Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. ÁGUST 1976.
íþróttir
David Johnson
kominn „heim"
Englandsmcistararnir Liverpool
hafa fest kaup á enska landsliðs-
manninum David Johnson frá Ips-
wich fyrir 200 þúsund pund.
Félögin tvö hafa rætt um sölu
Johnsons siðustu 10 daga og Eng-
iandsmeistararnir, scm einnig eru
handhafar UEFA-bikarsins gengu
frá sölunni í gærkvöld þannig að
Johnson má leika með Liverpool í
Evrópukeppni meistaraliða í vetur.
Því má segja a Johnson snúi
heim. Hann er fæddur í Liverpool
og hóf að leika með Everton áður en
hann var seldur fyrir smápening til
Ipswieh. Reyndar var Johnson lát-
inn í skiptum fyrir Dave Belfitt,
sem þá fór til Everton en lék lítið
með aðailiðinu.
David Johnson hefur leikið þrjá
landsleiki fyrir England en síðast-
liðin tvö ár hefur Johnson átt við
meiðsli að stríða og ekki notið sín
sem skyldi.
Vafalítið naga forráðamenn Ever-
ton sig enn í handarbökin fyrir að
láta Johnson fara til Ipswich en enn
sárar hlýtur það að taka þá að John-
son skuli nú vera kominn til Liver-
pooi — erkif jenda Everton.
Cardiff ófram
í 1. umferð
Okkur v'arð á í messunni í gær
þegar við sögðum frá Evrópuleik
Servette frá Sviss og Cardiff City
frá Wales í Evrópukeppni
bikarhafa
Við frásögn frá leiknum var
stuðzt við BBC sem skýrði svo frá að
Servetta hefði sigrað 3-1 og því
hefði svissneska liðið komizt í 1.
umferð, þar sem Cardiff vann 1-0 í
Wales.
Þetta var ekki rétt — hið rétta var
að Servette sigraði 2-1. Cardiff
heldur því áfram í 1. umferð þar
sem markið á útivelli gildir tvöfalt
þegar slík tilfelli koma upp.
Bizzini og Pfister skoruðu mörk
Servette — Pfister skoraði sigur-
markið aðeins þremur minútum
fyrir leikslok. Showers skoraði fyrir
welska liðið í fyrri hálfleik en
Cardiff hafði 1-0 yfir í hálfleik, eins
og við reyndar sögðum frá.
Af þessu má sjá að ekki er siltaf
að treysta BBC, sem oft hefur v> rið
nefnd áreiðanlegasta fréttastofnun
veraldar.
Dregið í úrslita-
keppni 3. deildar
Nú hefur verið dregið í riðla í
úrslitakeppni 3. deildar, sem fram
fer á Akureyri í næstu viku. A-riðill
verður skipaður eftirfarandi liðum:
Aftureldingu úr Mosfellssveit.
KS Siglufirði, Þrótti Neskaupstað
og sennilega Víking Olafsvík en það
félag stendur bezt að vígi í Vestur-
landsriðli.
B-riðill verður skipaður eftirfar-
andi liðum: Fylki Reykjavík, Reyni
Sandgerði og annaðhvort Austra
eða Leikni úr öðrum Austurlands-
riðlinum. Austri frá Eskifirði hafði
unnið sigur í riðlinum. Leiknir frá
Fáskrúðsfirði kærði einn leik-
manna Austra og dæmdi héraðs-
dómstóll Leiknismönnum í vil.
Austri áfrýjaði málinu til KSÍ og
þar á eftir að kveða upp dóm.
Mikil eftirvænting ríkti í skrifstofu KSÍ í gær þegar dregið var í
undanúrslit bikarkeppni KSÍ. Hér dregur Tony Knapp miða úr
bikarnum og auðvitað kom nafn KR þar upp. Þeir Bergþór Jónsson og
Hilmar Svavarsson f.vlgjast ineð. Ljósmyndarinn okkar, hann
Bjarnleifur, var að sjálfsögðu viðstaddur og smellti af.
Uppgjör Vals og
ÍA í úrslitum?
„Þá kippti
í lið — þa
— sagði Ásgeir Sigurvinsson en í vikunn
samstuð. Standard haf naði í
Ef að líkum lætur munu Valur
og Akranes mætast í úrslitum
Bikarkeppni KSÍ á Laugardals-
leikvanginum þann 12. septem-
ber. Það yrði áreiðanlega
skemmtileg viðureign — tvö bezt
leikandi lið íslands i úrslitum
Bikarkeppni KSÍ.
Þessi möguleiki kom upp eftir
að dregið var i gær á skrifstofu
KSÍ um hvaða lið mættust i
undanúrslitum. FH fær núver-
andi islandsmeistara ÍA í heim-
sókn í Kaplakrikann og þrátt
fyrir að Islandsmeisturunum hafi
oft gengið Úla að ráða við Hafn-
firðingana þá verður að telja mun
líklegra að Skagamenn fjölmenni
á Laugardalsleikvanginn þann 12.
september.
Valur dróst gegn annaðhvort
KR eða Breiðabliki. Á miðviku-
dag léku KR og Breiðablik í Kópa-
vogsdal — jafntefli varð 1-1 eftir
Argentínumenn
til Evrópu
Mikill flutningur knattspyrnu-
manna ea- nú frá S-Ameríku til
Evrópu. Þannig hafa þrír leik-
menn farið nú á skömmum tíma
frá Argentínu til hinna ríku
félaga í Evrópu.
River Plate frá Argentínu
samþykkti í gær að selja
framherja sinn og þekktasta leik-
mann, Norberto Alonso, til
Olympiqu frá Marseille.
Kaupverðið var 300 þúsund
dollarar eða rúmar 55 milljónir
króna.
Áður höfðu þeir Mario Alberto
Kempos frá Rosario og Angel
Brindisi frá Huracan samþykkt að
fara til Evrópu, til Valencia og til
Las Palmas.
framlengdan leik og því þarf ann-
an leik til að skera úr um hvort
liðið mætir Val i undanúrslitum
Bikarkeppni KSÍ.
En auðvitað getur allt gerzt í
knattspyrnunni, það þekkjum við
að fenginni reynslu. Hins vegar
yrði óneitanlega skemmtilegt ef
Valur og Akranes mættust í úr-
slitaleiknum — tvö bezt leikandi
lið islands í dag. Þá yrði áreiðan-
lega fjölmenni í Laugardal.
Hitt er svo að leikur Vals ann-
aðhvort við KR eða Breiðablik er
síður en svo unninn. Bæði þessi
lið hafa verið Val skeinuhætt í
sumar og raunar máttu Valsmenn
þakka tvö stig úr viðureign sinni
við KR.
Öll liðin sem enn eru í Bikar-
keppninni hafa leikið til úrslita.
Skagamenn hafa oftast leikið til
úrslita af liðunum en þrátt fyrir
sjö tilraunir hefur þeim ekki
tekizt að sigra í Bikarkeppni KSl.
Ötrúlegt en satt — sjö sinnum
hafa Skagamenn leikið til úrslita
og alltaf tapað. Nú tvö síðustu
árin fyrir Val, '74 1-4 og ’75 fyrir
ÍBK0-1.
KR hefur einnig leikið sjö
sinnum til úrslita og alltaf hafa
þeir sigrað — svona er gæfan á
knattspyrnuvellinum hverful.
Valsmenn hafa þrivegis leikið
til úrslita og tvívegis sigrað. 1965
léku Valsmenn til úrslita við
Skagamenn. Óþarft er að taka
fram hvort liðið sigraði — Valur
5-3. Síðast þegar Valsmenn unnu
bikarinn 1974 léku þeir einnig til
úrlista við ÍA og aftur sigruðu
Valsmenn — þá 4-1. Valur tapaði
úrslitaleik 1966 þá 0-1 fyrir KR.
Breiðablik og FH hafa bæði
leikið til úrslita í Bikarkeppninni.
Breiðablik árið 1971 — þá töpuðu
Blikarnir fyrir Víking 0-1. Árið
eftir var FH í úrslitum en tapaði
fyrir ÍBV 0-2.
„Eg lenti illa i samstuði við
einn leikmanna Atletico Bilbao
þegar við lékum á Spáni nú í
vikunni. Þetta var feikilegt stuð,
og ég snerist einhvern veginn í
bakinu.
Ég varð að fara út af og reyndi
að koma inn á í úrslitaleiknum
gegn Feyenoord en varð fljótlega
að fara út af vegna sársauka. Það
voru teknar myndir af bakinu á
mér en ekkert kom fram. Því fór
ég til sérfræðings. Hann sagði að
brjósk hefði losnað, sem „blokk-
eraði“ einn hryggjarliðinn. Það
skipti engum togum, hann kiptti
hryggnum í lið — það var ægi-
legt. Sársaukinn ógurlegur,"
sagði Ásgeir Sigurvinsson þegar
við ræddum við hann eftir leiki
Standard Liege á Spáni þar sem
liðið lenti i úrslitum við
Feyenoord frá Hollandi en tapaði
1-2.
„Já, mótið á Spáni var erfitt í
flestum skilningi," hélt Ásgeir
áfram. „Fyrri leikur okkar á
Spáni var við heimamenn, Atle-
tico Bilbao, sem er í Baskahéruð-
um Spánar. Bilbao er stærsta
borg Baskahéraðanna og þeir eru
afleitir Baskarnir.
Tæklingar þeirra voru voða-
legar og þeir léku svo gróft að
þeir voru hreinlega hættulegir.
Já, þeir eru blóðheitir Baskarnir.
Geret skoraði fyrir okkur í fyrri
hálfleik og þannig var staðan í
hálfleik 1-0 fyrir Standard.
Fljótlega í síðari hálfleik lenti
ég i samstuðinu við einn Bask-
anna og sársaukinn var mikill. Ég
gat ekki sofið um nóttina fyrir
verkjum í baki. Ég fór því út af og
Baskarnir jöfnuðu 1-1.
Síðan fengum við víti, sem
markvörður okkar, Piot, skoraði
örugglega úr. En aðeins fimm
mínútum fyrir leikslok jöfnuðu
Baskarnir og vítaspyrnukeppni
þurfti til. Loks bárum við sigur
ur býtum, 7-5. Standard lenti því í
úrslitum við Feyenoord.
En ástandið hjá okkur var
slæmt. Hinn nýi leikmaður okkar
frá Kolombíu, Diaz, brotnaði á
ökkla eða öllu heldur brákaðist.
Geret var borinn út af í leiknum
við Feyenoord eftir að hann hafði
lent í samstuði við einn leik-
manna Hollendinganna og stein-
rotazt. Landsliðsmaðurinn okkar,
Michael Renquien komst aldrei
með til Spánar vegna meiðsla.
Eg reyndi að byrja leikinn gegn
Feyenoord en það þýddi lítið.
Sársaukinn varð fljótlega óbæri-
legur í bakinu og eftir 15 mínútur
varð ég að fara út af. Þannig að
ástandið var mjög slæmt í okkar
herbúðum.
Þrátt fyrir mannfæð hjá okkur
tókst Feyenoord ekki að knýja
fram úrslit fyrr en undir lok
leiksins en áður hafði hollenzka
liðið sigrað Derby frá Englandi
2-0.
Því höfnuðum við í öðru sæti —
Feyenoord í fyrsta, Bilbao og
Derby léku um þriðja sætið og
eftir venjulegan leiktíma var
staðan 0-0. En það höfðu lika
verið læti. Eins og i leiknum við
okkur voru leikmenn Bilbao mjög
grófi, nei ,,mjög“ er of vægt. Þeir
voru hroðalega grófir.
Einn Spánverjinn var rekinn af
velli gegn Derby og eins var fyrir-
liða Derby, Archie Gemmill, vísað
af velli. Bilbao tókst þó loks að
knýja fram sigur eftir vítaspyrnu-
keppni, sem þeir unnu 5-3.
Góðu heilli er þessum leikjum á
Spáni lokið. Ég er nú óðast að ná
mér í bakinu, sem betur fer.
Svona nokkru vil ég ekki lenda í
aftur.
Við æfum nú mjög stíft. Það er
farið strax klukkan hálftíu á
morgnana og æft til klukkan sex á
kvöldin. Þá hefur dagurinn líka
verið erfiður. Nýr maður er
tekinn við liðinu, maður sem gert
hefur góða hluti hér i Belgíu.
Hann er 38 ára gamall og tók við
Winterschlag sem áhugamanna-
I Lasse Viren eftir 10000 metrana i Montreal.
Boninii rcynir að finna orð þegar ti inn fær kveðjugjöfina
í hjarta niínu verð ég alllaf Spartverji. Úrið inun minna niig
. á gleðistundirnar með vkkur.
9
f
fn 1U.
(g) King I e
/0-50
> Nóg komið af svo