Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 7
DACKl.AÐIÐ. ÞRIOJUDACiUK 21. DKSKMBKR 1976.
7
Stjórnarkreppa í ísrael:
RABIN SEGIR AF SÉR
Ytzhak Rabin, forsætisráð-
herra ísraels, safírti al' sér
sköinmu eftir miönættiö. Um
helfíina rak hann einn af sam-
ítarfsflokkunum úr ríkisstjórn.
Efraim Katzir, forseti, til-
kynnti um afsögn Rabins.
Forsætisráöherrann mun þó
starfa áfram með bráöabirgða-
stjórn þar til kosningar verða i
landinu. Talið er að það verði í
apríl, maí eða júni á næsta ári.
Rabin undirbjó fall stjórnar^
sinnar þegar á sunnudaginn,
þegar hann rak þrjá ráðherra
Þjóðlega trúarflokksins úr
stjórn sinni, en flokkurinn
hafði skömmu áður greitt at-
kvæði með vantrauststillögu á
Rabin og stjórn hans á þingi.
Meirihluti stjórnarinnar var lít-
ill fyrir. en með þessu var hann
allur.
í ólgunni. sem fyigdi i kjölfar
þessara atburða, var almennt
talið að Rabin hygðist leita
stuðnings þings og þjóðar til að
hefja friðarviðræður við full-
trúa Arabaríkjanna. ísraelsk
blöð gerðu að því skóna, að
brottrekstur ráðherranna
þriggja, sem taldir eru of-
stækisfullir þjóóernissinnar,'
hafi verið í þeim tilgangi að
veita stjórn Rabins aukið svig-
rúm í hugsanlegum friðarvið-
ræðum.
1 gær lýsti Rabin því hins
vegar yfir, að engin bre.vting
vrði á utanríkisstefnu stjórnar-
innar frani að kosningum.
Yitzhak Rabin er 54 ára.
Hann tók við forsætisráðherra-
embættinu af Cloldu Meir f.vrir,
tveimur árum. Stjórnartíð hans-
hefur markazt af erfiðleikum,
ekki sízt innan flokksins. Það
var Rabin, sem tók ákvörðun
um áhlaupið á Entebbe-flugvöll
í sumar, þegar 100 gíslum var
bjargað úr klóm skæruliða.
Rabin (lengst til hægri) ásamt
Goldu Meir og Yigal AUon.
utanrikisráðherra. samþykkja
griðasáttmálana við Eg.vpta í
september í fyrra.
Erlendar
f réttir
REUTER
Fyrir þremur árum missti
brezk húsmóðir, Barbara New-
comb, skyndilega málið. Engin
skýring hefur fundizt á þvi.
En í gær fór Barbara til hug-
læknis eins í London og
skömmu síðar gat hún talað
eins og hana lysti.
Eini vandinn er að nú talar
hún með greinilegum ítölskum
hreim, sem enginn kann skýr-
ingu á.
LIV ULLMAN
VERÐLAUNUÐ
— fyrir Augliti til auglitis
Norska leikkonan Liv Ullman
og Bandaríkjamaðurinn Robert
De Niro, fengu bæði æðstu verð-
laun kvikmyndagagnrýnenda í
Los Angeles fyrir árið 1976.
Kvikmvndirnar ..Network” sem
fjallar um lágt siðgæðismat
fréttastofu sjónvarps og ..Rocky",
saga um frægðarferi! boxara,
fengu verðlaun sem beztu
m.vndirnar.
Þá fékk Sidney Immet
verðlaun fyrir leikstjórn í ,,Net-
work" og Paddy Chayevsky fyrir
bezta handritið.
Robert De Niro fekk verðlaun
sín f.vrir hlutverk sitt í kvik-
myndinr.i „Taxi driver" og Liv
Ullman fyrir „Face to Face", sem
hér hefur verið svnd.
Liv Ullman í hlutverki Elizu
Doolittle í amerískri uppfærslu
á „My Fair Lady“.
Perón
grafínn
Smurður líkami Juan
Peróns, fyrrum forseta
Argentínu, en nafn hans hefur
enn mikið áhrifavald í þarlend-
um stjórnmálum, enda þótt
maðurinn sé látinn fyrir tveim-
ur árum, var fluttur með leynd
frá forsetahöllinni í Buenos
Aires og jarðsettur í almennum
kirkjugarði.
Miklar varúðarráðstafanir
voru gerðar í sambandi við
flutninginn á líki forsetans,
sem verið hefur á viðhafnar-
börum í forsetahöllinni, síðan
hann lézt, er hann var forseti
landsins í annað sinn, 1. júlí
árið 1974.
Herforingjastjórnin, sem tók
völdin í landinu í sumar, lét
fyrir skömmu flytja líkama
annarrar eiginkonu Peróns,
Evu. úr forsetahöllinni til
fjölskyldugrafreitar, en Eva
va'rð eins konar dýrðlingur í
augum þjóðarinnar eftir dauða
sinn.
Barentshafsviðræður í strand
Norðmenn og Sovétmenn
hafa lokið fjórðu umferð við-
ræðna sinna um skiptingu haf-
svæðisins á Barentshafi, sem
þeir telja sig eiga aðild að.
Viðræðunefndirnar tvær
hafa átt með sér fimrn fundi
' síðan þessi umferð hófst sl.
mánudag. Sagði í sameiginlegri
yfirlýsingu eftir fundinn að
viðræðum yrði haldið áfram
síðar meir.
Þar sagði ennfremur að
viðræðurnar hefðu verið
„viðskiptalegar og málefnaleg-
ar".
Talið er að Sovétmenn hafi
haldið fast við þá kröfu sína að
hafsvæðinu verði skipt eftir
hinum svonefndu „svæðahug-
myndum" en Norðmenn hafa
krafizt þess að skiptingin verði
gerð með því að draga beina
línu út frá landamærum land-
anna á landi.
Frá sovézkum bæjardyrum
séð yrði það óhentugt því þá
yrðu þeir að láta hernaðarlega
mikilvæg svæði af hendi.
VIKAN, DEGI FYRR A FERÐINNI
EN VENJA ER TIL
Forsíðuviðtal, Birna Hrólfsdóttir, sjónvarpsþulur
Blaðamaður í rannsókn hjá Hjartavernd
Tízkudansinn „Tvöfalt Bump” kynntur
(uppskrift og myndir)
\_______Jólasaga______________________________