Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976. 5 Blaðburðarbörn óskast strax í eftirtalin hverfi: Suðurlandsbraut fró 4—105 Síðumúla Skúlagötu fró 58—út Tjarnargötu Suðurgötu Skipholt Álftamýri Lindargötu Hútún Miðtún UppL i síma 27022 Laus staða Iðnkynning opnuð í hinu eðlilega umhverfi: Iðnverkakona og róðherra iðnaðarmála fluttu ávörp IÐNKYNNINGIN Æni AÐ VERA TIL AÐ BÆTA AÐSTÖDUNA Kennarastaða í náttúrufræði við Menntaskóiann að Laugarvatni er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf, sendist menntamáiaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavjk, fyrir 16. september nk. Menntamúlarúðuneytið 1. september 1976. Það er okkur íslenzku iðnverka- fólki sérstök ánægja að íslenzk iðnkynning skuli vera opnuð hér meðal okkar og við væntum góðs af þessari kynningu á íslenzkum iðnaði. ísienzkur iðnaður er sam- keppnisfær við erlendan iðnað við sömu aðstæður. Oft er það svo að verkafólk notar störf í iðnaði sem eins konar stökkpall á meðan það bíður eftir einhverju betra starfi. Þótt iðnverkafólk standi jafnfætis öðrum launastéttum hvað viðkemur launum, eru tekjumöguleikarnir miklu lélegri. Þetta var meðal þess sem Hall- dóra Olafsdóttir, iðnverkakona, sagði í gær, er íslenzk iðnkynning var opnuð. Athöfnin fór fram í verksmiðj- unni Dúk og hófst með því, að Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra hélt ræðu og fjallaði ráð- herra m.a. um hlut iðnaðar í þjóðarframleiðslunni. ,,Á það legg ég áherzlu, að þeirri kynningar- og upplýsingar- starfsemi sem hér er að hefjast.er á engan hátt ætlað að gera hlut annarra atvinnugreina minni en hann er í þjóðarbúskap okkar, þótt kynning á iðnaði í landi okkar sé markmiðið,“ sagði Gunnar Thoroddsen meðal annars í ræðu sinni. Hjalti Geir Kristjánsson, sem er formaður verkefnaráðs, kynnti Islenzka iðnkynningu og loks var snæddur hádegisverður í vistleg- um matsal starfsfólks verksmiðj- unnar Dúks. Þátttakendur í þessari iðnkynn- ,,Við vonumst til þess að stjórn- völd sýni þann skilning sem þau hefur skort á íslenzkum iðnaði og meti hann eins og vert er,“ sagði Björn Bjarnason, fulltrúi í fata- verksmiðjunni Dúk, þar sem ís- lenzk iðnkynning var formlega sett i gær. „Þessi iðnkynning verður von- andi til þess að bæta aðstöðu iðn- aðarins svo að aðstaða hans verði ekki eins erfið og áöur." Verksmiðjan Dúkur hefur um 40 manns í þjónustu sinni og þar af eru einungis sex karlmenn. Verksmiðjan framleiðir Slimma- kvenfatnað, Koratron- karlmannafatnað og Kanters- lífstykki. Skyldi ökumaðurinn ekki hafa sektarkennd? Það er vandamál að leggja bifreið sinni í miðborg Reykjavíkur. Þar er tkki flóa- friður, nema sífellt sé verið að borga í stöðumælana. Og gleym- ist það, þá má bóka að einn af hinum árvökru gæzlumönnum laganna er kominn á vettvang og skrifar þá upp sem eiga eitthvað sökótt við mælana og mælaverðina. Sveinn Þormóðs- son gekk fram á þennan, hann hafði heldur en ekki gleymt bílnum sínum við stöðumæli. og verður liklega að greiða væna fúlgu í stöðumælasuktir. í viðeigandi umhverfi „Okkur fannst viðeigandi að hefja þetta iðnkynningarár í við- eigandi umhverfi hér í verksmiðj- unni, þar sem fyrsta viðfangs- efnið sem kemur fyrir almenn- mgssjónir verður fatasýning í Laugardalshöllinni," sagði Pétur Fyrirtækið var stofnað. árið 1946 af Bjarna Björnssyni og veitir hann fyrirtækinu forstöðu. — A.Bj. Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri íslenzkrar iðnkynning- ar, ásamt Bjarna Björnssyni, forstjóra Dúks, og Þorvarði Alfons- syni, fulltrúa í iðnaðarráðuneytinu. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Arnbjörg Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Alfonsdóttir, Sigríður Atladóttir, Halla Arna- dóttir, Helga Jonasdóttir, l'nnur Bjarndóttir og Edda Guð- mundsdótlir halda basar i KR- heimilinu á sunnudag kl. 3. DB- inynd: BB. „Við eigum svolítið upp i verðið en tvísláin er dýr, kostar eitthvað um 300 þúsund krónur svo okkur datt þetta fjáröflunartækifæri í hug,“ sagði Sigríður Atladóttir, ein af sjö frísklegum fimleika- meyjum, sem litu við á rit- stjórninní fyrir skömmu. Þær eru á aldrinum 10-15 ára og allar í meistarflokki fimleikadeildar KR. Þær hyggjast halda basar í KR- húsinu nú á sunnudag og hefst hann kl. 3. „Við erum búnar að ganga í búðir og sníkja alls konar muni og svo erum við auðvitað búnar að baka," sagði Helga Jónasdóttir. „Því miður erum við ekki búnar að verðleggja munina ennþá svc við getum ekki sagt um það, hvert verðið verður en þarna er margt eigulegra muna.“ Stúlkurnar hafa komið fram á fimleikasýningunni í Laugardal og svo á mótum víðs vegar. Þjálfarar þeirra eru þau Ingunn Edda Haraldsdóttir og Árni Magnússon. -11P. ingu eru Iðnaðarráðuneytið, Félag isl. iðnrekenda, Samband ísl. samvinnufélaga, Landssam- band iðnaðarmanna, Landssam- band iðnverkafólks og Neytenda- samtökin. Pétur Sveinbjarnarson hefur verið ráðinn framkvæmda-1' stjóri iðnkynningarinnar. Á iðnkynningarárinu verður margháttuð starfsemi á döfinni. Sveinbjörnsson, framkvæmda- stjóri iðnk.vnningarinnar. A þessari fatasýningu, sem verður jafnframt fatakaupstefna, munu 30 fataframleiðendur kynna framleiðslu sína og verður efnt til margra tízkusýninga. — A.Bj. Halldóra Olafsdóttir iðnverka- kona flutti ávarp eftir að iðnaðarmálaráðherra Gunnar Thoroddsen hafði flutt ávarp sitt. DB-m.vnd Sveinn Þormóðsson. Almenni músikskólinn Kennsla hefst 20. september. Kennt verður á eftirtalin hljóðfæri: DÆGURLAGA- OG ÞJÖÐLAGADEILD píanó orgel harmóníka gitar fiðla og flauta JAZZDEILD trompet saxófónn básúna og bassi BARNADEILD melódika og gítar Nánari upplýsingar daglega í síma 75577. Innritun (stað- festist með greiðslu) virka daga á skrifstofu skólans, Háteigsvegi 6 kl. 17—19. Raðhús til sölu Vil selja svo til fullklárað raðhús á góðum staö íMosfellssveit. Laust fljót- lega. Falleg íbúð — kyrrlátt umhverfi. Allar nánari upplýsingar í síma 66608. Fimleikastúlkur halda basar til kaupa ó tvíslú

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.