Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 13
 í leik Anderlecht og FC Brugse. lattspyma látt skrifuð skorað 8 mörk í þessum 14 leikjum og sýnir þetta hversu gífurlega við þurf- um á markaskorara að halda. FC. Liege fór enga frægðarför til CS. Brugge og fékk einhverja þá verstu útreið sem belgiskt 1. deildar- lið hefur nokkurn tíma fengið. Tíu sinnum mátti Andrien mark- vörður hirða boltann úr netinu og var samt sem áður bezti maður liðsins og bjargaði Liege frá ennþá stærra tapi með góðri markvörzlu. Fyrir um það bil einum og hálfum mánuði síðan, var fyrrum v-þýzka landsliðsmanninum Biskup sagt upp þjálfarastörfum eftir 4 ára starf hjá félaginu. Yves Barré tók við liðinu og ekki hefur hinum nýja þjáifara tekizt betur og er FC. Liege komið í fallhættu. Charleroi gerði jafntefli heima við Beerschot á laugardags- kvöld. Völlurinn var ísilagður og erf- itt fyrir leikmenn að fóta sig. Beerschot tók forustuna á 4. mín. en Van Toorn jafnaðifyrirCharleroi á 19 mín. 2. deild. Royal Union heldur forustunni í annarri deildinni þó svo að liðið næði ekki nema jafntefli heima við næst- neðsta liðið, St.-Nicolos. Menn voru varla búnir að koma sér fyrir á vellinum, er boltinn hafnaði í marki Union eftir slæm mistök mark- varðar. En er dómarinn flautaði til leikhlés höfðu Unionmenn tvívegis sent boltann í mark St.-Nieolos. Júgóslavinn Crmogorac skoraði á 33. mín. og Philipp úr aukaspyrnu á 44. mín. St.-Nicolos jafnaði þó á 65. mín. og lokatölur urðu því 2-2. Stefán er kominn í leikbannið og lék því ekki með í þessum leik. Kveðja Asgeir Sigurvinsson. Staðan í 1. deildinni belgísku eftir leikina um síðustu helgi er þannig, en i þeirri umferð vann efsta iiðið FC Brugge Standard 2-1 í Brugge. FC Brugge Molenbeek Anderlecht Beerschot Lierse Courtrai Antwerpen Standard CS Brugge Lokeren Winterslag Beringen Beveren Charleroi Waregem Malines FC Liege Ostende 15 30- 15 25- 15 34- 15 33- 15 23- 15 20- 15 18- 15 16- 15 29- 15 18- 15 20- 15 22- 15 11- 15 11- 15 17- 15 14- 15 12-: 15 18-: 12 23 13 21 21 19 23 19 17 19 19 18 18 18 12 17 21 17 16 15 16 14 20 13. 21 11 24 10 •27 10 25 10 1 2. deild er Union efst með 21 stig. Boom hefur 20 stig, Eisden 19 og Malines 18 — en svo er tveggja stiga munur í fimmta lið. Tvísýn barátta í 2. deild í körfu! — Grindvíkingar sigruðu Hauka í Hafnarfirði með Það var tvísýn barátta í 2. deild íslandsmótsins í körfuknattleik í Hafnarfirði á sunnudag. Þá áttust við Haukar og UMF Grindavíkur. Úrslit urðu þau, að Grindvíkingar sigruðu með eins stigs mun 66-65. Grindvíkingar virtust stefna i eins stigs mun stórsigur í leiknum. Náðu 22ja stiga forskoti í fyrri hálfleik (30- 8), en síðan tóku Haukar sig verulega á og vörn Grindvíkinga opnaðist meira í síðari hálfleik. Síðustu mínútur laiksins voru. mjög tvísýnar og spennandi, en Grindvíkingum tókst að halda höfði og sigurinn varð þeirra, 65- 66. 'Stigahæsir í Haukaliðinu voru ívar með tuttugu stig, Gunnar Gunnarsson, sem var með 11 stig, og Ölafur Finnsson með tíu. I liði Grindvíkinga skoraði Magnús Valgeirsson mest — eða 28 stig. Ölafur Jóhannsson var með 17 stig og Björn Birgisson 11. Staðan f 2. deiidinni er nú þannig: L U T St. Þór 4 4 0 8 Grindavík 3 2 14 UMFL 3122 Snæfell 3 12 2 Haukar 3122 KFÍ 2 0 2 0 Leikin er tvöföld umferð í deildinni. Torino-liðin Linur í 1. deild itölsku knatt- spyrnunnar eru þegar farnar að skýrast verulega — og rétt eins og á síðasta keppnistímabili, þá virðist baráttan ætla að verða milli Torino-jötnanna, Juventus, og meistara Torino. Bæði liðin sigruðu um helgina — en Lazio frá Róm varð að sætta sig við tap — en Lazio er í þriðja sæti. skera sig úr Úrslitin á ltalíu: Bolognía-Juventus 0-1 Fiorentina-Sampdoria 1-1 Foggia-AC Milanó 2-1 Genúa-Lazio 3-1 Inter Milanó-Napólí 3-2 Roma-Perugia 2-2 Torino-Cesana 2-0 Verona-Catazero 0-0 Best fékk l< Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að leyfa George Best að leika með Fulham út þetta keppnistimabil. Þetta var tilkynnt í Lundúnum í gær — en Best hafði áður aðeins fengið ieyfi til að leika fram að áramót- um og tvísýnt var talið að hann fengi að leika með eftir áramót — sér í lagi eftir að hann var rekinn af velli í Southampton fyrr í haust. Það sem helzt var talið að stæði í veginum fyrir að Best fengi að leika var samningur hans við Los eyfi út keppi Angeles Aztecs — en hann lék einmitt með því liði í sumar. Best er því nú á grænu ljósi og Bobby Campell framkvæmdastjóri Fulham lýsti ánægju sinni í gær — sagði að Best hafi reynzt ein- staklega vel, hvort heldur á velli eða utan hans. Einn leikur fór fram á Englandi í gærkvöld — í FA- bikarnum. Colchester lék við Brentford — og sigraði Colchest- er 3—2. Naumur var þó sigur liðsins — fyrirliði liðsins, Packer skoraði sigurmarkið á 88. mínútul nistímabilið en Colchester hefur unnið alla heimaleiki sína það sem af er keppnistímabilinu. Derek Jefferson — leikmaður með Ulfunum undanfarin ár — mun væntanlega skrifa undir samning um að leika með Hereford í 2. deild. Kaupverð Jefferson er 15. þúsund pund. Úlfarnir keyptu Jefferson frá Ipswich fyrir nokkrum árum á 90 þúsund pund en honum tókst aldrei að tryggja sér sæti í aðalliði Úlfanna, hefur aðeins leikið 41 leik. - Sportmagasín í húsi Utavers við Grensásveg 22 TIL JÓLAGJAFA: Bobspil 4.900 kr. — Fótboltaspil 3.400 kr. — Krokett 4.200 |ír. — Skautar, verð frá kr. 2.500. — Skiptum á notuðum og nýjum skautum — Skíðasett 3.775 kr. — Handboltar frá kr. 2.500. — Fótboltar frá kr. 1.500. —Plast- og gúmmíboltar frá kr. 250. — Fótboltaskór frá kr. 1200.— Æfingagallar frá kr. 4.300. — Adidas æfingaskór frá kr. 3.700 — íþrótta- fatnaður, allar tegundir ALLT FYRIR HESTAMENN: Spaðahnakkar kr. 29.000 — ístöð frá kr. 1.900 — Svipur frá kr. 800. — Allar tegundir af reiðtygjum. MJÖG ÓDÝRT: Kven- og barnapeysur frá 400 kr. Sportmagasínið Goðaborg hf. Sími 81617 - 82125 Grensásvegi 22 Hin stóra stund Bomma er runnin upp C Núna. Nýjar bækur daglega QLLifj1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.