Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 197& Stutt svar til Helga Péturssonar blm. Beztu þakkir áttu skildar fyr- ir að taka upp málefni okkar námsmanna undir svo rétt- mætri fvrirsögn sem „Mennta- málafasismi" í Dagblaöinu þ. 13. des. sl. Þú tekur vel og vandlega fyrir almenningsálitið gagnvart námsfólki og er það vel. Ekki var vanþörf á. En heldur illa ferst þér í tali þínu um námsmannahreyfinguna og for- ystu hennar, og fæ ég ekki ánn- að séð en að þar takir þú undir alla örgustu fordóma almenningsálitsins. Áttum við þó á öðru von frá þér, sem hefur kynnst því af eigin raun, hvað það er að vera slblankur námsmaður í útlöndum. Mér fannst ég nauðbeygður til að reyna að leiðrétta misskilning þinn, því sem einn af forystu- mönnum SÍNE, sem fulltrúi námsfólks í Lánasjóði fslenskra námsmanna og sem fulltrúi í Kjarabaráttunefnd náms- manna hlýt ég að eiga þrefalda fljótfærniseinkunn þína, er þú segir: „ég tel forystumenn námsmannahreyfinga hérlend- is og erlendis hafa gert veru- lega á sig í baráttunni fyrir bættum kjörum og að þeir standi nú iiia þrifnir með ailt niður um sig fyrir framan al- þjóð." Mig langar til að benda þér á eitt. Helgi. Þegar námsmenn grípa til aðgerða, gera þeir það ekki aðgerðanna vegna. Ekki heldur til að auglýsa pólitískar skoðanir sínar. Aðgerðir eru alltaf beint framhald einhvers, sem þú og annað fólk veit lítið um, nefnilega árangurslausra heimsókna sendimanna í ráðu- neyti, rökræðna við ráðherra, bréfaskrifta o.þ.h. Þetta skaltu vita í eitt skipti fyrir öll. Það er ekki fyrr en ungir framagosar stjórnmálaflokka (í stjórn LÍN) og æðstu ráðamenn hafa daufheyrst við öllum óskum okkar, að við hugsum okkur til hrevfings. Og á hvaða aðgerð- um eigum við völ? Getum við stöðvað einhverja arðbæra framieíðslu og farið i verkfali? Eru fjölmiðlar reiðubúnir að hleypa bkkur inn á gaflhjá sér með málefni okkar? Nei, Helgi, við eigum ekki annarra kosta völ en að grfpa til aðgerða, sem vekja athygli almennings og fjöl- miðla, eða kannski ég ætti að segja: fjölmiðla og þarafleið- andi almennings. Þess vegna eru aðgerðir okkar og málflutn- ingur oft „róttækur" og „hávaðasamur". Þú vilt útiloka „stéttarmynd- un" innan námsmannahreyf- ingarinnar, svo að námsmenn geti náð samstöðu við aðrar starfsstéttir í landinu. I fyrsta lagi er það nú svo, að þeir sem eiga í baráttu fyrir kjörum sín- um í áraraðir, hljóta að draga af því einhverja lærdóma, t.d. um gerð og starfsemi þessa þjóðfé- lags. Hverjir stjórna, og í hverra þágu? Hverjir standa að baki þeim? Hvar eru rætur þess meins, sem kemur í veg fyrir, að kjör okkar séu mannsæm- andi? Hefur þú sem hugsandi blaðamaður aldrei leitt hugann að þessu? í öðru lagi getur samstaða námsmanna og ann- ars vinnandi fólks ekki grund- vallast á umhyggju og ástúð til þess þjóðskipulags, sem rýrir kaupmátt launa dag frá degi, brýtur samninga á fólki með bráðabirgðalögum, skattpínir lág- og meðaltekjufólk, selur at- vinnugrundvöll þjóðarinnar í hendur útlendingum og sleikir skósóla erlendra hervelda. Nei, Helgi, við óskum eftir samstöðu með vinnandi fólki, en ekki með fjármálaspekúlöntum, heildsölum og kafsiglingar- mönnum einokunarfyrirtækja ríkis og einkaaðila. Fámenni i aðgerðum okkar, m.a. í fyrirhugaðri hungur- vöku, skýrir þú með því, að námsmenn séu „löngu orðnir dauðþreyttir á alis kyns frama- gosum" í forystusveit sinni. Nær væri okkur að leita ann- arra orsaka í stað þess að grípa og henda á lofti óheiðarlegan kosningaáróður hægri manna í Háskóla tslands. Vittu, að t.d. voru og eru próf í flestum lista- og verkmenntunarskólum, og háskólastúdentar eru á kafi í próflestri fyrir janúarprófin til að reyna að standast hinar allt „Við eigum ei annarra kosta völ en að grípa til aðgerða, sem vekja athygli almennings og fjölmiðia. “ segir Guðmundur. of hörðu kröfur, sem gerðar eru til þeirra. Þegar námskröfur eru orðnar svo miklar, að 16 tírrta námsvinnu á sólarhring er þörf, er lítill tími eftir til félagsstarfa, enda er það kannski tilgangurinn með þessu. Auk alls þessa er hér ágætlega ljós sú almenna félagslega deyfð, sem ríkir á öllum sviðum þjóðlífsins. Eða hvort heldur þú, að Dagsbrún hefði tekist að tromma saman fleirum en þrjátíu í hungur- vöku til að mótmæla verðhækk- ununum þessa dagana? En það gildir bæði um mig og þig, að auðvelt er að útskýra mistökin eftir á, og sýnist þá sitt hverj- um. Meginatriðið er að læra af reynslunni. Að lokum ein lítil leiðrétting. Það er ekki rétt, að námsmenn sem heild hafi lagt fram kröf- una um verðtryggingu náms- lána. Með þessari tillögu, sem nú er almennt álitið, að hafi verið slæm mistök, stóð tæpur meirihluti nemenda við Hl og flesta lista- og verkmenntunar- skóla hérlendis, en gegn þeim stóðu alla tíð námsmenn er- lendis, svo og Vaka í háskólan- um o.fí., þótt á ólíkum grund- velli væri. Með þessum línum vona ég, að einhverju af misskilningi þínum um eðli námsmanna- baráttunnar sé eytt. Hefði ég ekki talið þess von, hefði ég ekki skrifað þetta. Greinum forstokkaðra svara ég ekki, því að þeir fletta best ofan af sér sjálfir, sbr. greinar Jóns Sigurðssonar form. stjórnar LÍN og viðtöl, sem höfð eru að athlægi víðast hvar meðal þeirra, sem lagt hafa á sig lestur þeirra. 15. des. 1976 Guðmundur Sæmundsson, fulltrúi SÍNE 1 stjórn Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. Er Krafla gagnslausl stórvirki sem almannafé er sóað í? Að byggja gagnslaus stórvirki Nonni beinbrotni skrifar: Ég hélt að það ætti ekki fyrir mér að liggja að komast í lesendabréfaklúbbinn. Ég ætla ekki að rekja ástæðurriar til þess að ég er kominn í þennan klúbb, aðrar en þær að ég ligg nú beinbrotinn, hefi ekkert að gera nema að lesa og hlusta á kjaftasögur frá þeim sem koma að heimsækja mig. Eg er aldeilis dolfallinn yfir öllu því, sem ég hefi orðið áskynja á þessum stutta legu- tíma mínum, og er því ekki hissa á því hvernig komið er fyrir okkar ágæta þjóðfélagi og sýnist mér skútan vera að sigla í strand vélarlaus og hjálpar- vana. Og það fyrsta sem ég las voru dagblöðin og þau las ég upp til agna. Af mörgu er þar að taka, en ég ætla að byrja á grein um hinn ágæta Alþýðubanka. Ég hefi mikinn áhuga á þeim banka, því þetta átti að vera banki okkar alþýðumanna, og þar áttum við áð hafa forgang að lánum, en eins og allir vita erum við útilokaðir frá öðrum slíkum stofnunum. Það var þvi mikið áfall, þegar það kom á daginn, að bankast jórarnir sem þar voru höfðu hagað útlánum svo ógætilega, að allt hlutafé var tapað og jafnvel meira til. Það var því nokkur huggun þegar ég las nýlega viðtal við núverandi banka- stjóra, að nú væri bankinn að rétta við og hefði fé ekki verið rifið út úr honum, og þó aukning hefði ekki verið, þá hefði innistæðufé staðið i stað, og miðaði bankastjórinn þá við júnímánuð. Mér fannst þetta allgott miðað við aðstæður, og var sammála bankastjóranum í því að nú þyrfti að auka hlutafé og stuðla að auknum vexti bankans, jafnvel þótt helmingur af hlutafé bankans væri tapað og hinn helmingurinn í mjög óvissum útlánum. En viti menn. Þegar dagblöðin voru upp lesin, fór ég að fletta í ýmsum öðrum ritum, og m.a. barst mér í hendur rit sem heitir Hagtölur mánaðarins útgefið af Seðla- bankanum. Þar voru spariinn- stæður í bankanum taldar á níunda hundrað milljónir í nóvember, en í byrjun ársins voru þær á ellefta hundrað milljónir, svo að út hafa verið teknar um tvö hundruð milljónir. Alit mitt á hinum nýja bankastjóra fauk út í veður og vind við þessa lesningu. En ég er nú þannig gerður að ég vil frekar fá að he.vra sannleikann. þó hann sé dapurlegur. heldur en litaðan sannletka, og það vil ég segja þeim herrum, sem nú stjórna bankanum, að mér finnst það ábyrgðarhluti að hvetja launþega og verkalýðsfélög til að auka hlutafé og leggja inn í bankann, nema ríkisábyrgð sé á sparifé, eins Og mér er sagt að sé í ríkisbönkunum. Freistandi væri að tala hér dálítið um Utvegsbankann líka, því þar virðast eirihverjir maðkar í mysunni, en ég ætla að sleppa því nú, því mér liggur svo margt annað á hjarta. Aður en ég skil við þá blessaða, vil ég þó spyrja: Hvar er bankaeftir- litið, á það ekki að vera í Seðla- bankanum, og fylgir engin ábyrgð þeim mönnum sem stjórna þar? Sá banki er orðinn stærsti banki landsins og hefir tútnað út á einum áratug, en var áður hjáverkastarf eins bankastjórans í Landsbankan- Og svo er það Krafla. Ef ég svæfi ekki vel og hvildi mig á milli, væri ég orðinn snarruglaður af þeirri lesningu. Þar eru ráð og nefndir, sem hvert um sig virðist hafa sína verkþætti, og engin eða lítil samvinna þar á milli, þótt hvert mannsbarn sjái að bráð nauðsyn sé á náinni samvinnu milli þessara aðila svo að allt snúist og eðlilegur árangur náist. I byrjun sagði Kröflunefnd í viðtali við blaða- menn, að henni hefði verið falið að sjá um byggingu húss og festa kaup á vélum, annað kæmi henni ekki við. Borun væri á vegum Orkustofnunar og ral'magnslínur ættu Rafmagnsveitur ríkisins að sjá um. Og sannarlega stóð ekki á Kröflunefnd að vinna sitt verk. Flýtirinn var svo mikill að ekki vannst tími til að bjóða út hús eða vélar, heldur samið við fyrirtæki, sem hafði ekkert fram yfir mörg önnur verktaka- fyrirtæki, og keyptar vélar hjá japönsku firma, sem er sjálf- sagt ágætt, en ekki er vitað að hafi neitt fram yfir önnur firmu á sama sviði. Ég lái eng- um, þótt ýmsar gróusögur komist á kreik undir þessum kringumstæðum, en bezt að láta þær liggja á milli hluta í bili. Þrfr alþingismenn láta þing- mennskuna að veði í þessu •spili, því að fyrir utan þessa óvenjulegu aðferð við vélakaup og samningu við verktaka, þá íriýtur það að vera hverjum heilvita manni ljóst.að áður en lagt er út í þúsunda milljóna fjárfestingu, er nauðsynlegt að vita hvort orka er fyrir hendi og kaupendur að rafmagninu. Ég ætla ekki að rekja hörmungasöguna um borun holanna, hana þekkja allir. En ég vildi bara segja það, að það hlýtur að gerast kraftaverk.ef forstjóri Orkustofnunar vérður ekki að leita sér að atvinnu á næsta ári. Rafmagnsveitum ríkisins er ætlað að leggjaraf- magnslínuna. En fyrir hvaða straum á að byggja þessa línu, og er það hlutverk hennar að finria kaupanda að 60 mw, en það munu vera afköst vélanna. Nú er vitað að þörfin er aðeins fyrir 20 mw og hvað á þá að gera við hitt? Kannski þurfum við aldrei að spekúlera í því. Kannski verða afköstin ekki nema 6 mw. og hvert verður rafmagnsverðið þá frá orkuvera sem kostar kannski tíu þúsund milljónir. Mér finnst þetta Iíkt og ef útgerðarmaður keypti 1000 lesta togara til að veiða rækju og notaði grásleppunet. En hver á að stjórna þessum aðilum og samraema aðgerðir þeirra? Er það ekki ráðherra og ráðuneyti hans. F stað þess fer hann reisur um landið, og mót- tökur sem hann fær og föruneyti hans eru slíkar, að móttökur gagnvart forseta eru fátæklegar I samanburði. Ráðherrann gefur lika stór loforð, hann hélt ræðu í Húna- þingi og lofaði næstu stór- virkjun þar, þótt kaupanda að slíkri raforku vantaði, en hann hélt ræðu á Austfjörðum, þar sem hann er að burðast með tvær vatnslausar virkjanir, og lofar Austfirðingum líka nægri raforku til húsahitunar, sem Rafmagnsveitur ríkisins voru búnar að segja að væri ekki til. Mér er alveg sama þótt menn haldi fallegar skálræður og leiki sér að því að byggja gagnslaus stórvirki. ef kostnaður lenti ekki á mér. Því auðvitað verðum við smælingjarnir látnir borga. Eg mótmæli þvi beinbrotinn maðurinn, að svona sé farið með opinbert fé, og ég krefst þess að hæstlaunuðu menn þjóðarinnar verði gerðir ábyrgir gerða sinna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.