Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 14
14. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. ÁGUST 1976. Af hljómsveit Ómars Óskarssonar í Khöfn Freedom for Matthías á markað í nœstu viku LP-plata með merki Polydor í undirbúningi á Norðurlöndum, eins og áður hefur verið sagt frá á Poppsíð- unni. — ÓV. Tveggja laga plata með nýrri hljómsveit Ömars Oskarssonar (úr Pelican) í Kaupmannahöfn kemur út þar á vegum Polydor í næstu viku. Bæði lögin eru eftir Ömar. Þau heita „Hey Dayo“ og „Freedom for ' Matthías" , en þar er vísað til Matthíasar Einarssonar.sern situr í fang- elsi á Spáni fyrir hasssmygl. Matthías var sambýlismaður Ómars og Júlíusar Agnars- sonar, félaga hans í hljómsveit- inni, um tíma í Kaupmanna- höfn áður en hann hélt suður á bóginn. Fréttu þeir næst af honum í fangelsi. Tveir aðrir íslendingar eru í þessari nýju hljómveit, Ólafur Sigurðsson fyrrum trommu- leikari Eikar, og ungur tón- listarnemi í Kaupmannahöfn, Sigurður að nafni. Hann er bassaleikari hljómsveitarinn- ar, þeir Ómar og Júlíus gítar- leikarar og síðan danskur fiðluleikari, nefndur Martin. ! bréfi, sem kunningja þeirra hér heima barst frá Júlíusi nú í vikunni, segir hann að þeir hafi nýverið gert hljómplötsamning við Polydor til tveggja ára. Tveggja laga platan sé það fyrsta, sem þeir hafi gert samkvæmt þeim samningi, en fljótlega hefjist upptaka á breiðskífu. Þá mun Polydor einnig hafa keypt rétt- inn á „Middle Class Man“, sóióDlötu Ömars, til dreifingar Ómar Óskarsson spilar ó bassa á „Freodom for Matthías" í stúdíói Polydor í Kaup- mannahöfn. Ágúst Guðmundsson (Eastan McNeil) textahöfundur fylgist meö. Júlíus Agnarsson í fullri sveiflu i Dayo". — hvítvínsflaska kom í veg fyrír að kveðjuhljómleikarnir yrðu endurteknir Hljómsveitin Diabolus In Musica hélt kveðjuhljðmleika sína í Norræna húsinu á þriðju- dagskvöldið. Fullt var út úr úyrum og varð fjöldi fólks frá að hverfa. Skemmst er frá því að segja að Diabolus fékk mjög góðar viðtökur áheyrenda/áhorf- enda sem virtust flestir vera af menntaskóla- og háskólakyn- flokknum. Hljómsveitin lék frumsamda kammertónlist af væntanlegum hljómplötum, sem Steinar hf. mun gefa út í fyllingu tímans. Hljómleikun- um var skipt í tvennt. Fyrri hlutinn byggðist upp á tónlist sem kemur á seinni plötunni, sem enn hefur ekki verið tekin upp. Síðari hlutinn var aftur é móti mun léttari og verður á fyrri plötunni — „Hanastéli“ — sem kemur út í september. Aukalag Diabolus var síðan lagið Astarkreppa af plötunni „1 kreppu“. Að sögn eins af meðlimum Diabolus In Musica, Jóns Sigur- pálssonar bassaleikara, eru tveir meðlimanna á förum til útlanda og leggst starfsemi hljómveitarinnar því niður. „Ég veit ekkert um það hvað síðar gerist — hvort við fáum nýtt fólk í staðinn fyrir hin tvö,“ sagði Jón. „Við getum því ekkert sagt á þessu stigi um framtið hljómsveitarinnar." Vegna hinnar góðu aðsóknar Guðmundur hœttir íMexíco Guömundur Benodiktsson: Kennir ó lands- byggðinni. (Teikn. R. Lór.) „Við spilunt alveg á fullu og hefur aldrei gengið betur,“ sagði Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari hljómsveitarinnar Mexíco í spjalli við poppsíð- una í vikunni. Það mun nú afráðið að Guðmundur Benediktsson píanóleikari hljómsveitarinn- ar muni hætta í henni eftir um það bil mánuð. Að sögn Arnars hefur ekkert verið ákveðið um hvað tekur við en hann sagði þó að óhjákvæmi- lega væri „ýmislegt í deigl- unni“. „Það verður allavega ekki stofnuð ný hljómsveit með nafninu Brimkló, svo mikið er víst,“ sagði Arnar. „Hitt er annað mál að Brimkló kemur saman á ný til að gera aðra plötu. Það leiðir af sjálfu sér þegar hin er i góðri sölu og er rétt að fara af stað.“ Því hefur verið fleygt að eftir að landreísu Lónlí Blú Bojs ljúkúmuni Björgvin Hall- dórsson ganga til liðs við þá Arnar, Ragnar Sigurðsson og Bjarka Tryggvason ásamt Magnúsi Kjartanssyni. Arnar kvað þessa stöðu hafa komið upp, „en menn hafa ekki einu sinni hitzt til að ræða hana þannig að þetta er allt í lausu lofti ennþá.“ Guðmundur Benediktsson hefur lokið tónlístarnámi í bili og hyggst nota sér nýfengin tónmenntakennararéttindi úti á landi i vetur. —ÖV. á þriðjudagskvöldið hugðist Diabolus endurtaka kveðju- hljómleikana kvöldið eftir. Þá var Norræna húsið hins vegar ekki falt fyrir hljómsveitina þar eð hvítvínsflaska fannst þar i ruslatunnu. Af þeim vís- dómi, sem húsvörðum einum er gefinn, var flaskan rakin til hljómsveitarinnar og áfengis- neytendum er sennilega ekki leyfilegt að koma fram í musteri norrænnar samvinnu á íslandi. Aðdáendur Diabolus In Musica verða því að bíða og vona að hljómsveitin komi sam- an einhvern tíma í framtíðinni. — AT — DIABOLUS IN MUSICA: Þau hefðu getað fyllt Norræna húsið tvisvar. DB-mynd: Árni Páll. Haukarnir eru komnir í stúdfó: TDif LÖG EFTK „HBiA OG ÞESSA Þar kom loksins að því! Haukarnir ætla að gefa út plötu, „góða rokkplötu," eins og Gunnlaugur Melsted sagði í viðtali við DB. Og það er ekki seinna vænna. Haukar: Magnus, Rúnar, Gunnlaugur og Hafn. DB-mynd: bjarnleifur Bjarnloifsson. Fynr rúmum tveim mánuð- um hætti Kristján Guðmunds- son í hljómsveitinni og gekk yfir í Celcius og Sven Arve ákvað að leggja hljóðfærið á hilluna í vissum skilningi, hann ætlar að fara að kenna, enda tónlistarkennari. „Þeir verða með mér á plöt- unni, Maggi Kjartans, Rúnar Þórisson, Rabbi úr ÝrogSven Arve,“ sagði Gunnlaugur enn- fremur. Lögin á plötunni verða eftir „hina og þessa“ og öll með í^lenzkum textum. „Mér finnst ekkert annað eiga við enda höfum við ágæta reynslu af því eftir „Þrjú tonn af sandi“, sagði Gulli. Gunnlaugur Melsteð verður sjálfur skrifaður útgefandi plötunnar en ýmsir fjársterkir aðilar verða að baki honum, m.a. hefur hótelstjóri í Vest- mannaeyjum verið nefndur í því sambandi. „Við verðum hérna eina tvo þrjá daga í viku,“ sagði Gulli. „Það er ekkert vit i að reyna að berja þetta í gegn þar til yfir lýkúr, — miklu betra að spila svolítið á rnilli." Við lýstum því yfir einhvern tíma í vor að spennandi yrði að heyra um útkomu þessarar plötu og ég held að óhætt sé að standa við það áfram. — HP. Leyndardómur Völundar Frásögn af hcimsókn popp- síðu DB til Austfjarða bíður birtingar. Af óviðráðanleg- um ástæðum er ekki hægt að slá ákveðnum birtingardegi föstum, en vonandi líður ekki á löngu þar til af verður. A meðan verður leyndardómurinn um Völ- und enn um sinn vandlcga hulinn þjóðinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.