Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 6
6 DA(iBI.Af)If). ÞKID.JUI)A(iUK 21, DKSKMBKK 1976. FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVIKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmól, að sem fœstir verði fyrir óþœgindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranœr. Til jiess að tryggja öruggt rafmagn um hótíðarnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum ó eftirfarandi: Reynirt a<) dreifa elduninni. þ.e. jafna henni vfir dafiinn eins «« kostur er. einkum á aðfangadag og gamlársdag. Forðist. ef unnt er. að nota mörg straumfrek tæki samtímis. t.d. rafmagnsofna. hrað- Stíðukatla og þvottavélar og uppþvottavélar — einkanlega meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna og snertihættu. Illa meðfarnar lausataugar og jóla- ljósasamstæður eru hættulegar. Útiljösasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð. sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti rikisins. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum (..öryggjum"). Helstu stærðir eru: 10 amper=ljós 20-25 amper=eldavél 35 amper=aða!vör fyrir íbúð. Ef straumlaust .verður. skuluð þér gera eftirtaldar ráðstafanir: Takið straumfrek tæki úr sambandi. Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð (t.d. eldavél eða Ijós). getið þér sjálf skipt um vör í töflu ibúðarinnar. 5 6 Ef öll ibúðin er straumlaus. getið þér einnig sjáif skipt um vör f.vrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Ef um víðtækara straumleysi er að ræða skulið þér hringja í gæslumann Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Bilanatilk.vnningar í síma 18230 allan sólarhring- inn. Á aðfangadag og gamlársdag til kl. 19. einnig í símum 86230 og 86222. Vér flytjum yður beztu óskir um gleðileg jól og farsœld ó komandi óri með þökk fyrir samstarfið ó hinu liðna. Rafmagnsveita Reykjavíkur Geymið auglýsinguna. Richard Daley, ókrýndur konungur Chicago i tuttugu ár, lézt / gærkvSld Richard Daley, borgarstjóri í Chicago, sem eitt sinn var venjulegur flokksskipuleggj- andi í borginni, en síðar ókrýndur konungur borgar- innar og einn af leiðandi stjórn- málaforingjum innan Demokrataflokksins, lézt- i gær, eítir að hafa fengið hjartaslag. Hann var 74 ára að aldri. Daley, sem var stuttur og feitlaginn, fékk slag er hann var að borða hádegisverð með vinum sínum. Hann þótti lit- ríkur persónuleiki en mörgum þótti frægðarsól hans vera farin að lækka á lofti. Nærstaddir læknar reyndu að bjarga honum með hjarta- nuddi en án árangurs. Daley borgarstjóri, sem stjórnaði næststærstu borg Bandaríkjanna í 21 ár og sex kjörtímabil, fékk aðkenningu af hjartaslagi árið 1974 en virtist síðan hafa verið við góða heilsu. Daley hafði, eins og áður segir, mikil völd innan, Demóksataflokksinsog starfaði, sem slíkur áhrifamaður, ötul- lega að því að fá John F. Kennedy kjörinn sem forseta í forsetakosningunum árið 1960. Richard Daley. borgarstjóri Chicago og „ókrýndur konung- ur“ i tuttugu ár. Til marks um það voru Kennedy greidd fleiri atkvæði í iílinois-riki en þau sem voru á kjörskrá, en þrátt fyrir mála- rekstur var aldrei komizt til botns í því máli. Þá varð Daley fyrir áfalli á stjórnmálasviðinu í sumar er báðir frambjóðendur flokksins, sem hann hafði valið til fram- boðs sem ríkisstjóra og dóms- málaráðherra ríkisins, töpuðu fyrir frambjóðendum republikana. Þótti mörgum sem Daley væri þar með að missa völdin í borginni og í ríkinu. í gær sinnti Daley, eins og venjulega, mörgum málum, enda unni hann sér aldrei al- mennilegrar hvildar. Hann var gestgjafi við árlegan jóla- morgunverð fyrir deildarstjóra 60 deilda borgarstofnana. Þeir gáfu honum tvo flugfarmiða til írlands. Eftir að hafa eytt mest- um hluta morgunsins í skrif- stofu sinni á fimmtu hæð í ráð- húsinu, fór hann út i skemmti- garð einn og horfði á listamenn móta styttur í snjó. Síðan vígði hann leikfimisal við einn skóla borgarinnar, áður en hann sett- ist að snæðingi, en þá fékk hann hjartaslagið. Litlu munaði að Thorbjörn Fálldin. nýkjörinn forsætisráðhera Svíþjóðar, yrði illa úti. er bifreið hans lenti í fjöldaáreksti á þjóðvegi skammt frá Stokkhólmi. Fálidin var á leid til Stokkhólms eftir fyrstu opinberu heimsókn sína til borgarinnar Harpsund Tveir bilar, sem fóru f.vrir, leniu i árekstri og bílstjóri forsætisráðherrans náði ekki að hemla. heldur lenti á kyrrstæðum bílunum. Hafnaði bíllinn síðan úti í skurði. Á myndinni má sjá Fálldin á tali við einn af sjúkraliðsmönnununum. sem komu á staðinn en forsætisráðherrann slapp ómeiddur. ■GARÐSHORN AUGLÝSIR:' Jólagjafir. Jólaskreytingar.Jólaskreytingaefni Bleikar, hvítar og blóar hyacintur. Mikið úrval fallegra hyacintuskreytinga. Jólatúlípanar með og ón lauks. Og okkar sérgrein, mikið úrval af fallegum leiðis- skreytingum. ATH. Garðshorn er við Fossvogskirkjugarð. Kynnið ykkur okkar verð og gasði. Sími 40500. Blómaverzlunin Garðshorn, Fossvogi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.