Dagblaðið - 23.08.1976, Page 27

Dagblaðið - 23.08.1976, Page 27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. AGÚST 1976. (i 27 Útvarp Sjónvarp Athyglisverð mynd um Sjónvarp kl. 22.00 í kvöld: undirbúning undir dauðann Við dauðans dyr, nefnist mjög athyglisverð bandarísk fræðslumynd sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 22. Þýðandi er Jón O. Edwald og spurðum við hann um efni myndarinnar. ,,Það mætti líkja þessari mynd við fyrirlestur því læknirinn, Elisabet Kiibler- Ross, situr og ræðir vió íhorfendur. Hún segir frá reynslu sinni í því að hjálpa sjúklingum á banastundinni. Á starfsferli sínum hefur hún rætt við 800 sjúklinga sem legið hafa fyrir dauðanum og eru þaó mest börn sem hún hefur rætt við. Hún segir frá því sem fólk óttast mest að hennar dómi þegar dauðinn nálgast og hvernig reynslan hefur kennt henni að auðveldast sé að veita fólki hjálp eða aóstoð á bana- stundinni til þess að það geti kvatt þennan heim með frið í sálinni. Segir hún frá ýmsu sem fyrir hefur komið og nefnir nokkur dæmi til skýringar máli sínu. Elisabet Kúbler-Ross er svissnesk en býr í Chicago. Hún hóf ung störf sem Iæknir í flóttamannabúðum í Evrópu. Á undanförnum þrjátíu árum hefur hún haldið námskeið og fyrirlestra um þessi mál fyrir hjúkrunarfólk, lækna og presta. Myndin krefst þess að fólk fylgist vel með henni, það þýðir ekki að ætla sér að horfa á hana á hlaupum,'1 sagði Jón O. Edwald. —A.Bj. Nýi fréttamaðurinn á skjánum, Sigrún Stefánsdóttir. DB-mynd B.jarnleifur. Nýtt andlit í f réttatíma • 9 sionvarpsins „Þetta er ljómandi skemmtileg tilbreyting," sagði Sigrún Stefánsdóttir sem nýlega hóf störf sem frétta- maður hjá sjónvarpinu. Sigrún vrnr áður ritstjóri íslendings á Akureyri, en er íþróttakennari að mennt. „Eg sótti um starf íþrótta- fréttamanns en svo bauðst mér almennt fréitamannastarf og kaus ég það heldur." — Ertu flutt með börn og buru til höfuðstaðarins? „Eiginmaðurinn kemur ekki fyrr en eftir einn og hálfan mánuð. Hann mun taka við deildarstjórastöðu hjá Rauða krossinum. Eg er með syni mína tvo með ntér, þeir eru sex ára og eins og hálfs árs.“ Eiginmaður Sigrúnar er Björn Þórleifsson félagsmála- stjóri Akureyrar. — Varstu ekki dálítið tauga- óstyrk fyrst þegar- þú komst fram fyrir alþjóð á skjánum? „Blessuð vertu. ég er enn svolítið taugaóstyrk en það lagast vonandi þégar frá líður,“ sagði Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður hjá sjónvarpinu. —A.Bj Mánudagur 23. ágúst 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: ,,Blómið blóörauða" eftir Johannes Linnankoski. Axel Thor- steinson og Guómundur Guðmunds- son íslenzkuðu. Axel Thorsteinson les (15). 15.00 Miðdegistónleikar. Ingrid Haebler leikur Píanósónötu í E-dúr (D459) eftirSchubert. Christoph Eschenbach. Eduard Drolo og Gerd Seifert leika Tríó í Es-dúr fyrir píanó, fiðlu og horn op. 40 eftir Brahms. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Sumardvöl í Grænufjöllum" eftir Stefán Júlíusson. Sigríður Eyþórs- dóttir les (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurf regnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Sigurður Lárusson bóndi á Gilsá í Breiðdal talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 Dulskynjanir IV. Ævar R. Kvaran flytur erindi sitt: Sálfarir. 21.15 Samleikur: Hlíf Sigurjónsdóttir og lck Chou Moon leika Sónötu í A-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir César Franck. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan úr Svarta- skógi" eftir Guömund Frímann. Gísli Halldórsson leikari les (15). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaöarþáttur. Baldur Gestsson bóndi Ormsstöðum I Dalasýslu segir frá í viðtali við Gísla Kristjánsson. 22.35 Norskar vísur og vísnapopp. Þor- valdur örn Árnason kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. 1 Sjónvarp Mánudagur 23. ágúst 20.00 Fróttirog veöur. 20.30 Auglýsingar og dagsk rá. 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.10 Hvemig brygðist þú viö? Breskt sjónvarpsleikrit eftir Charles Humphries. Aðalhlutverk Ian McShane og Helen Cotterill. Derek West hefur verið kvæntur í mörg ár, á 2 dætur og lifir hamingjusömu fjölskyldulífi. Hann fer í söluferð til æskustöðvanna. og þar kemst hann að því, að hann á þriðju dótturina. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.00 Við dauöans dyr. I þessari bandarísku fræðslumynd er rætt við kunnan lækni. Elisabetu Kubler Ross. Að lokinni heimsst.vrjöldinni síð ari fór hún til starfa í fangabúðum og síðan hefur hún einkum unnið að þvi að létta fólki síðustu stundirnar á banabeói. Læknirinn skýrir viðhorf sín til'þessara alvörumála i ljósi sér- stæðrar lífsreynslu. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok. Lisa Burnell, Helen Cotterill og lan McShane í hlutverkum sínum í brezka sjónvarpsleikritinu sem sýnt verður í kvöid. Sjónvarp kl. 21.10: Hvernig brygðist þú við? Feilsporin í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.10 veröur sýnt brezkl sjónvarpsleikrit eftir Charles Humphris. Nefnist þaö Hvernig brygöist þú viö? Fjallar það um sölumann, Derek West að nafni. Hann hefur verið kvæntur í mörg ár og hefur íœsku búið við hamingjusamt fjöl- skyldulíf með konu sinni og tveim dætrum. Hann fer í söluferð til æskustöðva sinna og kemst þar að því að hann á ekki bara tvær dætur, heldur þá þriðju. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. —KL FRIMERKJASAFNARAR Sérstimpill Reykjavíkurskák- mótsins á sérútgefnum umslögum með merki mótsins og einnig meö teiknuðum myndum af íslenzku keppendunum eftir Halldór Pétursson. Umslögin verða til sölu á keppnis- stað í Hagaskóla, opnað verður kl. 2 þann 24. ágúst, upplag mjög takmarkað. REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ / Taflfélag Reykjavíkur

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.