Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976. frjálst, úháð dagblad Í'luofanilí I)aubUi(>i(> hf. Ki'umkvá’mdiistjiin: Svt-inn R. Kyjnlfsson. Kltstjón: .lónas Kristjánssnn. Kidttast.inii .liin Birair Péturssnn. KitstjtiinarfullIfúi: Haukur Hflttasnn. Adstnrtarfifdta- stjrtri: A1li Steinarssnu. lþrrtttir: Hallur Simnnarsnn. Iliinnun: .Irthannns Royktlal. Handrit AsKrimur Píílsson. Bl;irtanu*nn: Anna Bjarnasort. Asj»cir Tbinasson. Borclind Ascoirsdóltir. Braci Sicurrtsson. Krna \ In.oolfsdotiir. (ossur Si^urdsson. llallur Hallsson. Holui Pótursson. Jóhanna Bircis- dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristíp. Lýósdóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljösmvndir: 'Árni Páll Jóhannsson. Bjarnloifur Bjarnleifsson. Svoinn hormóösson. r.jaldkcri: hráinn Þorloifsson. Droifin«arstjóri: Már K.M. Halldórsson. Áskriftaru.jald 1000 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 50 kr. ointakió. Kitstjórn Síóumúla 12. simi «3322. au«lýsincar. áskriftir o« afcroiósla Þvorholti 2. simi 27022. Sotniny ou umbrot: Daublaóiö hf. o« Stoindórsprcnt hf.. Armúla 5. Mynda-ou |)lötu«oró: Hilmirhf.. Sióumúla 12. Prontun: Arvakur hf.. Skeifunni 19. Stöðvuð útgerð ú 2% Bankar hafa á undanförnum árum stundaö ábatasama útgerð á 2% dráttarvexti af yfirdráttar- skuldum viðskiptavina sinna. Þessa útgerð er Seðlabankinn nú að reyna að stöðva með því að tilkynna slíka álagningu óleyfi- lega nema að undangenginni lokun viðkomandi reikninga. Atvinnurekendur hafa lengi kvartað í lágum hljóðum úti í bæ út af útgerð bankanna á þessi 2%, en hafa ekki þorað að hafa hátt um hana né skýra frá henni opinberlega af ótta við refsingu af hálfu viðskiptabankanna. Aðferð bankanna hefur einkum verið sú að fresta kaupum á viðskiptavíxlum þeim,er fyrir- tækin hafa eignazt við sölu afuröa sinna og lagt inn í bankann. Þetta er gert, þegar þessi fyrir- tæki eru um það bil að fara yfir umsaminn yfirdrátt í bankanum. Myndast þá hár toppur dráttarvaxtaskyldrar skuldar fyrirtækisins við bankann og kostar toppurinn hin umræddu 2%, jafnvel þótt hann standi ekki nema einn dag. Seðlabankinn hlýtur að vera andvígur slík- um viðskiptaháttum, sem gera venjuleg og heiðarleg fyrirtæki að hálfgerðum sakborning- um, er komast svo á skrá yfir þá aðila, sem brjóta af sér í bankaviðskiptum. Slíkir við- skiptahættir bankanna hafa nefnilega þau áhrif, að menn fara að telja misferli í bankavið- skiptum vera eðlilegt athæfi. Enda hafa sakborningarnir í ávísanakeðju- málinu vísað óspart til slíkra viðskiptahátta bankanna, t.d. til útbreiddrar notkunar teygj- anlegra yfirdráttarheimilda, sem ekki eru skriflegar, en menn telja heimildir af því að þær hafa viðgengizt. Margir hafa í rauninni litið á þessa teygju sem eins konar okurlán af hálfu bankanna. Að vísu eru þessar ábendingar sakborning- anna lítil vörn í þeirra máli, því að misferlið, sem þeir eru sakaðir um, er mun alvarlegra en óheimill yfirdráttur á reikningi. En þær sýna, hvernig bankarnir geta óafvitandi verið beinir eða óbeinir hvatar að óheilbrigðu atferli manna í fjármálum. Seðlabankinn hefur nú sett viðskiptabank- ana í mikinn vanda með því að banna hina ábatasömu útgerð. Bankarnir eiga nú um það að velja að loka reikningum fjölda fyrirtækja, sem eru vel og heiðarlega rekin, eða að kaupa viðskiptavíxla þeirra með eðlilegum hætti. Hitt er svo annað mál, aó ekki verður auðvelt að koma á heilbrigðu fjármálalífi hér á landi, þegar fyrirtæki berjast undantekningarlítið í bökkum. Og ekki vex gengi atvinnulífsins, ef bankarnir ýta fyrirtækjum út í gjaldþrot með því að afnema skyndilega hefðbundna en óum- samda yfirdrætti. En vonandi leiðir ákvörðun Seðlabankans, þrátt fyrir íímabundna erfiöleika, tii 'ouL.a and- rúmslofts í fjármálum viðskiptalífsins. Og von- andi fer Seðlabankinn að fylgjasl betur með raunveruleik bankaviðskipia tn að stuóla enn betur að því mikilvæga markmiói aó ..iðbæta íslenzkt fjármálalíf. Hvorki meira né minna en um 330 manns horfdu á þah þegar 15 ára gamall unglingur, Enrico Sidoli, var myrtur. 25 af þessum fjölda fylgdust með moróinu sjálfu. Þrátt fyrir að nú séu liðnir þrír mánuðir siðan þessi atburður átti sér stað hefur lögreglan enn ekki haft hendur í hári morðingj- anna þriggja, þó að 25 rann- sóknarlögreglumenn vinni stöðugt að því að finna þá. Rannsóknarlögreglumenn með áratuga reynslu í starfi segja að morðið á Enrico sé opinberasta morð sem framið hafi verið í Bretlandi. Um það bil þúsund manns voru á morð- staðnum, Parliament Hill Lido sundlauginni í Hampstead í London þann 8. júlí þegar þrír ungir menn komu skyndilega hlaupandi. Þeir tóku Enrico Sidoli, sem var ósyndur, hrintu honum og slógu og fleygðu honum siðan út í dýpri enda sundlaugarinnar. Vitni að þessum atburði héldu einungis, að þarna væru strákar að leika sér. Harmleik- urinn kom ekki í ljós fyrr en ung stúlka sá líkama Enricos liggjandi á botni sundlaugar- innar. Hún gerði sundlaugar- verði þegar viðvart og þegar hann dró piltinn upp úr laug- inni varð öllum skyndilega ljóst hvað gerzt hafði. Dó af völdum heilaskemmda Morðingjarnir voru þó alveg vissir í sinni sök. Á meðan lífg- unartilraunir voru gerðar á Enrico hurfu þeir hljóðlega. — Enrico tók aö anda er lífgunar- tilraunirnar voru gerðar. Hann var fluttur í sjúkrahús, þar sem hann lézt 11 dögum seinna af völdum heilaskemmda vegna súrefnisskorts. Hann komst tvisvar til meðvitundar á spítal- Fimmtán ára dreng var drekkt í sundlaug á anum. 1 annað skiptið gat hann sagt lögreglunni frá árásar- mönnunum, en í hitt skiptið gat hann aðeins sagt tvö orð: „Halló, mamma,“ við móður sína sem sat við sjúkrabeð hans. Vinir og nógrannar borguðu útförina Lögreglan kemur ekki auga á neinn tilgang með morðinu á Enrico. Hann ‘var viðfelldinn strákur, — ekki alveg skýr í kollinum, því að hann gat hvorki lært að lesa né skrifa. Vegna einfeldni sinnar varð hann oft fórnardýr stríðni ann- arra krakka. Þó var hann alls ekki óvinsæll, sem kom ber- legast í ljós, þegar félagar hans og nágrannar söfnuðu unr 10.000 krónum fyrir útför hans. Móðir Enricos leyfði honum ekki að leika sér á götunum í hverfi þeirra, eftir að nokkrir drengir réðust á hann og sneru 0PINBERASTA Fórnardýrið, Enrico Sidoli, 15 ára og vangef- inn. Þannig fór morðið fram: 1. Þrír ungir menn koma hlaupandi í áttina til Enricos og — 2. hrinda honum og slá áður en þeir fleygja honum út í sundlaugina.... Sjónvarp er ofviða íslenzkum ríkisrekstri Islenzka sjónvarpið er nú bráðum 10 ára og er allt eins líklegt, að á afmælisdegi þess, síðast í þessum mánuði, sé það enn svo vanburðugt fjárhags- lega, tæknilega og stjórnunar- lega, að því verði um megn að skýra frá afmælisdegi sínum sjálft, og a.m.k. geta landsmenn allt eins átt von á því, að á bænum sitji heimilisfólkið auðum höndum og skeyti engu um vannært og vanþroska af- mælisbarnið. Vankantarnir Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, og allir landsmenn eru meðvitandi um, að íslenzka sjónvarpið hefur í engu tilliti náð þeirri fullkomn- un eða þeim vinsældum, sem vænzt var í upphafi, og er raunar í nákvæmlega sömu sporum og það var, þegar það hóf starfsemi sina. Það eina sem breytzt hefur er það, að efnisvali hefur farið síhrakandi, því fyrsta og annað árið var þó efnisval nýtt af nál- inni, en smám saman var horfið að þvi ráði að taka upp endur- sýningar á ýmsu efni, og hafa fjárráð án efa ráðið mestu um það. Nú er svo komið, að reynt er að endursýna flesta þá þætti á venjuicgum útsimdingartíma, sem með einhverju móti má ætla að fólk sé búið að gleynia, og þá að auki treyst á lang- lundargeð alinennings og land- lægt kærulevsi landsmanna um að láta bjóða sér hvaða vöru sem er, án tillits til gæða hennar eða verðlagningar. Eftir tíu ára starfsemi er því sjónvarpið enn á því „bernsku- skeiði", sem í upphafi var sagt að standa myndi um óákveðinn tíma, en sá óákveðni tími „bernskuskeiðsins" cr nú orðinn æðilangur og því miður ertgin von til þess að langþráð þroskaskeið hefjust. — Enn er útsendingartíminn aðeins 3—4 tímar á dag, og „aldrei á fimmtudögum" eru einkunnar- orð, sem stjórnendur sjón- varpsins tóku fegins hendi frá öðrum stað í rikiskerfinu, sem cr svo einkar lagið við að pota þessu „aldrei-i“ inn í hvers konar ákvæði, sem varðar þjón- ustustarfsemi við almenning, samanber áfengislöggjöfina, þar sem „aldrei á-miðvikudögum-ákvæðið“ gildir svo kirfilega, til athlægis erlendum, en niðurlægingar innlendum. Og nú, eftir næstum tíu ára barning, sem aldrei hefði þurft að koma til, ef stjórnvöld hefðu haft áræði til að standa uppi í hárinu á sjálfskipuðum menn- ingarvitum og ofstækisfullum „sextíu-menningum“ og haft samvinnu um uppsetningu is- lenzks sjónvarps við Banda- rikjamenn, og þá aðstöðu, sem þeir hafa til þessa reksturs hér á landi, — þá virðist vera komið að ævikvöldi íslenzka sjón- varpsins, og hjálpast þar allt að. Öánægja starfsmanna með launakjör, ófullnægjandi tæknileg aðstaða og fjárskortur til rekstursins, sem er auóvitað stærsta orsökin. Það er langt gengið, og hlýtur að vera þröngt í búi, þegar endursýn- ingar þátta og fræðslum.vnda eru afsakaðar af þulum með því að bæta við kynninguna: „endursýnt vegna áskorana"!! En hvers vegna á rikið, yfir- leitt, að hafa einkarétt á fjöl- miðlum í formi hljóðvarps og sjónvarps, frekar en í formi dagblaðs, — eitt allsherjar dag- blað. „Ríkisblaðið"!? Hvernig litist fólki á þaðV Þelta er alveg sambærilegt. Og þvi er það að fólk (‘r farið að sjá að sú stefna. að rikið hal'i þann i iuka.Oit að reka útvarpsstöð eða sjónvarps- Jtöð er einangrunar- og ein- okunarstefna. sem ekki sant- rýmisl þeim tiinum sem við nú lifnm á. Stefnumörkunin Sjónvarpstækni fleygir fram, en tækninýjungar berast seint hingað til lands. Og meðan inn- reið myndsegulbands sem al- menningseignar er undirbúin erlendis, á litasjónvarp langt í land hjá okkur. Tilgangslaust er að bjóða annað efni til sjón- varpssendinga en í litum, og þess vegna verður íslenzka sjónvarpið að taka allar þær myndir, sem það kemur á fram- færi við erlenda aðila í litum, þótt það geti ekki sýnt sínum eigin áhorfendum þær nema í svart/hvítu. Þegar sjónvarpssendingar leggjast niður hluta af þeim takmarkaða tíma, sem sýnt er, eða jafnvel heilu kvöldin, vegna deilu við starfsmenn um launantál, og þarf að sækja til hins opinbera með úrlausn, svo að starfsmenn séu launaðir til jafns við starfsfélaga á hinum frjálsa vinnumarkaði, hvers mega þá landsmenn vænta, varðandi úrbætur í bættu sjón- varpsefni eða lengri útsend- ingartíma? Sjónvarpsefni að- keypt kostar of fjár og inn- lendir þættir teknir upp í „stúdíói" eru einnig óviðráðan- legir vegna kostnaðar. Og hvað er þá tií ráða. ef einnig á að sniðganga cndursýningar á þáttum og mvndefni hvers konar? Það er staðreynd, sem ekki verður umflúin. að sjónvarp er ofviða ríkisrekstri, eir.faiulega vegna þess, að eðli sjónvarps og útsendingarefni þess getur ekki samrýmzt ritskoðun eða opinberu eftirliti i neinni inynd. og því fvrr sem stjórn- völdum er þessi staðreynd ljós. þeim mun fyrr verður af lands- mönnum létt þeirri kvöl, sein það er að horfa á sjónvarpið i þeirri mynd sem það nú er. Þar sem núverandi ófrenularástand i sjónvarps-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.