Dagblaðið - 19.08.1976, Side 24

Dagblaðið - 19.08.1976, Side 24
Laxveiðin skapar miklar gjaldeyris- tekjur: Aætlað er að erlendir menn sem hingað koma til laxveiði greiði u.þ.b. 150 milljónir króna til þeirra bænda og annarra er þeir kaupa veiðirétt af. Margir þessara erlendur gesta eru margfaldir milljónamæringár og 1 panta fyrirfram beztu þjónustu, hótel, bílaleigubíla, úrvBls mat- og vínföng, þjónustufólk og leiðsögurhenn. Peningar skipta þá ekki máli. Sumir koma meira að segja í einkaþotum. Altalað er meðal kunnugra að margfalda megi bá krónutölu, sem hinir erlendu gestir eyða til .veiðileyfa hér, með að minnsta kosti 5, sumir segja 7, til þess að finna út hvað þeir eyði til ferðarinnar í heild. Kemur þá út að erlendir laxveiðimenn eyða til Islandsferða sinna í ár 750 til 1000 milljónum króna. 750 til 1000 millj- ónir f ró útlending- um í laxveiðum hér — Um 150 milljónir af því eru greiddar fyrir veiðileyfi Leigutekjur oænaa gf laxveiðiám og vötnum eru af fróðustu mönnum taldar hafa verið milli 200 og 300 milljónir króna 1975. Þeir sem vel til þekkja telja hærri töluna lík- legri. Nákvæmar tölur um leigutekjurnar er hvergi að finna á einum stað og þyrfti að blaða í reikningum um 130 veiðifélaga eða reikningum og framtölum einstaklinga til að finna þær, en leiga ánna hefur verulega hækkað árið 1976. Þessar 200-300 milljónir eru aðeins „frumleiga" bændanna, sem veiðiréyinn eiga. í mörgum tilvikum taka svo einstakir menn ána á leigu i þvi skyni að endurleigja hana til einstakra veiðimanna og þá einkum útlendinga. Á það við um margar af beztu veiðiám landsins. I endurleigunni hækkar árleigan mjög svo að nemur milljónatugum. Það munu aðallega vera 17 ár á landinu sem leigðar eru út- lendingum á bezta veiði- tímanum, eða yfir hásumarið. 1 þær komast íslendingar fyrst og síðast á veiðitímanum, þá er veiði hefur ekki náð hámarki eða þá að tekið er að draga úr henni. Sumar ár eru „alveg erlendar“ þ.e. í þær koma ekki Islendingar nema í einstaka tilfellum bændur er veiðirétt eiga þá er útlendingurinn, sem þeir hafa leigt veiðirétt í ánni, er þar ekki né heldur neinn af þeim útlendingum, sem hann hefur endurleigt réttinn til veiða. Góðu árnar 17, — þar sem veiðar útlendinga eru mestar, og leigðar eru á hæstu verði dag hvern, — eru i upphafi teknar á leigu hjá bændum fyrir um helming þeirrar upp- hæðar, sem bændur samtals fá fyrir veiðiréttindi á öllu landinu, eða 100-150 milljónir kr. árið 1975. Þessar ár eru: Laxá í Kjós, Norðurá, Grímsá, Laxá i Leirársveit, Laxá í Dölum, Þverá í Borgarfirði, Langá á Mýrum, Hítará, Haffjarðará og Straumfjarðará á Snæfellsnesi, Víðidalsá, Vatnsdalsá' Laxá í Þingeyjar- sýslu, Hofsá í Vopnafirði og Hafralónsá, Hölkná í Þistilfirði og Deildará við Raufarhöfn. í öllum þessum ám veiða útlendingar yfir „bezta tímann,“ en hann hefur verið að lengjast á undanförnum ár- um og mun sums staðar tæpur helmingur veiðitímans en ann- ars staðar rúmlega hemingur hans. —ASt. frjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 19. AGÚST 1976 Lögreglumenn kera af Schútz „Þeir menn, sem vinna með Schiitz njóta mikillar reynslu hans,“ sagði Olafur Jóhannesson dómsmálafáðherra í viðtali við Dagblaðið 1 morgun, en frétta- maður leitaði staðfestingar á frétt, sem birtist í Dagblaðinu í gær um fyrirætlanir um endur- skipulagningu rannsóknarlög- reglunnar og námskeið fyrir hana. I viðtali við Tímann segir Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra: „Þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt. Blaðið hlýtur að eiga við Karl Schiltz." -BS. Gjaldeyri Útsýnar skilað ídag Gjaldeyririnn, sem stolið var frá Útsýn er köminn aftur í leitirnar, og ætti að komast í umferð eftir daginn í dag. Haukur Bjarnason, rannsóknarlög- reglumaður, sem annazt hefur rannsókn 20 viðurkenndra innbrota Náttfara, sagði í viðtali við DB í morgun, að gjald- eyrinum yrði skilað í dag. Hvort peningarnir verða af- hentir forstjóra Útsýnar beint eða afhending þeirra til hans fer fram í Seðla- bankanum var ekki alveg ákveðið, en alla vega ættu skil ú gjaldeyrinum til banka að geta farið fram 1 dag. Upphæðin er mjög nálægt þeirri upphæð er forstjóri Útsýnar gaf upp. Ekkert nýtt hefur komið fram til lausnar á óupp- lýstum inn'brotum af sama tagi eða svipuðu og þau er Náttfari hefur viðurkennt. —ASt. Hjólmur hefði getað bjargað Umferðarslys varð í Vestmannaeyjum á tíunda timanum í fyrrakvöld. Piltur á léttu vélhjóli varð fyrir bifreið á mótum Kirkjuvegar og Heiðarvegar. Hann var hjálm- laus og kom það honum illa í koll. Fékk hann allmikið höfuðhögg, en er þó engan veginn í lífshættu. —ASt Kindur falla ó þjóðvegum Nú gengur í garð sá tími er slysum á sauðfé fjölgar. Haust- dimman færist yfir og eykur á slysahættuna. Tvö kvöld í röð hefur gelfosslögreglan haft atskipti af slíkum slysum og drapst kind í báðum tilfellunum. Vill lögreglan vekja, athygli á þessari vaxandi hættu sem ökumönnum stafar af ágangi sauðfjár í vegakanta. ASt Af hassmólum: Hillir undir samgöngubót í Kópavoginum Langþrað samgöngubót fer senn að verða að veruleika. Lokið er smiði brúarinnar yfir Kópavogslækinn og verið er að vinna við nýja akbraut til suðurs sem mun verða notuð samhliða þeirri gömlu. Standa vonir til að malbikun ljúki í september eða byrjun október. Þegar framkvæmdunum lýkur mun nýja akbrautin ná suður fyrir Arnarneshæðina og verður vegurinn jafnframt notaður sem tengivegur út á Arnarnesið. Bygging vegarins hófst í júlí- mánuði pg mun kostnaðurinn við þennan 1200 m vegakafla frá brúnni yfir Kópavogslæk- inn verða 75—80 millj. kr„ þar af kostar bygging undir malbik 30 millj. Myndirnar sýna þegar verið var að fylla að nýju brúnni í gær, og veginn til suðurs. DB- myndir Sveinn Þormóðsson A.Bj. ENDASLEPP FLUG- FERÐ HÁn UPPI Einn þriggja pilta, sem um hálftvöleytið í gær ætluðu með Vængjum vestur á Suðureyri við Súgandafjörð, átti lítinn hassmola, 5-6 grömm, i vasa sínum. Hann bauð félögum sínum upp á reyk áður en haldið var i loftið. En einhver sá til og lét hass- lögregluna vita. Þaðan komu menn á staðinn þegar farþegar voru komnir inn í vél, og vildu fa að leita á piltunum og í farangri þeirra. Þremenningarnir neituðu, farangur þeirra var tekinn út úr vélinni og þeir fluttir til vfirheyrslu á lögreglustöðinni. Þar fannst hassmolinn á einum þeirra og allir játuðu að hafa neytt efnisins. Um kl. 17 í gær gengu þeir út úr lögreglu- stöðinni og málinu var lokið með dómsátt. Eigandi molans sættist á 15.000 króna sekt, en félagar hans tveir, hlutu áminningu, enda um fyrsta brot að ræða og aðeins neyzlu. „Sá, sem hafði efnið undir höndum, veit ekki hvaðan það emur, eða frá NN með öðrum orðum." sagði Arnar Guðmundsson, fulltrúi fíkni- ci'nadómstólsins. í samtah við DB um þetta atvik.,,Það er cililt að kyng.ia því, en þætti þessai a iidi a ei lokið," —ÓV ísofjörður: Hverjum skal tilkynna bruna ef tir 1. sept.? „Við sjáum fram á hreint vandræðaástand 1. september ef ekki finnst lausn á þessu máli fyrir þann tíma,“ sagði Bolli Kjartansson, bæjarstjóri á isafirði, í samtali við frétta- mann blaðsins í morgun urn al- varlegt vandamál, sem blasir við þar vestra. Þannig hagar til um bruna- útköll á isafirði, að undanfarna þrjá áratugi eða svo hefur sim- stöðin á staðnum annazt þau. Fyrst í stað var hringt í hvern og einn slökkviliðsmann í áhugamannaliðinu — 50—60 manns — en eftir að sjálfvirk símstöð var tekin í notkun 1969 er ýtt á fjóra hnappa í símstöð- inni til að ræsa allt brunaliðið. Bolli Kjart.insson sagði í morgun að nú aefði Landssím- inn sagt þessar þjónustu upp frá og með 1. : eptember, þar sem talsímakoni r vildu losná undan þessari k vöð og auka- álagi. „Málin stmda illa, því hér er ekki só. arhringsvakt nema á tveimur st- ðum, síman- um og sjúkrahú: nu," sagði Bolli í morgun. „Starfsfólk úkrahúss- ins getur ekki an zt þessa þjónusui. þannig að ð höfum leitað til stjórnvalda um sam- ræmda lausn á málinu — því þetta er ekki aðeins svona hér á isafirði, heldur um allt land — svo nauðsynlegt kann að vera að setja um þetta heildarreglur. Svo kann að fara, að það verði að gera með löggjöf — og þá dregst það að minnsta kosti þar til þing kemur saman — ef ekki er hægt að setja um það reglu- gerð eða komast að samkomu- lagi við Póst og síma. Það hefur ekki tekizt til þessa. Staðan er þvi erfið og illleysanleg," sagði Bolli Kjartansson. OV.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.