Dagblaðið - 20.10.1976, Side 9

Dagblaðið - 20.10.1976, Side 9
DAUBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1976. AISLANDI ERU STULKURNAR EINS OG ELDFJÖLL" segja sœnskir blaðamenn sem fóru og könnuðu óstandið hér á landi Tveir blaóamenn frá sænska blaðinu FIB Aktuelt komu til tslands á síðastliðnum vetri.. Tilgangur fararinnar var að k.vnna sér hvernig íslendingar skemmtu sér. Þeir urðu undrandi á mörgu sem þeir sáu og sérstaklega töldu þeir að íslenzkar stúlkur væru einstaklega léttar í pilsi og að drykk.juskapur unglinga væri hrikalegur. Grein um þessa ferð þeirra birtist i Aktuelt 9. ágúst síðast- liðinn. Fylgdu henni m.vndir og viðtöl v:ð 8 íslenzkar stúlkur: Hér verður aðeins gripið niður í frásögn þeirra: Ballið byrjaði þegar við brugðum okkur á Röðul. Leigu- bílstjóri, sem ók okkur mælti eindregið með þeim stað. Við komumst að því i þessari ferð að vínmenning íslendinga er afar bágborin og afar auðvelt er að fá stúlkur til fvigilags við sig. Drekka sig fulla áður en farið er á ball Húsin fara ekki að fyllast fyrr en um eða eftir ellefu. Skýringin er einfaldlega sú að það er svo dýrt að drekka á veitingahúsum og kaupið er svo lágt að menn re.vna að drekka eins og þeir geta áður en farið er á ball. En það er ekki nóg rneð að menn drekki úr sinni flösku heima heldur reynir fólk að smygla víni inn á dans- leikinn. Sá ég menn vera að pukrast með flöskur úti í horni. Þarna sá ég stúlku flytja sig af einu hné yfir á annað og þiggja sopa. Uti á gólfi voru þá tvær stúlkur að skaka sig á hæsta máta óviðkunnanlegan hátt. Einhverjir náðu því þó hvað þær voru að meina og tveir strákar fóru út á gólf til þeirra. Með eða ó moti „kananum?" íslenzku stúlkurnar skiptast í tvennt hvað viðvíkur afstöðu þeirra til bandarísku her- mannanna Þær hata þa sumar eins og pestina en aðrar eru í nánu sambandi við þá. Fyrrnefndi hópuriun er langstærstur og þær líta af mikilli fyrirlitningu niður á þær sem eru ,,í kananum". Stór hluti íslenzks kvenfólks hefur ótrú á íslenzkum karl- ..Eg hef aldeilis fengið að vita af því að ég er með Ameríkana sem er þar að auki dökkur." sagði ein 19 ára atvinnulaus. ..Eg elska hann vegna þeirr- ar umh.vggju sem hann sýnir mér. þá umhyggju geta íslenzkir strákar ekki veitt." ..Það skiptir engu máli fyrir mig af hvaða þjóðerni maðurinn er, en ég veit að það skiptir aðrar miklu máli" sagði ein þ.jónustustúlka sem er 27 ára. Hún bætti því við að hún færi oft með strák heim f.vrsta kvöldið og fvndist ekkert að því enda væri hún á pillunni. ,.Eg er búin að vera á pillunni í 4 ár og finnst allt i lagi að sofa hjá strákum fyrsta kvöldið," sagði tvítug mönnum. Ein þeirra sagði við mig: „Islenzkir strákar vita ekki hvað það er að vera rausnarlegur og þeir hugsa aldrei um neinn nema sjálfan sig." Hún bætti við að þegar þeir ætluðu að skemmta dömunum og fara út með þær settust þeir bara að sumbli. Svo yrðu þeir útúrdrukknir og leiðinlegir og þá leiddust stelpurnar oft út í það að fara að hvolfa í sig af hreinum ieiðindum. Það væri ekki sérlega skemmtilegt að horfa upp á „gæjana" sína afgreiðslustúlka. Hún sagði blaðamanninum einnig frá því að hún hefði glatað öllum vin- konunum við það að umgang- ast Ameríkanana. „Ég á vinkonu sem er ógift og á þrjú börn sitt með hverj- um manninum. Sjálf get ég ekki hugsað mér að sofa hjá neinum, nema mér þyki eitthvað vænt um hann,“ sagði 21 árs nemi. „Ég veit ekki hvort ég stend nokkuð í því að gifta mig. Systir mín er einstæð móðir og hefur það alveg stórfínt," sagði ein 23 ára sem afgreiðir á vínveitingastað. „Það er miklu meira varið í útlenda stráka en strákana hér sem alltaf eru sífullir og að lenda undir borði kvöld eftir kvöld. Þessi stúlka taldi þá banda- rísku taka íslenzkum kvnbræðrum sínum fram í öllu. Þeir væru sannkallaðir herra- menn. hefðu peninga og betri framkomu. Kynlíf byrjar hjá þeim 12 ára Það er ekki óaigengt að stúlkur á Islandi öðlist sína fyrstu samfarare.vnslu þegar þær eru 12 ára gamlar. Og al- drepast úr afbrýðisemi," sagði sú sama. „Ég fer yfirleitt ein heim af því að ég geri það miklar kröfur til stráka sem ég vil sofa hjá," sagði ein 19 ára sem er atvinnulaus. „Strákarnir hérna geta ekkert talað um nema bíla, stelpur og brennivín, þó til séu undantekningar,“ sagði 19 ára nemi. 31 árs gömul kona sem ekur strætisvagni og er nýkomin aftur á lífið eftir 6 ára hjóna- band sagði: Það er eðlilegt að sofa hjá þeim strákum sem manni þ.vkir eitthvað vænt um og finnst jafnframt eitthvað til koma. -bA. gengt, er að þær komist „á fast" þegar þær eru 14 ára og þá hefst kynlífsreynsla þeirra fyrir alvöru. Á íslandi er ekki löglegt að hafa samfarir fyrr en viðkomandi er orðinn 16 ára en það er ekkert eftirlit með því. Ekkert ■ er auðveldara en fá pilluna. Það nægir að hringja í lækni og hann sendir lyfseðil í apótek. Þrátt fyrir að auðvelt sé að fá pilluna fæðast um 30% allra barna á íslandi utan hjóna- bands. Það er orðið svo algengt á íslandi að eignast börn í lausaleik að það þykir ekkert athugavert við það. En hafa verður í huga að mjög erfitt er að fá löglega fóstureyðingu á íslandi. Slagsmál á Óðali Á miðvikudagskvöldi fór ég í Óðal.Menn voru þar meira og minna undir áhrifum enda þótt vínveitingar væru ekki leyfðar á veitingahúsum það kvöld. Eg sat við borð þar sem tvær stelpur og nokkrir strákar voru. Fólkið var með glös sem í var vökvi sem líktist appelsínusafa en það var vínlykt úr glösun- um. Greinilegt var að menn voru birgir af víni þetta mið- vikudagskvöld. Allt í einu sló í brýnu og ég fékk tækifæri til að sjá ærleg slagsmál. Einhverjir strákar voru að rífast um stelpu og allt í einu voru þeir roknir saman. Hnúum og hnefum var beitt af alefli og stelpurnar öskruðu og píptu og hvöttu mennina. Það var ekki fyrr en einn lá meðvit- undarlaus sem hætt var. Þessi slagsmál vöktu enga sérstaka athygli meðal gest- anna. Þetta var í samræmi við kynni mín af íslendingum og .fslenzku, hvorugt er yfirfullt af hlýju, kærleika eða ósk eftir því að komast i samband við aðrar mannverur. HVAÐ SEGJA ÞÆR ÍS- LENZKU UM STRÁKANA? Rjúpnaveiðimenn Haglabyssu skotfœri Viðgerðarþjónusta Verzlið þar sem þjónusta er veitt Póstsendum Sportvöruverzlunin GOÐABORG Kristján Vilhelmsson Freyjugötu 1 — Símar 19080 og 24041

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.