Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 6
<i
DACBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER 1976.
Plokka milljónatugi af
íslendingum í auglýsingafé
/ ....................... \
Og eiga greiða leið með
féð úr landi í beinhörðum
gjaldeyri
Hér á landi er nú staddur i bækling, sem hann kallar
þýzkur maður frá Hamborg sem ferðahandbók. Þeir sem vel
ferðast um og safnar auglýsingum þekkja til telja að markmiðið hjá
Stúlka
vön erlendum bréfaskriftum, dicta-
phone og telex, óskar eftir vel laun-
uðu starfi. Vaktavinna kemur til
greina. Tilboð sendist Dagblaðinu
fyrir 4. nóv. merkt: „Telex“.
mikjó únvcilaf
faLLttgum PeLs um
í aLLum stænöum
BEAVER
ÚLFUR stuttir og síóit;
KIÐLINGUR
MARMOT
KANÍNU stuttirogsíóir
PERSIAN LAMB
tóningapelsar
HAGKVÆMT VERO OG
GREIÐSLUSKILMÁLAR
OPIÐ FRA KL. 12 TIL 18 ALLA VIRKA DAGA
LAUGARDAGA FRÁ KL. 10 TIL 12
féleinn «
Njólsgötu 14 - Sími 20160
þessum auglýsingasafnara sé að
ná í samninga upp á auglýsingar
fyrir 8 milljónir króna. Þessum
erlendu auglýsingamönnum
gengur ekki erfiðlega að fá fé
yfirfært í erlendan gjaldeyri fyrir
viðskipti sem þessi og á undan-
förnum árum hafa milljónatugir í
erlendum gjaldeyri farið þannig
út úr landinu, að því er kunnugir
fullyrða.
í hópi erlendra manna, sem
stunda auglýsingasöfnun hér,
hefur mest borið á Þjóðverjum.
Hyggjast þeir gefa út alls kyns rit,
firmaskrá, ferðahandbækur,
telexbækur, fyrirtækjaskfárog fl.
Áherzla er lögð á að auglýsandinn
greiði fyrirfram fyrir birtinguna
og ótrúlega margir gera það.
Þeir sem glepjast á að láta
auglýsingu af hendi við þessa
safnara og greiða þeim fyrirfram
vita ekkert um upplag bóka eða
dreifingu þeirra, nema af vörum
safnaranna sjálfra. Eftir á er oft
erfitt að hafa upp á þeim, „firmu“
þeirra lúta ekki íslenzkum lögum
og viðskiptunum er yfirleitt lokið
hvort sem mönnum líkar betur
eða verr.
Heimir Hannesson formaður
Ferðamálaráðs staðfesti í viðtali
við DB að menn sem fyrrnefnd
lýsing ætti við væru hér oft á
ferð. Þeir hafa sumir hverjir leit
að til Ferðamálaráðs eftir
„uppáskrift" og nú síðast einn á
síðustu dögum sem hefði fengið
neitun frá ráðinu. Heimir sagði
það sína skoðun að Ferðamálaráð
ætti að standa gegn sllkri
auglýsingasöfnun, því þjónusta
þessara erlendu manna væri ekki
í neinu samræmi við það fé er
þeir með ágengni sinni söfnuðu.
Virtust þeir eiga jafngreiða leið
með peninga sína úr landi í
beinhörðumgjaldeyriog þeir ættu
að hug og hjarta þeirra sem þeir
heimsæktu og bæðu um
auglýsingar.
-A.St.
SÓTRAUÐUR HESTUR
í ÓSKILUM
Lögreglan í Árbæ náði í gær
hesti nokkru vestan við Bláfjalla-
veg og hefur beðið DB að koma
með tilkynningu um hann í þeirri
von að eigandinn gefi sig fram.
Hestur þessi er 10—12 vetra,
sótrauður með stjörnu á enni.
Markið er gagnbitað vinstra.
Hann er geymdur hjá vörzlu-
manni borgarlandsins.
—ÁT
Höfum
kaupanda að
Blazcr, Bronco, Scout.Range
Rover, Land Rover, Wagon-
eer, árg. ’73—'74, sem má
greiðast að fullu á 10—12
mánuðum.
OKKAR FRAMTÍÐ í REYKJAVÍK
HVERFAFUNDIR BORGARSTJÓRA 1976
Laugarneshverfi
og Langholt
Laugardagur 30. október
kl. 14.00.
GLÆSIBÆR
Fundarritari
Garðar Ingvarsson.
hagfræðingur.
Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra
\
UMHVERFIÐ
ÞITT
Á fundunum verður:
1. Sýning á líkönum og upp-
dráttum af ýmsum borgar-
hverfum og nýjum byggða-
svæðum.
2. Litskuggamyndir af helztu
framkvæmdum borgarinn-
ar nú og að undanförnu.
3. Skoöanakönnun um borg-
armálefni á hverjum
hverfafundi og veröa niö-
urstöður birtar borgarbú-
um eftir aö hverfafundum
lýkur.
v___________________y
Mjólkurbúðirnar:
Loka smátt
og smátt
— en ekki allar
í einu
„Það hefur aldrei verið
meiningin að loka öllum
mjólkurbúðunum i einu,“
sagði Stefán Björnsson for-
stjóri Mjólkursamsölunnar 1
samtali við DB. Búðunum
verður lokað smátt og smátt
fram til 1. febrúar. Sá háttur
verður hafður á að þegar
kaupmaður í næsta ná-
grenni við mjólkurbúðina
hefur fengið mjólk í sína
verzlun verður mjólkurbúð-
inni lokað. Það á þvi ekki að
hafa nein óþægindi í för
meö sér fyrir neytendur og
verður í fæstum tilvikum
lengra að sækja mjólkina.
Að sögn Stefáns eru þessi
mál sífellt til umræðu en
ekki hefur komið fram nein
sérstök áætlun um hvernig
verði staðið að lokuninni en
auðvitað verður hún gerð
þannig að neytendur hafi
sem minnst óþægindi af.
—KP
Dýrmætar gjafir til
Norræna hússins:
HEIMSKRINGLA
PERINGSKIÖLDS
FRÁ 1679
— og allar útgáfur
danska tónskálda-
sambandsins
Norræna húsinu hefur
borizt stórgjöf frá danska
tónskáldasambandinu. For-
maður þess, Per Mörgaard,
og útgefandi þess, Dan Fog,
hafa fyrir hönd sambands-
ins afhent allar nótur og
hljómplötur sem það hefur
gefið út. Má ætla, segir í
frétt frá Norræna húsinu, að
gjöf þessi sé 40—50 þúsund
danskra króna virði.
Þá var stjórnarformanni
Norræna hússins, prófessor
Gunnari Hoppe rektor við
Stokkhólmsháskóla, afhent
gjöf frá ríkisbókaverði Svía,
Uno Willers, til Norræna
hússins. Er þar um að ræða
útgáfu Peringskiölds af
Heimskringlu í tveimur
bindum, prentaðri 1 Stokk-
hólmi 1679. Þetta er elzta
útgáfa Heimskringlu sem
Norræna húsið hefur
eignazt. Eintakið er mjög
fallegt og vel varðveitt. Það
þurfti lítils háttar viðgerðar
við og lét gefandinn annast
viðgerðina áður en gjöfin
var afhent.
Báðum þessum dýrmætu
gjöfum til Norræna hússins
var lýst á stjórnarfundi
hússins sem nýlega var
haldinn í Reykjavík.