Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞKIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976. 3 Er ekki bezt að leiða þetta fólk fyrír aftökusveit? Gisli Helgason skrifar: Fyrir nokkru var ég á mjöK fjölmennum fundi. sem nýstofnuó samtök. Þroskahjálp. efndu til. Þar voru flutt niörg stórfróðles erindi og virtist ríkja mikill einhugur á meðal fundarmanna um, að brýnna úrbóta væri þörf í þágu þroska- heftra. Ölluni þingmönnum var boðið til fundarins ásamt ráðherrum. Aðeins fáeinir létu sjá sig og menntamálaráðherra var eini ráðherrann. sem sýndi fundinum þann sóma að koma og taka fullan þátt í umræðum. Hinir ráðherrarnir og þing- mennirnir þurftu sjálfsagt ekki að koma á fundinn, af því að „þeir hafa svo góðan skilning á málefnum þroska- heftra", svo góðan skilning, að þeir geti látið kröfur fjölmenns fundar sem vind um eyru þjóta. Því er nú mjög haldið á lofti, að málefni þroskaheftra, jafnt sem annarra öryrkja, mæti auknum skilningi og allir keppast nú um að ræða málefni þessa hóps, því að rnenn hafa svo góðan skilning á þessum málum. Reynt er að brjóta niður þá fordóma, sem ríkt hafa gagnvart ör.vrkjum, því að fólk hefur svo einstaklega góðan skilning á þörfum þeirra. Stefnt skal að því að koma •öryrkjum út í hið almenna, dag- lega líf og að veita þeim vinnu við sitt hæfi, því að „menn skilja mjög vei, að öryrkjar þurfi vinnu eins og aðrir“. Og úr því að fólk hefur svo einstaklega góðan skilning á málefnum öryrkja, sér í lagi fatlaðra. hvernig er þá sá skilningur, þegar á reynir? Það skal játað, að skilningur manna á málefnum fatlaðra fer vax- andi, en hvergi er hann nógur. Hægt væri að rita langt mál um það, jafnvel heilt Dagblað, en því nenni ég ekki. Þess vegna ætla ég að láta aðeins eit’t dæmi nægja. Færri tonn, meiri peninga — ef þorskaflinn er betur nýttur Rannveig Þórðardottir hringdi „Vegna þess hvað mikið hefur verið rætt um þorskveið- ar, langar mig til að benda á að íslenzkir sjómenn skeyta hvorki um skömm né heiður í því sambandi og ofveiða sinn eiginn fisk. Mér þykir því ekkert undar- Iegt, þótt Bretar, sem nú eru úti í kuldanum, ef svo má segja, vilji veiða við íslandsstrendur. Þeir vilja og hafa alltaf viljað Hríngið í síma 83322 kl. 13-15 eða skrifið fá tækifæri til þess að sýna að Bretaveldi rísi undir nafninu, sem ekki er óeðlilegt fyrir slíka hernaðarþjóð. Mig langar til þess að benda á atriði sem Islendingar þurfa að athuga vel (á ég þar ekki sízt við Islendinginn hr. sjávarút- vegsráðherra Matthías Bjarna- son) Hvernig væri að nýta aflann mun betur en gert er? Veiða færri tonn, en fá samt sem áður meiri peninga í aðra hönd. Það þarf þegar í stað að hefja könnun á nýtingu aflans. Eftir það þurfum við að sýna öðrum þjóðum gott fordæmi og hvernig bezt sé að haga sér. Ef þetta er ekki gert og Bret- ar finna að Islendingar eru sljóir fyrir sínum eigin hags- munum, þá er enn meiri hætta að þeir beiti iillum ráðum til þess að fá fiskveiðiheimild f.vrir sig. Að síðustu, — hver er eigin- lega kjarninn í þessum vjðræðum, sem fram fara urn veiðiheimildir við l’sland? Ég hélt að allir vissu að við höfum ekkert til |)ess aðsemja um.“ Það var fyrir réttum mánuði, að stúlku nokkurri var veitt at- vinna til reynslu í eldhúsinu á Hrafnistu. Þessi stúlka hafði átt við mikla erfiðleika að stríða í æsku og vegna þeirra varð hún að stunda nám í Höfðaskóla, sem nú heitir Öskúhlíðarskóli, en þar nemur fólk sem getur einhverra hluta vegna ekki fylgst með i, eðlilegu námi. I þeim skóla eru oft unnin meiri námsafrek en á hinni almennu menntabraut. En sem sagt, þessi stúlka hafði með hjálp guðs og góðra manna yfirunnið þá erfiðleika, sem höfðu háð henni og var nú komin i eldhúsið á Hrafnistu. Áður en lengra er haldið, er rétt að segja frá því, að stúlkan hafði gengið í húsmæðraskóla og féngið þaðan mjög svo góðan vitnisburð. í nýja starfinu í eld- húsinu á Hrafnistu þurfti hún dálitla tilsögn, eins og gengur og gerist, en þegar svo fréttist, að hún hafði stundað nám í Höfóaskóla, þá var henni um- svifalaust sagt upp starfinu. Svo hafði það haft mikið að segja, að roskin kona, sjálfsagt góðhjörtuð og guðhrædd sál, sem hrópar á torgum úti, hvað hún .sé góð við blessaða gamla fólkið á Hrafnistu, sá ástæðu til þess að reka hornin i stúlkuna í stað þes að reyna að leiðbeins henni. Nú dvelur stúlkan okkar á Reykjalundi í vinnu- þjálfun og kostar hið opinbera rúm fjögur þúsund á dag. Mér er spurn, hvort ekki hefði átt að lofa stúlkunni að fá lengri tíma til þess að laga sig að starfi sínu heldur en að segja henni upp. Fólk, sem á við einhverja erfiðleika að stríða, hvort sem er á and- lega eða líkamlega sviðinu, þarf oft á tíðum að vaða eld og brennistein, svo aó það geti uppfyllt allar þær kröfur, sem „hinir heilbrigðu, sem hafa svo góðan skilning á málefnum þessa fólks“, gera til þess. En hinir heilbrigðu leiða oft á tíðum ekki hugann að því, hvort þeir þurfi nokkurn tíma að taka tillit til þeirra, sem geta ekki tali>st til þess hóps. En hver er svo lausnin? Annaðhvort verður þjóðfélagið að koma til móts við þá fötluðu, eða þá hreinlega að láta þá eiga sig. Þá væri sjálfsagt best að nota aðerðir Hitlers heitsins við Gyðingana, þ.e. að leiða þetta fólk fyrir aftökusveit og skjóta það. Svo mætti hrúga því ofan í fjöldagröf og láta síðan jarðýtu slétta yfir. Þá væri þjóðfélagið laust við mig og mína líka, sem alltaf eru nauðandi og tuðandi um eitthvað okkur til handa. Þá væri einn þrýstihópurinn úr sögunni og þá mætti auðveld- lega minnka fjármagn til al- mannatrygginga um helming, gott ef ekki tvo þriðju. Spurning dagsins Ætlaröu í kirkju á aðfangadags- kvöld? Þorsteinn Þorsteinsson. Nei, vif borðum yfirleitt um sex leyti heima hjá mér og hlustum messuna í útvarpinu. Björg Kjartansdóttir. Nei, ég fer eiginlega aldrei í kirkju og mér finnst ég ekki eiga neitt erindi i kirkju á aðfangadagskvöld. Sigvaldi Kaldalóns. Nei, ég fer sjaldan í kirkju, aðeins í jarðar- farir. Stefán Sigurgeirsson. Já, ég fer í kirkju og siðustu árin hef ég farið' í Neskirkju. Sigriður Valdemarsdöttir. Nei. það kemur sjaldan fyrir að ég fari i kirkju. Sigriður Magnúsdóttir. Nei. ég er að hugsa um að sleppa þvi núna.annars fer þetta mikið eftir veðrinu. ef það er gott veður þá fer ég frekar. C

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.