Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 23
23 DACHl.AÐH). Í.AIHIAKDACUK 30. OKTOBKR 197«. (i Utvarp Sjónvarp Útvarpiö í fyrramálið kl. 9-10.10: „Hver er í símanum?” Spjall- og spurningaþáttur í beinu sambandi við hlustendur: D Ólafsvíkingar vakna snemma í dag „Þetta gekk alveg grefilli vel. Við höfðum áhyggjur af því að margir myndu ekki vakna, en það var nú öðru nær. Það komst ekki nema lítill hluti að af þeim sem hringdu. þegar við urðum að hætta. Ein frú hlaut 3 hljóm- plötur í verðlaun." Þetta hafði Árni Gunnarsson að segja um þátt þeirra Einars Karls Haraldssonar .Hvi.'r er í símanum", sem hle.vpt var af stokkunum sl. sunnudagsmorg- un kl. 9. í fyrramálið verða það Olafs- víkingar, sem fá að slá á þráð- inn „frítt" í gegnum landssíma- stöðina. Útvarpið borgar brús- ann. Vitanlega nota menn tæki- færið til að nota simann þegar það kostar ekki neitt, enda sjaldgæft, og fá svo að velja úr 20 spurningum. Svari þeir rétt eru verðlaunin breiðskífa. Það er Pétur Gautur Kristj- ánsson kennari sem semur spurningarnar en Ása Jóhann- esdóttir finnur lög fyrir hlust- endur eftir þeirra vali, því að sjálfsögðu er þátturinn í léttum dúr og hvað er betra en góð músík eftir að hafa rætt um lífið og tilveruna við Einar og Arna. EVI t ^ Sjónvarp Laugardagur 30. október 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Haukur í horni. Brezkur mvnda- flokkur i siö þáttum um fjölskvldu. Sv'iit flyst i Kamalt hús. ok þar fer aó hera á reimleikum. 2. þáttut. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.35 íþróttir. Hlé. 20.00 Fróttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Úr einu í annaö. Nýr þáttur. er verður á dasskrá hálfsmánaðarleua i vetur. Umsjónarmenn þessa þáttar ecu Árni Gunnarsson og Ölöf F.ldjárn. Hljómsveitarstjóri Ma«nús Injíimars- son. 21.35 Húmar hægt aö kvöldi. (Lon« Day's Journev Into Ni«ht) Brezk sjónvarps- upptaka á leikriti Eu«eue O'Neills. Loikendur: Laurenee Olivier. Con- stanee CumminKs. Ronald Piekup. Denis Quille.v og Maureen Lipman. Leikurinn gerist á ágústdegi árið 1912. og lýsir einum degi í lifi Tyrone- fjölskyldunnar og "því furðuleya sam- bandi ástar og haturs. sem hindur hana saman. Faðirinn er gáfaður leik- ari. en hann hefur ekki hlotið þann frama. sem hann hafði vænst. móðirin er lífsþreytt o« forfallin eiturlvfja- nevtandi. Yngri sonurinn er áfenyis- sjúklingúr og hinn eldri herklaveikur. Þýðandi Jón O. Edvvald. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1959. 00.15 Dagskrárlok. Útvarp á morgun kl. 15.00: Þau stóðu í sviðsljósinu Lárus Pálsson átti engan sinn líka í sumum hlutverka sinna Annar þátturinn um látna listamenn Þau stóðu í sviðsljósinu er á dagskrá útvarpsins í dag klukkan 15.00. Þá fáum við að hlusta á Lárus Pálsson og er það Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri sem sér um þáttinn. Lárus Pálsson var fæddur 12. febrúar 1914. Eftir að hann lauk stúdentsprófi fór hann í leiklistarskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1937. Gerðist .hann leikari við leik- húsið þar til 1940. Fyrsta hlutverk hans var í Ósigrinum eftir Nordahl Grieg. Lárus var leikari og leikstjóri hjá Leik- félagi Reykjavíkur 1940-50 þegar hann réðst til Þjóðleik- hússins. Lárus vann mikið að félags- störfum leikara og var for- maður Fél. ísl. leikara og Bandalags ísl. listamanna. Það er ekki hægt að telja upp öll þau hlutverk hans sem manni eru minnisstæð, en þau eru mörg. Jón Grindvíkingur í meðförum Lárusar líður áreiðanle ekki þeim úr minni sem sá>; Eða Óvinurinn í Gullna 1 ‘ og svo mætti lengi telja. Þetta verður annar minningarþátturinn sem fluttur er í útvarpinu. Sá fyrsti var síðasta sunnudag og var þá sagt frá Andrési Andréssyni, einhverjum bezta gaman- leikara okkar tslendinga fyrr og síðar. -A.Bj. Lárus Pálsson var fyrsti íslen/.ki Hamleiinn. en Hamlet var setlur á svið hjá Leiklelagi Reykjavikur i Iðnó árið 1949. Ilaraldur Björnsson og Regínu hórðardótlir eru meó lionuni á myndinni. Hér sjáum við Ólafsvík, en bað eru einmitt. Olafsvíkingar sem geta hringt f þá Arna og Einar Karl í fyrramálið og rabbað við þá um lífið og tilveruna. Sjónvarp annað kvöld kl. 21.25: Ó, ó, óbyggðaferð — óbyggðaferð í hópum... Emhver stærsta afrétt á land- inu er Hrunamannaafrétt, en hún er um 140 km á lengd og nær inn á miðjan Kjöl. Fjárleitarferðir hafa löngum verið ævintýra- og svaðilfarir, sem hraustmenni hafa sótzt eftir að vera með í. í haust fylgdust sjónvarpsmenn með smölun á Hrunamannaafrétt. Það var glatt á hjalla í tjaldbúð- um og gangnamannakofum þar sem var gist og verður eflaust gaman að fylgjast með hvernig smalamennska gengur fyrir sig í dag. Á myndinni eru Sigurliði Guð- mundsson kvikmyndatökumaður og Jón Arason hljóðupptöku- maður við störf sín. Klippingu myndarinnar annaðist ísidór Her- mannsson og umsjónarmaður þáttarins er Ómar Ragnarsson. A.Bj. ^ Sjónvarp Sunnudagur 31. október 18.00 Stundin okkar. Sýndur verður annar þáttur um Matthías og einnig er mynd um Molda moldvörpu. 1 síðari hluta þáttarins er mynd um hirðingu músa, þáttur um kommóðukarlinn og kvikmynd um handavinnukennslu í skólum. Umsjónarmenn Hermann RaRnar Stefánsson or Sisríður MarRrét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristín Pálsdóttir. 19.00 Enska knattspyman. Kynnir Bjarni Felixson. Hlé. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglysingar og dagskra. 20.35 Davíö Copperfield. Breskur mynda- flokkur. Rerður eftir söru Charles Dickens. iAikaþáttur. Efni fimmta þáttar: Heimilishald Dóru or Davíðs RonRur brösótt. or þeim helst illa á þjónustufólki. Dóra er heilsutæp. or Betsey fra*nka Daviðs hjálpar henni eftir hestu Retu. Davíð fróttir, að Steerforth hafi skilið Emilíu eftireina or yfirRefna. Af tilviljun kemst hann að því, hvar hún er. or Retur komið boðum til Dans frænda hennar, sem verður allshugar feginn. Micawber hittir þá Davíð og Traddles og segir þeim frá glæpsamlegú athæfi Uriah Heeps. Þeir fara síðan ásamt Betsey frænku., og Micawber les ákæru á hendur Uriah í allra áheyrn. Er það Agnesi Wickfield mikill léttir, aðfaðir hennar getur nú aftur tekið við fyrir- tæki sinu. Dóra Copperfield er nú að mestu leyti rúmföst. Hún biður Davíð að skrifa Agnesi fyrir sig; hún þurfi nauðsynlega að tala við hana. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.25 Heimsókn. Fjallferö. Ferðir þessar hafa löngum verið æfintýraferðir og svaðilfarir öðrum þræði. Sjónvarps- mcnn fylgdust með smölun á Hruna- mannaafrétti í haust, en á hverju hausti smala bændur þar fé af svæði, sem er 140 kílómetrar á lengd og nær inn á miðjan Kjöl. Að venju er glatt á hjalla í næturstað. tjaldbúðum og gangnamannakofum. Kvikmyndun: Sigurliði Guðmundsson. Hljóð Jón Arason. Klipping tsidór Hermanns- son. Umsjónarmaður Ómar Ragnars- son. 22.15 Frá Listahátíö 1976. Þýska söng- og leikkonan Gisela May syngur ljóð eftir Bertolt Brecht við lög Dessaus og Eislers. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 22.40 Aö kvöldi dags. Séra Birgir As- geirsson. prestur i Mosfellssveit. flytur hugvekju. 22.50 Dagskrórlok. Sjónvarp annað kvöld kl. 20.35: Lokaþáttur frábærrar myndar Nú dregur að lokum hins frábæra brezka mynda- flokks um David Copper- field, en lokaþátturinn er á dagskránni kl. 20.35 annað kvöld. Þýðandi er Óskar Ingimarsson. I síðasta þætti gerðist það markverðast að David kemst fyrir tilviljun að því hvar Emelia Peggotty er niður- komin eftir að Steerforth hafði yfirgefið hana.' Micawber kemur að máli við David og Traddles og segir þeim frá glæpsamlegri starf- semi Uriah Heep, sem nú á allt sitt undir þeim félögum. Eiginkona Davids, Dóra er rúmföst og biður hún David um að skrifa Agnesi fyrir sig, því hún þurfi að ná tali af henni. Myndin sýnir Dóru (Beht Morris) með kjöltu- rakkann sinn. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.