Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.08.1976, Qupperneq 10

Dagblaðið - 19.08.1976, Qupperneq 10
10 MMBIABIÐ fijálst, úháð dagblað 'UtgefanUi Dagblaöiðhf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asjírímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson.• Berglind Ásgéirsdóttir. Bragi Sigurðsson. Erna V. Ingólfsdóttir. Gissur Sigurðsson, Hallur Uallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir. Katrin Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir. Ölafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin PálSson, Ragnar Th. Sigurðson Gjáldkeri: I»rámn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 9U kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322, auglýsinga'r. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. simi 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sjðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Lág laun „Okkur hefur aldrei liðið jafnvel.“ Þannig ér vinsælt vió- kvæöi stjórnarsinna víða um lönd fyrir kosningar. Lengi hefur verið gumað af því, að almenningur á íslandi hefði það „mjög gott“ sam- anborið við alþýðu manna í öðrum löndiHn. Hér væri nánast stéttlaust þjóðfélag, hafa margir sagt. En hver er reyndin? Sá misskilningur, að alþýða manna á íslandi búi við einkar góð kjör miðað við alþýðu manna annars staðar, byggist aðallega á því, hversu erfitt er að bera saman tekjur manna í mismun- andi ríkjum, þar sem gengi gjaldmiðils er með ýmsum hætti og gefur oftast villandi hugmynd um aðstæður. Árlega eru til dæmis opinberaðar tölur frá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD, þar sem ísland er aðili og yfir tuttugu önnur ríki, meðal annars 'mörg hin ríkustu. ísland er oft hátt skrifað í þessum samanburði. Þarna eru bornar saman þjóðartekjur á mann, reiknaðar í bandarískum dollurum. Orsök þess, að ísland er til dæmis samkvæmt síöustu tölum OECD mjög ofarlega á blaði, er ekki sú, að lífskjör alþýðu manna hafi hér batnað til mikilla muna. Þvert á móti. Breyting- in liggur einungis í því, að hér hefur orðið mikil verðbólga án þess að gengi krónunnar væri fellt sem því svaraði. Mark er hins vegar takandi á samanburði á því, hversu lengi verkamenn á venjulegasta kaupi eru að vinna fyrir ýmsum vörum í hinum ýmsu löndum. Tölur, sem nýlega voru birtar í Dagblaðinu, birta mynd, sem mun koma mörg- um íslendingum á óvart. íslenzkur verkamaður er þannig um fjörutíu mínútum lengur að vinna fyrir hálfu kílói af kaffi en bandarískur verkamaður, hálftíma lengur en franskur,- en brezkur verkamaður og vestur-þýzkur eru nokkuð svipaðan tíma að vinna fyrir kaffinu sínu og hinn íslenzki. Sovézkir verkamenn standast illa saman- burðinn, einnig við hina íslenzku. Dagsbrúnarmaðurinn er tuttugu mínútum lengur að vinna fyrir sjö kílóum af kartöflum en hinn bandaríski og nokkrum mínútum lengur en hinn vestur-þýzki. Brezkur verka- maður er hins vegar mun lengur að vinna fyrir kartöflunum en hinn íslenzki og sömuleiðis hinn franski. Þá er íslenzkur verkamaður nærri fimmtíu mínútum lengur að vinna fyrir hálfu kílói af venjulegasta hakki en hinn bandaríski, um fimmtán mínútum lengur en hinn franski, og það tekur Dagsbrúnarmanninn um hálftíma, eða meira, lengri tíma en hinn vestur-þýzka og hinn brezka. Dagsbrúnarmaðurinn er mun lengur að vinna fyrir brauðinu sínu en verkamaðurinn í öðrum löndum, sem hér hafa verið nefnd. Aðeins hinn sovézki og franski eru lengur að vinna fyrir eggjum Aðeins franski verka- maðurinn er lertgur að vinna fyrir nautakjöti, hinir flestir miklu skemur. Það er aðeins þorskurinn, sem er ódýrastur hinum íslenzka verkamanni. Myndin, sem af þessu má sjá, sýnir tvímæla- laust, að íslenzki verkamaðurinn er mun verr staddur en verkamaðurinn í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Allt hjal um sérstaklega góð lífskjör á íslandi miðað við það, sem gerist í grannríkjunum, er marklítið. DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976 Félagi Fidel orðinn fimmtugur: Forsœtisróð herrann boðar komu sína um miðnœttið Fidel Castro forsætisráð- herra Kúbu er orðinn fimm- tugur. Hann nýtur stöðugt meiri virðingar og vinsælda og hefur í fáu breytzt síðan hann var ungur skæruliði. En litrík saga kúbönsku bylt- ingarinnar, allt frá eldflauga- deilunni við Rússa 1962 fram til dagsins í dag, og afskiptin af stríðinu í Angola, hafa gert hrukkur í andlit hans og dreift hvítum hárum í frægasta al- skegg í heimi. Forsætisráðherrann er stór maður, 180 cm, á hæð. Hann hefur viðhaldið þeim eldmóði sem einkenndi skæruliðann Castro þegar hann felldi ein- ræðisstjórn Batista 1959 og tryggði lífsafkomu byltingar sinnar þegar heimsveldi í að- eins 145 km fjarlægð ógnaði henni. 25 cm langir vindlar Hann klæðist enn ólívugræn- um hermannafötum með skammbyssu við mjöðmina — og hefur fullan pakka af uppá- halds vindlunum sínum, 25 cm löngum, í brjóstvasanum. Ein- kennisbúningurinn hans er óaðfinnanlega straujaður og strokinn. Við hátíðleg tækifæri fer Fidel nú í fullan einkennis- skrúða og ber þá merki yfir- manns alls heraflans. Áður fyrr var hermannabúningurinn, sem hann virtist aldrei fara úr, aldrei straujaður. Ákveðnir þættir í lífi Castros hafa breytzt síðan hann kom fyrst til valda, þegar hann virtist alltaf vera alls staðar og vildi sjá alla hluti með eigin augum. Ferðir hans innanlands eru nú formlegri og færri — eða leynilegri. „Tugir“ banatilrœða Lífi Castros hefur marg- sinnis verið ógnað þannig að ekki eru allir jafn ánægðir með stjórn hans. Sjálfur hefur hann sagt svo frá, að „tugir“ af til- ræðum við líf hans hafi verið i£d7 kæfðir i undirbúningi. Þetta hefur orðið til þess að hann hefur nú dregið sig í hlé að töluverðu leyti. Hann er sagður dveljast að mestu í höfuðborginni Havana þótt i rauninni sé engan veginn hægt að vera fullviss um dvalarstaði hans á milli þess sem hann kemur fram opinber- lega. Ber þú sjólfur ## fjanda þinn ## „Hrafn hinn rauði,“ sagði jarl, „ber þú merkið". Hrafn mælti: „Ber þú sjálfur fjanda þinn.“ Jarl mælti: „Það mun vera maklegast, að allt fari saman karl og kýll“. Tók hann þá merkið af stönginni og kom í millum klæða sinna. Litlu síðar var veginn Ámundi hvíti. Þá var og jarl skotinn spjóti í gegnum." Margir landsmenn lifa í þeirri trú og skoðun, að á sínum tíma hefðu íslendingar betur svarað herstöðvarbeiðni USA með orðum Hrafns hins rauða en því sem varð. Svo mikið er og víst að fyrir um það bil 30 árum virtust allir á einu máli um, að hér skyldi ekki vera her á friðartímum. Þeir sem þá voru uppi minnast þess glögglega úr ritum og ræðum samtímans. svo kom blekkingin mikla: Verja þarf landið, ekkert hald er í hlutleysinu eins og þegar hefur sÝnt sig, Rússar koma. En svo virðist skýlan hafa fallið frá augum manna í síðasta þorskastríði og sú augljósa staðreynd runnið upp fyrir sjónum þeirra að „Kanar“ eru hér sjálfra sín vegna en ekki okkar, fyrst og fremst vegna varna síns eigin lands, hugmyndaheims og hagkerfis, sem við að vísu búum einnig sjálfir við og viljum víst flestir búa við þótt eigi séum við blindir á galla þess. Nú er töluvert um það rætt, bæði ljóst og leynt, að við ættum að láta USA eða Nató gjalda umtalsverða fjárhæð í einu eða öðru formi fyrir hernaðaraðstöðu sfna hér. Um það mál hafa ýmis köpuryrði verið uppi höfð og meiri og Jóhann Hjaltason mmni röksemdir bæði með og á móti, sem ekki er tóm til að rekja hér að sinni.' Þó skal því eigi neitað að skynsamleg and- mæli gegn slíku gjaldi eru einkum þau, að það festi erlendan her og herbúnað hérlendis um aldur og ævi. En þá er þess ekki gætt að. „of seint er að iðrast eftir daúðann." Héðan af verður ekki með góðu móti horfíð úr hernaðarbandalagi sem við að margra mætra manna dómi 'erum ófyrirsynju þátttakendur í, jafnvel þótt verulegur meiri- hluti þjóðarinnar æski þess, sem ekki mun vera tilfellið eins og sakir standa. Þeir sen: lifað hafa Búastríð, Balkanstrið og tvær heims- styrjaldir með aðeins tutt- ugu og eins árs millibili vita að „ríki sem bua sig undir stríð, fara í stríð. Það er eins víst og að hænur verpa eggjum.“ öllum hugsandi mönnum er fulljóst að þriðja heimsstyrjöldin — sem getur verið skemmra undan en menn almennt vona, verður háð með skjótvirkari og skelfilegri drápstækjum en nokkru sinni fyrr. Atómsprengja sem félli á Keflavíkurflugvöll mundi að vitni þar um dómbærra manna, valda bráðum dauða hálfrar þjóðarinnar með tilheyrandi eyðileggingu mannvirkja á þéttbýlissvæðinu suðvestan- lands. Enginn, sem gerir sér einhverja grein fyrir þróun og framvindu sögunnar, fær efazt um notkun kjarnorkuvopna í næstu heimsstyrjöld. Spurningin er aðeins: Hvenær? í hversu miklum mæli? í svitabaði skattpíningar og skuldasúpu ásamt helskuggum komandi heimsófriðar er næsta mannlegt þó að lítils megandi þjóðarkrili á borð við Islendinga uni því eigi til langframa að lána land sitt- endurgjaldslaust sem njósna- stöð og brjóstvörn voldugra milljónaþjóða, en taki Lstað þess mið af manni þeim, er endur fyrir löngu fékk vitrun í draumi þar sem hann var spurður: „Hvort viltu heldur fé og farnað þessa heims eða annars?" „Veit hönd hvað hefur, heldur hérna megin", svaraði karl. Jóhann Hjaltason, kennari.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.