Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. ÁGUST 1976. 3 \ Er óhœtt að f lytja 400 DB sneri sér til Páls Ragnars- sonar hjá Siglingamálastofnun ríkisins og haföi hann eftir- farandi um máliö að segja: Feröalangur skrifar: Nýlega birtist í Þjóðviljanum frétt þar sem skýrt var frá því að þegar einn af starfsmönnum blaðsins kom frá Vestmannaeyjum með nýju ferjunni, Herjólfi, hafi hvorki meira né minna en 400 manns verið farþegar með skipinu og „staðið eins þétt og í strætisvagni." í þessu sambandi langar mig að koma með fyrirspurn um hvort engar öryggisreglur gildi um hámarkstölu farþega á þessu skipi. Geta má nærri að um borð muni ekki fyrirfinnast björgunarbátar sem geta tekið svo mikinn fjölda farþega sem þetta. Fróðlegt væri því að vita hvort engar öryggisreglur gildi um svona flutninga. miðað við að allir farþegar hafi þessa farþega er til staðar, bæði fylgt reglum og lögum Siglinga- sæti. Öryggisbúnaður fyrir bátar og belti. Er þar í öllu málastofnunarinnar. Herjólfi er settur hámarks- farþegafj.öldi, eins og öðrum flutningatækjum, og er hann mismunandi eftir árstímum. Að sumarlagi, þ.e. frá aprílbyrjun til októberloka, er leyfilegur fjöldi 360 farþegar en yfir há- veturinn er hámarkið 200 farþegar. Er í síðara tilfellinu Þessi mynd var tekin þegar Herjólfur lagði að í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti. farþega með Herjólfi? Fíknilyfin: dreifing, sala og smygl HVER BER ÁBYRGDINA? Hver ber ábyrgðina hér er á boðstólum? á því gifurlega magni fíknilyfja «em Helgi skrifar: Mikið hefur verið rætt og ritað um fíknilyf undanfarið, bæði í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Hefur þar komið fram að fíknilyfjasalar og smyglarar hafa með höndum umfangsmikla starfsemi, sér- staklega meðal unglinga okkar. Flest munu lyfin upprunnin frá Evrópu og Afríku en varnar- liðsmenn af Keflavíkurflug- velli hafa einnig verið iðnir við sölu og dreifingu þeirra meðal íslendinga. Það sem einkennir fíknilyfja- mál okkar tslendinga er hik og þekkingarleysi þeirra sem skulu uppræta sölu og dreifingu til að koma í veg fyrir notkun. íslenzkir skatt- greiðendur borga stórfé fyrir löggæzlu vegna þessara mála. En hvað er gert? Þegar fíkni- lyfjasalinn kemur fyrir dóm- stólana er tæplega meira gert en að klappa á koll hans og segja honum að þetta sé ljótt að gera (dómssættir eru jafnvel tíðkaðar í þessum alvarlegu málum). Síðan fer saka- maðurinn aftur út í þjóðfélagið og heldur iðju sinni áfram, sömu mennirnir eru teknir trekk í trekk og sömu yfirvöld gera aftur og aftur lítið úr þessum hræðilega glæpi þeirra og eru þeirri því samsekir. Að selja, smygla eða dreifa fíkniefnum á meðal borgara þjóðfélagsins er undan- tekningarlaust einn ógeðlegasi og lágkúrulegasti glæpur sem hægt er að fremja. I þeim löndum þar sem dauðarefsing er tíðkuð er henni stundum beitt vegna slíkra mála en henni er ekki til að dreifa hér. Samkvæmt okkar dómskerfi eigum við aðeins þann kostinn að dæma án undantekninga þá sem selja, smygla eða dreifa fíknilyfjum í lífstíðarfangelsi og ævilangt æruleysi. Þá sem staðnir eru að notkun þessara lyfja á að dæma skilyrðislaust í endurhæfingu og lækningu. Þetta fólk á að skrá í opin- berum gögnum sem fíknilyfja- sjúklinga og meðhöndla það samkvæmt því. Þar sem varnarliðið hefur átt verulegan, ef ekki mestan.þátt í dreifingu fíknilyfja meðal íslendinga, og þá sérstaklega meðal unglinga, og hefur óbeint gert hluta þeirra að fiknilyfjasjúklingum, verður nú þegaraðeinangraherstöðina algjörlega frá isienzku þjóð- félagi. Nauðsynlegt er að stjórnvöld okkar fari fram á skaðabætur við bandarísku ríkisstjórnina, því hún hlýtur að bera ábyrgð á gerðum manna sinna hér. ÞOKK FYRIR SKATTASKRIF Raddir lesenda Breiðbakur skrifar: Hafið þökk fyrir skrif ykkar uin skattamálin, Dagblaðs- menn. Þetta eru mjög nauðsynleg skrif fyrir þjóð- félagsþegnana. Það er ánægjulegt fyrir okkur, sem ekki kunnum að svíkja undan skatti , að sjá svart á hvítu hverjir það eru sem raun- verulega halda þjóðfélaginu uppi, láglaunafólkið eða „yfir- stéttin". Meira af slíku því aldrei er góð vísa of oft kveðin. Þetta eru mál sem alla tíð eru í brennidepli. Raddir lesenda Hríngið ísíma 83322 milli kl. 13 og 15 ✓ Eiga karlmenn að safna skeggi? Sigríður Kristjánsdóttir nemi: Nei, það finnst mér alls ekki. Annars finnst mér skárra að sjá þá með yfirskegg, ef þeir eru að hafa þetta á annað borð. V Guðrún Sigurðardóttir nemi: Ja, ég veit nú ekki, það fer alveg eftir manninum. Það er mjög misjafnt hvernig þeim fer að hafa skegg. Gréta Haraldsdóttir húsmóðinJá, það getur vel komið til greina, ef mönnum fer vel að hafa skegg, þá er það allt í lagi. Iris Ægisdóttir húsmóðir.Mér finnst nú aðalatriðið að það fari viðkomandi vel, annars ætti hann ekki að safna. Ragnheiður Ragnarsdóttir afgreiðslustúlka: Mér finnst karlmenn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að safna alskeggi. Það er allt í lagi að safna yfirskeggi, annars verður þetta að fara viðkomandi vel, annars ætti hann að sleppa því alveg. Valdís Kristinsdóttir húsmóðir: Það er alveg undir því komið hvernig þetta fer manninum. Ef hann er myndarlegri með skeggið á hann að hafa það, annars rakar hann sig auðvitað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.