Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 24
Ástœðulaust að hœgja á n framkvœmdum C segir Jakob Björnsson orkumála stjóri, en eftirlitið verður hert ) „Gæzla hefur verið allt frá þvi að Leirhnjúksgosinu lauk og hún verður aukin á meðan þetta ástand er,“ sagði Jakob Bjornsson orkumálastjóri. Hann kvaðst ekki telja ástæðu til þess að fram- kvæmdaáætlunum yrði breytt en ástandið væri hins vegar stöðugt metið. Um leið og Orku- stofnun þætti ástæða til að gera breytingar yrði haft samband við iðnaðarráðuneytið. Það yrði síðan sjálft að meta hvað gert yrði. Jakob sagði að ef það ástand skapaðist við Kröflu að manns- lífum yrði hætta búin kæmu Almannavarnir tii sögunnar. Orkustofnun hefði gengizt fyrir þvi að Almannavarnaráð kæmi. að Kröflu og skipulegði almannavarnir ef svo færi að á þeim þyrfti að halda. Það þýddi hins vegar ekki sama og að hættuástand væri þegar fyrir hendi. Hér væri einungis um varúðarráðstöfun að ræða. Enda mætti segja að þeir sem ynnu við Kröflu væru ekki áhyggjufullir heldur miklu frekur leikmenn sem fylgdust með ástandinu. Orkustofnun sér um jarðfrœðilegu hliðina. Jakob sagði að Orkustofnun hefði verið falið af iðnaðar- ráðuneyti að fylgjast eð svæðinu jarðfræðilega. Hún fylgdist því með jarðhræringum og hefði sam- starf við Raunvísindastofnun sem sæi urn jarðskjálfta- mælingar. Og eftir að hafa metið allar aðstæður teldi Orkustofnun, í dag, ekki ástæðu til að hægt væri á fram- kvæmdum. Jarðfræðingar hefðu í vetur viljað að hætt væri við fram- kvæmdir. Það væri ekki hlutverk þeirra að meta slíkt. Þeir ættu að veita upplýsingar en ekki að taka ákvarðanir. „Jarðhræringar skipta miklu máli en ekki öllu, þar kemur margt fleira inn í og má þar nefna fjárfestingu. Þá þarf einnig að athuga hverjar yrðu afleiðingar af hugsanlegu eldgosi,“ sagði Jakob Björnsson. Aðgœzlu þörf þar til línur skýrast. Jakob sagði að ekki yrði slakað á gæzlunni fyrr en ástandið færi að batna. En það væri hins vegar tilgangslítið að vera með einhverjar spár um gos. Það eina sem hægt væri að gera, þegar svona stæði á, væri að biða rólegur og fyigjast með öllum hættumerkjum. Og hafa bæri í huga að þegar jarð- fræðingar töluðu um skamman tíma væri það ekki endilega samatímaskyn og menn hefðu almennt. Benti Jakob á að þeir töluðu um tíð eldgos ef ekki liðu nema 300 ár á milli gosa. -ba. ENGIN VARÚÐARMERKIVIÐ HÆTTULEGA Á - VEGAGERÐIN BJARGAR BÍLUM ÚR SANDÁ „Tveir bilar hafa farið í Sandá fyrir ofan Gullfoss á síðustu þrem dögum,“ sagði Már Sigurðsson að Geysi í Haukadal í viðtali við Dag- blaðið. I fyrra tilvikinu ætlaði maður að vaða til lands til þess að leita aðstoðar. Hann var ekki fyrr kominn út úr bílnum en straumurinn greip hann. Náði hann þó að taka í hjálparhendi konu sinnar. Handleggsbrotnaði konan í þessum átökum, en manninum tókst þó að ná hand- festu á bílnum og komast inn í hann aftur. Biðu þau hjáipar, sem barst fljótlega, að sögn Más. Sl. miðvikudag voru frönsk hjón á leið norður yfir Sandá. Með þeim i Land Rover-jeppa var 18 mánaða gamalt barn þeirra. Steytti bíllinn á steini og sat fastur úti í miðri á. Þetta var síðari hluta dags um kl. 4. Á hinum bakkanum biðu um 100 manns á bifreiðum eftir aðstoð vegagerðarinnar og fengu ekki að gert til að hjálpa þessu franska fólki. Vegagerðarhefili kom þarna að og tókst að draga bílinn upp úr ánni. Var fólkinu síðan veitt aðstoð en það beið hennar hinum megin árinnar, sem fyrr segir. Allt tókst þetta slysalaust. „Hjónin eru nýfarin héðan,“ sagði Már Sigurðsson, er frétta- maður DB átti tal við hann um kl. 7 í gærkvöldi. „Þau gistu hér hjá okkur í nótt og var bíllinn hreinsaður. Gat fólkið ekið á honum leiðar sinnar." „Hér vantar algerlega einhver merki um, að varúðar geti verið þörf,“ sagði Már. „Á kortinu sést, að Sandá er talin fær flestum bílum. Þannig er það að vísu oftast, en Sandá tekur mjög örum breytingum, þegar hún vex. Hér hefur verið óhemju úrkoma undanfarið og er áin því stóra- varasöm, eins og þessi atvik sýna.“ BS 'mmm Hér sjást franskir fuglaskoðarar vera að þurrka föt sín og farangur fyrir utan Gamla Garð við Hringbraut. Ekki voru þeir alveg vissir um f hvaða á þeir lentu, en eftir frásögn þcirra bendir allt til að þeir hafi verið á þriðja hílnum, sem lent hefur í Sandá fyrir ofan Gullfoss. HERFERÐ TIL FRAM- DRÁTTAR ÍSL. IÐNAÐI 15 ára piltur týndur Gunnar Guðmundsson frá Litla-Dunhaga í Hörgárdal, sem fór að heiman síðastliðið laugardagskvöld, hefur enn ekki fundizt. Gunnar, sem er 15 ára, hefur áður horfið og þá i eina 3 daga. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri hefur enn ekki verið gerð alvarleg leit að drengnum en hins vegar verið haft samband við þá sem hann gæti verið hjá. Gunnar var peningalítill þegar hann fór að heiman og er jafnvel reiknað með að hann hafi komizt eitthvað út úr bæn- um á ,,puttanum“. — BÁ — Með septembermánuði hefst herferð hér á landi undir nafninu „Islenzk iðnkynning." Er takmarkið með henni að brýna gildi íslenzks iðnaðar fyrir þjóðinni. Að herferðinni standa Félag íslenzkra iðnrekenda, Iðnaðar- ráðuneytið, Landssamband iðnaðarmanna, Landssamband iðnverkafólks Neytendasam- tökin og SÍS. Hafa þessir aðilar myndað samstarfssvettvang og er formaður verkefnaráðsins Hjalti Geir Kristjánsson, en Pétur Sveinbjarnarson, sem fengið hefur ársleyfi frá störfum hjá Umferðarráði, er framkvæmdastjóri. Sérstök ástæða þykir nú að vekja athygli á íslenzkum iðnaði og gildi hans fyrir þjóðina, segir í fréttatil- kynningu þessa nýstofnaða samstarfsvettvangs. Erlend skuldasöfnun íslendinga er orðin uggvænleg og ljóst er að á því ríður að auka verðmæti útflutnings. Þá er ljóst að iðnaðurinn verður að vera við því búinn að taka á móti miklu vinnuafli á komandi árum ef koma á í veg fyrir atvinnuleysi. Til þess þarf að afla markaða bæði innanlands og utan fyrir fsi. varning, sem á í síharðnandi samkeppni vegna samninga við markaðsbandalög Evrópu. tsl. iðnkynningu er ljóst að sala íslenzks iðnvarnings verður ekki aukin með boði og bönnum. Það þarf að gera hann samkeppnisfæran við þann inn- flutning sem hér er á boð- stólum, bæði hvað verð og gæði snertir og það þarf að kynna hann og örva fólk til að gera sanngjarnan samanburð á honum við erlendan iðnvarning. Iðnkynning mun þvl stuðla að jákvæðum umræðum um ísl. iðnað og fyrsta herferðin stendur frá 1. sept. 1976 til jafnlengdar i977. -ASt. frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 13. ÁGUST 1976. Hrossakaup í Svignaskarði 30 hross verða seld á upp- boði á Svignaskarði í Borgar- firði annan laugardag. Hrossin eru af „öllum stærðum og gerðum“, ef nota má svo bæjarbúalegt orðalag. Fer uppboð þetta fram eftir beiðni eigendanna, Skúla Kristjóns- sonar í Svignaskarði og Kjart- ans Jónssonar á Guðnabakka. Ástæðuna fyrir uppboðinu kveða eigendurnir vera þrengsli í högum, auk þess sem óhætt sé að minnka eitthvað hrossaeign. Skúli í Skarði er lands- kunnur knapi og hestamaður, sem átt hefur marga gæðinga og kappreiðahesta fjölmörg undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum seldi hann verðlauna- hest ti! Þýzkalands fyrir um 7 þúsund mörk, sem þá var' hæsta verð fyrir útfluttan hest, sem þá var vitað um. I hópi hrossanna, sem seld verða á uppboðinu, eru bæði tamdar og ótamdar hryssur með folöldum, nokkrir tamdir hestar og ótamdir folar. Hryss- urnar eru m.a. moldóttar, gráar, bleikar og leirljósar, en þessir iitir þykja nú eftir- sóknarverðir á hrossum. Er viðbúið að þarna verði fjör í boðum, enda hrossakaup viðurkennd íþrótt. BS. Enn fleiri Náttfarar gómaðir: Eltingaleikur við innbrots- þjófa í nótt Mikil leit að innbrotsþjófum var helzta verkefni lögregl- unnar undir morguninn. Maður sá til þriggja innbrots- þjófa fara inn í verzlunina Laugarás við Norðurbrún. Til- kynnti hann lögreglunni þegar um atburðinn. Mennirnir voru nýfarnir af innbrotsstað er lög- reglumenn bar að. Leit hófst og barst víða. Loks fannst einn mannanna akandi um á Cortinu-bifreið, sem hann hafði stolið í „gamla bænum". Áfram var haldið leit að hinum tveimur og fundust þeir loks nálægt innbrotsstað. Voru þeir þá komnir upp í aðra Cortinu-bifreið, sem þeir hugðust nota til flóttans. Mennirnir voru á aldrinum 20—23 ára, allir ölvaðir. — ASt. R0TAÐI MINK í ÁRBÆ I gær kom maður á lögregiu- stöð Árbæjarhverfis. Hafði hann meðferðis hræ af minki, sem hann hafði nýlega komið fyrir kattarnef. Skýrði maður- inn svo frá að íbúar við Hraun- bæ 93 hefðu orðið varir við eitthvað sem hefði ætt þarna um lóðina. Hann hefði sjálfur tekið sér lurk í hönd og tekizt að rota kvikindið. Ekki hafði maðurinn gert sér grein fyrir hvers konar dýri hann var að ráðast gegn fyrr en hann komst í návígi við minkinn. — BÁ —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.