Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 r ----- 3 Hin grœna bylting borgar- stjóra og hans sviðna jörð Hvað gerírðu í frístundum þínum? af töðu á ári. Blettir og gras- garðar borgarbúa gefa líklega af sér annað eins, Reykjavík samtals 1000 kýrfóður! Hvað gera þeir í Reykjavík við þennan góða heyfeng? Hvorki eiga þeir kýr né kindur til að éta heyið. Þeir eiga kannski í kringum 1000 hross, en handa þeim er hey reytt saman út urn allar sveitir. Reykvíkingar eru ríkir menn. Þeir hirða ekki um smá- muni eins og hey, heldur aka því öllu á hauga um það bil 1000 kýrfóðrum á ári! I þúsund ár hafa Islendingar aldrei heyjað nóg handa skepnum sínum. Á hverju vori vantar marga hey. Árlega er fénaði forðað frá felli með erlendu korni, keyptu fyrir nokkra milljarða króna. En Reykvíkingar hirða ekki hey. Þeir aka árlega 30 þúsund heyhestum á hauga. Það eru smámunir á þeirra vísu. Þó mætti úr þessu grasi vinna hálft þriðja þúsund tonn af heykögglum á sumri, sem nú mundu vera á að gizka hundrað milljóna virði. Heyköggl averksm iðj a í Reykjavík Gæti ekki góður borgarstjóri stofnað heykögglaverksmiðju í Reykjavik. Og hætt að aka töðu- grasi á hauga? Þá yrði að vísu að strjála slætti og slá ekki oftar en fjórum til fimm simmum á sumri. Þó held ég að það yrði bættur skaði. Gras- svörður mundi gróa betur, en hann gerir og verða síður hætt við vetrarkali. Og landið yrði þúsund kýrt fóðrum birgara af heyi á hausti! Helgi Hannesson skrifar: Falleg bók í hittifyrra var mér gefin fjarska falleg bók, full af ljóm- andi litmyndum og fögrum fyrirheitum. Þar var lýst á hátíðamáli hvernig hinn góði borgarstjóri ætlaði að breyta Reykjavík í frábært gróðurríki. Til áréttingar fögrum orðum fylgdu fallegar myndir. Þar fann ég glæsilegt flatar- málverk af Reykjavíkurborg. Það gladdi sveitamannsaugu mín, hve mikið fór þar fyrir græna litnum, og ég samgladd- ist Reykvíkingum, sem áttu að hafa þá grænu fegurð alla fyrir augum. Bezti unaður sveitamannsins er að sjá á sólskinsdegi algræn tún og haga, og þar þykir honum fegurst jörð, sem gróður er þroskamestur. frið til þess að spretta, rótin er sífellt sár, mikið ber á fleiðrum, ( flögum og sums staðar dauða- kali. Skoðið þið túnin meðfram Miklubraut! 30.000 heyhestar á hanga Borgarstjóri ræður yfir 300 hesta túni! Það gefur af sér á að gizka 500 kýrfóður; 1500 tonn Sviðin jörð. Nú hef ég í tvö sumur haft fyrir augum hið reykvíska gróðurríki. Hér finnast þúsund eða fleiri indælir skógarlundir og ennþá fleiri grænar flatir í einka- og samfélagseign. Það hefur valdið mér undrun og angri, hve harkalega Reyk- víkingar ganga að grasi sínu. Það er eins og þeir vilji afmá grasið óðar en það sprettur. Getur verið að Reykvíkingar fyrirlíti gras? Borgarstjóri lætur slá tún sín tvívegis hverja viku í gróandan- um. Á að gizka 20 sinnum yfir sumarið! Mikill fjöldi annarra manna virðist slá bletti sína vikulega. Það þótti snögg mýri á Blika- stöðum, þegar ég sló þar átta bagga á tólf stunda vinnudegi. En sneggri jörð lætur borgar- stjóri stráka sína slá. Oft sér þar engan mun á grasí, á ný- slægju og gamalslegnu. Teig- arnir minna æði oft á örtröð og sviðna jörð, grasið fær engan Hinir fegurstu grasblettir eru víðs vegar um borgina og á sumrin hafa margir unglingar starfa af því að haida þeim í horfinu. E.t.v. mætti nýta starfskrafta þeirra í heykögglaverksmiðju hér á Rcykja- víkursvæðinu. Björn Magnússon nemi: Eg spila fótbolta þegar ég á frí. Annars hefur maður svo lítið frí á veturna þegar skólinn er. Guðrún Ögmundsdóttir, vinnur i Faco: Ég tek þátt í pólitik. Bernharð Jónsson, vinnur byggingavinnu: Þær frístundir sem ég á nota ég til að gera við Honduna niína. Svo fer ég auðvitað í bíó og út að skemmta mér. EKKI HÆGT AÐ BROSA ÚT í ANNAÐ Sigriður Jónsdóttir skrifar: Ég hafði oft heyrt glefsur úr þáttum Sigmars B. Haukssonar sem nefndust Fjaðrafok og áttu að heita fyndnir án þess að mér stykki bros á vör. Ég vildi samt ekki dæma þá eftir umtali sem orðið hefur um þá og hlust- aði því frá upphafi til enda á síðasta þáttinn. Það sama varð uppi á teningnum Það var hreinlega ekki hægt að brosa, ekki einu sinni út í annað. Heil- mikil langloka var um mann sem steig upp í leigubíl i rign- ingu. Vitanlega var hann blautur og leigubílstjórinn lét hann heyra það óspart að svona ættu menn ekki að vera til fara í leigubíl og lét hann fara út að ýta þegar bíllinn fór ekki í gang í rigningunni og skipta um dekk þegar sprakk. Út á þetta eina atriði í Fjaðrafoki var lop- inn teygður endalaust. Önnur atriði voru álíka teygð og toguð. Nú langar mig til að spyrja. Hvað kostuðu þessir eliefu þættir Sigmars? Hvað hafði höfundurinn sjálfur svo í kaup af þeirri upphæð. DB hafði samband við Guðmund Jónsson fram- kvæmdastjóra Ríkisútvarpsins en hann sagði að kostnaður við hvern einstakan þátt væri mjög mismunandi. Það fer t.d. eftir hvort leikari kemur fram í þættinum, vinnu tæknimanna o. fl. Er því erfitt að nefna ákveðna upphæð í þessu sam- bandi. Varðandi kaup höfundar sagði Guðmundur að Ríkisú'varpið væri nú ekl.i þekkt að því að greiða hátt kaup því starfsfólki sem fyrir þaó vinnur. Bjarni Stefánsson, vinnur hjá Þjóðleikhúsinu: Ég er áhugaljós- myndari og tek myndir þegar ég á frí. Svo finnst mér mjög gaman að hlusta á klassík og jass. Við viljum íslending til að snúa plötunum í Sesari Tveir fyrrverandi fastagestir á Sesari hringdu: Við höfum verið fastagestir á Sesari undanfarna mánuði. Svo brá við íyrir nokkrum mán- uðum að ráðamenn staðarins fóru að ráða erlendan plötu- snúð. Þetta hefur mælzt mjög misjafnlega fyrir og við viljum taka undir þær mörgu óánægjuraddir sem heyrzt hafa. Þessi nýi plötusnuður Enn til styrktar Guðjóni Ísfirzkar verkakonur skrifa: Við 60 verkakonur i frysti- húsi á Vestfjörðum höfum ákveðið að styrkja Guðjón Styrkársson með 5 kr. framlagi hver. Markmið okkar er að leitast við að styrkja iágan fjárhag mannsins sem eftir því sem fram hefur komið í fjölmiðlum er ekki fær um að framfleyta heimili samkvæmt skattskrá si. ár. En þar sem við berum allar há gjöld eða frá 200.000 — '/í milljónar sjáum við ökkur ekki fært að leggja fram hærri upp- hæð hver, en óskum þess að fleiri góðir þjóðfélagsþegnar feti í fótspor okkar, og styrki þennan illa stadda mann í fjár- hagserfiðleikum hans. Við höfum beðið Dagblaðið að taka á móti framlagi þessu og vonum að Guðjóni berist sjóðurinn sem fyrst í hendur. skilar alls ekki sínu verki vel. Það er ekki nóg að ráða útlenda menn til starfa og trúa því svo bara að þeir séu beztu starfs- kraftar sem hægt er að fá. Þessi maður spilar mjög einhæfa músik, það er alltaf það sama sem maður heyrir þegar maður kemur þarna inn fyrir dyr. Mætti ég frekar hafa þetta eins og það var. Það voru ágætir menn sem sneru plötum þarna á staðnum. Við viljum skora á forráða- menn staðarins að koma ástandinu í lag eins fljótt og hægt er. Við viljum fá íslenzkan plötusnúð til starfa á ný. Músíkin hans Charlie fellur ekki öllum í geð. Fólk hefur jú misjafnan smekk. Vi ✓ Iíagur Sigurðarson, listmálari: Kkkert. ég hef engar frístundir. Anna Þorgilsdóttir húsmóðir: Ég á nú svo litlar frístundir vegna þess að ég á barn sem þarf að hugsa um. Það er ekki svo gott að fá barnapiur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.