Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.12.1976, Qupperneq 15

Dagblaðið - 04.12.1976, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976. 15 „Hún vill hjálpa mér úr buxunum” — lýsing bandarísks blaðamanns á íslandsferð 1862 og hinni frægu íslenzku gestrisni Bandarískir ferðamenn voru nokkuð fáséðir á götum Reykja- víkur og í sveitum landsins fyrir 114 árum. Einn slikur kom þó til íslands, bandarískur blaðamaður, John Ross Browne að nafni, írskrar ættar. Dvaldi hann hér eina viku seint í júnímánuði. Skrifaði hann ferðapistla frá ferð sinni í Ilarper’s Magazine en auk þess nokkrar bækur um Evrópu- ferð sína. Nú hefur bókaútgáfan Hildur gefið út bókina um íslandsferð Brownes og birtum við hér til gamans kafla úr bókinni: „Ég dvaldi nótt á einu þeirra og nú ætla ég að segja frá vandræða- legu ævintýri sem ég lenti þá í. I þvi sambandi þarf ég aðeins að segja það frá bænum að hann var að innanverðu mjög líkur því sem ég hef þegar lýst nokkuð. Bóndi og kona hans voru nokkuð við aldur og þau áttu þrjá eða fjóra myndarlega syni og gerðarlega dóttur á þrítugsaldri. Eg gat gert þeim skiljanlegt með nokkrum orðum á dönsku, að ég óskaði eftir bolla af kaffi, nokkrum brauð- sneiðum og næturgistingu. Þau voru ákaflega vingjarnleg og virt- ust hafa mikinn áhuga á því að ég var bandaríkjamaður líklega sá fyrsti sem þau höfðu séð. Kaffið var brátf reiðubúið, dúkur var breiddur á borð og reiddur fram ágætur kvöldverður sem var brauð, ostur og mjólkurhlaup. Ég dvaldi nokkrar mjög ánægjulegar klukkustundir með þeim. Gaf ég þeim, eins vel og ég gat, hugmynd um Kaliforníu, hvar hún væri staðsett á hnettinum og hve óhemjumikið magn af gulli væri þar, með bendingum, teikningum og nokkrum dönskum orðum. Þau könnuðust við nafnið en höfðu enga hugmynd um hvort satt væri að fjöllin væru úr gulli og klett- arnir úr skíra silfri. Tilraunir mínar til þess að upplýsa þau um þetta voru næsta kátlegar en það var ótrúlegt hvað þau voru fljót að skilja mig. Um klukkan ellefu fór gömlu hjónin að syfja og þau létu á sér skilja að þegar ég óskaði eftir að ganga til hvílu mundi stúlkan vísa mér til herbergis míns. Eg var mjög sáttur við þetta eftir að hafa gengið tíu eða tólf mílur á hraun- grjóti svó að ég bauð fjölskyld- unni góða nótt og fylgdi stúlkunni yfir í annan hluta bæjarins. Hún fór með mig inn í lítið herbergi með rúmi í einu horninu og benti mér á að ég gæti sofið þar um nóttina. Eg settist á rúmið og sagði að þetta væri ágætt — að ég væri henni mjög þakklátur. Hún var samt áfram kyrr í herberginu eins og hún biði eftir því að gera eitthvað meira fyrir mig. Ég sá auðvitað glöggt að hún var mjög þekkileg og blómleg á að líta en það kom mér ekki við. Eg gat ekki gert annað með fullum sóma en að þakka henni aftur fyrir mig og sýna merki um að ég ætlaði að fara að hátta með því að fara úr jakkanum. Enn dvaldist henni og hún vildi augljóslega vera eins alúðleg og aðstæður leyfðu. Það var heldur óþægilegt að vera einn í ókunnu herbergi með mannveru af gagnstæðu kyni, sem var ung og heldur snotur, án þess að segja neitt. Þögnin tók að verða vand- ræðaleg. Eg reyndi að fitja upp á samræðum' á dönsku en komst brátt að því að í því tungumáli kunni hún enn minna en ég sjálfur. Hún svaraði mér samt á móðurmáli sínu með ákaílega ljúfri rödd og á svo vingjarnlegan hátt að ég fann glöggt að hún vildi vera alúðleg og gestrisin. Ég beið árangurslaust eftir þvi að hún færi. Það var orðið áliðið og for- eldrar hennar mundu ef tií vill vera farnir að hafa áhyggjur af henni. Samt sýndi hún engin merki þess að hún hugsaði sér að halda á brott. Hvað ætlaði stúlkan sér eiginlega? Líklega var ég í herberginu hennar og hún hafði engan annan stað til þess að sofa á en það var ekki mér að kenna ef þannig stóð á. Eg bar enga ábyrgð á þeirri furðulegu ráðstöfun fjöl- skyldunnar. Loks sá ég engin önnur ráð en að láta reyna á þetta og tók að klæóa mig úr jakkanum. Henni brá síður en svo við það, heldur greip hún í ermarnar og hjálpaði mér úr honum. Þá kom að vestinu en eins fór með það. Síðan kom að buxunum en þá Guðmundur G. Hagalín hefur látið frá sér fara sjöunda bindið í ævisagnabálki sínum og nefnir hann bókina Ekki fæddur í gær. í því segir höfundur frá Seyðis- fjarðarárum sínum (1920-23) og ársdvöl í Reykjavík í hópi upp- rennandi skálda. Um þetta leyti er höfundur 25 ára. A bókarkápu segir m.a. „Ekki fæddur í gær“ er sjóður glöggra Það þekkja allir krakkar hana Línu langsokk en höfundur sagn- anna um Línu er Astrid Lind- gren. Nú er komin út hjá Heims- kringlu saga eftir þennan skemmtilega höfund og bókin Bókaútgáfa Æskunnar hefui sent frá sér þrjár barnabækur er flestir kannast við sem gamla kunningja. Þær eru Kisubörnin kátu eftir Walt Disney í þýðingu Guðjóns Guðjónssonar.Örkin hans Nóa, einnig eftir sögu Walt Disney í þýðingu Guðjóns. Kibba kiðlingur er nú gefin út'í sjöunda skiptið og þýðinguna gerði hikaði ég af eðlilegum ástæðum. Það var sannarlega kominn tími fyrir stúlkuna að hafa sig á brott ef hún vildi taka eitthvert tillit til tilfinninga minna. Eg þakkaði henni fyrir mig með miklum virktum en ekki var á henni að sjá að hún ætlaði að yfirgefa mig að sinni. Það var augljóst að hún ætlaði að ljúka því verki sem hún var byrjuð á. Svipur hennar bar vott um svo mikinn hreinleik og svo mikið sakleysi, hún var svo grunlaus um að neitt væri ósæmi- legt við aðstöðu þá sem við vorum í að ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka. „Hún vill hjálpa mér úr buxunum," sagði ég við sjálfan mig, „það er aug- ljóst. Ef til vill er það siðvenja á Islandi, en heldur er það vand- ræðalegt eigi að síður.“ Þannig stóð nefnilega á að ég var ekki mannlýsinga þekktra manna og ekki þekktra. 'Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritari, Kristján Kristjánsson læknir, Ingi T. Lárusson, Sigurður Nordal, Páll Eggert Ólason o. fl. eru nokkrir þeir sem Hagalín umgekkst á þessum árum. Bókin er 276 bls. og útgefandi er Almenna bókafélagið. heitir í íslenzkri þýðingu Bróðir minn ljónshjarta. Það er Þor- leifur Hauksson sem þýddi. Bókina prýða margar og skemmti- legar myndir. Hörður Gunnarsson. Þessar bækur prýðir fjöldi mynda og letrið er stórt og skýrt og þægilegt fyrir börn. Fyrir eldri börn hefur Æskan sent á markaðinn síðustu bókina í flokkunum um Frumbyggjana. Þessi er sú áttunda í röðinni og nefnist Gullið í Púmudalnum. -KP alveg nógu gamall til þess að geta verið faðir stúlkunnar en sam* ekki nógu ungur til þess að hún gæti háttað mig. eins og yngri bróður sinn. Þar sem ég var þarna mitt á milli var ég staddur í miklum vanda. Það yrði líklega talin ókurteisi af mér að hafna vingjarnlegu boði hennar og ekk- ert var mér fjær skapi en að móðga þessa geðþekku stúlku. Eg beið nokkra hrfð en sá svo að ekki varð komist hjá því að höggva á þennan hnút og tók að færa mig úr þessari síðustu utanyfirflík minni. Stúlkan hafði vafalaust séð fyrir löngu að að þessu mundi koma. Hún stillti sér upp fyrir framan mig og gaf mér merki um að lyfta öðrum fætinum, sem ég auðvitað hlýddi. Síðan greip hún í aðra buxnaskálmina og togaði rösklega í hana. Það leið ekki á löngu áður en ég var orðinn eins og þegar ég kom úr móðurlífi að undanskildu því að ég var í nær- buxum sem ég sá að voru heldur rytjulegar á að líta vegna erfiðra ferðalaga að undanförnu. En ég snaraði mér upp í rúmið, stúlkan breiddi yfir mig og bauð mér góða nótt. Ég þakkaði henni fyrir og þannig endaði þetta undarlega og heldur vandræðalega ævintýri. Þrjár Emmubækur Yngstu lesendurnir fá bækurnar um Emmu frá Bókaút- gáfunni Iðunni.Gunnilla Wode er höfundurinn og þær nefnast í íslenzkri þýðingu Emma öfug- snúna og Emma og litli bróðir. Iðunn sendir einnig á markaðinn bókina Tumi og Magga eftir sama höfund. Bækurnar prýða einfaldar en skemmtilegar litmyndir og textinn er stuttur og skýr. -KP Fjallað um vandamál samtíðarinnar: Börn unglings- stúlkna „Hér er fjallað um vandamál sem hefur ekki verið tekið til meðferðar í íslenzkum bókmennt- um, þ.e. börn unglingsstúlkna og afdrif þeirra,“segir á bókarkápu nýrrar skáldsögu eftir Líneyju Jóhannesdóttur, sem hún nefnir „Kerlingarslóðir”. Sögusviðið er Reykjavík nútímans. Líney Jóhannesdóttir er fyrst og fremst þekkt fyrir barnaleikrit sín og barnasögur, svo hér haslar hún sér nýjan völl. Það er Heims- kringla sem gefur bókina út. -KP MMbiabið ÞAÐ UFI! Ævisaga Guðmundar G. Hagalín: SJÖUNDA BINDIÐ KOMIÐ - HÖFUNDUR ORÐINN 25 ÁRA -KP Lindgren á ferðinni með bók: NÚ ER ÞAÐ UÓNSHJARTA í STAÐ LÍNU -KP Gamlir, göðir kunningjar frá Bókaútgáfu Æskunnar HOFUM OPNAÐ & \ sportmagasín á tveimur hæðum í húsi Litavers við Grensásveg 22 Allar tegundir af sportvörum, m.a. íþróttaskór, Adidas og Gola. Dunlop íþróttavörur. íþróttatöskur allar geróir og margt, margt fleira. Allar stæróir af bolum. Allt fyrir vetrarsport. SkíÖi, skautar og snjóþotur. Skiptum á notuðum og nýjum skautum. Nýtt glæsiiegt sportmagasín hefur verið opnaó Allt fyrir hestamenn, reiðtygi, allar ólar og gjarðir. Allar tegundir af skeifum, m.a. skaflajárn. Allar stærðir af byssum og skotfærum. Allt fyrir sport- og veiðimenn. Ódýru barnaskíðasettin eru komin. 3.775 kr. settið. i húsi Litavers við Grensásveg 22. Næg bílastæói. Sportmagasínið Goðaborg hf. Sími 81617 - 82125

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.