aðeins týnt
lyklinum að hliðinu og því
klifrað yfir það. Æfingasvæði
Skotfélagsins er uppi við
Grafarholt og vel afgirt með
læstu hliði. —A.Bj.
Stolinn bíll fannst
Heitt vatn komið í meiri-
hluta húsa, en þó hefst
karp um verðið
Ibúar Garðabæjar eru nú að
stærstum hlutatilbúnir að fá hita-
veitu í hús sin. Eftir er þó að
tengja hús á svæðinu sunnan
Hraunsholtslækjar, eða svonefnd-
ar Fitjar og húsin fyrir neðan
Hafnarfjarðarveg," sagði Garðar
V. Sigurgeirsson bæjarstjóri
Garðabæjar. „Það er unnið að
lagningu og tengingum á Fitjun-
um og neðan vegar og verður
fram haldið þar til öll hús í þétt-
býli hafa verið tengd við kerfið.
Þá verða eftir ýmis einstæð hús
og Garðahverfið en sú byggð er
svo dreifð að hitaveitulögn til
þeirra er talin óhagstæð."
Garðar sagði að almenn ánægja
væri með umskiptin við að fá hita-
veitu. Olíukostnaðurinn hefði
verið að drepa alla. Kenning Hita-
veitunnar er að verðið á vatni til
húsahitunar sé innan við þriðj-
ungur af því sem olíukynding
kostar.
t Garðabæ er sala á heitu vatni
reynd eftir nýju kerfi Hitaveitu
Reykjavíkur. Eru húseigendum
seldir mínútulítrar. Verða þeir að
borga það magn hvort sem þeir
nota það eða ekki eða þá að sitja í
kulda séu þeir búnir með þann
skammt sem þeir ákváðu að
kaupa. Er þetta sama kerfi og
notað er hjá Hitaveitu Seltjarnar-
ness.
Garðar sagði að Garðbæingum
fyndist verðið vera óþarflega
hátt. Er nú notkunin og verðið í
endurskoðun. Hitaveitan ætlast
til að verðið sé svipað því eða
sama og er í Reykjavík en Garð-
bæingar telja að nýja vatnssölu-
kerfið sé þeim dýrara en kostar
að kynda sambærileg hús á
Reykjavíkursvæðinu.
— ASt.
Dælurnar, sem áttu þatt í að bjarga VestmannaeyjaKaupstað, grotna nú niður í porti Vita- og
hafnamáiastjórnar. DB-mynd Bjarnleifur.
Hvernig á nú að vatnskœla hraun?
Beztu dœlunum skilað — hinar
liggja undir sól og regni í porti
Vitamála
„Við höfum enga peninga til
þess að varðveita þessar dælur
öðruvísi en gert er,“ sagði
Guðjón Petersen fulltrúi Al-
mannavarna í viðtali við Dag-
blaðið er fréttamaður spurðist
fyrir um 10—15 dælur með
mótorum sem liggja úti í
geymsluporti Vita- og hafna -
málastjórnar. Dælur þessar
voru notaðar með alkunnum á-
rangri við vatnskælingu
hraunsins í Vestmannaeyja-
gosinu.
„Meginhluta dælanna, sem
fengnar voru að láni í Banda-
ríkjunum, var skilað aftur,“
sagði Guðjón. „Þessar dælui
eru gamlar og bensínknúnar.
Þær sem skilað var voru dísil-
dælur, nýrri og að öllu leyti
hentugri.“
Guðjón Petersen sagði að
Almannavörnum hefði verið
boðið að hirða þessar dælur
þegar notkun þeirra var lokið í
Vestmannaeyjum. Frá þeim var
gengið til geymslu áður en þær
voru fluttar frá Eyjum. Sveuar-
félögum hefur verið boðið að fá
þessar dælur til einhverra nota,
svo sem til að slökkva með eld.
Þær hafa ekki þótt svo álitlegar
eða hentugar að þær hafi verið
þegnar.
„Þessar dælur mætti vel nota
til hraunkælingar með öðrum
dælum, t.d. eins og þeim sem
skilað var aftur,“ sagði Guðjón
Petersen. „Við höfum rætt
hraunkælingu m.a. í sambandi
við Mývatn, ef til þess kæmi að
þar í grennd kæmi upp gos eða
hraunrennsli." -BS
í Hvalfirði
Cortinu-bifreið var stolið í
Keflavík á miðvikudagsnóttina
og fékk rannsóknarlögreglan í
Hafnarfirði tilmæli um aðstoð
í málinu.
Bíllinn stolni fannst svo
uppi í Hvalfirði á miðvikudag-
inn og eftir að rannsóknarlög-
reglumenn úr Hafnarfirði
höfðu athugað hann gat eig-
andinn sótt hann, hvað hann
og gerði.
Bíllip.n reyndist lítt eða ekki
skemindur. þótt hann væri
haiiui ui al vegi þar sem hann
fannst. Mahð er í frekari rann-
sókn.
— ASt
Þrjár mínútur til Kef lavíkur
kosta 112.50, en ekki 30 krónur
„Það sem ég átti við var að
greiðslan fyrir hverja mínútu í
samtali um 50 km vegalengd er
rúmlega 30 krónur,“ sagði Jón
Skúlason póst- og símamála-
stjóri i viðtali við Dagblaðið
vegna annars viðtals, er átt var
við hann í fyrradag um afnota-
gjöld og greiðslur fyrir símtöl á
Norðurlöndunum. Þar kom
fram að Jón taldi ísland vera í
meðallagi dýrt hvað þetta
varðar, i samanburði við t.d.
Noreg.
'Sé hins vegar gáð í gjald-
skrána í símaskránni sést að í
sambandi við samtal, sem hér
um ræðir, eða t.d. frá Reykja-
vik til Keflavíkur, kostar mín-
utan 37.50 og verður því
þriggja mínútna samtal anzt
dýrt, eða 112.50. Við komumst
því langt uppfyrir Norðmenn
sem vilja fá 90 krónur fyrir
slíkt samtal.
— HP.