Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976 — 182. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Tveir bkfðamenn ins handteknir — Sakadómsmenn beittu valdi, neituðu þeim um samband við umheiminn og tóku engar skýrslur of þeim Tveir blaöamenn Dag blaðsins voru teknir höndum. er þeir voru að störfum í mat stofu nokkurra ríkisstofnana ao Borgartúni 7 i hádeginu í gær Berglind Ásgeirsdóttir blaða maður og Arni Páll Jóhanns- son, ljósmyndari Dagblaðsins, voru stödd í áðurnefndu mötuneyti á matmálstíma í gær þeirra erinda að taka mynd af Karli Schutz, hinum þýzka rannsóknarmanni, sem er til aðstoðar sakadómi við rann- sókn Geirfinnsmálsins og ann- arra mála og freista þess að ná tali af honum. Árni Páll tók þarna nokkrar . myndir og Berglind hafði hug á því að ná tali af Schiitz. Ljós- myndarinn notaði leifturljós eða „flash" eins og það er venjulega nefnt. Fór hann því með engri leynd í starfi sínu. Berglind sat við borð þar sem þau höfðu snætt brauð og kaffi.' Er ljósmyndarinn hafði tekið nokkrar myndir, bar þarna að Örn Höskuldsson, fulltrúa yf- irsakadómara. Ýtti hann Ijósmyndaranum inn í húsa- kynni sakadóms og skipaði honum að afhenda ljósmynda- vél sína og filmur er hann kynni að hafa í fórum sínum. Þegar Árni Páll neitaði að verða við þessu, skipaði full- trúinn lögreglumönnum að taka þessa hluti af honum með valdi. Ekki kom til frekari átaka, en lögreglumenn fóru að fyrirmælum yfirboðara síns. Berglind Ásgeirsdóttir var skömmu síðar færð í húsakynni sakadóms. Var henni haldið þar án nokkurra skýringa í um það bil klukkustund. Var hún síðan látin laus, en Árni Páll fékk að fara frjáls ferða sinna eftir um Berglind Asgeirsdóttir blaðamaður og Arni Páll Jóhannsson ljósmyndari DB-mynd Ragnar Th. Sig. legar eða engar skýringar fengu þau á þessari frelsissvipt- ingu. Ragnar Aðalsteinsson hefur Dagblaðsins koma iit frá Sakadómi Reykjavfkur. — það bil hálf a klukkustund. Hvorugt þeirra fékk leyfi til að hafa nokkurt samband við umheiminn í síma og mjög treg- tekið að sér að reka réttar fyrr- greindra blaðamanna Dag- blaðsins. Mun hann í dag ,óska þess að fá skýrslur sakadóms um þennan einstæða atburð. Frásögn blaðamannanna er birt á öðrum stað hér í blaðinu. BS. c — sjá nánar bls. 8 — f rásagnir blaðamanns og Ijósmy ndara > ( Laxá verður virkjuð frekar í framtíðinni — Viðhorf munu breytast _ síá bls. 9 ) (Gömul hú fyrirfegu hús komin á verðlaunapall fegurð -sjábls.4 Repúblikanar senda Ford íframboð FORD 1187, REAGAN 1052 Kiukkan hálfsex i morguh varð Ijóst að Ford forseti hafði tryggt sér útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins á flokks- þingi í Kansas City. Hér má sjá forsetahjónin er þau komu til borgarinnar, þar sem þeim var ákaft fagnað af stuðnings- mönnum sínum. — sjo erlendar frettir bls. 6-7 ——————--------------------------------------------------------------:----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- -» Kristján Pétursson: OREMD VARASAMT AD KOMA UPP UM SAKAMÁL — Nokkrir spíramálsmennirnir gera nú athugasemdir við rannsóknaaðf erðir hans og Hauks Guðmundssonar „Sumir hinna yfirheyrðu hafa gert athugasemdir við rannsóknaaðferðir þeirra Hauks og Kristjans, er þeir voru spurðir hvort ásakanirnar, sem birtust í grein í Tímanum 14. april sl. í þeirra garð, ættu við er þeir Kristjan og Haukur voru að rannsaka mal þeirra," sagði Halldór Þorbjörnsson, yfifsakadómari í viðtali við blaðið í gær. Þá staðfesti bann aó höfund- ur greinarinnar væri bróðir tveggja sakborninga úr spíra- málunum svonefndu. en eins og blaðið skýrði frá á sínum tima fól rikissaksóknari sakadómi Reykjavíkurað yfirheyra um 30 sakborninga úr þéim málum um starfsaðferðir Kristjáns og Hauks. Að sögn Halldórs er nú búið að yfirheyra 27 mannanna og rannsóknin langt komin. Að svo stöddu vildi hann ekki tjá sig frekar um málið. Tilefnið til viðtalsins við Halldór var m.a. að Kristján Pétursson ritar kjallaragrein í blaðið í dag þar sem hann segir m.a. vafasamar aðferðir ríkis- saksóknara að leita álits sak- borninga í smyglmálum á rann- sóknaraðferðum þeirra sem komu upp um málið, ekki sízt með hliðsjón af því að sak- borningarnir kvörtuðu ekki yfir aðferðunum á meðan á rannsóknum stóð, eins og þeim er þó heimilt. í greininni segir hann orðrétt um afleiðingar þessa- „Það fordæmi, sem þessi máls- meðferð ríkissaksóknara gefur, hefur þá alvarlegu áhættu i för með sér að löggæzlumenn munu hugsa sig um tvisvar í framtíðinni hvort þeir geti tekið þá áhættu, sem fylgir því að upplýsa sakamál, þar sem margir aðilar eru viðriðnir." —G.S. Sjákjallarabls. 11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.