Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 4. SEPTK.MBKR 1976. 13 Gefið peysunni nyjon svip Það eru fæstir sem tíma að henda gömlum peysum svona alveg án eftirsjár. Ef rúllukragi er orðinn skakkur og skældur olnboginn slitinn eða bara að þú ert orðin leið á peysunni ertu tilneydd að leggja hana til hliðar — að minnsta kosti um skamman tíma. Svona blússur er hægt að flikka vel upp á ef farið er á kaf í pokann sem geymir afgangs- pjötlur. Grafið upp munstruð, Iitskrúðug bómullarefni. Þau eru mjög vel til þess fallin að skreyta gamlar peysur og boli. Blússan til vinstri er þannig útbúin að ermarnar á gömlu svörtu rúllukragapeysunni eru klipptar af rétt fyrir ofan oln- boga og rúllukraginn klipptur af og nýtt hálsmál myndað. Síðan puntar maður upp á blússuna með berustykki og köntum á ermum úr marglitum efnum. Árangurinn verður sá að nú er komin fín og skemmti- leg peysa sem nota má annað- hvort vió buxur eða pils. Blússan í miðjunni sýnir hvernig breyta má gamalli peysu sem er orðin mjög slitin á olnbogum og framan á ermun- um Efnisafgangarnir eru notaðir sem uppslög og oln- bogahlífar og settir sem punt á hliðar og axlir. Peysan til hægri er útbúin með v-hálsmáli og nýjum kraga en vestið er faldað á öllum hlið- um með litskrúðugum kanti. Eigi maður enga tuskuaf- ganga er hægt í staðinn að nota gömul munstruð handklæði og gefa peysunum við það gamal- dags svip. Elding og Keogle mótorhjólokoppi (oro yfir - " q Hvers vegna að N að leggja sig í lífshœttu til að nó þessu stefnumóti? Ég var rétt í því að koma út úr lífshœttulegu Auðvitað barði ég hann. Enginn aumingi hlœr að Keagle erni. Hvaðhefirðu gert?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.