Dagblaðið - 13.08.1976, Side 13

Dagblaðið - 13.08.1976, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. ÁGUST 1976. 13 hann hryggnum I var œgilegt" i lék hann með Standard Liege á Spáni og meiddist illa í baki ef tir öðru sœti — tapaði fyrir Feyenoord 1—2 í úrslitum liði og gerði þá að 1. deildarliði. Hann kom þvi til okkar og æf- ingarnar hjá honum eru engu lík- ar. Hann er ákaflega harður en snjall. Hann var áður leikmaður með FC Liege og mér virðist þetta vera að koma hjá okkur. Ég er ánægður með spilið hjá okkur á Spáni. Nú, en af Charleroi og Guðgeiri er það að frétta að hann er nýfar- inn til Casablanca og þar mun Charleroi leika við landslið Marokkó. Royale Union er nú á Spáni og ég var einmitt að lesa í blöðunum um leik Union og Strassbourg, sem Union tapaði 4-0. Þar fengu þeir Stefán og Marteinn góða dóma. Næst hjá Standard er stutt mót á Tenerife á Spáni og þann 12. september byrjar deildin á fullu Annars voru hér tveir hollensk- ir blaðamenn að tala við mig og voru að spyrja um íslenzka lands- liðið. Það er greinilegt að Hol- lendingum stendur ekki á sama um ieikinn gegn íslandi. Þeir sögðu að Johan Cruyff og Johan Neeskens myndu ekki leika með. Já, Hollendingum stendur ekki á sama, enda vinnum við þá í sept- ember “ Asgeir Sigurvinsson með knöttinn í 1. deildarleik í Belgíu. í vikunni lék Ásgeir með liði sínu Standa'rd á Spáni. Enn verður Viren oð sœtta sig við ósigur — á minningarleikum um hlauparann mikla, Paavo Nurmi Lasse Viren, sem á Olympíu- leikunum í Montreai skipaði sér á bekk með Paavo Nurmi og Emil Zatopek, þegar hann sigraði í 10000 og 5000 metra hlaupunum, en í Miinchen hafði hann leikið sama leik, hefur átt erfitt uppdráttar eftir leikana enda sjálfsagt þreyttur eftir hið feiki- lega álag. A minningarleikum um landa sinn, Paavo Nurmi, hafnaði Lasse Viren aðeins'í þriðja sæti, var langt frá sínu bezta í 5000 metra hlaupinu. Virtist Lasse þreyttur — og hlaut sinn versta tíma í hlaupinu í ár, 13:39.34. Óvæntur sigurvegari í hlaupinu varð Paul Geis frá Banda- rik.iunum en hann hljóp á 13.35.12. Matti Vainio frá Finn- landi varð annar en hann hljóp á 13.37.41.. Seppo Hovinen, sem fyrir Olympíuleikana í Montreal var álitinn sigurstranglegastur spjót- kastinu, ivkk svohlla uppreisn æru þegar hann vann gullhafann frá Montreal, Ungverjann Miklos Nemth. Fvrr á árinu hafði Hovinen verið ósigrandi í spjótkasti og ávallt sigraði hann Ungverjann Nemeth. En þegar á Olympíu- leikana kom náði Nemeth firna- góðu kasti — því langlengsta sem hann hefur náð fyrr og síðar þegar í fyrstu tilraun. Hann kasti þá 95.58 .-: metra og setti heimsmet — ekki nóg með það heldur setti hann aðra keppendur út af laginu og voru þeir yfirleitt langt frá sínu bezta. Þó enginn eins og Hovinen — hann kastaði rétt um 84.26 metra. Já, svona ganga íþróttir fyrir sig — óútreiknanlegar. En í Finnlandi fór ekkert á milli mála hver sigraði. Hovinen kastaði spjótinu 85.84. Annar varð Miklos Nemeth 84.78. Gyorgi Erdelyi Ungverjalandi varð þriðji — kastaði 81.51 og fjórði varð Hannu Sittonen, silfurhafinn frá Montreal, en hann kastaði 81.46. Kenyabúinn Mike Boit, sem missti af Olympíuleikunum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Kenya að draga keppendur sína út úr leikunum sigraði örugglega i 1500 metra hlaupinu. Hins vegar var timi Kenvabúans ekkert sér- j stakur, 3:38.29 — það er.ekki á mælikvarða hans. Sem fyrr á mótum í ár var Mac Wilkins öruggur sigurvegari í kringlukastinu. Hann hafði mikla yfirburði — kastaði rúmum fimm metrum lengra en næsti maður. Hins vegar á mælikvarða Wilkins sjálfs var árangur hans ekkert sérstakur, 65.84. A1 Feuerbach, einnig Banda- ríkjunum, var hinn öruggi sigur- vegari í kúluvarpinu, þegar hann varpaði kúlunni 20.35. Annar varð Reijo Stahlberg frá Svtþjóð, 19,65. Silfurhafinn í stangar- stökkinu frá Montreal, Antti Kalliomaeki frá Finnlandi, sigraði í stangarstökkinu þegar hann stökk 5.45 eða sömu hæð og í Montreal. Annar varð Terry Porter frá Bandaríkjunum en hann stökk 5.25. Dan Ripley frá Bandarikjunum og Raimo Eskola frá Finn|andi stukku báðir 4.90. Já, árangur i Finnlandi var ekkert sérstakur eins og af þessu má sjá. Stjörnurnar þreyttar eftir i Olympíuleikana. Heilt lið heim — sumir of gamlir oðrir of slakir! Danir hafa farið illa út úr atvinnu- mcnnskunni í knattspyrnu að því leyti að fjölmargir Danir hafa árlega yfirgefið heimalandið í von um gull og græna skóga í atvinnuknattspyrn- unni. Þróunin hefur verið sú, að fjöl- margir hafa árlega yfirgefið heima- landið — og dönsk félög setið heima með sárt ennið. En í sumar varð hlutfallið öfugt. Hvorki fleiri né færri en 11 leikmenn sneru aftur til Danmerkur, já heilt lið sneri til Danmerkur eftir atvinnu- mennsku. Sumir voru orðnir of gamlir, aðrir voru bara ekki nógu góðir en dönsk knattspyrna er himin- lifandi. Hitt ber svo á að líta að sex leik- menn hafa í sumar freistað gæf- unnar. Þeir eru: Jens Kolding til Roda Rotterdam í Hollandi, Niels Tune frá Holbæk til Hamborgar, Carsten Nielsen til Borussia Mönchengladbach, Svend Andersen fór til Eintracht Trier í V-Þýzkalandi, liðs Elmars Geirssonar. Loks fór Preben Elkjær til Kölnar. Þeir sem komu heim — voru ann- aðhvort of gamlir eða ekki nógu góðir, þó auðvitað áhugamannafélög í Danmörku taki þeim opnum örmum — eru: Johnny Hansen sá frægi kappi er varð Evrópumeistari með Bayern Munchen nú síðastliðið vor. Hansen er orðinn of gamall — en fer til liðs við sína gömlu félaga í Vejle. Jörgen Kristansen er lék með Feyen- oord fór til Köge og Heino Hansen er lék með Hamborg en vildi heldur heim þar sem konan hafði heimþrá. Þetta eru frægustu kapparnir sem sneru heim í sumar. Þetta er vissulega ánægjuleg þróun fyrir Dani — þó auðvitað ' betri menn fari. Skyldi slík þróun koma upp hér á tslandi. En vonandi miss- um við tslendingar ekki eins marga leikmenn í atvinnumennsku og Dan- ir. Um heigina verða leiknir þrír ieikir í 1. deild og fjórir leikir í 2. deild. Það sem einkum vekur athygli í sambandi við leiki 1. deiidar er viðureign botniiðanna við efstu lið 1. deildar. A sunnudag mætast í Laugardal Þróttur og Fram. Leikurinn er ákaf- lega mikilvægur báðum liðum. Vilji Þróttur komast hjá aukaleik um fallið við það lið er hafnar i öðru sæti 2. deildar þá verður hið unga lið Þróttar að hljóta stig — helzt tvö. En áreiðan- lega verður Fram ekki á þeim buxun- um að gefa stig — hvert stig telur nú í hinni hörðu baráttu um tslands- meistarabikarinn. í Hafnarfirði verður viðureign FH og Vals í sviðsljósinu — bæði lið munu áreiðanlega ekkert gefa eftir. Af öðrum leikjum heigarinnar í 1. deild er það að segja, að Víkingar fær Hauka í heimsókn, ísfirðingar ferðast til Akureyrar og leika við KA og loks leika Selfyssingar við Vest- manneyinga í Eyjum. Allir leikirnir hefjast kl. 14 nema leikurinn í Eyj- um. Hann hefst kl. 17. Staðan í 1. deild er nú: Valur 13 8 4 1 37-13 20 Fram 13 8 3 2 20-15 19 Breiðablik 12 6 2 4 16-14 14 Akranes 12 5 4 3 16-16 14 Víkingur 12 6 1 5 16-16 13 KR 13 3 5 5 19-18 11 Keflavík 13 5 1 7 18-20 11 FH 12 1 4 7 8-20 6 Þróttur 12 1 2 9 9-26 4 Baráttan í 2. deild er einnig í al- gleymingi þó ÍBV standi bezt að vfgi og Þór sé nokkuð öruggur um annað sætið. fara til Keflavíkur á morgun og hefst IBV 11 9 2 0 35-9 20 leikur þeirra kl. 19 við ÍBK, íslands- Þór 12 7 4 1 29-11 18 meistarar Akraness leika á Kópavogs- Ármann 12 6 3 3 22-13 15 velli við Breiðablik — fróðlegt veröur Völsungur 13 5 3 5 20-21 13 að sjá útkomu viðureignar liðanna KA 13 4 4 5 21-25 12 þar sem bæði lið hafa hlotið 14 stig. ísafjörður 11 3 4 4 13-14 10 Fjórir leikir verða í 2. deild — Þór Haukar 12 3 2 7 18-25 8 ferðast suður fyrir heiðar og leikur Selfoss 12 2 3 7 18-32 7 við Ármann á Laugardalsvelli. Reynir Reynir 12 2 1 9 11-37 5 Það er hart barizt í leik Vais og Fram á miðvikudag. Hér hefur Jón Pétursson betur en Ingi Björn. Dýri Guðmundsson er við öllu búinn ef Jón skyldi missa knöttinn yfir sig. DB-mynd Bjarnleifur. Botnfið 1. defldar gegn efslu fiðunum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.