Dagblaðið - 30.10.1976, Side 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976.
7
Slit af nagladekkjum talið
kosta 200milljónir á ári
Gatnamálastjórinn heitir eyðingu hálku í auknum mæli
„Það er staðreynd að kostn-
aður Reykvíkinga af notkun
nagladekkja allan veturinn er
allt að 200 milljónir króna.
Okkur reiknast til að hver bíll
slíti að meðaltali um 300 kg. af
tjöru upp úr götunum sé hann á
nagladekkjum allan veturinn.
Það þarf eitt tonn af malbiki
ofan í göturnar að sumarlagi til
þess að bæta það sem hver bill
reif upp yfir veturinn. Það þarf
því 30 þúsund tonn malbiks í
göturnar og það magn kostar
185—200 milljónir króna.“
Þetta sagði Ingi tJ. Magnús-
son gatnamálastjóri i viðtali við
DB og bætti því við að mæl-
ingar á sliti gatna hefðu verið
gerðar hér um nokkurt skeið og
viðbótarmælingar eða mæl-
ingar í auknum mæli upp á
síðkastið. Niðurstöður þessara
mælinga eru mjög svipaðar
niðurstöðum sem fengizt hafa
með sams konar mælingum á
hinum Norðurlöndunum, sagði
gatnamálastjóri.
„Nagladekk hafa nú verið
bönnuð í Færeyjum frá næstu
áramótum. Þau er bönnuð í
Þýzkalandi, í Kanada og í
mörgum fylkjum Bandaríkj-
anna. Ég held líka að al-
menningur hér á landi sé
farinn að sjá hve slitið af nagla-
dekkjunum er geigvænlegt.
Menn setja negldu dekkin siðar
undir en áður var og margir
hafa breytt til og nota nú gróf-
mynztruð dekk í stað nagla-
dekkja.
Ingi Ú. benti á þá staðreynd
að margir telja það vera skyldu
að aka á nagladekkjum eftir 15.
október. „Það er alrangt, gróft
mynztur nægir og að hægt sé að
bregða undir keðjum þegar
viðnám slikra hjólbarða er ekki
nægilegt. í auðu færi er
hemlunarvegalengd lengri á
nöglum og öryggið því minna.
Naglabúnaðurinn veitir falska
öryggiskennd þannig að margir
freistast til að aka hraðar en
færið leyfir og eiga því erfitt
með að hemla þegar draga þarf
úr hraða eða stöðva,“ sagði
gatnamálastjóri.
Ingi Ú. Magnússon sagði að í
vetur yrði i auknum mæli
leitazt við að eyða hálku af aðal-
umferðargöíum og í erfiðustu
brekkum.
Af viðtali sem DB átti við
framkvæmdastjóra Umferðar-
ráðs í gær kemur I ljós að álit
þessara tveggja aðila er í höfuð-
dráttum mjög svipað. Ýmsir I
röðum bifreiðarstjóra eru á
öðru máli og við munum víkja
að málinu síðar. —ASt.
O
REGNB0GA-
PLAST H/F
Kársnesbraut 18
Sími 44190
Framleiöum
augiýsingaskilti meö
og án Ijósa. Sjáum um
viðgeröir og viðhald.
önn umst ei nnig
nýsmíði og viðhald á
ýmiss konar plasthlut-
um.
Glæsilegir gluggar voru form-
lega vígðir á dögunum í Ólafs-
víkurkirkju. Biskup Islands,
herra Sigurbjörn Einarsson, var
viðstaddur athöfnina sem fór
fram fyrir fullri kirkju. Glugg-
■<---------------«C
Kirkjukórinn i Ólafsvík undir
einum hinna litskrúðugu glugga
sem Gerður heitin Helgadóttir
hannaði.
(DB-mynd Ágústa Tómasdóttir).
m---------------►
Biskupinn í ræðustól í Olafs-
víkurkirkju.
arnir eru verk Gerðar heitinnar
Helgadóttur, en henni auðnaðist
þó ekki að fullljúka þeim áður en
hún lézt fyrir aldur fram.
Að gömlum og góðum sið bauð
sóknarpresturinn, séra Árni
Bergur Sigurbjörnsson, kirkju-
gestum til kaffiveitinga i
safnaðarheimilinu að vígslu lok-
inni.
Séra Arni Bergur Sigurbjörnsson.
GLÆSILEGIR KIRKJUGLUGGAR VÍGÐIR
OKKAR FRAMTIÐ í REYKJAVÍK
HVERFAFUNDIR BORGARSTJÓRA 1976
Birgir Isleifur Gunnarsson
borgarstjóri flytur ræðu og
svarar fyrirspurnum fundargesta
Hlíða- og Holtahverfi,
Austurbær og Norðurmýri
Sunnudagur 31. október
kl. 15.30
DOMUS MEDICA
Fundarstjóri Fundarritari:
Jónas Eliasson. prófessor Unnur Jónsdóttir, húsfrú.
UMHVERFIÐ
ÞITT
Á fundunum verður:
1. Sýning á líkönum og upp-
dráttum af ýmsum borgar-
hverfum og nýjum byggða-
svæðum.
2. Litskuggamyndir af heiztu
framkvæmdum borgarinn-
ar nu og að undanförnu.
3. Skoöanakönnun um borg-
armálefni á hverjum
hverfafundi og verða nið-
urstöður birtar borgarbú-
um eftir að hverfafundum
lýkur.
V _________________J
Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra