Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1976.
Blaðastyrkirnir:
„Hin" dagblöðin fó
13,5 milljónir. Sljórn-
mókrf lokkamir fó 11
„Tillaga fulltrúa stjórnmála-
flokkanna var samþykkt
óbreytt og þessum blaða-
styrkjum skipt í samræmi við
það,“ sagði Höskuldur Jónsson
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu, í viðtali við Dagblaðið,
um ríkisstyrki þá er renna
árlega til dag- og landsmála-
blaða. „Þessu er skipt í þrjá
staði, í fyrsta lagi erukeypt 200
eintök af pólitísku dag-
blöðunum 5 og Nýjum þjóð-
málum, og dreift á sjúkrahús.
Síðan rennur ákveðin upphæð
til stjórnmálaflokkanna í sam-
ræmi við fjölda þingmanna
bvers flokks um sig og enn er
greidd ein ákveðin upphæð til
þingflokkanna sem þeir hafa til
ráðstöfunar." Sem kunnugt er
hafnaði Dagblaðið þessum
ríkisstyrk.
Samkvæmt tillögu fulltrúa
stjórnmálaflokkanna skyldi
upphæðinni, sem í ár er 27
milljónir og 550 þúsund, varið
þannig: 13.500 milljónir skulu
fara til kaups á áskriftum, 2,6
milljónir til greiðslu á leigu til
NTB-fréttastofunnar en til
seinni liðanna tveggja fara
samtals 11.450 milljónir.
„Því fé er yfirleitt varið til
styrktar landsmálablöðum
flokkanna," sagði Höskuldur.
„Við fylgjumst annars ekkert
með því, samkvæmt reglugerð
eigum við aðeins að greiða
þetta fé þeim sem taka eiga við
því.“
Þá sagði Höskuldur að nú
væri í athugun hjá Lands-
símanum hversu mörg blöð not-
færðu sér NTB fréttastofuna.
Eins minnti Höskuldur á, að
ríkisfyrirtækin og ráðuneytin
auglýstu mikið í öllum dagblöð-
um „eiginlega meira en við
höfum þörf fyrir.“
„Við vildum kaupa öll blöðin
til þess að geta dreift þeim á
sjúkrahúsin," sagði Höskuldur.
„Bréfið, sem við sendum
Dagblaðinu, var hins vegar
eitthvað ógætilega orðað svo að
þeir töldu þetta styrk og vildu
ekki þiggja boðið.“
—HP
DRUKKIN KONA BRYTUR RUÐUR
Brotnar voru fimm rúður í
gluggum afgreiðslusalar bæjar-
skrifsíofunnar á Seltjarnarnesi
á laugardagsmorguninn. Lög-
reglan á Nesinu var kölluð til
og þegar Ingimundur Helgason
varðstjóri kom á staðinn var
ung kona komin inn í af-
greiðslusalinn.
Konan, sem er 32ja ára
gömul, gat engar skýringar
gefið á ferðum sínum. Hún
viðurkenndi að hafa brotið
rúðurnar. Þetta var um kl. 7 um
morguninn og konan áberandi
ölvuð.
—A.Bj.
Hringbraut 121 Sími 28601
Skotið xið bakdyriiar að Skola\örðus(ig 1A. Þarna \ar kominn
mikill eldur og allt orðið svart. Járnið á hurðinni er talið hafa
bjargað luisinu. .lárnkhedda hurðiii sést til hægri. DB-mvnd Arni
Páll.
Reynt að kveikja
í Skólavörðustíg 1A
Eldglaður maður ó f erð í borginni
„Það er greinilegt af verksum-,
merkjum að þarna hefur verið
kveikt í. Líta má málið mjög al-
varlegum augum þvi telja má
nokkuð víst að eldurinn hefði
verið kominn inn í húsið ef bak-
hurðin hefði ekki verið járni
klædd."
Þetta mælti Gísli Guðmundsson
rannsóknarlögreglumaður í sam-
tali við DB, en hann rannsakaði
málið af lögreglunnar hálfu.
Slökkviliðið var kvatt að baklóð
hússins Skólavörðustigs 1A rétt
um klukkan sjö í gærmorgun.
Eldur var þar í kassadrasli.
Slökkviliðinu gekk greiðlega að
ráða niðurlögum eldsins.
Gunnar Sigurðsson vara-
slökkviliðsstjóri sagði í viðtali við
DB að slökkviliðið hefði marg-
sinnis varað verzlunareigendur
og aðra, sem hefðu miklar
umbúðir undir höndum, við að
skilja þær eftir við hús sín. Það
væri of mikil freisting fyrir ó-
prúttna brennuvarga að kveikja í
draslinu.
Fyrir nokkrum dögum varð
eldur laus í einhverju drasli að
húsabaki við Verzlunarbankann.
Þar lék grunur á um íkveikju,
sem víst þykir að verið hafi á
Skólavörðustígnum.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort
íkveikjur þessar eru í beinu
sambandi hvor við aðra. En væri
svo ættu þeir, sem orð vara-
slökkviliðsstjórans hér að ofan
eiga við, að gæta að sér. Vera
kann að einhver eldglaður náungi
gangi nú um götur og húsasund
þegar almenn umferð er lítil
orðin eða ekki byrjuð. Athæfi
hans gæti orðið afdrifaríkt ef
ekki sést til i tíma. -ASt.
Bátur á reki við Nesið
Þegar fólk kom á fætur á
Seltjarnarnesi í gærmorgun mátti
sjá smábát með utanborðsmótor á
reki skammt undan landi sunnan
megin við nesið.
Lögreglan gerði þegar
ráðstafanir til þess að draga
bátinn á land. Á meðan á
björgunaraðgerðinni stóð kom
þar að maður sem reyndist vera
bátseigandinn.
Bátinn hafði slitið upp á
Álftanesi og rekið yfir að Sel-
tjarnarnesi og hafði eigandinn
verið að leita hans.
-A.Bj.
Félögin greiða sjálf
Jón Fannberg kaupmaður, sem
einnig á í Hátúni 6 sf„ greiðir
ekki sjálfur skatt af þeirri
byggingu heldur er það sérstakt
félag. Það greiðir 699.851 krónu í
tekjuskatt og 1.078.966 krónur í
eignarskatt. Þá greiðir það 24.300
í aðstöðugjald. Þá er einnig á
vegum Jóns Garðastræti 2 sf. en
það greiðir 494.403 krónur í
tekjuskatt og 530.292 í eignar-
skatt.
Aðstöðugjald þess er 41.000
krónur.
Það gerist alltaf eitthvað
í þessari Viku:
Með þúsundkall á borðstofuborðinu. Viðtal við Öglu Mörtu um innanhússkreytingar
um lífshamingjuna — Svipmyndir af Ueo Laine — Smásaga eftir Christiar
— Yes í poppþœtti — Enzo Ferrari • bílaþœtti —