Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 5
DAC.BLAÐIÐ. LAUtíARDAGUK 30. OKTÖBER 1976. 5 s Minden 25. október 1976. Handboltapunktar frá V- Þýzkalandi. Enn heldur baráttan áfram í hinni hörðu keppni um efstu sætin í vestur-þýzka handboit- anum. Um helgina var sjötta umferð leikin og úrslit komu ekki á óvart. Ennþá er ekki hægt að geta um hvaða lið komi til með að ná efstu sætunum. Í neðstu sætin í hvorri deild hafa Phönix Essen (norðurdeild) og Göppingen (suðurdeild) skipað sér. Virðist alveg vera Ijóslaust i Göppingen þessa dagana. Nokkrir leikmenn eru meiddir, þar á meðal Gunnar Einarsson, en ekki er vitað hve alvarlegt það er. Ef þessi lið kveikja ekki á ljósunum innan skamms þá er hætt við að önnur deildin blasi við. Væri mikið áfall ef Göppingen félli þvi mikill áhugi er á handbolta þar og áhorfendur mjög lifandi. Eina liðið, sem ekki hefur tapað leik í þ^ssum fyrstu um- ferðum, er Grosswallstadt (suðurdeild) — gert tvö jafn- tefli og er með þriggja stiga forustu yfir Dietzenbach í suðurdeild. 1 norðurdeild heldur Rhein- hausen sínu striki og hefur tveggja stiga forustu. Fast á eftir koma Gummersbach og GWD. Eitt ber þó að hafa í huga að Kiel (norðurdeild) hefur aóeins leikið þrjá leiki þegar fiestlinnuf lið hafa leikið fimm til sex leiki. Kiel hefur aðeins tapað tveimur stigum þannig að fræðilega séð gæti það náð Rheinhausen að stigum, en slíkt er talið harla ólíklegt. En þá er bezt að snúa sér að deildunum. Aðeins þrír leikir í norðurdeild, öðrum var frestað. Gummersbach — R. Fúchse 29-21 Dankersen — TV Grambke 20-16 Rheinhausen — TUS Wellinghofen 17-12 Gummersbach — R. Fiichse Berlin 29-21 Gummersbach tryggði sér áfram annað sætið í deildinni, með sigri. Bezti maður vallarins var Joachim Deckarm, sem skoraði 11 mörk, auk þess sem hann opnaði fyrir meðspilara sína, þannig að þeir skoruðu. Segja má að Deckarm sé einna jafnastur leikmanna Bundesligunnar. Hann er alltaf hættulegur. Býr yfir mikilli tækni og er útsjónarsamur og skotviss. Verður örugglega hættulegasti maður Gummérs- bach gegn GWD laugardaginn 30. október. Þjálfari Gummersbach, Djordje Vucinic, var ekki ánægður og gagnrýndi hin mörgu mörk, sem liðið fékk á á Ólafur H. Jónsson Handboltapunktar frá V-Þýzkalandi Axo! Axelsson sig. Hann sagði að slíkt hugar- far „letilegt hugarfar" væri ekki hægt að bjóða upp á í Bundeslígunni. Eins og fyrr var getið mætast Gummersbach og GWD í næstu umferð, sem fram fer 30. október í Gummersbach. Segja má að það verði leikur helgar- innar. GWD — Grambke. Um leið og skýrt verður frá leik GWD og Grambke verður einnig farið örlítið inn á Is- landsför Dankersen. Fyrir hönd félagsins og leik- manna þökkum við alveg sér- staklega fyrir þessa viku á Is- landi. Sérstakar þakkir á hand- knattleiksdeild Fram skilið fyrir góðar móttökur og að þessi heimsókn skyldi vera möguleg. Leikmenn GWD voru yfir sig hrifnir af Islandi, en urðu fyrir vonbrigðum með áhorfendur. En það er ekki nema von, þegar Kallað er „takið helv... nazist- ana í gegn.“ Slíkt á ekki heima í sam- skiptum við íþróttahópa eða að áhorfendur geti leyft sér slíkt. Við sem íslendingar urðum fyrir sárum vonbrigðum, þegar við heyrðum slíkt kallað inn á völlinn, en það kom þó nokkr- um sinnum fyrir. Væri óskandi að við verðum lausir við slíka áhorfendur, þegar erlend lið koma í heimsókn til Islands, hvort sem það eru félagslið eða landslið, sem sækja okkur heim. Vikan á Islandi var mjög erfið í alla staði. Æfingar tvo tíma á morgnana og leikir á kvöldin í eina viku var of mikið. Slíku erum við ekki vanir. Okkar æfingar eru þrisvar í viku. Oft eina og hálfa til tvær klukkustundir í senn og leikið um helgar. Eftir þessa æfingaferð, þar sem ný varnaraðferð fyrir GWD var reynd, þ.e. 3-2-1 og reynt var að samræma sóknar- leik betur, væntu menn þess að í næsta leik sem var gegn Grambke yrði liðið komið í heil- steyptara form heldur en það var fyrir Islandsförina. Annað kom á daginn, þvi leikurinn var í einu orði sagt mjög illa spilaður af GWD en aftur átti Grambke sinn bezta leik á árinu. Má segja að GWD hafi verið heppið að ná báðum stigunum og ekki komst það á hreint fyrr en tvær og hálf mín. voru til leiksloka. Þá stóð 16-16 og á þessum lokamínútum skoraði GWD síðustu 4 mörkin. Leikmenn eru ekki alveg sammála þjálfara hvað snertir varnaraðferðina 3-2-1 og telja að hún passi ekki fyrir liðið og líka að of mikið sé reynt að spila kerfi, sem ekki sé svo auð- velt að útfæra hér i Bundeslig- unni. Leikmenn hafa alveg misst sínar eigin hugmyndir hvað fléttur snertir og eru rígbundn- ir og lítt hreyfanlegir í öllum aðgerðum. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Enn- fremur vantar meiri gleði og keppniskraft hjá leikmönnum. Þetta er eins og annars staðar, „það eru ekki alltaf jólin“, en vonandi breytist þetta til batn- aðar, því eitt er víst að ekki getur það orðið verra. Þeir sem skoruðu fyrir GWD voru Waltke 6, Axel 5/1, von Oepen 3, Ölafur 1, Buseh 3/2 og ^ Kramer 2. Fyrir Grambke^^ skoruðu: Dierks 4, Rothkopf 5 og Harjes 2. Rheinhausen— Wellinghoi'enl7-12. Rheinhausen heldur enn fyrsta sætinu eftir öruggan sigur yfir Wellinghofen. Þó ber að hafa i huga, að Rheinhausen hefur aðeins spilað tvo leiki af sex á útivelli, þannig að þeir ejgi erfiða leiki, þegar líða fer á seinni part deildarinnar.. A þessa fjóra leiki hafa þeir alltaf fengið fullt hús áhorfenda, 2500 manns, og er mikil stemmning nú þegar vel gengur hjá liðinu. I augnablikinu eru þeir með jafnasta liðið og hafa sýnt nokkuð góða leiki. Sigurinn var aldrei í hættu gegn Wellinghofen, en leiklega séð var þetta ekki góður leikur. Allir leikir í Bundesligunni einkennast af taugaspennu leikmanna og óöryggi vegna hins mikl álags, sem krafizt er. Stafar þetta af því að fjögur lið falla niður úr hvorri’deild og þau lið sem falla eiga ekki bjarta framtíð fyrir sér í 2. deildinni og þá aðallega hvað fjölda áhorfenda snertir. Fyrir Rheinhausen skoruðu: Kleibrink 8/2, Schmitz 3 og Laashe 3. Suðurdeild. Úrslit helgarinnar. Wiosbadon — Huttenberg 17-14 Rintheim — S. Hofweier 17-16 Osswell — Grosswallstadt 13-15 Milbertshofen — Leutershausen 12-10 Dietzenbach — Göppingen 20-17 Staðan í suöurdeild Grosswallstadt Dietzenbach Huttenberg Hofwier Milbertshofen O^sweil Wiesbaden Rintheim Leutershausen Göppingen 0 79-65 10-2 2 91-85 7-5 2 83-82 2 89-92 2 77-75 2 88-88 1 69-70 4 97-97 3 80-89 4 69-79 7-5 7-5 6-6 6-6 5-5 4-6 4-8 2-8 Grosswallstadt virðist ætla að halda sínu striki og er á toppnum með sigri yfir nýliðunum Ossweil 15-13. Það' eiga þeir markmanni slnum mikið að þakka „hetjunni“ frá Karl Marx-Stadt.“ (Hann varði víti á síðustu sek. fyrir v-þýzka landsliðið gegn A-Þjóðverjum 1 undankeppni fyrir Olympíu- leikana í Montreal og þannig komust V-Þjóðverjar áfram. Það sem réð úrslitum I leik Wiesbaden (nýliðar) og HUttenberg 17-14 voru mörk útispilaranna Freisker 5 og Maul 4. Þetta var mikilvægur sigur fyrir nýliðana í baráttunni að falla ekki. Huttenberg á þó enn möguleika á efstu tveimur sætunum.en við slíku búast menn ekki. Milbertshofen vann góðan „taugastríðssigur" yfir Leutershausen, sem nú er i næstneðsta sæti á undan Göppingen. Ein úrslit komu örlítið á óvart og var það leikur Rintheim og Hofweier 17-18, Rintheim hefur alltaf verið mjög sterkt á heimavelli en nú virðist liðið ekki hafa náð sér að strik og er í þriðja neðsta sæti. Telja má furðulegt að þrjú neðstu liðin 1 deildinni eru gömul og rótgróin lið og eiga litríka sögu að baki I hand- knattleik og þá sérstaklega Göppingen, sem oftast hefur orðið Þýzkalandsmeistari frá því að Bundesligan byrjaði. Eins og áður sagði eru nokkrir af beztu leikmönnum Göppingen meiddir og þar á meðal er Gunnar Einarsson. Eitt er víst að eitthvað róttækt verður Göppingen að gera ef ekki á að vera ljóslaust hjá þeim í allan vetur og þar með fall í aðra deild að ári. Með kveðju. Ólafur H. Jónsson Axel Axelsson. Skrifstofu- heildsölu- iðnaðarhús Til söiu 4ra hœða hús, ca 430 ferm hver hœð, við Ármúla. Lyftur verða í búðum endum hússins. Húsið verður selt í einu lagi eða hver hœð fyrir sig eða í smœrri einingum. Húsið er að einhverju leyti laust strax. Opið í dag frú kl. 2—5 e.h. Fasteignamiðstöðin, Austurstrætí 1 Símar 20424 — 14120, heima 42822 og 30008. Sölustjóri: Sverrir Kristjónsson. Viðskiptafrœðingur: Kristjún Þorsteinsson. Góð matarkaup ennþá kjötvörur á gamla verðinu Heilir lambaskrokkar 1. verðflokkur kr. 549 kg. Úrvals nautahakk kr. 670 kg. Úrvals lambalifur kr. 450 kg. Ódýru lambasviðin kr. 290 kg. Nýreykt hangikjötslœri, heil, kr. 889 kg. Úrbeinað hangikjötslœri kr. 1.480 kg. Heilir hangikjötsframpartar kr. 657 kg. Úrbeinaðir hangikjötsframpartar kr. 1.325 kg. Úrvals unghœnur kr. 500 kg, 10 stk. í kassa. Nýr lundi kr. 100 stk. Úrvals kólfalœri kr. 430 kg. Kólfahryggir kr. 350 kg. Kólfakótelettur kr. 430 kg. ✓ V DScíX®TröMD{S)@Tr®[E>D[jí£l Luugulœk 2 - Reykjuvík - Sími 3 50 20 SJAIÐ POTTABLOMA URVAUÐ Blómstrandi jólastjörnur, alparósir, begóníur, Risapálmar Burknar Kaktusar og þykkblöðungar BREIÐHOLTI Sími 3S22S

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.