Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 23
33 DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976. (i Útvarp Sjónvarp Sjónvarp annað kvöld kl. 21,20: Skyldi ekki rœtast úr fyrir Jane Eyre i siðasta þœttinum? Ná fer aó líða að sögulokum I Jane Eyre en annað kvöld kl. 21.20 verður 'síðasti þátturinn á dagskrá sjónvarpsins. Þýðandi er Óskar Ingimarsson. Þegar síðasta þætti lauk var Jane heldur vegalaus á gangi eftir þjóðveginum, auralaus og allslaus. Óskar sagði að hún lenti á smáflækingi, eftir að hún hrökklaðist frá Thornfield. Hún kemur inn á heimili þar sem tvær systur búa saman og eru þær systur prestsins sem þangað kemur í heimsókn. Jane kynnist þar ýmsu sem hún hafði ekki vitað um áður. Hún fær dálítið óvæntar fréttii á meðan hún dvelur þarna og ýmislegt gerist. Jane fær vinnu við þorpsskólann og það gerast óvæntir atburðir sem gerbreyta lífi hennar. Öskar vildi ekki segja okkur meira af því sem gerist því það eyðileggði alveg fyrir þeim, sem ætluðu að horfa á myndina. —A.Bj. Sorcha Cusack fer með hlutverk Jane Eyre. Útvarpið ó morgun kl. 16,25: Alltaf ó sunnudögum ## Árið 2012, verður Vísir fylgi- rit Dagbloðsins" -££121 Ef af því verður að Svavar Gests semji barnaleikrit fyrir svið verður það ekki sýnt sjaldnar en 99 sinnum að hans eigin sögn. „Ég ætla eingöngu að spila ís- lenzkar plötur frá því fyrir 10—15 árum. Eitt laganna heitir árið 2012 og allt sem ég se&i milli laga verða hugleiðingar mínar um það, sem hugsanlega gæti gerzt^á tslandi á þvf herrans ári 2012 og kemur Dagblaðið þar mjög við sögu.“ Þetta sagði Svavar Gests í við- tali við DB en hann er að venju með þátt sinn „Alltaf á sunnu- dögum“ á morgun. — Og auðvitað er allt jákvætt að segja um Dagblaðið? „Já, vitanlega er það ákaflega pósitíft, til dæmis er Vísir þá orðinn fylgirit Dagblaðsins.“ — Og hvað fleira merkilegt? „Jú, fyrir tilstilli tölvutækni við kennslu hlýtur fólk menntun miklu fyrr en nú gerist og ýmis- legt breytist þá á stjórnmála- sviðinu. Meðal annars verður meðalaldur þeirra ráðherra er þá sitja í ríkisstjórn 11 ár. Ég þori eiginlega ekki að Ijóstra upp fleiru." Er nokkuð meira að frétta af Steina og Stínu? „Nei, nei, það er ekkert um þau í undirbúningi, en ég skal segja þér að ég er búinn að ganga með í maganum lengi, barnaleik- rit fyrir svið. Ef af því verður, fæ ég Ölaf Gauk til þess að gera músikina. Auðvitað verður þetta létt og skemmtilegt og verður ekki sýnt í fæn;i skipti en 99.“ EVI en það var hinn 25. nóvember 1966, sem við gáfum út fyrstu bókina, LANDIÐ ÞITT, eftir Þorstein Jósepsson. Við minnumst afmœlisins með þeim hœtti að gefa almenningi kost á að eignast „feg- ursta og dýrasta prentgrip á IslandV‘ eftir Benedikt Gröndal með sérstaklega hagstœðum kjörum. Sjónvarp ó morgun kl. 18,10: Lokaþóttur Hróa hattar Annað kvöld verður loka- þátturinn í myndaflokknum um Hróa hött. Þýðandi er Stefán Jökulsson. Sjónvarpið hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að sýna þennan myndaflokk sem er á sýningar- tíma sem ætlaður er fyrir yngstu áhorfendurna. I myndunum um Hróa hefur verið mikið af of- beldisverkum og ránum og er slíkt ekki talið við hæfi barna. Vonandi ber sjónvarpið gæfu til þess að velja myndir sem eru betur við hæfi ungra barna en Hrói karlinn. Það sem bezt hæfir yngstu áhorfendunum eru teikni- myndir og skyldi maður ætla að af nægtarbrunni væri að ausa þegar um teiknimyndir er að ræða. Mér er heldur ekki grunlaust um að sumar af fræðslu- myndunum um dýr jarðarinnar hæfi bezt í þessa sunnudagskvöld- stund barnanna. Slíkar myndir eru oft seint á dagskránni foreldrum til ama. Manni finnst það ónéitanlega dálitið einkennilegr að kvikmyndaeftirlitið skuþ ekki vera látið hafa einhver afskipti af þeim kvikmyndum sem sýndar eru í barnatíma sjónvarpsins, en svo mun ekki vera. DB ræddi við Huldu Valtýsdóttur fyrir skötnmu og spurði hana eftir þessu. Hulda sagði að hún vissi ekki til þess að eftirlitið hefði verið beðið um að segja álit sitt á myndum fyrir sjónvarpið. -A.Bj. í ^ Sjónvarp & Laugardagur 4. september 18.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. Hló 20.00 Fróttir og veftur. 20.25 Auglýsingar og dagskró. 20.35 Maður til taks. Breskur gaman- myndaflokkur. Þegar kötturinn er úti. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Pýramídamir, elstu furflur heims. Pýramídarnir egypsku eru frægustu fornminjar í heimi og laða árlega til sín skara ferðamanna og vísinda- manna. I þessari mynd er sögð saga þeirra, skýrt nákvæmlega frá rann- söknum á þeim, greint frá greftrun konunga, smurningum og lýst þeirri dulúð, sem hvílir yfir pýramidum. Þýðandi Þórhallur Guttormsson. Þul- urSigurjón Fjeldsted. 21.50 Cluny Brown. Bresk -uis..nni\ml frá árinu 1946. Aðalhluive’ k CharlcN Boyer og Jennifer Jones. Myndiu hefst í Lundúnum árið 1939. Ung stúlka, Cluny Brown, sem alist heíur upp hjá frænda sínum, pípulagninga- manni, hefur mikið yndi af að hjálpa honum við störf hans. Hann vill að hún læri nytsamleg störf við kvenna hæfi og kemur henni í vist á sveita- setri. Þýðandi Döra Hafsteinsdóttir. 23.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 5. september 18.00 Bleiki pardusinn. Bandarísk teikni- myndasyrpa. 18.10 Sagan af Hróa hetti. Lokaþáttur. Efni fimmta þáttar: Leopold hertogi af Austurríki tekur Ríkarð konung höndum og krefst lausnargjalds. Móðir konungs hyggst afla fjárins, en launráðamenn ákveða að bjóða Leopold hærra gjald, haldi hann Rikarði föngnum til æviloka. Neston sér Gisborne 'í nýju ljósi og hættir við að gefa honum Marion. Móðir konungs hittir Hróa á laun, og hann segir henni frá ólögmætri skattheimtu Jóhanns prins. Útlögunum tekst að ræna skattfé frá launráðamönnum og gera að engu fyrirætlanir þeirra. Gis- borne heldur á fund Nestons f leit að fénu, vegur hann og tekur Marion nauðuga með sér. Þýðandi Stefán Jökulsson. Hló 20.00 Fróttir og voður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Halldór Laxness og skáldsögur hans V. 1 þessum þætti ræðir Dagný Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, við Halldór um Brekkukotsannál og Innansveitarkroniku. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.20 Jane Eyre. Bresk framhaldsmynd í fimm þáttum, gerð eftir sögu Charlotte Brontö. Lokaþáttur. Efni fjórða þáttar: Jane Eyre snýr aftur til Thornfield frá dánarbeði frænku sinnar. Henni verður fljótlega ljóst, að það er hún, sem Rochester vill fá fyrir konu, en ekki ungfrú Ingram, og hún gefur jáyrði sitt, þegar hún sér, að honum er full alvara. Brúðkaups- dagurinn rennur upp, en giftingarat- höfnin fer út um þúfur, þegar lög- fræðingur nokkur les skjal sem stað- festir, að Rochester er kvæntur fyrir. Hann játar þá, að hann hafi geðveika konu sína I gæslu á Thornfield- setrinu. Þegar svo er komið, sér Jane ekki annað vænna en hverfa á burt, þó að Rochester reyni með öllum ráðum að telja hana af því. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.10 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 23.40 AA kvöldi dags. Hákon Guðmundsson, fyrrum yfir- borgardómari, flytur hugleiðingu. 23.50 Dagskrárlok. Bók þessa gáfum við út til þess að minnast 150 ára afmœlis Gröndals sem verður liinn 6. október n.k. Bókin er með eftirmála á íslensku og ensku um Gröndal sem náttúrufrœðing, eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Greiðslukjör: Bókin kostar 60 þúsund. krónur, en hin hagstœðu greiðslukjör eru þannig að kaupandinn þarf aðeins að greiða 20 þúsund krónur við móttöku og síðan 10 þúsund annan hvern mánuð eða 5 þúsund mánaðarlega. Tilboð þetta stendur til afmœlisdagsins 25. nóvember n.k., nema að bœkurnar seljist fyrr upp. Bókin fœst aðeins í forlagi okkar Vestur- götu 42, sími 25722 og í póstkröfu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.