Dagblaðið - 25.09.1976, Side 14

Dagblaðið - 25.09.1976, Side 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976. Notuð eru púðurskot við slátrunina, þarna er ein i banakiefanum. Þeir eru með vel brýnda busa við skurðinn. Byrjað er að „afklæða" skrokkana á afturendanum. Skrokkarnir fara i „sturtu- klefann". [ Heimsókn i sláturhús SS á Selfossi: Nœrri tvö þúsund lömbum slátrað á hverjum degi Vinnlaunin á fjórðu milljón á dag Sláturtiðin er alltaf mikill annatími og jafnframt hefur hvílt einhver ævintýraljómi yfir réttunum og smalamennskunni. Það var ekki til þess að svipta ævintýrahulunni af sem DB- menn brugðu sér í heimsókn austur á Selfoss í vikunni, heldur til að fræða lesendur um hvernig slátrunin fer fram. Við heimsóttum hið nýtízkulega sláturhús Sláturfélags Suðurlands. Þrátt fyrir mikið annríki fengum við Sveinn Þormóðsson ljósmyndari leiðsögn um allt húsið með Helga Ölafssyni og Karli Gunn- laugssyni verkstjórum. Fylgdum við fénu eftir frá réttinni og þar til lömbin voru orðin að fyrsta flokks hráefni í gómsæta rétti. Mér kom dálítið á óvart hve lömbin voru róleg þarna í réttinni, sem er inni í sjálfu sláturhúsinu, en þangað eru þau flutt á bílum. Þau virtust alls ekki vita hvað í vændum var. 1 réttinni er rúm fyrir allt að 1800 kindur og voru bæði starfsmenn og bændur að snúast þarna i kringum féð. i réttinni er rúm fyrir 1800 f jár. Réttarstjóri er Eiríkur Bjarnason. Það er mikilsvert að „afklæðningin" sé gerð á faglegan hátt upp á vinnslu skinnanna siðar. Skrokkarnir fara áfram á færibandinu og hver hefur sitt ákveðna handtak. Hver bóndi hefur sitt hólf og hvert lamb er merkt og auð- kennt, þannig að ekki fer milli mála hver á hvaða lamb. Þarna eru skrokkarnir ristir á kviðinn þannig að innmaturinn ketnur sjálfkrafa ut. Úr réttinni liggur leiðin í gegnum stiur og jafnan nokkur lömb saman, en sfðan endar stían í eins konar rennu, sem er upp á við og labba kindurnar sér þar inn sjálfar. Þær koma svo að að lokuðum dyrum banaklefans og hafa enn ekki' hugmynd um hvað fram fer handan við þær. Þegar skotmaðurinn er tilbúinn að taka þá næstu, opnast dyrnar og ein kind fer í gegn. Kindurnar eru skotnar með púðurskotum í hausinn. Helgi verkstjóri tjáði okkur að hætt væri að nota öðruvísi skotfæri vegna hættu að á kúlurnar færu i allar áttir. Eftir að skotið hefur riðið af er botninn i bankaklefanum opnaður og falla þá kindurnar niður á færiband þar sem þær eru skornar. Blóðið rennur svo i og eftir rennu á skurðarborðinu, og V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.