Dagblaðið - 23.08.1976, Page 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. ÁGUST 1976.
Samskipti almennings og lögreglu
G.G. skrifar:
A undgnförnum mánuðum
hafa fréttir af innlendum vett-
vanni einkum snúizt um hin
fjölmörgu og margþættu saka-
mál er hérlendis hafa skotið
upp kollinum síðastliðin ár. í
þessu sambandi ber hvað hæst
ranns’ókn Geirfinnsmálsins
margumrædda, sem hvoru-
tveggja hefur skotið fólki skelk
í bringu og leitt það til umhugs-
unar um að hér á landi eru
glæpir ekki lengur sériðja öl-
kærra „góðkunningja lögregl-
unnar", heldur jafnframt
skipulögð starfsemi hópa
manna gegn ríflegri gróðavon.
Það er ekki ætlunin hér að gera
skil félagslegum orsökum og af-
leiðingum þessarar stað-
reyndar, hversu óhugnanleg
sem tilvera slíkra glæpasamv
taka er í okkar litla þjóðfélagi.
Það sem ég vil gera að umræðu-
efni í þessari grein er hið al-
gera sambands- og upplýsinga-
leysi milli opinberra aðila og
almennings, er hvað bezt hefur
komið í ljós undanfarnar vikur
í tengslum við rannsókn Geir-
finnsmálsins.
Ilin hæga framvinda þessa
máls hefur leitt til þess að for-
svarsmenn rannsóknarlögregl-
unnar hafa nú um skeið með
öllu neitað að veita fjölmiðlum,
og þar með almenningi, nokkra
vitneskju um gang og fram-
þróun rannsóknar Geirfinns-
málsins. í Vísi þann 18. þessa
mánaðar má lesa eftirfarandi
viðtal við Örn HÖskuldsson full-
trúa hjá Sakadómi undir fyrir-
sögninni „KERFIÐ LOKAÐ".
— „Er þetta Orn Höskulds-
son?"
„Já."
— „Þetta er á dagblaðinu
Vísi, gætuð þér gefið mér
einhverjar upplýsingar um
Geirfinnsmálið svonefnda?"
„Nei". .
Þar með lagði Örn Höskulds-
son símlólið á er blaðamaður
reyndi að afla upplýsinga hjá
honum I gær.
Það fer ekki hjá því að maður
undrist slíka framkomu opin-
bers starfsmanns og fordæmi
þá vanvirðu sem hún sýnir al-
menningi, er einungis á þess
kost að fylgjast með rannsókn
málsins gegnum fjölmiðlana.
Sama dag og þessi frétt
Afsláttarkort SVR eru
einnig fvrir ðryrkja
4331-8594 hringdi:
Mig langar að fá staðfest á
opinberum vettvangi hjá Eiríki
Ásgeirssyni forstjóra SVR
hvaða reglur gildi um notkun
afsláttarkorta.
Ég er öryrki og hef fengið
þessi afsláttarkort síðan þau
voru fyrst afhent. Yfirleitt hef
ég sótt þau upp á skrifstofurnar
við Hlemm, en um daginn varð
ég að fara inn á afgreiðsluna á
Lækjartorgi til að fá miðana
þar. Ég framvísaði örorkuskír-
teini mínu en fékk þau svör hjá
afgreiðslustúlkunni að ein-
ungis 70 ára og eldri fengju-
miðana. Ég hef vitni að því að
hún sýndi alls enga kurteisi,
nema síður væri, og tók ekki til
greina orð min.
Hver er skýringin á þessu?>
Er starfsfólk SVR svona illa
upplýst eða hafa reglurnar eitt-
hvað breytzt?
I)B bar þessar spurningar
undir Eirík Ásgeirsson
forstjóra SVR, og kvað hann
þetta vera á einhverjum mis-
skilningi byggt. Rétt til af-
sláttarkortanna ættu allir 70
ára og eldri auk þeirra sem
liafa 75% örorku eða meira.
Geta þeir fengið þesísi kort á
skrifstofum SVR gegn framvís-
un tilskilinna gagna.
Eiríkur kvað viðkomandi vel-
komið að snúa sér til skrifstof-
unnar og fá þar leiðréttingu
mála sinna.
Rétt tii afsláttarkorta eiga 70
ára og eldri auk þeirra sem
hafa 75% örorku eða meira.
birtist í Vísi handtekur svo
rannsóknarlögreglan ljós-
myndara Dagblaðsins fyrir
meinta m.vndatöku á hinum
skinhelga Karl Schiitz og færir
blaðamann blaðsins i klukku-
stundar stofufangelsi fyrir
engar sakir aðrar en þær að
hafa verið staddur í húsakvnn-
um rannsóknarlögreglunnar
þegar hin meinta myndataka
átti sér stað.
Slík vinnubrögð eru ekki ein-
ungis sakhæf lögleysa, heldur
lýsa þau jafnframt betur en
flest annað því algera upp-
lýsingale.vsi sem ríkir í sam-
skiptum rannsóknarlögregl-
unnar og fjölmiðla (og þar með
almennings).
Erlendis þykja góð samskipti
og gagnkvæmt traust lögreglu
og almennings undirstöðuatriði
í framkvæmd löggæzlu og rann-
sóknum sakamála. Má nefna að
í Bretlandi höfðar lögreglan
mjög til hjálpar almennings við
lausn sakamála og fjölmiðlar
þar í landi flytja jafnan
nákvæmar fréttir af rannsókn-
um sakamála, þar sem almenn-
ingi eru veittar greinargóðar
upplýsingar um framvindu
rannsókna og fólk hvatt til að
veita lögreglunni allar þær
upplýsingar og aðstoð er leitt
gæti til lausnar sakamála. Á
þerinan hátt á almenningur
ákaflega auðvelt með að fylgj-
ast með framvindu lögreglu-
rannsókna, þar eð fjölmiðlarnir
hafa heimildir sfnar jafnan
beint frá blaðafulltrúum
lögreglunnar, sem gegna því
starfi einu að veita sem gleggst-
ar og áreiðanlegastar fréttir af
starfi lögreglunnar. Með þessu
móti skapast jafnframt ákveðið
traust af hálfu almennings til
lögreglunnar, þar eð tækni-
þjálfun og starfshæfni rann-
sóknarlögreglumanna er jafnan
upp á það bezta sem um getur.
Hérlendis virðist sá háttur
hins vegar hafður á, að almenn-
ingi er haldið I óvissu um eðli
og rannsöknir sakamála eins
lengi og auðið er, og rann-
sóknarlögreglan kemur fram
sem einskonar ríki í ríkinu,
sem ekki ber skylda til aó láta I
té neinar upplýsingar um starf-
semi sína og starfsháttu. Koma
þýzka glæpasérfræðingsins
Karls Schiitz hingað til lands
hefur leitt sannleiksgildi þessa
í ljós svo ekki verður um villzt.
Hann hefur starfað undir
handarjaðri Arnar Höskulds-
sonar (sem samkvæmt upp-
lýsingum eins dagblaðsins á
dögunum mun mæltur á þýzka
tungu), og hvorki dagblöðun-
um né fréttamönnum útvarps
og sjónvarps hefur verið ieyft
að ná af honum tali, og til-
raunir til að ljósmynda sér-
fræðinginn margrómaða leiða
til handtöku og stofufangelsis-
vistar, sem ekki á sér neina
lagalega réttlætingu.
Af þessu ætti að vera ljóst að
brýna nauðsyn ber til að starf-
semi og vinnubrögð rann-
sóknarlögreglunnar séu endur-
skoðuð og þau færð í það horf
sem eðlilegt getur talizt. Al-
menningur á heimtingu á að
hann sé upplýstur um fram-
vindu sakamálarannsókna, en
verði ekki að mynda sér
skoðanir og draga ályktanir af
þeim mörgu og margvíslegu
slúðursögum sem vanræksla
rannsóknarlögreglunnar á
greinargóðri upplýsingamiðlun
hrindir af stað.
Óskandi er að Örn Höskulds-
son og kumpánar hans í rann-
sóknarlögreglunni geri sér
grein fyrir því að góð samskipti
lögreglu og almennings séu
undirstaða árangursrikrar lög-
gæzlu, og ekki er að vita nema
stórsnillingurinn Karl Schiitz
geti þar bent þeim á sitt lítið af
hverju sem betur mætti fara í
starfsháttum rannsóknarlög-
reglunnar. Ekki veitir af, ef
stemma á stigu við þeirri þróun
sem nú virðist eiga sér stað í
íslenzkum afbrotamálum.
KOMIÐ MUMMA AFTUR AÐ
— tveir aðdáendur Mumma Meinhorns
í öngum sínum
Stórhöfði og kálhöfði skrifa:
Okkur vinnufélagana
dauðlangar til að komast að þvi
hvernig stendur á fjarveru
okkar ágæta vinar, Mumma
Meinhorns, sem er langbezta
myndasagan í blaðinu. Viljum
við beina þeim tilmælum til
hlutaðeigandi að kippa þessu
í liðinn sem fyrst til að tryggja
sáluhjálp margra aðdáenda
hans.
Við erum sammála
bréfriturunum um ágæti
Mumma Meinhorns og getum
glatt þá félaga með því að
myndasagan mun hefjast aftur
í þessari viku. Birgðirnar þraut
og eigum við von á nýjum
sögum með honum í hraðbréfi
frá Kaupmannahöfn núna
einhvern daginn.
Þvottur á snúrum
er merki lifandi
og starfandi f ólks
I.A. skrifar:
I blöðum er stundum amazt
við þvotti sem hengdur er á
snúrur á svölum fjölbýlishúsa.
(Sjá m.a. grein í DB 4. ágúst
sl ). Hann þykir vist til óprýði.
En hvar eiga húsmæður að
þurrka þvott sinn ef ekki þar?
Önnur hlið á málinu er sú að
mér finnst þvottur lífga upp á
útlit hús, svona til að sjá. Væri
hann ekki, þá væri allt útlit
húsanna mun dauflegra.
Þvottur á snúrum ber merki
þess að þarna búi lifandi og
starfandi fólk.
Látum því húsmæðurnar í
friði við að þurrka þvott sinn á
sínum eigin svölum. Það ætti
engan að angra, heldur hafa
gagnstæð áhrif.